Morgunblaðið - 16.11.2005, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 25
SAMFYLKINGIN er flokkur í
vanda og jafnvel má ganga svo
langt að segja að flokkurinn sé í
kreppu. Dvínandi fylgi Samfylk-
ingarinnar í könnun eftir könnun
er einungis ein birtingarmynd
þessa vanda. Flokkurinn er á
harðahlaupum frá
stefnu sinni fyrir síð-
ustu kosningar í
hverju málinu á fæt-
ur öðru og þótt Ingi-
björg Sólrún Gísla-
dóttir hafi lýst því
yfir á flokksstjórn-
arfundi um síðustu
helgi að hún hygðist
nú reyna að verja
miðjuna er ljóst að
flokkurinn hefur tek-
ið skarpa beygju til
vinstri.
Vissulega er hægt
að hafa ákveðinn
skilning á þeim
vanda sem Samfylk-
ingin á nú við að
etja. Það er ekki
auðvelt að vera í
stjórnarandstöðu og
reyna að mála
skrattann á veginn
þegar þjóðin er að
ganga í gegnum
eitthvert mesta
hagvaxtarskeið Ís-
landssögunnar, þeg-
ar atvinnuleysi er í lágmarki og
kaupmáttur eykst jafnt og þétt.
Allt tal um að verið sé að
„skerða“ þjónustu til velferð-
armála, heilbrigðismála og
menntamála verður fremur hjá-
kátlegt þegar ljóst er að aldrei
hafa Íslendingar varið meiri fjár-
munum til þessara málaflokka.
Felst „skerðingin“ kannski ein-
ungis í því að stjórnvöld reyna
ekki að toppa hvert einasta yf-
irboð Samfylkingarinnar?
Miðstýring eða
frjáls hugsun?
Formaður Samfylkingarinnar
reynir að draga víglínuna á milli
Sjálfstæðisflokks og Samfylking-
arinnar og segir baráttuna snúast
um átök þess sem hún kallar jafn-
aðarmennsku og frjálshyggju. Sú
jafnaðarmennska sem formað-
urinn talar fyrir og sýnir í verki
er hins vegar þegar upp er staðið
ekki jafnaðarstefna gamla Al-
þýðuflokksins heldur miklu frek-
ar sósíalismi Alþýðubandalagsins.
Og stefna hins frjálsa hugar sem
formaðurinn virðist hafa svo
mikla andúð á er sú stefna sem
alls staðar er í sókn í hinum vest-
ræna heimi og jafnvel flestir nú-
tímalegir flokkar jafnaðarmanna
hafa tekið upp á sína arma, þ.e.
sú stefna að leyfa hinu frjálsa
framtaki og sköpun að njóta sín
án þess þó að fórna hinum fé-
lagslega þætti samfélagsins.
Við skulum ekki gleyma að sú
gífurlega verðmætasköpun sem
hið frjálsa markaðshagkerfi hefur
stuðlað að hér á landi á síðustu
árum gerir það að verkum að við
getum aukið framlög okkar til
menntamála, félagsmála og heil-
brigðismála jafnmyndarlega og
dæmin sýna. Við höfum sýnt að
frelsi með ábyrgð fer saman við
mildi og mannúð en það hefur
alla tíð verið leiðarljós sjálfstæð-
isstefnunnar.
Gríðarleg aukning
til menntamála
Formaður Samfylkingarinnar
segir hina opinberu umræðu um
menntamál snúast um nið-
urskurð. Ég spyr: Hvar er þann
niðurskurð að finna? Ekki í fram-
lögum til framhaldsskólanna en
framlög til þeirra hafa aukist um
rúma sex milljarða eða um 87%
frá árinu 2000. Ekki getur for-
maður Samfylkingarinnar verið
að tala um háskólana en framlög
til þeirra hafa vaxið jafnt og þétt
um tæpan milljarð á ári síðast-
liðin ár. Alls nemur aukningin um
105% frá árinu 2000 miðað við
þær tölur sem er að
finna í fjárlaga-
frumvarpi þessa árs.
Á síðustu dögum
hafa sumir fulltrúar
stjórnarandstöð-
unnar kvartað yfir
fjársvelti og skerð-
ingu fjármagns til
tveggja háskóla sér-
staklega, Háskólans
á Akureyri og Kenn-
araháskóla Íslands.
Það er mér ljúft að
benda á að framlög
til einmitt þessara
skóla hafa hækkað
umfram meðaltals-
hækkun til annarra
skóla. Framlög til
KHÍ um rúm 123% og
framlög til Háskólans
á Akureyri um tæp
140%.
Eflaust myndu
margar aðrar stofn-
anir fagna slíkri
„skerðingu“ framlaga.
Það er sömuleiðis
fróðlegt að skoða op-
inber framlög á Íslandi til há-
skólamála í samanburði við önnur
ríki OECD. Á milli áranna 2001
og 2002 jukust þau úr 0,8% af
vergri landsframleiðslu í ríflega
1,0% af vergri landsframleiðslu.
