Morgunblaðið - 16.11.2005, Side 27

Morgunblaðið - 16.11.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 27 UMRÆÐAN EIN þreyttasta fullyrðing ís- lenskrar þjóðmálaumræðu er að mati undirritaðs sú að þrátt fyrir óréttlætið hafi íslenska kvótakerfið skilað mikilli hagræðingu sem þjóðin njóti. Þetta hermir hver eftir öðrum og nú seinast formaður Samfylking- arinnar, Ingibjörg Sólrún. Hún og aðrir sem slá þessu fram ættu að lýsa því hver þessi hagræðing sé fyrir þjóðina. Eng- inn efast um happ þeirra sem fengu þjóð- arauðinn gefins og hafa fengið að fénýta hann í 20 ár. Því er spurt: Hvaða hagræðing fyrir þjóðina, Ingibjörg? 1. Ber það vott um hagræðingu að útgerð- in skuldar margfalt það sem hún skuldaði við upphaf kvótatímans? 2. Ber það vott um hagræðingu að olíunotkun á hverja aflaeiningu í botnfiski hefur nær tvöfaldast? 3. Ber það vott um hagræðingu að heildarstærð íslenska fiskiskipaflot- ans hefur aukist meðan botnfiskafl- inn hefur dregist saman? 4. Ber það vott um hagræðingu að nú er aðeins unnt að veiða um 60% af þeim botnfiski sem veiddist fyrir daga kvótakerfisins? 5. Ber það vott um hagræðingu að fjöldi sjávarþorpa allt í kringum landið eru að veslast upp? 6. Er það hagræðing fyrir þjóðina að fjárfestingar í þessum byggðum standa nú illa nýttar? 7. Er það hagræðing fyrir þjóðina að eignir fólks í þessum byggðum hafa gufað upp? 8. Er það eftirsóknarverð hagræð- ing fyrir forystu Samfylkingarinnar að bil á milli ríkra og fátækra fer ört vaxandi á Íslandi en all- ir eru sammála um að kvótakerfið veldur mis- réttinu að miklu leyti? 9. Er það hagræðing að nýliðun í sveit út- gerðarmanna er nánast útilokuð? 10. Er það hagræð- ing fyrir þjóðina að kvótastjórnum fiskveið- anna er líklegast að- alvaldurinn að hruni fiskstofnanna þvert of- an í yfirlýsingar þeirra sem hafa hag af því að verja kvótakerfið? Kanadíski fiskihagfræðingurinn Parcival Copes sem lengi hefur hald- ið uppi hvassri gagnrýni á kvóta- stýrða fiskveiðistjórn hefur haldið því fram að kvótastýringu fiskveiða fylgi hrun fiskstofna. Þetta er reynslan hér á landi, þetta er reynsl- an a Nýja Sjálandi og í Kanada. Hérlendis hefur landaður botn- fiskafli dregist saman um 40% síðan fyrir daga kvótakerfisins. Í Nýja Sjálandi hafa fiskstofnar einnig hrunið eftir að fiskveiðar þar voru settar undir kvótastýringu. Í Kanada var kvótakerfi aðallega notað á aust- urströndinni. Þar hrundi þorskstofn- inn algjörlega og var veiðum á hon- um hætt 1992. Athyglisvert er að ekkert hrun fiskstofna fyrir daga kvótakerfa í heiminum nálgast hrun- ið mikla í Kanada. Deila má um hvað valdi mestu um hrunið en hægt er að benda á marg- ar ástæður svo sem brottkastið, kvótasvindl, skekkju í gögnum, ranga nýtingu fiskmiða þar sem veiðistofnar eru ýmist ofveiddir eða vannýttir, veitt er ofan af stofnunum, skemmdir á lífríki sjávar, slaka nýt- ingu verksmiðjutogara. Reglan virð- ist sú að kvótastjórnun fer að hafa afgerandi áhrif til minnkunar fiski- stofna eftir um áratug að sögn Parci- val Copes. Því miður hafa íslenskir stjórn- málamenn aðallega tekið á þessu mikla hagsmunamáli