Morgunblaðið - 16.11.2005, Page 26

Morgunblaðið - 16.11.2005, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GEÐVEIKI er ranghugmyndir, og ranghugmyndir eru ósjálfráðar hugsanir, hvort sem það eru venju- lega mjúklegar og hljóðlausar hugs- anir, ósjálfráð rödd manns sjálfs í huganum, rödd annarra (sem fólk með geðklofa heyrir) eða ímynd- anir. Við meðtökum ósjálfráðar hugsanir inn til okkar þegar við höldum og gerum eitt- hvað sem er rangt. Af- brýðisemi er geðveiki. Áhyggjur eru geð- veiki. Að tala illa um aðra og lesa slúð- urblöð er geðveiki. Að halda að geðsjúkir séu ógnvekjandi og ofbeld- ishneigðari en venju- legt fólk er geðveiki. Eini munurinn á venjulegu fólki og geð- sjúkum er sá að geð- sjúkir fá ósjálfráðar hugsanir í margfalt meira magni, og hugsanirnar eru miklu lúmskari, öfgakenndari og beinskeyttari til manns sjálfs. T.d. ef venjulegur maður fær ósjálfráða hugsun til sín um það að aðrir séu að tala illa um hann, þá fær hinn geðsjúki ósjálfráða hugsun um að það ríki samsæri í garð hans. Þegar venjulegur maður fær ósjálfráða hugsun (í búningi manns eigin raddar) um það hvað eigi að segja við aðra (t.d. slúður, baktal), þá fær hinn geðsjúki þannig hugsun þar sem valmöguleikinn er skrítinn, óviðeigandi og oft heimskulegur til að segja við aðra, sem þess vegna vekur slæm viðbrögð hjá viðtakend- unum. Ef maður meðtekur eina hugsun, þá kemur strax önnur sem ályktun við fyrri hugsuninni, og þannig gengur það koll af kolli þangað til það hleðst meira upp á rang- hugmyndina, svo að ef maður lætur eftir því í hugarfari og verki er maður byrjaður að hegða sér geð- veikislega. Ég get sagt það út frá minni eig- in reynslu og veikindum (geðklofa) að það er sem það sé önnur mann- eskja innan í höfði mínu, eins konar sálfræðingur, sem er alltaf að reyna að herja á huga minn með því að nota alls kyns hugrænar aðferðir til að villa um fyrir mér og fá mig til að halda eitthvað sem er rangt. Þó að ég standist eitt tímabil þar sem notað er ákveðið tilbúið vandamál gegn mér (t.d. ályktanir í garð þeirra sem hafa gert eitthvað á hlut manns) þá koma veikindin aftur seinna í annarri mynd, líkt og her sem situr fyrir borg og er alltaf að smíða ný og ný vopn til að komast inn í hana. Ég fæ þannig köst þar sem allt er að hrynja í kringum mig og innan frá, þegar það streyma til mín ósjálfráðar hugsanir (sjá hér að ofan hvern- ig ég lýsi þeim) á fullu á hverri einustu sek- úndu í marga klukku- tíma, þar sem radd- irnar eru ekki handahófskenndar líkt og þetta sé eitthvað í líkams- starfseminni, heldur er algerlega eins og það séu verur sem geta hugsað sjálfstætt og notast við öll brögð til að reyna að hamra á viti mínu og þekkingu. Þetta er bara eins og maður eigi óvini sem segja alls kyns ljóta hluti við mann og reyna að finna einhverjar leiðir til að klekkja á manni í orðum. Radd- irnar tala til manns á móti þegar maður svarar þeim, og koma með ályktanir um það sem maður hefur svarað þeim með, allt til að gera lít- ið úr manni. Þessar verur herma líka eftir röddu manns sem við- brögð í garð sjálfs sín, svo að það er sem allir valmöguleikarnir í hug- anum séu rangir og alger vitleysa, sem gert er til að freista mín til að sýna viðbrögð við þessu, og við- brögðin hafa sínar hliðarverkanir þegar maður á í baráttu við þetta, svo að maður