Morgunblaðið - 16.11.2005, Page 22

Morgunblaðið - 16.11.2005, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF     Við fengum ein-faldlega tæki-færi á að móta nýtt húsnæði eftir okk- ar þörfum og ákváðum að þar skyldi vera barnaherbergi,“ segir Ylfa Jakobsdóttir, starfsmannastjóri hjá Marel hf., sem flutti í nýtt húsnæði að Aust- urhrauni 9 í Garðabæ sumarið 2002. Hjá fyr- irtækinu hér heima starfa 360 manns. „Þegar við vorum á gamla staðnum okkar uppi á Höfðabakka, tók ég eftir því að sam- starfsmaður minn þurfti oft að koma með son sinn í vinnuna til að ljúka ýmsum verkefnum. Litli strákurinn var oft að koma til mín til að stytta mér stund- irnar enda lítið við að vera fyrir hann. Við, sem sátum í húsnæðisnefndinni, fórum í kjöl- farið að velta því fyrir okkur hvort það myndi ekki hjálpa að hafa svona aðstöðu, sem úr varð. Við hönnuðum að- stöðuna alfarið sjálf, fundum rými fyrir börnin miðsvæðis í húsinu og settum inn dót, sem við töldum að börn á aldrinum fimm til tíu ára gætu haft af- þreyingu af. Leikjatölva og djúsvél Þarna inni er tölva, myndbandstæki og sjón- varp, bækur, litabækur, púsl, legó, bangsar, grjónapúði, stólar og borð. Ráðgert er að bæta við play- station og einhverju fleiru og svo er djús- vélin einkar vinsæl. „Ég hef tekið eftir því að einfaldir hlutir verða dálítið spennandi í hugum krakkanna og þeim finnst gaman að fá að koma og kynn- ast því hvað mamma eða pabbi eru að gera á daginn. Við settum auk þess upp vefmynda- vél í einu horni herbergisins svo að foreldr- arnir geti fylgst með börnum sínum í gegnum Netið.“ Að sögn Ylfu geta ólíkar ástæður leg- ið að baki því að foreldrar þurfa að vera með börnin sín á vinnutíma, t.d. veik- indi, skólafrí, dagmömmufrí, tann- læknaheimsóknir eða aðrar læknis- heimsóknir. „Með þessu geta starfsmenn hæglega komið inn með börnin og klárað þau verkefni, sem fyrir liggja í vinnunni og þau unað glöð við leik á meðan. Okkar skilyrði er þó það að börnin hafi þroska til að sjá um sig sjálf því við bjóðum ekki upp á pössun í barna- herberginu. Þau vita hins vegar hvar vinnustöð foreldrisins er og þau geta hringt í foreldrið.“ Nýtingin á barnaherberginu í Marel er tiltölulega mikil, segir Ylfa. Börn eru þar nokkuð reglulega og það var geysilega mikið fjör í kennaraverkfallinu auk þess sem mörg börn koma í lok sum- ars eftir að sumarfríum lýkur og áður en skólarnir byrja. „Það er þægilegt fyrir starfs- menn að vita af þessari aðstöðu. Það er ekki síður mikilvægt að börnunum okkar líði vel og að þeim leiðist ekki.“  YLFA JAKOBSDÓTTIR, starfsmannastjóri hjá Marel Hönnuðum aðstöðu miðsvæðis í húsinu Morgunblaðið/Ómar Börn starfsfólks hjá Marel koma reglulega í heimsókn.  VINNUSTAÐIR | Börnin boðin velkomin í vinnuna með mömmu eða pabba Kubbar, litir, tölvur og dýnur til að lúlla á Það færist í vöxt að fyrirtæki hér á landi geri ráð fyrir sérstökum barnaherbergjum í híbýlum sínum sem má segja að sé vísir að fjölskyldustefnu. Þar eiga börn starfsmanna athvarf, skapist sú staða að taka þurfi börnin með í vinnuna hluta úr degi einhverra hluta vegna. Jóhanna Ingvarsdóttir talaði við starfsmannastjóra tveggja fyrirtækja, sem bæði eru í nýlegum húsum. Í báðum þessum fyrirtækjum var gert ráð fyrir skemmtilegum og litskrúðugum barnaherbergjum, sem átt hafa vinsældum að fagna meðal yngstu kynslóðarinnar. Börnin eru á ábyrgð foreldranna í barnaherbergjum og hægt er að fylgjast með afkvæmunum á netinu í gegnum vefmyndavélar. Barnaherbergið okkar erekki hugsað sem dagvistfyrir börn starfsmanna, heldur sem skjól fyrir börnin til skemmri tíma í þeim tilfellum, sem þau þurfa að koma með for- eldri í vinnuna. Það er alltaf eitt- hvað óvænt að koma upp í dags- ins önn. Til dæmis lenda margir í því að það er hringt úr leikskólanum og barnið sagt veikt, en þegar til kemur og það hefur verið sótt er ekkert að því,“ segir Jakobína Jónsdóttir, starfsmannastjóri hjá Samskipum hf., sem er í nýlegu húsnæði við Kjalarvog í Reykjavík. Í staðinn fyrir að sitja við skrifborðið hjá mömmu eða pabba og framleiða myndir í massavís, geta börnin nú dúllað sér í barnaherberginu í playstation, horft á myndbönd, lesið bækur eða dundað sér á annan hátt. Í barna- herbergi Samskipa, sem hugsað er fyrir 3–12 ára börn, er m.a. að finna leikja- tölvu, playstation, mynd- bandstæki, lestrarbækur, litabækur og kubba auk þess sem þar inni er sófi og teppi til að leggja sig ef þreytan fer að segja til sín. Mælist vel fyrir meðal starfsmanna „Herbergið er töluvert mikið notað og helst í neyðartilvikum þegar eitthvað kemur upp á og það vantar pössun í tvo til þrjá tíma. Í stað þess að þeytast með börnin út um allt í pössun, er nú hægt að koma með þau í vinnuna tíma- bundið sem mælst hefur vel fyrir meðal starfs- manna. Börnin eru á ábyrgð foreldra í barnaherberginu og hefur verið sett upp vefmyndavél til að auð- veldara sé að fylgj- ast með þeim,“ segir Jakobína. Þegar hug- mynd að barna- herbergi vaknaði samhliða annarri hönnunarvinnu nýs húss, var sett á lagg- irnar sérstök barna- herbergisnefnd, sem hafði það hlutverk að búa herbergið hús- gögnum og dóti. „Nefnd- in, sem í sátu þrjár kon- ur, fór með teikningu af herberginu í IKEA þar sem það var fullhannað og voru innanstokks- munir keyptir þar. Her- bergið er afar skrautlegt með sterkum litum, en þetta er eina rýmið í öllu húsinu sem arkitektar komu ekki nálægt.“  JAKOBÍNA JÓNSDÓTTIR, starfsmannastjóri Samskipa Skjól fyrir börnin til skemmri tíma Morgunblaðið/Kristinn Jakobína Jónsdóttir í barnaherbergi fyrirtækisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.