Morgunblaðið - 16.11.2005, Side 20

Morgunblaðið - 16.11.2005, Side 20
20 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRI Samvera eldri borgara Fimmtudagur 17. nóvember kl. 15.00 Ljóðadagskrá tileinkuð minningu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Erlingur Sigurðarson segir frá skáldinu og flytur ljóð hans ásamt fleirum. Unglingakór Glerárkirkju syngur undir stjórn Ástu Magnúsdóttur. Kaffiveitingar og helgistund að venju. Allir velkomnir. Glerárkirkja GLERÁRKIRKJA SNJÓFRAMLEIÐSLA hófst á Ak- ureyri í gær, ekki í Hlíðarfjalli, heldur í Innbænum, nánar tiltekið við Minja- safnskirkjuna og Nonnahús. „Það er nægur snjór í Hlíðarfjalli og við erum því bara í svona sérverkefnum,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðu- maður Skíðastaða í Hlíðarfjalli. Hann var mættur með eina snjóbyssuna úr fjallinu í Innbæinn og var að sprauta snjó yfir Nonnahús og Minjasafns- kirkjuna. Þar var fjölmennt lið frá Sagafilm að taka upp sjónvarpsaug- lýsingu fyrir símafyrirtæki í Evrópu, sem sýna á í Slóvakíu og með snjó- framleiðslunni var verið að búa til fal- lega vetrarmynd í auglýsinguna. Guð- mundur Karl sagði að snjófram- leiðslubúnaðurinn virkaði mjög vel og var hinn ánægðasti. „Þetta er aðeins forskot á sæluna og það verður gam- an að prófa búnaðinn í fjallinu fljót- lega.“ Aðstæður til snjóframleiðslu voru mjög góðar á Akureyri í gær, 5–6 stiga frost. Slökkvilið Akureyrar kom einnig að málum, því vatn til framleiðslunnar var tekið úr bruna- hana í nágrenninu og var bíll frá slökkviliðinu notaður til að dæla vatn- inu að snjóbyssunni. Rafmagnið var svo fengið úr dísilknúinni ljósavél. Morgunblaðið/Kristján Snjóframleiðsla Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli, er hér við nýju snjóbyssuna, sem notuð var til að sprauta snjó yfir Minjasafnskirkjuna og Nonnahús í gær vegna auglýsingagerðar. Snjóframleiðsla hafin á Akureyri TIL stendur að stofna í næstu viku sjálfseignarfélag um byggingu og rekstur húsnæðis væntanlegrar líkn- ardeildar á Akureyri. Fulltrúar ým- issa félagasamtaka og fyrirtækja á Akureyri rituðu undir viljayfirlýsingu sl. sumar um uppbyggingu líknar- deildar á lóð Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en lengi hefur brýn þörf verið talin á að koma slíkri deild á laggirnar í bænum. Líknarmeðferð fer nú fram á bráðadeildum FSA og í heimahúsum og þykir ekki fara vel saman. Bryndís Þórhallsdóttir, hjúkrunar- fræðingur hjá Heimahlynningu, sagði að ákveðið hefði verið að stofna félag- ið formlega nú á næstu dögum, að lík- indum á miðvikudag í næstu viku. „Við ætlum ekki að bíða með það lengur,“ sagði hún. Þegar ritað var undir viljayfirlýsinguna í júní sl. hafði ekki borist svar frá ráðuneyti heil- brigðismála um hvort það væri tilbúið að takast á við rekstur deildarinnar. Talsmenn líknardeildar hafa hitt heil- brigðisráðherra að máli sem og þing- menn kjördæmisins og sagði Bryndís að þeir hefðu mætt velvilja, „en það er bara ekki nóg, við förum ekki langt á velviljanum einum.