Morgunblaðið - 16.11.2005, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BLAÐAMAÐUR Morgunblaðsins
Guðrún Guðlaugsdóttir skrifaði grein
í blaðið 10. nóvember sl., en hún hafði
áður; 23.október sl. skrifað á svip-
uðum nótum.
Við lestur greinarinnar, andvarpaði
undirritaður – og taldi
sig hafa rekið í gamalt
efni í nýju blaði. En við
frekari þankagang rann
upp fyrir undirrituðum
að hér væri á ferðinni
glettin manneskja með
bráðfyndnar skoðanir.
Til að byrja með er þó
rétt að leiðrétta um-
ræddan greinarhöfund
og benda honum á að
títtnefnd börn voru ekki
3 og 5 ára. Umræddur
dómur var kveðinn upp
í febrúar 2004; börnin
fædd 1996 og 1999. Flestum telst þá
til að þau séu u.þ.b. 5 og 8 ára. Fram-
haldsdómur í málinu gekk í okt. síð-
astliðnum og þá eru börnin orðin 6 og
9 ára samkv. venjulegum reikni-
reglum.
Guðrún segir að umrætt orðalag í
dómi, um að börnin séu ung að aldri
og þurfi meira á móður sinni að halda,
þurfi ekki að koma á óvart. Fullur
skilningur hafi ríkt í samfélaginu um
gildi þess fyrir börn að njóta móður
sinnar. Sleppir því að minnast á feður
og gildi barna til að njóta feðra sinna;
eðli þessa gamanmáls samkvæmt.
Þetta styrkir hún svo með því að segja
ennfremur: „Þetta fyrirkomulag hef-
ur enda gefist vel svo sem aldalöng
dæmi sanna.“
En svo brýtur greinarhöfundur
blað og segir til rökstuðnings sinni
kímnu skoðun: „Meira að segja hinir
herskáu og hörðu Spartverjar létu
mæður um uppeldi sona sinna til 7 ára
aldurs þeirra, er tekið var til að þjálfa
þá til hernaðar.“ Hún á þá auðvitað við
að þá hafi feður þeirra tekið við upp-
eldi þeirra eða karlpeningurinn á
þeim tíma. Spartverjar hafa m.ö.o.
verið öldum á undan okkur Íslend-
ingum, hið minnsta, í þessum mál-
efnum.
Í fyrsta lagi – þá treystu þeir karl-
mönnum fyrir börnum, þótt „ung
væru að aldri“ og í öðru lagi fellur
þessi rökfærsla um sjálfa sig þegar
aldur umræddra barna í dómsmálinu
er skoðaður.
Spartverjar treystu feðrum og karl-
mönnum fyrir uppeldi sona sinna frá 7
ára aldri; samkv. heim-
ildum greinarhöfundar;
og á þeim tímum virtust
7 ára drengir ekki þurfa
meira á móður sinni að
halda – merkilegt nokk.
En á árinu 2005 í ís-
lensku samfélagi er það
viðtekin venja að feður
fái ekki að ala upp sín
börn, ef til skilnaðar
kemur, og gildir þá einu
á hvaða aldri þau eru,
eða hversu hæfir þeir
eru til hlutverksins.
Jafnvel hæfari.
Greinarhöfundur fer inn á líf-
fræðilegar rökfærslur í gamanmáli
sínu og útilokað að skilja þær á annan
hátt en að feður komi ekki til skjal-
anna í tengslum og tilfinningalífi
barna sinna fyrr en löngu eftir barns-
burð. Þeir séu í raun lakara foreldrið
fyrir börn. Hafi Guðrún ekki betri
vitneskju, telur undirritaður sér skylt
að upplýsa hana um eftirfarandi: Talið
er að börn byrji að mynda tengsl í
móðurkviði við 20. viku meðgöngu; um
það leyti sem þau fara að heyra, og
skynja raddir og „snertingu“ beggja
foreldra, sem svo þróast og verður
barni eðlislægt sem kemur í heiminn.