þjóðarinnar með innantómum slagorðum eins og ummæli formanns Samfylking- arinnar á aðalfundi LÍÚ bera með sér. Viljinn til að þjóna sérhags- munum ræður en ekki viljinn til að þjóna almannahagsmunum. Enda eru 500 milljarðar króna í húfi fyrir kvótagreifana – 500.000.000.000 króna. Sjálft fjöregg þjóðarinnar verður að víkja. Ingibjörg veit að stjórnmálamenn sem eru tilbúnir til að festa fiski- miðin varanlega í eigu kvótagreif- anna eru líklegri til æðstu metorða en hinir sem standa gegn því. Form- úlan er þekkt. Ingibjörg veit einnig að útgerðarmönnum má vera nokk sama hvort réttur þeirra heitir eign- arréttur eða nýtingarréttur ef þeir mega selja þennan rétt, veðsetja hann, leigja hann frá sér og láta hann ganga að erfðum. Hún býður að tryggja kvótagreifunum nýting- arréttinn. Ætlar Ingibjörg að kaupa sér forsætisráðherrastól hjá kvóta- greifunum með fulltingi kvótaflokk- anna en á kostnað þjóðarinnar? Hvaða hagræðing, Ingibjörg? Valdimar Jóhannesson leggur spurningar fyrir Ingibjörgu Sólrúnu ’Athyglivert er að ekk-ert hrun fiskstofna fyrir daga kvótakerfa í heim- inum nálgast hrunið mikla í Kanada. ‘ Valdimar Jóhannesson Höfundur rekur eignasölu og situr í stjórn Lýðræðisflokksins Nýs afls. „VERTU í sambandi við mót- framlagið þitt strax í dag – Landsbankinn.“ Eitthvað á þessa leið hljóða auglýsingar sem tröllríða okkur í fjölmiðlum. Ég var einn þeirra sem byrjaði strax í upphafi að taka séreignalífeyr- inn og sá fyrir mér að það væri leið til þess að hætta í fastri vinnu 2–3 árum fyrr en ella og fara að njóta lífsins. Eins og mál- ið var fram borið í upphafi skild- ist mér að ég gæti tekið út mína peninga þegar ég yrði sextugur. Ekki leið á löngu að nýyrðið „viðbótarlífeyrissparnaður“ var notað í stað séreignalífeyris. Ég velti þessu ekki mikið fyrir mér en fyrir nokkrum dögum fór ég að spyrjast fyrir um endur- greiðsluna. Þá kom í ljós að nú er búið að breyta öllum reglu- gerðum og nú verður þessi sér- eignasjóður skammtaður. Í mínu tilfelli get ég fengið mest 700 þúsund krónur á ári sem bankinn mun skammta mér. Mér sýnist að þar með séu öll mín plön brostin. Ekki lifi ég á 700 þúsund kr. á ári þegar ég er hættur að vinna. Nú spyr ég. Var reglu- gerðinni breytt – af hverju? Hvernig komust krumlur bank- anna í að breyta þessum reglum um séreignasjóðina? Bankarnir sjá fram á að íbúðalánin eru að verða þeim byrði og hafa ákveðið að hækka vextina af þeim lánum. Þá er nauðsynlegt að róa á önnur mið. Það er búið að breyta reglum séreignasjóðanna bönk- unum í vil og þeir geta ráðskast með þessa aura alla okkar ævi og skammtað okkur í starfslok. Ég skora á einhvern hinna 63 þingmanna sem sitja á þingi að taka málið upp og breyta lög- unum í þá veru að við getum not- að þessar krónur okkar að vild. Það þarf ekkert að hugsa fyrir okkur. Og fyrst ég hafði mig í að hripa þessar línur þá vil ég spyrja hinn almenna lífeyrisþega að því hvernig standi á því að at- vinnurekendur sitja alltaf í stjórnum lífeyrissjóðanna? Gerir hinn almenni launþegi sér ekki grein fyrir því að lífeyris- greiðslur eru laun og atvinnurek- endur eiga ekkert