“ Kostar um 80 milljónir Gert er ráð fyrir að reist verði um 350 fermetra húsnæði undir starf- semina, með 6 rýmum en húsið verð- ur reist á lóð FSA, sunnan við Sel. Áætlaður kostnaður við byggingu og kaup á nauðsynlegum búnaði er um 80 milljónir króna. Líknarfélög hafa lýst sig reiðubúin til að standa að baki um 40% byggingarkostnaðar. Áætlanir frá því í sumar gerðu ráð fyrir að fullbúin líknardeild gæti tekið til starfa á Akureyri næsta sumar, en nú sagði Bryndís að menn horfðu til þess að deildin yrði opnuð í desember á næsta ári. Bygging líknardeildar á lóð FSA Sjálfseign- arfélag stofnað í næstu viku Eyjafjarðarsveit | Mikið fjölmenni tók þátt í hátíðahöldum í tilefni 100 ára afmælis Grundarkirkju í Eyjafirði um sl. helgi. Hvert sæti var skipað í kirkj- unni þegar hjónin Ellen Kristjáns- dóttir og Eyþór Gunnarsson héldu tónleika þar á föstudagskvöld. Há- tíðarmessa var svo klukkan 14 á sunnudag og þar prédikaði sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslu- biskup og sr. Hannes Örn Blandon þjónaði fyrir altari. Meðhjálpari var frú Gerður Pálsdóttir. Kirkju- kór Laugarlandsprestakalls söng og Þuríður Baldursdóttir söng ein- söng í athöfninni. Frú Sigríður Schiöth, fyrrverandi organisti Grundarkirkju til fjölda ára, og Hjörtur Haraldsson, formaður sóknarnefndar, lásu ritning- argreinar. Eftir messuna flutti Valdimar Gunnarsson erindi um sögu Grundarkirkju og Magnús Sig- urðsson bónda á Grund, sem lét reisa kirkjuna árið 1905 að öllu leyti á eigin kostnað. Magnús var stórhuga framkvæmdamaður og gerði Grund að stórbýli á nýjan leik. Í erindi Valdimars kom fram að Magnús hafi verið langt á undan sinni samtíð og hafi hvatt menn til dáða og brýnt þá lögeggjan að takast á við tuttugustu öldina. Hann flutti til landsins annan bíl- inn sem hingað kom árið 1907 en þá var lítið um akfæra vegi svo bíllinn nýttist ekki sem skyldi. Að lokinni messu var öllum kirkjugestum boðið í kaffisamsæti í tónlistarhúsinu Laugarborg, í boði eigenda Grundarkirkju, frú Aðalsteinu Magnúsdóttur og Gísla Björnssonar. Þar bárust kirkjunni peningagjafir. Gestur Jónsson sem situr í stjórn Héraðssjóðs afhenti gjöf frá öðrum sóknum Eyjafjarð- arprófastsdæmis, kr. 50.000. Valgerður Schiöth færði kirkj- unni kr. 100.000 frá hinum sókn- unum í Laugarlandsprestakalli og Níels Helgason færði kirkjunni kr. 50.000 í orgelsjóð frá Sigríði Ket- ilsdóttur frá Torfum og fjölskyldu hennar, í minningu Finnastaða- hjóna; þeirra Ketils Guðjónssonar og Hólmfríðar Pálsdóttur. Þá söng Karlakór Eyjafjarðar nokkur lög undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur og endaði há- tíðina með því að syngja þjóðsöng- inn, Ó, Guð vors lands. 100 ára Sr. Jón A. Baldvinsson í predikunarstól Grundarkirkju. Fjölmenni tók þátt í hátíðahöldum Grundarkirkja 100 ára Fyrirlestur | Michael Gibbons lektor í félagsfræði við Háskólann í Evansville í Bandaríkjunum flytur fyrirlestur í dag, miðvikudaginn 16. nóvember, kl. 16.30 í stofu L203 á Sólborg. Hann fjallar um áhrif ferðaþjónustu á samfélag smáeyjar í Lake Superior. Gibbons vinnur nú að rannsókn á efnahagslegum og fé- lagslegum breytingum á Akureyri. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.