byrjar þá að hverfa inn í hugann og einangrast. Í algleymingi kastanna er sem maður færist alltaf yfir á nýjan óreiðustað í hugarfarinu koll af kolli, svo að þetta er alger vitfirring að lifa mitt á meðal allra þessara hugsana. Það getur verið þreytandi að þurfa að hlusta á þessar raddir og sjá ímyndanir allan daginn út og inn, líkt og hvert sem maður líti sé einhver hönd sem reyni að veifa fyrir mann. Maður fær ímyndanir þar sem maður sér andlit horfa á mann, sér ljótar atburðarásir, og sem önnur manneskja hlaupi um við hliðina á manni og reyni að áreita mann. Í millibilsvökum sé ég fólk horfa til mín, sé ljótar atburðarásir, heyri alvöru hávært hljóð allt í einu glamra svo að ég kippist við, og í draumum mínum (þegar það er eins og maður vakni uppi í rúmi sínu og sé meðvitaður eins og í raunveru- leikanum) hef ég orðið fyrir ásókn- um illra vera. Sem betur fer hef ég agað sjálfan mig og lært af reynslunni til að vera í stakk búinn að láta þetta ekki á mig fá með æðruleysi, þar sem ég get greint rétt frá röngu og séð það skynsamlega sem liggur í stöðunni, svo að þetta snýst allt saman um þolinmæði og skapstillingu í að þrauka í veikindunum. Einu vænt- ingarnar sem ég geri til lífsins er að lifa eðlilegu lífi, og er þakklátur fyr- ir hina góðu sem óslæmu daga þeg- ar ég verð lítið var við veikindin, svo að hið besta er oftast það sem venjulegt fólk lítur á sem sjálfsagð- an hlut, sem er eðlilegt og heilbrigt líf. Maður þarf ekki að líta upp til himinsins og geimsins til að reyna að finna geimverur, því þær voru allan tímann á bak við raddirnar innan í manns eigin höfði. Hvað er geðveiki? Lárus Þórhallsson lýsir geðveiki ’… munurinn á venju-legu fólki og geðsjúkum er sá að geðsjúkir fá ósjálfráðar hugsanir í margfalt meira magni, og hugsanirnar eru miklu lúmskari, öfga- kenndari og beinskeytt- ari til manns sjálfs.‘ Lárus Þórhallsson Höfundurinn býr við geðklofa og er stofnandi hjálparsamtakanna Paladínar. EIN er sú starfstétt sem enn telst tiltölulega ung varðandi starfs- heiti, en hefur þó myndað sitt eigið félag og heldur fundi reglulega. Þetta félag heitir Félag íslenskra félagsliða, skamm- stafað FÍF, og hefur lögheimili og varn- arþing í Reykjavík. Félagið er nú þegar orðið rúmlega tveggja ára, síðan í apríl 2003. Rétt til aðildar að félaginu eiga fé- lagsliðar sem lokið hafa námi af fé- lagsliðabraut sam- kvæmt reglum og aðal- námsskrá menntamálaráðuneytisins. Tekið skal fram að hver sá sem gengur í félagið er ekki þar með að segja skilið við sitt stéttarfélag, heldur er þetta öllu fremur hags- muna- og fagfélag, gert til þess að sameina þann hóp sem tekið hefur ofangreint nám og lokið því. Vissu- lega hefur það áhrif að standa sam- an þegar rætt er um launaréttindi og hvar við staðsetjum okkur í því samhengi. Við höfum aflað mikilvægrar fag- legrar þekkingar sem skiptir máli í nútímasamfélagi. Félagsliðar hafa samið siðareglur og vinna að því að kynna sig sem hóp metnaðarfullra einstaklinga sem vilja að eftir starfskröftum þeirra og þekkingu sé leitað til starfa á hinum ýmsu stofnunum og þjónustugeirum, sem þarfnast starfsmanna með hagnýtt nám og áhuga á að þjóna sem best þörfum þeirra sem aðstoðar þarfnast. Það er von okkar sem að þessu félagi stöndum að hinar ýmsu stofnanir og fé- lagasamtök sem standa að aðhlynningu