í þessum pen- ingum. Arnór Ragnarsson „Viðbótarlífeyris- sparnaðurinn“ er skammtaður Höfundur er blaðamaður. FÖSTUDAGINN 11.11. var skotið föstum skotum á kennara úr mörgum áttum og ætla ég að svara tveimur þeirra í þessari grein. Ingimundur Sig- urpálsson, formaður Samtaka atvinnulífs- ins, hélt því fram í frétt Morgunblaðsins að sveitarfélögin hefðu samið við grunnskólakennara um 27% hækkun á þremur og hálfu ári en SA hefði samið við ASÍ-félögin um 16% á fjórum árum. Ingi- mundur gleymir því að þegar kennarar skrifuðu undir kjara- samning þá höfðu þeir verið samnings- lausir í rúma sjö mánuði. Því má segja að samningstímabilið hafi verið í rúm fjög- ur ár en ekki þrjú og hálft. Auk þess neyddust kennarar til að fara í verkfall í sjö vikur og Ingi- mundur veit það að þegar út í verkfall kemur þá stokka menn spilin uppá nýtt og sætta sig ekki við sömu kjarabæt- ur og fást án átaka. Í þriðja lagi þá fengu kennarar ekki 27% hækkun heldur 19% hækkun. Það er alvarlegt þegar maður í jafn áhrifamikilli stöðu og Ingimundur er í fari með rangt mál til að rétt- læta vanmátt sveitarfélaga. Formanni SA til upplýsingar þá er launaskrið og þensla í þessu þjóðfélagi ekki sök kennara. Ég get þó verið honum sammála að það sé álitamál hvort sveit- arfélögin ráði við hlutverk sitt þegar kemur að rekstri leik- og grunnskóla enda hafa þessar upp- eldisstéttir dregist mjög aftur úr sambærilegum stéttum, m.a. þeim sem starfa hjá ríkinu. Í hádegisfréttum RÚV sl. föstu- dag var haft eftir Valgerði Ágústsdóttur, sérfræðingi á hag- og upplýsingasviði Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, að rekstr- arkostnaður grunn- skólanna hefði aukist um 48% en nemendum fjölgað um 5% frá árinu 1997. Hún lætur hafa eftir sér að hún hafi engar skýringar á þessu. Er það ekki merkilegt að sérfræð- ingur á hag- og upp- lýsingasviði SÍS viti ekki að þjónusta við nemendur og foreldra hefur aukist gífurlega á þessu tímabili? Er hún að halda því fram að rekstrarkostnaðar- aukningin hafi farið í vasa starfsfólks grunnskólanna án þess að vinnuframlag hafi komið á móti? Viljum við hafa skólana eins og þeir voru fyrir áratugum síðan? Annaðhvort gerir sérfræðingurinn sér ekki grein fyrir því að skóli án að- greiningar og ein- staklingsmiðað nám kostar pen- inga eða þetta er gert vísvitandi í áróðursstríði. Grunnskólakennarar eru enn að sleikja sárin eftir mjög erfiða kjarabaráttu og liggja því vel við höggi. Það er því sárt að heyra það og lesa frá fólki, sem maður hélt að skildi hversu miklu máli skiptir að hafa gott fólk í uppeld- isstéttum, fara með rangt mál til að réttlæta málstað sem koma kennurum ekki við. Kannski er það vegna þess að þjóðfélagið tel- ur mikilvægara að annast peninga en börn. Skotleyfi á kennara? Sigurður Haukur Gíslason fjallar um launamál kennara Sigurður Haukur Gíslason ’ Grunnskóla-kennarar eru enn að sleikja sárin eftir mjög erfiða kjarabar- áttu og liggja því vel við höggi. ‘ Höfundur er grunnskólakennari og formaður Kennarafélags Mosfells- bæjar, Seltjarnarness og Kópavogs.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.