Þegar útgjöld til eins málaflokks
hækka um 0,2% af landsfram-
leiðslu milli ára sýnir það svo
sannarlega vilja stjórnvalda.
Þetta framlag er svipað meðaltali
OECD-ríkjanna, sem er 1,1%, og
sama framlag og t.d. Frakkar og
Þjóðverjar verja til sinna háskóla
af opinberum framlögum. Ein-
ungis fimm Evrópuríki verja
hærra hlutfalli til háskólamála.
Því miður eru ekki til nýrri
OECD-tölur en líkt og ég gat um
áður hefur verið haldið áfram að
auka framlög til háskólastigsins
og hafa þau verið aukin um rúma
þrjá milljarða frá árinu 2002 sem
þessar tölur miða við. Er það
stefna ríkisstjórnarinnar að halda
áfram eflingu allra skólastiga.
Kamelljón íslenskra
stjórnmálaflokka
Samfylkingin hefur á undra-
skömmum tíma náð að verða
kamelljón íslenskra stjórn-
málaflokka. Fyrir kosningar hafði
flokkurinn eina ákveðna stefnu í
sjávarútvegsmálum en aðra í dag,
fyrir kosningar voru skattalækk-
anir á dagskrá en í dag er annað
upp á teningnum, fyrir ári vildi
Samfylkingin skólagjöld í háskóla
á framhaldsnámi en í dag eitt-
hvað annað og enn og aftur hefur
flokkurinn undirstrikað stefnu-
leysi í utanríkismálum.
Vandamálið er því ekki – líkt
og formaður Samfylkingarinnar
heldur fram – að ríkisstjórnina
skorti „raunverulegan skilning á
því að öflugt menntakerfi sem
þjónar einstaklingum og atvinnu-
lífi … er stóriðja framtíðarinnar“.
Vandamál Samfylkingarinnar er
að Samfylkingin hefur enga
stefnu í menntamálum frekar en í
öðrum mikilvægum málaflokkum
– a.m.k. ekki marga daga í einu.
Á harða-
hlaupum
til vinstri
Eftir Þorgerði Katrínu
Gunnarsdóttur
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
’… Samfylk-ingin hefur enga
stefnu í mennta-
málum frekar
en í öðrum mik-
ilvægum mála-
flokkum …‘
Höfundur er varaformaður
Sjálfstæðisflokksins.
um fá mjög skýr svör og haldfastar skuld-
bindingar [frá ríkisstjórninni] varðandi
þessa tvo liði, atvinnuleysistryggingar og
örorkubyrðina. En það er líka samkomulag
við stjórnvöld um að ýmsir þættir sem snúa
að okkar starfsmenntamálum eru nú með
formlegri hætti á borði menntmálaráð-
herra,“ sagði Gylfi og bætti við að í lögunum
um starfsmannaleigur fælist mikil réttar-
vernd erlendra skjólstæðinga ASÍ.
Styrkir stöðu vinnumarkaðarins
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði að
örorkubótaþáttur lífeyrissjóðanna væri mál
sem ASÍ hefði barist fyrir í mörg ár og bent
á að ríkisvaldið gæti ekki vikist undan því að
taka þátt í þeirri fjármögnun. „Við höfum
búið við það síðustu ár að í sumum lífeyr-
issjóðum á okkar vettvangi hafa menn þurft
að lækka lífeyrinn til að reyna að halda sam-
bærilegum sjó varðandi örorkubæturnar.
Að óbreyttu hefði blasað við að fleiri sjóðir
hefðu þurft að fara í sama farveg ef ekki
hefði komið til samkomulag um aðkomu
stjórnvalda,“ sagði Grétar.
ósi þeirra heildarhagsmuna sem í
er það mín skoðun að þessi nið-
afar þýðingarmikil og klárlega til
lum aðilum málsins.“
ald, framkvæmdastjóri SA, sagði
gar væru í heildina mjög um-
r. Hækkun launa, breytingar á
sisbótakerfinu, sem atvinnurek-
u bera kostnaðinn af til lengdar,
ríkisstjórnarinnar væru í raun
eiri en framlenging samninga um
íma. Hann sagði að þátttaka rík-
nnar hefði haft afgerandi þýð-
teljum að við séum með þessari
að teygja okkur mjög langt í því
ma í veg fyrir upplausn á vinnu-
m og það réð þessari niðurstöðu
lfu.“
Vildu skýr svör
rnbjörnsson, framkvæmdastjóri
t vera ánægður með að þessi nið-
fði náðst. Hann tók í sama streng
sagði aðkomu ríkisstjórnarinnar
ríðarlega mikla þýðingu. Við vild-
og Samtaka atvinnulífsins um breytingar á kjarasamningum
r tryggja að
arnir halda
Morgunblaðið/Golli
atvinnulífsins var undirritað síðdegis í gær í húsakynnum ASÍ. F.h.: Grétar
sson, Ari Edwald og Hannes G. Sigurðsson.
staða erlends vinnuafls í íslensku sam-
félagi verður bætt. Ákveðið hefur verið
að fela Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
að útbúa námsefni í íslenskukennslu
fyrir útlendinga. Þá verða veitt sérstök
framlög til að greiða fyrir námskeiða-
hald og endurmenntun einstaklinga á
vinnumarkaði en símenntunarmið-
stöðvum um land munu annast námið.