Rannsóknir sýna að börn mynda yf-
irleitt sterkust tengsl við báða for-
eldra sína strax eftir fæðingu og á
fyrsta æviárinu. Undirritaður treystir
sér ekki eins og greinarhöfundur til að
meta það heilt yfir hvort tengsl barna
eftir fyrsta æviárið verða sterkari við
móður eða föður þegar báðir foreldrar
hafa annast barnið jafnmikið – að
tímabundinni brjóstagjöf undanskil-
inni.
Jafnrétti kynjanna, þ.m.t. launa-
jafnrétti, jafnrétti til starfa, mennt-
unar og lífs, sem og mannréttindi
barnanna okkar virðast ekki eiga
uppá pallborðið hjá greinarhöfundi.
Það eitt og sér hlýtur að vekja konur
þessa samfélags til umhugsunar um
það hversu víða leynast skoðanir frá
tímum Spartverja; og þó ívið eldri.
Guðrún telur sig líka þekkja dæmi
um að karlar hafi tekið börn og falið
um tíma til að þeir standi betur að vígi
ef til forsjárdeilu kæmi, og telur slíkar
aðgerðir geta valdið slæmu tilfinn-
ingalegu veganesti barna. Það kann
að vera að karlar hagi sér með þessum
hætti og er það miður; en í ljósi þess
að konur hafa börn eftir skilnað í 90%
tilfella – þá myndi einhver sjá ástæðu
til að ætla að karlar væru í miklum
minnihluta með slíka hegðun.
Þegar hér er komið sögu, þverr
áhugi undirritaðs til að hugleiða frek-
ar hið forna gamanmál Guðrúnar, en
getur eigi látið hjá líða að upplýsa
hana um eftirfarandi: Börn eiga eitt
heimili fyrir skilnað foreldra. Eftir
skilnað eiga börn 2 heimili, annað hjá
móður og hitt hjá föður. Börn eiga rétt
til beggja foreldra sinna, fyrir og eftir
skilnað. Allar rannsóknir benda til
þess að það sé börnum fyrir bestu að
umgangast báða foreldra sína sem
jafnast – fyrir og eftir skilnað, svo
fremi að jafnræði ríki í hæfi foreldr-
anna til síns hlutverks. Ótal rann-
sóknir benda til ört vaxandi hegð-
unarvandamála barna og unglinga,
þegar tengsl þeirra og samvistir við
annað foreldrið minnka verulega eða
rofna alfarið.
Að lokum vill undirritaður þakka
Guðrúnu fyrir bráðmikla skemmtun
og lystilega skautun í kringum stað-
reyndir nútímans; en skorar á hana að
halda hiklaust áfram að segja frá
gömlum tímum. Synir og dætur þessa
lands munu eflaust fagna frekari
„upplýsingum“ af deyjandi viðhorfum
úr fortíðinni.
Glens Guðrúnar …
Stefán Guðmundsson
svarar grein Guðrúnar
Guðlaugsdóttur ’Börn eiga rétt tilbeggja foreldra sinna,
fyrir og eftir skilnað. ‘
Stefán Guðmundsson
Höfundur er stjórnarmaður
í Félagi ábyrgra feðra.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ,
undir forystu Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur, hefur uppi áform um
að stytta nám til stúdentsprófs um eitt
ár með því að færa námsefni frá fram-
haldsskóla niður í grunnskóla. Sam-
kvæmt orðum ráðuneytismanna er
þetta afrakstur af áralangri vinnu sér-
fræðinga í málinu þar sem samvinna
hafi verið höfð við öll skólastig. Séu
ummæli ráðherra skoðuð og skýrsla
um styttingu náms til
stúdentsprófs lesin er
hvergi minnst á að gera
skólana betri. Frá sjón-
arhorni mennta er
skýrslan því ábyrgð-
arlaus. Hins vegar er
málið gott og gilt frá
sjónarhóli sparnaðar
því að ríkið þarf að reka
styttri framhaldsskóla
en samkvæmt skýrslu
um styttingu náms til
stúdentsprófs mun
fækka um 150 stöðu-
gildi í framhalds-
skólum. Ríkið ætti því
að sleppa við talsverðan
launakostnað.
