Morgunblaðið - 16.11.2005, Page 36
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
ÞAR
FÓR ÞAÐ
ÞAÐ GEKK EKKI MJÖG
VEL AÐ SNYRTA
GARÐINN
NEI, ÞÚ
GLEYMDIR AÐ
SNYRTA ÞENNAN
BLETT
HVÍ
ERUM VIÐ Í
RÖÐ?
VIÐ ERUM AÐ FARA Í
SKOÐUN HJÁ HÚKRUNAR-
FRÆÐINGI SKÓLANS
FLOTT ER, ÞÁ GET ÉG
SPURT HANA UM ÞENNAN
VERK Í ÖXLINNI
ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NÝTA
TÆKIFÆRIÐ TIL AÐ FÁ
ÓKEYPIS LÆKNISRÁÐ
AÐ HUGSA SÉR AÐ FÓLK
SKULI ENNÞÁ SVELTA Í
ÞESSUM HEIMI
JAFNVEL HÉR Á LANDI
ÍMYNDAÐU ÞÉR AÐ ÞÚ
FENGIR ALDREI NÓG AÐ
BORÐA
ÉG KANNAST
VIÐ ÞAÐ ÉGHELD
EKKI
ÉG ÞYRFTI AÐ HITTA
LÆKNINN SJÁLFSAGT
ÉG HELD ÉG STANDI, EF
ÞÉR ER SAMA
FÁÐU ÞÉR
ENDILEGA
SÆTI Á
MEÐAN ÞÚ
BÍÐUR
SVONA
GRÍMUR, GERÐU
ATLÖGU AÐ MÉR
ÉG ER VISS
UM AÐ
STELPURNAR
EIGI EFTIR AÐ
LÍTA VIÐ ÞÉR
UM LEIÐ OG ÞÚ
LOSNAR VIÐ
ÞESSA FRUNSU
ÉG ER MEÐ
SVARTA BELTIÐ
Í ANDLEGU-
OFBELDI
ÞAÐ ERU
BARA SVO
MARGAR
GÓÐAR
STÖÐVAR Á
ÞESSU
JÚ,
AUÐVITAÐ
VEIT ÉG ÞAÐ
LEYFÐU MÉR BARA AÐ FINNA
EINA SEM SPILAR GÓÐA ROKK
TÓNLIST
PABBI, ÞETTA VAR
STOPPMERKI!
SVO ÞETTA ER
ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ
ÞÚ LENTIR Í ÁREKSTRI, ÞÚ
VARST AÐ FIKTA VIÐ
ÚTVARPIÐ
VEISTU
EKKI AÐ ÞÚ
ÁTT EKKI AÐ
SKIPTA UM
STÖÐVAR Á
FERÐ?
LÖGREGLAN ER Á
LEIÐINNI
ÞEIR NÁ ALDREI
AÐ SAKFELLA MIG.
ÞETTA ENDAR
ALLT VEL
NEI, ÉG ÆTLA AÐ
SÆKJA UM SKILNAÐ
HA,
HVAÐ
ÁTTU VIÐ
ÉG VIL EKKI AÐ BARNIÐ
MITT ALIST UPP Á MEÐAL
GRLÆPAMANNA
Dagbók
Í dag er miðvikudagur 16. nóvember, 320. dagur ársins 2005
Stundum hefur Vík-verji talað um ung-
linga og útivistartíma.
Enn á ný langar hann
að ræða um efnið en út
frá helgarferðum for-
eldra. Það er orðið al-
gengt að foreldrar
skreppi til útlanda og
skilji unglingana eftir
heima og þá án eft-
irlits. En málið er að
þrátt fyrir að mörgum
unglingum sé treyst-
andi þá eru ýmis atvik
þannig að það er varla
hægt að leggja það á
unglinga að bera þessa
ábyrgð.
Krakkar frétta fljótt ef unglingar
eru einir heima og þá er tilvalið að
fara og banka upp á og koma í heim-
sókn. Fyrr en varir er unglingurinn
kominn í vanda sem hann ræður ekki
við.
Heimilið fyllist af ungmennum og
oft eru þau með áfengi eða jafnvel
fíkniefni með sem þau vilja nota.
Hvað á óharðnaður krakki að gera í
þeirri stöðu?
Slíkt dæmi horfði Víkverji upp á
fyrir nokkru og hann hvetur foreldra
eindregið til að hugsa sig tvisvar um
áður en þeir fara til útlanda og skilja
unglinginn sinn eftir einan heima.
x x x
Víkverja finnstótækt að borga
áttatíu til hundrað
krónur fyrir eitt rúnn-
stykki úti í bakaríi.
Hvað réttlætir slíka
verðlagningu? Í einni
lágvöruverðsversl-
uninni er nú hægt að
kaupa tíu frosin rúnn-
stykki á innan við tvö
hundruð krónur. Það
eina sem þarf að gera
er að hita þau upp.
Forsjálir geta því
keypt pakka af mjög
góðum og mismunandi
rúnnstykkjum og hitað upp á sunnu-
dagsmorgni fyrir innan við tvö
hundruð krónur í stað þess að eyða
þúsund krónum í tíu rúnnstykki. Það
er líka umhugsunarvert að skoða
verð á bakkelsi almennt. Er ekki
stórskrítið að borga um 150 krónur
fyrir eitt vínarbrauð? Ætli það kosti
nokkurs staðar annars staðar í heim-
inum tvö þúsund krónur að kaupa
rúnnstykki og vínarbrauð fyrir fimm
manna fjölskyldu? Og þá er ekki talið
með annað sem þarf í morgunverð-
inn þegar gera á sér dagamun um
helgar. Frosin rúnnstykki fylla nú
eina skúffuna í frystiskápnum á
heimili Víkverja.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Myndlist | Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari tekur um þessar mundir
þátt í sýningunni „Sculpture by the Sea“ í Sydney í Ástralíu. Þetta er í fjórða
sinn sem Steinunni er boðið að taka þar þátt.
Auk þess var hún þátttakandi í „Sculpture by the Sea“ í Perth í Ástralíu á
þessu ári. Þetta er árleg sýning á útilistaverkum og eru þau staðsett með-
fram ströndinni frá Bondi til Tamarama en það er fjölfarnasti göngustígur
borgarinnar. Hana skoða 400.000 gestir á hverju ári. Verkið sem Steinunn
sýnir að þessu sinni heitir „Eyjar“ og er steypt úr áli. Það er staðsett nálægt
ströndinni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Útiverk eftir Steinunni er í
eigu eins þekktasta listaverkasafnara Ástrala.
Steinunn sýnir í Sydney
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Orð dagsins: Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður að
sér, Guði til dýrðar. (Róm. 15, 7.)