Þá er gert ráð fyrir framhaldi á sam-
starfi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífs-
ins og menntamálaráðuneytisins um
mat á raunfærni, þ.e að leggja mat á
fyrra nám og færni einstaklinga sem
vilja bæta við sig menntun. Ennfremur
verður náms- og starfsráðgjöf efld fyr-
ir þá sem litla menntun hafa
verði skráningarskyldar hér á landi,
skuli hafa fulltrúa hér á landi og veita
Vinnumálastofnun upplýsingar um
starfsemi sína áður en vinna hefst og
að starfsmannaleigum utan EES eða
EFTA-ríkja verði óheimilt að veita hér
þjónustu nema samningar sem Ísland
eigi aðild að heimili það. Ennfremur að
starfsmannaleigum verði óheimilt að
taka við greiðslu frá starfsmönnum
fyrir að bjóða eða veita þeim vinnu.
Starfs- og endurmenntun efld
Þá mun ríkisstjórnin setja um 100
milljónir króna í að efla starfs- og end-
urmenntun ófaglærðra og þeirra sem
eru með litla menntun auk þess sem
fyrst og fremst horft til vangetu ein-
staklinga til að afla sér tekna. Nefndin
á einnig að fjalla um leiðir til að efla
starfsendurhæfingu, bjóða einstak-
ingsmiðaða þjónustu og gera kerfið
einfaldara og skilvirkara. Fjármögnun
þessara aðgerða verður sameiginlega á
hendi ríkisstjórnar og aðila vinnu-
markaðarins.
Lög um starfsmannaleigur
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því
að setja löggjöf um starfsmannaleigur
fyrir jólahlé Alþingis. Í yfirlýsingu
hennar kemur fram að frumvarpið
muni setja leigunum ákveðin starfs-
skilyrði, sem feli m.a. í sér að þær
rðir ríkisstjórnarinnar
m 1.500–1.800 milljónir
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fulltrúar vinnuveitenda, verkalýðshreyfingarinnar, fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar og embættismenn ræddust við í
ráðherrabústaðnum síðdegis í gær áður en fulltrúar ASÍ og SA skrifuðu undir samkomulag sitt.
TALSVERÐAR breytingar á atvinnu-
leysisbótakerfinu eru boðaðar í yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar. Þar vegur
þyngst að grunnbætur verða hækkaðar
úr 91.426 krónum í 96.000 krónur á
mánuði og tekin verður upp tekjuteng-
ing bóta á þriggja mánaða tímabili. Í því
felst að atvinnuleysisbætur verða 70% af
heildartekjum bótaþega síðustu sex
mánuði en þó ekki hærri en 180.000
krónur á mánuði.
Með tilkomu laganna verða þeir sem
missa vinnuna á grunnbótum fyrstu tíu
virku dagana eftir vinnumissinn en að
þeim tíma loknum hefst tekjutenging
bóta. Réttur til tekjutengdra atvinnu-
leysisbóta eru þrír mánuðir á þriggja
ára tímabili og þegar bótaþegi hefur
fengið tekjutengdar bætur í þrjá mánuði
fær hann aftur grunnbætur. Rétturinn
til tekjutengdra bóta endurnýjast á 24
mánaða tímabili.
Í yfirlýsingunni kemur fram að rík-
isstjórnin muni beita sér fyrir lagasetn-
ingu um breytingar á greiðslu atvinnu-
leysisbóta í samræmi við samkomulag
ASÍ og SA. Aðgerðirnar verða fjár-
magnaðar með greiðslum úr Atvinnu-
leysistryggingarsjóði en ekki þykir
ástæða til að hækka atvinnutrygging-
argjald við gildistöku laganna, þar sem
sjóðurinn hefur svigrúm fyrir slíka
hækkun um þessar mundir.
Að sögn Ólafs Darra Andrasonar,
hagfræðings ASÍ, er hins vegar áætlað
að gjaldið þurfi að hækka þegar dregur
úr þenslu í þjóðfélaginu.
Hann segir að með því að tekjutengja
bæturnar sé tryggt að þeir sem verði
fyrir því að missa vinnuna í nokkra mán-
uði verði ekki fyrir jafnmiklu fjárhags-
legu tjóni og ella. Ólafur Darri segir að
eðlilega hafi verið tekist á um þetta og
verkalýðshreyfingin hefði viljað að há-
mark bótanna væri hærra en þetta hafi
verið sú niðurstaða sem aðilar sættust á.
Atvinnu-
leysisbætur
allt að 180
þúsund í
þrjá mánuði