En hverjir eru helstu
sérfræðingarnir í mál-
inu aðrir en skólamenn
sjálfir? Eins og fram
hefur komið í fjöl-
miðlum er mikil and-
staða við styttingarframkvæmdina hjá
kennurum í framhaldsskólum og þeir
telja að ráðherra sé að þröngva málinu
upp á þá í óþökk þeirra. Hvað með
önnur skólastig? Það er ekki að sjá að
önnur skólastig í landinu taki málinu
fagnandi. Á Haustþingi framhalds-
skólakennara á Norðurlandi sagði Ari
Ólafsson, prófessor við HÍ og fulltrúi
eðlisfræðiskorar, að sú leið sem væri
farin við styttingu náms til stúdents-
prófs væri mikil tímaskekkja. Taldi
hann víst að framkvæmdin ynni gegn
yfirlýstum markmiðum Evrópusam-
bandsins sem Íslendingar væru aðilar
að. Ástæða þessara markmiða er ótti
manna í Evrópu við að álfan sé að
dragast aftur úr þegar kemur að vís-
indum og tækni.
Rökstuðningur menntamálaráðu-
neytisins, í skýrslu sinni um málið,
fyrir því að hægt sé að stytta námið, er
sá að á mörkum framhalds- og grunn-
skólans sé endurtekið efni og hlífa eigi
góðum námsmönnum við þess háttar
endurtekningum. Allt gott og blessað.
Það er þó líklega afar hæpið að ætla að
byggja vinnuna á því að áfangalýs-
ingar í grunn- og framhaldsskólum
falli saman. Það er ekki endilega víst
að alltaf sé farið eftir þeim og að próf-
að sé úr þeim með sambærilegum
hætti. Annað er það að oft er end-
urtekninga þörf til þess að setja efni í
nýtt samhengi fyrir nemandanum. En
fer nám annars ekki fram að einhverju
leyti með endurtekningum?
Það er full ástæða til þess að hafa
tortryggni í garð menntamálaráðu-
neytisins í þessum efnum því að síðast
þegar ráðist var í námskrárbreytingu
árið 1999 leiddi það til þess að nám í
stærðfræði á öllum brautum skertist
(sjá grein Rögnu Briem í Skólavörð-
unni í mars 2005). Hvernig eigum við
að treysta því að námið verði ekki rýr-
ara þegar enn meiri breytingar eru í
vændum en voru gerðar 1999?
Eru framhaldsskólarnir nú ekki
þegar búnir að stytta nám til stúdents-
prófs? Hvað með Menntaskólann
Hraðbraut sem útskrifar menn á
tveimur árum eða fjölbrautaskólana
sem flestir hafa svigrúm
fyrir 3 ára nám? Hefði
ekki verið nær að leita
lausna hjá framhalds-
skólunum í stað þess að
þjösna málinu áfram í
óþökk þeirra? Þarf að
hafa alla skóla eins.
Mega menntaskólar ekki
bjóða upp á 4 ára nám
telji þeir þess þurfa eða
nemendur sjái sér hag í
því? Hvað með 10. bekk
grunnskóla. Af hverju
býður ráðuneytið nem-
endum ekki upp á raun-
verulegan valkost á að
ljúka grunnskólanum á 9
árum? Þannig má halda
áfram að spyrja.
Sjálfur hef ég áður
bent á ókosti þess að
færa nám frá framhalds-
skóla yfir í grunnskóla.
Ókostirnir blasa við þeg-
ar kemur að stærðfræði og raun-
greinum. Allir vita að raungreina-
kennsla stendur höllum fæti í námi
grunnskólakennara í landinu og eru
fáir kennaranemar sem velja sig inn á
þær brautir. Það er algerlega óljóst
hvort tekst að manna grunnskóla með
hæfum kennurum sem til staðar eru í
framhaldsskólum. Mun þá námið
skerðast ef framhaldsskólinn þarf að
kenna aftur það námsefni sem hann
missti í einhverri mynd? Komandi ut-
an af landi hef ég sérstakar áhyggjur
af börnum í hinum dreifðu byggðum
þar sem e.t.v. munu ekki fást kenn-
arar með menntun til þess að kenna
skv. nýju námskránni. Verður raun-
verulegur réttur þeirra til náms
tryggður?