og þjónustu við aldraða, fatlaða eða sjúka, sjái sér hag í því að óska eftir starfskröftum okkar, þegar auglýst er eftir fólki í viðkom- andi störf. Margir virðast varla vita af tilvist okkar ennþá, svo nú er tæki- færi til að skrá hjá sér og fletta upp heimasíðu okkar sem er skráð hjá SFR sem sjálfstætt félag. Um 120 félagsliðar eru skráðir á Reykjavíkursvæðinu í dag og til- heyra hinum ýmsu stéttarfélögum sem hafa margvíslega umönnun á sinni könnu. Úti á landi, t.d. á Egils- stöðum, eru yfir tveir tugir í fé- lagsliðanámi og á Ísafirði eru tæpir tveir tugir í sams konar námi. Margir eru á þeirri skoðun að stuðningsfulltrúi og félagsliði sé það sama. Vissulega eru störf þeirra á sama og svipuðum vettvangi, en menntun félagsliða sem útskrifast hefur af félagsliðabraut ber í sér yf- ir 80 eininga nám og er þar m.a. að finna siðfræði, sálfræði, næring- arfræði, líffræði, fötlunarfræði, öldrunarfræði og margt fleira. SFR hefur reynst okkur vel í að vinna okkur í gegnum fyrstu skrefin sem fagfélag og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Öllum félagsliðum er velkomið að ganga í félagið eins og sagt var hér í upphafi, án þess að yf- irgefa sitt stéttarfélag. Fræðslufundur á vegum Félags íslenskra félagsliða verður haldinn í fundarsal SFR Grettisgötu 89 mið- vikudaginn 16. nóvember í kvöld kl. 19.30. Þar munu eftirtaldir gestir flytja fyrirlestra: Margrét Mar- geirsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, starfsmaður frá félaginu Sjónarhól, sem jafn- framt er móðir ungrar stúlku sem býr á sambýli og svo starfsmaður og meðlimur frá klúbbnum Geysi. Við bjóðum félagsliða og fé- lagsliðanema hjartanlega velkomna og vonum að sjá sem flesta. Veit- ingar verða á boðstólum. Félag félagsliða Þórdís Malmquist fjallar um starfsemi Félags íslenskra félagsliða ’Margir virðast varlavita af tilvist okkar ennþá, svo nú er tæki- færi til að skrá hjá sér og fletta upp heimasíðu okkar sem er skráð hjá SFR sem sjálfstætt félag.‘ Þórdís Malmquist Höfundur er formaður Félags íslenskra félagsliða, FÍF. ÞETTA er í stuttu máli sú spurning sem Morgunblaðið sendi Frjálshyggjufélaginu í Staksteinum gærdagsins. Í frjálsu markaðsskipulagi er einstaklingum leyft að taka sig saman og hefja rekstur. Þetta hefur Morgunblaðið alltaf stutt, og studdi í áðurnefndum Stak- steinum. Margir hóp- ar keppa sín á milli um hylli neytenda. Stærðarhlutföll breytast að öllu jöfnu frá einum tíma til annars og oft fara stór fyrirtæki halloka í samkeppni við ný, ferskari og betur fjár- mögnuð fyrirtæki. Vel rekin fyrirtæki eru verðlaunuð með við- skiptum neytenda á meðan þau óhag- kvæmu hætta rekstri eða snúa sér að öðru. Morgunblaðið benti hins vegar á að á frjálsum markaði gæti einkafyrirtæki haft einokunarstöðu. Einokun í skjóli ríkisins Því miður er þar um misskilning blaðs- ins að ræða því að ef frelsi er á markaði og ríkisvaldið hjálpar ekki til við að verja einok- unarstöðu tiltekins fyrirtækis er neytendum ekki hætta búin af rekstrinum. Fyrirtæki sem starfar á opnum og frjálsum markaði getur alltaf búist við því að innlendur eða erlendur aðili hefji samkeppn- isrekstur. Hefur það m.a. sýnt sig í tilfelli Sementsverksmiðjunnar sem lengi vel var eini framleiðandi og söluaðili sements hérlendis. Danskt fyrirtæki hóf óvænt harða sam- keppni og flutt inn mikið sement. Í stað þess að áralöng einokun verk- smiðjunnar hefði þar verið brotin á bak aftur hófu ráðherrar rík- isstjórnarinnar að berjast harka- lega gegn innflutningi danska fyr- irtækisins og reyndu þar áfram að verja einokunarstöðu verksmiðj- unnar. Sama gildir um hin stóru ol- íufyrirtæki. Höft og regluverk var slíkt á þeim rekstri að staða þeirra fáu á markaðnum var vel tryggð og nýjum aðilum gert nánast ókleift að hefja rekstur í sam- keppni. Reykjavík- urborg sá svo til þess að Irwing olíufélagið bandaríska fengi hér engar lóðir og hrökkl- aðist það á endanum úr landi eftir ótrúleg sam- skipti við yfirvöld, sem óþarfi er að rekja hér frekar. Er þetta sú ein- okun sem Morgun- blaðið ætlar að skrifa á hinn frjálsa markað? Sherman löggjöfin Blaðið nefndi sér- staklega Sherman lög- gjöfina sem sett var í Bandaríkjunum árið 1890. Miðaðist sú lög- gjöf einna mest við að brjóta á bak aftur bandaríska olíurisann Standard Oil. Veit blaðið ekki að árið 1870 var Standard Oil lítið félag með 4% markaðshlutdeild sem á aðeins 20 árum vann sig upp í 85%? Morg- unblaðið ætti kannski að skoða nánar hvað Standard Oil gerði fyr- ir neytendur. Árið 1869 kostaði gallon af olíu 30 cent en 1897 var verð komið nið- ur í 5,9 cent. Félagið barðist ekki til þessa góða árangurs í skugga ríkisins heldur keppti við tugi ann- arra olíufélaga í 20 ár og bar á end- anum réttilega sigur úr býtum. Er Morgunblaðið annars á móti því að verðlaunaður sé stórkostlegur ár- angur einstaklinganna í samkeppni hver við annan? Löggjöf gegn neytendum Blaðið kann að láta það hljóma sem svo að Standard Oil hafi verið eina olíufélagið á þeim tíma sem Sherman lögin voru sett. Hið sanna er hins vegar að hvorki færri né fleiri en 147 olíufélög voru þá í samkeppni við Standard Oil. Þrátt fyrir það var félagið brotið upp og bannað að stunda rekstur í þeirri mynd sem áður hafði þekkst. Frá þeim tíma er lögin tóku gildi og gripið var til aðgerða hafa neyt- endur notið minni stærðarhag- kvæmni en þeir gerðu áður. Verð á olíu hefur hækkað stig af stigi. Þökk sé lagasetningu stjórnmála- manna. Frelsið vænlegast Það er nefnilega þannig að þar sem neytendur geta frjálsir valið hvar þeir verja krónum sínum og dugmiklir einstaklingar geta farið af stað, safnað fjármagni, og hafið rekstur þarf ekki að óttast um skipan markaðarins til lengri tíma. En þar sem íþyngjandi lög eru til staðar og regluverk mikið er von hinna dugmiklu minni og þor þeirra minna til aðgerða. Blaðinu væri nær að bera lof á þá sem sigla út í ólgusjó við- skiptanna og standa sig þar vel – jafnvel á alþjóðavísu – í stað þess að grafa undan frjálsu skipulagi og oftar en ekki hvetja ráðamenn til að leggja stein í götu frjálsra við- skipta með hringamyndunarlögum og öðru slíku. Það er því ennþá í frelsinu, sem einstaklingunum vegnar best. Þannig hefur það ver- ið í fortíð og verður einnig í fram- tíð. Er einokun möguleg á frjálsum markaði? Friðbjörn Orri Ketilsson fjallar um markaðsskipulag Friðbjörn Orri Ketilsson ’… ef frelsi er ámarkaði og rík- isvaldið hjálpar ekki til við að verja einok- unarstöðu til- tekins fyr- irtækis er neytendum ekki hætta búin af rekstrinum. ‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins. RAFLAGNA ÞJÓNUSTA RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.