Í skýrslu um styttingu náms til
stúdentsprófs virðist ekki gert ráð fyr-
ir eðlisfræðibraut og sennilega mun
ekki vera pláss fyrir hana frekar en
önnur sérsvið. Það virðist enda vera
markmið menntamálaráðuneytisins
að steypa alla skóla í sama mót eins og
samræmd stúdentspróf bera vott um.
Þau hafa þann ókost að óhjá-
kvæmilegt er að skólar miði starf sitt
við þau eins og grunnskólar miða starf
sitt við samræmd grunnskólapróf. Í
stað þess að reyna að skapa sér sér-
stöðu þá reyna skólarnir að vera eins
því þeir verða mældir með sömu stik-
unni.
Menntamálaráðuneytið virðist ekki
taka skynsamlegum mótrökum í stytt-
ingarmálinu og talar um „skort á yf-
irsýn skólamanna“ eins og ráðherra
gerði á vordögum. Slík vinnubrögð
eru sérstaklega skrítin í ljósi þess að
málaflokkurinn heyrir undir það
stjórnmálaafl sem stutt hefur ein-
staklingsframtak og lýðræði, a.m.k. í
orði kveðnu. Málið er ólýðræðislegt og
forsjárhyggjulegt þar sem það hefur
engan hljómgrunn í grasrótinni sem
eru skólarnir og námsmennirnir. Þau
sjónarmið virðast helst til höfð sem
lúta að peningasparnaði ríkisins og
virðist málið eiga stuðningsmenn þar.
Það er vissulega gott að spara peninga
hvort heldur það er hjá ríkinu eða í
formi lengri starfsævi einstakling-
anna. Ef hins vegar nýjar námskrár
og 3 ára skóli verða til þess að rýra
stúdentsprófið, eins og allt bendir til,
þá erum við komin á hálan ís og senni-
lega er þá betur heima setið en af stað
farið. Að búa til verri skóla er vondur
sparnaður.
Rangar áherslur
í menntamálum
Unnar Þór Bachmann
fjallar um styttingu náms
til stúdentsprófs
Unnar Þór Bachmann
’Ókostirnirblasa við þegar
kemur að stærð-
fræði og raun-
greinum. ‘
Höfundur er starfandi
framhaldsskólakennari.
ÞEGAR fjallað er um mál-
stefnu hér á landi sem annars
staðar í heiminum er gagnlegt að
gera greinarmun á stöðu tungu-
máls og formi þess. Á stöðu og
formi er viss eðlismunur sem hér
er reynt að skýra
með því að víkja að
nærtækum úrlausn-
arefnum í íslenskri
málrækt. Ákveðið
samspil er raunar á
milli þáttanna, t.d.
styrkir það stöðu
tungumáls í sam-
félaginu ef orðaforð-
inn er vel ræktaður
og rík festa er í rit-
málinu.
Staða tiltekins
tungumáls í sam-
félaginu ræðst eink-
um af því hvern sess það skipar í
stjórnsýslu, atvinnu- og menning-
arlífi. Meðal þess sem miklu máli
skiptir er hvort tungumál er rík-
ismál eða minnihlutamál í við-
komandi samfélagi. Það atriði
getur skipt meira máli en fjöldi
málnotenda. Um 300.000 manns
kunna íslensku og búa flestir hér
á landi. Mörgum þykir 300.000
málnotendur heldur lág tala. En
meðan íslenska nýtur þeirrar
stöðu að vera eina opinbera
tungumálið í landinu og er notuð í
allri opinberri starfsemi, í fyr-
irtækjum, rannsóknum, íþróttum,
listum, fjölmiðlum o.s.frv. er hún
í miklu sterkari stöðu en ef hún
væri t.a.m. minnihlutatunga sem
300.000 manns kynnu í einhverju
ríki þar sem annað mál væri þjóð-
tunga.
Huga mætti að því hvort þörf
er á að verja stöðu íslensku sem
opinbers máls á Íslandi enn frek-
ar en nú er með lagasetningu eða
jafnvel stjórnarskrárbreytingu.
Mörður Árnason o.fl. lögðu fram
þingsályktunartillögu fyrir tveim-
ur árum um að fela forsætisráð-
herra að setja á fót
nefnd sem athugi
réttarstöðu íslensku
sem þjóðtungu Ís-
lendinga og opinbers
máls á Íslandi. Al-
þingi samþykkti í maí
2004 að vísa því máli
til ríkisstjórnarinnar.
Íslensk málnefnd hef-
ur bent nefnd um
endurskoðun stjórn-
arskrárinnar á að
taka í starfi sínu m.a.
til athugunar hvort
sett skuli inn í stjórn-
arskrá Íslands ákvæði um að ís-
lenska sé ríkismál Íslands.
Sú afstaða er almenn á Íslandi
að íslenska skuli áfram vera aðal-
tungumálið hér á landi og að um
ókomin ár verði hægt að nota
hana við allar aðstæður. Auk
stjórnvalda bera forystumenn í
atvinnu- og menningarlífi ríka
ábyrgð á því að íslenska verði
áfram aðaltungumálið. Þetta er
sameiginlegt metnaðar- og hags-
munamál alls samfélagsins.
Þá skal vikið að hinum meg-
inþættinum, þ.e. formi tungumáls.
Með því er einkum átt við mál-
notkun og málkerfi en á það orka
innri og ytri kraftar sem valdið
geta breytingum á því.
Mikið hagræði er að því fyrir
samfélagið að sem mest festa sé á
forminu. Það á ekki hvað síst við
þegar kemur að frágangi ritmáls.
Með þessu er auðvitað ekki átt
við að orðaval og orðalag skuli
ávallt steypt í sama mót þannig
að málbeiting verði einsleit á öll-
um notkunarsviðum. En samræmi
í stafsetningu, beygingum og slík-
um formþáttum er verðmætt í
hverju málsamfélagi.
Íslendingar hafa sett sér að
varðveita íslensku eins og hægt
er í núverandi mynd. Megintil-
gangur varðveislunnar er að við-
halda því samhengi sem er í ís-
lensku ritmáli frá upphafi enda
geta flestir Íslendingar lesið sér
til fróðleiks og skemmtunar það
sem ritað hefur verið á íslensku
frá því á 12. öld. Það er einstakt
og mörgum Íslendingum og fleir-
um, sem til þekkja, þykir mik-
ilvægt að þessi tengsl haldist
áfram eftir því sem hægt er.
Skólar, rithöfundar og blaða-
menn, stjórnsýsla og fyrirtæki
hafa hjálpast að við að festa ís-
lenskar rithefðir í sessi. Venjur
og reglur um ýmislegt í formi og
frágangi hafa mótast smám sam-
an og hefur einkum reynt á það
undanfarnar tvær aldir eða svo.
Íslensk tunga: staða og form
Ari Páll Kristinsson skrifar
í tilefni af degi íslenskrar
tungu, sem er í dag ’Sú afstaða er almenn áÍslandi að íslenska skuli
áfram vera aðaltungu-
málið hér á landi og að
um ókomin ár verði
hægt að nota hana við
allar aðstæður.‘
Ari Páll Kristinsson
Jakob Björnsson: Útmálun
helvítis. „Álvinnsla á Íslandi
dregur úr losun koltvísýrings í
heiminum borið saman við að ál-
ið væri alls ekki framleitt og
þyngri efni notuð í farartæki í
þess stað, og enn meira borið
saman við að álið væri ella fram-
leitt með raforku úr eldsneyti.“
Þorsteinn H. Gunnarsson
fjallar um rjúpnaveiðina og aug-
lýsingu um hana, sem hann telur
annmarka á.
Eggert B. Ólafsson: Vegagerð-
in hafnar hagstæðasta tilboði í
flugvallarrútuna.
Örn Sigurðsson: Bornir eru
saman fjórir valkostir fyrir nýj-
an innanlandsflugvöll.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar