Morgunblaðið - 16.11.2005, Page 39

Morgunblaðið - 16.11.2005, Page 39
18. nóvember kl. 20.30, í Háteigskirkju. Kaffispjall að fundi loknum. www.al- anon.is. Fjölskylduhjálp Íslands | Tökum á móti matvælum, fatnaði og leikföngum alla mið- vikudaga frá kl. 13 til 17. Úthlutun matvæla er alla miðvikudaga frá kl. 15 til 17 í Eski- hlíð 2–4 v/Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið fjárhagslega, vinsamlegast leggið inn á reikning 101–26–66090 kt. 660903– 2590. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar- og fataúthlutun kl. 14–17. Sími 551 4349. Netfang: maedur@simnet.is. Fundir Kalak, Grænlensk-íslenska félagið, Skúli Pálsson | Í kvöld í Norræna húsinu kl. 20. Sýndar verða myndir sem teknar voru síð- astliðið sumar í gönguferð um Ammassa- lik-svæðið á austurströnd Grænlands. Enginn aðgangseyrir. Kalak, Grænlensk- íslenska félagið. Kvenfélag Kópavogs | Fundur í kvöld kl. 20. Fundurinn er tileinkaður 50 ára afmæli Kópavogs. Fyrirlestrar Alliance Francaise | Gilles Elkaïm heldur fyrirlestur í Öskju (náttúrufræðahús HÍ), stofu 132 17. okt. kl. 17.15–19.15. Fyrirlest- urinn er í boði Alliance française og franska sendiráðsins á Íslandi. Elkaïm er eðlisfræðingur og þekktur fyrir könn- unarleiðangra sína. Árið 2000 lagði hann einn í 3 ára ferð frá Norðurhöfða í Noregi til Beringssunds (12.000 km) á hunda- sleða og kajak og mun hann m.a. sýna kvikmynd sem hann tók á þessu ferðalagi og kynna hana. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Astma- og ofnæmisfélagið | Astma- og ofnæmisskólinn heldur rabbfund á vegum Astma- og ofnæmisfélagsins kl. 20 í Síðu- múla 6 í húsi SÍBS. Michael V. Clausen, barnalæknir og sérfr. í ofnæmissj. barna, fjallar um frjókornaofnæmi og svarar fyr- irspurnum. Fundurinn er öllum opinn. Sjá nánari www.ao.is. Kennaraháskóli Íslands | Á degi íslenskrar tungu verður dagskrá um skáldskap, mál- far og málstefnu í Bratta, Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð, 16. nóv. kl. 16.15– 17.15. Dagskráin verður send beint út á vefsjónvarpi KHÍ http://sjonvarp.khi.is. Náttúrufræðistofnun Íslands | Ólafur K. Nielsen, dýravistfræðingur NÍ, flytur erind- ið: Ástand rjúpnastofnsins og áhrif frið- unar; kl. 12.15 í sal Möguleikhússins við Hlemmtorg. Hrafnaþing eru öllum opin, nánari upplýsingar á www.ni.is. Málstofur Alþjóðahúsið | Afríka 20.20 heldur mál- stofu á kaffihúsinu Tíu dropum, Laugavegi 27, kjallara, klukkan 20. Fjallað verður um hvernig er að vera Afríkubúi á Íslandi. Lucienne Claudette Jantjies frá Namibíu og Akeem Cujo Oppong frá Ghana segja frá og síðan opnar umræður. Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands | Kl. 12.15 heldur Haukur Freyr Gylfa- son, aðjúnkt í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, fyrirlestur um „Lífsgæði barna með einhverfu og Tourette sjúk- dóminn og foreldra þeirra. Foreldrar barnanna mátu lífsgæði sín og barna sinna lægri en almenningur. Málþing Þjóðminjasafn Íslands | Málþing kl. 12.15 á degi íslenskrar tungu. Guðrún Kvaran flyt- ur erindi um málfræðistörf Jóns Ólafs- sonar og Svavar Sigmundsson um mál- rækt í ritum hans. Auk þess verður lesið úr verkum Jóns. Að þinginu standa Góð- vinir Grunnavíkur-Jóns í samvinnu við Þjóðminjasafn. Allir eru velkomnir og að- gangur ókeypis. Námskeið Maður lifandi | Þorbjörg og Umahro verða með námskeið í Borgartúni um 10 grunn- reglur kl. 19–23. Þetta er námskeið fyrir þá sem eru að breyta um mataræði eða eru að velta því fyrir sér. Eins kenna þau þátt- takendum einfaldar uppskriftir til að koma sér af stað. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 39 DAGBÓK Laufkóngurinn. Norður ♠D83 ♥D105 N/AV ♦DG982 ♣86 Vestur Austur ♠K1052 ♠9764 ♥ÁG963 ♥84 ♦Á75 ♦103 ♣K ♣G10943 Suður ♠ÁG ♥K72 ♦K64 ♣ÁD752 Sú þjóðsaga hefur lengi gengið í bridsheimum að laufkóngurinn sé blankari en aðrir kóngar. Eric Rod- well leggur ekki trúnað á þjóðsögur, en hann hirti þó kónginn stakan á eftir ÁD í viðureign bandarísku sveitanna á HM í Portúgal. Vestur Norður Austur Suður – Meckstroth Hampson Rodwell – Pass Pass 1 lauf Dobl * 1 tígull 1 spaði 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Laufopnun Rodwells er sterk og dobl vesturs sýnir kerfisbundið há- litina. Greco kom út með smátt hjarta og Rodwell tók slaginn heima á kóng til að eiga örugga innkomu í borði síðar. Og spilaði tígli. Greco valdi að taka strax á tígulásinn og fría hjartað með ás og öðru. Rowell hafði nú átta slagi í hendi og gat svínað fyrir þann níunda hvort heldur í spaða eða laufi. En honum lá ekkert á. Hann tók tígul- slagina og fylgdist vel með afköstum varnarinnar. Einspil vesturs í laufi teiknaðist upp þegar hann sýndi þrjá tígla, svo svíning þar var augljóslega með lík- um. En austur taldi sig þurfa að halda í fjögur lauf og fór niður á einn spaða. Rodwell nýtti sér þau mistök glæsilega. Hann henti spaðagosa heima í síðasta tígulinn og skildi eftir spaðaás og ÁD75 í laufi. Síðan tók hann spaðaásinn og lagði niður lauf- ás. Spilinu var auðvitað lokið þegar kóngurinn féll, en það hefði engu máli skipt þótt austur ætti kónginn eftir. Rodwell hefði þá spilað litlu laufi og fengið níunda slaginn á drottninguna síðar. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Kl. 9 og 13 postulíns- málun, leikfimi. Opið á hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofu kl. 9–16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist, spiladagur, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Fastir liðir eins og venjulega. Dalbraut 21–27 opin hand- verkstofa kl. 8–16 alla virka daga. Fé- lagsvist kl. 14. Fimmtud. 17. nóv. kl. 11– 14 jólamarkaður/skartgripir. Föstud. 18. nóv. kl. 13.30 Elsa E. Guðjónsson spjallar um íslenskan útsaum m.m. Kosið í Notendaráð. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Viðtalstími í Gjábakka kl. 15–16. Fé- lagsvist spiluð í Gjábakka kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík | Söngfélag FEB, kóræfing kl. 17. Síð- degisdans föst. 18. nóv. kl. 15–17, Guð- mundur Haukur leikur fyrir dansi. Kaffi og rjómaterta. Ath. síðasta skipti fyrir jól. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Brennu-Njáls saga. Eldri borgarar lesa saman Brennu-Njáls sögu í fé- lagsheimilinu Gullsmára 13, Kópavogi, alla miðvikudaga kl. 15.45. Stjórnandi og leiðbeinandi Arngrímur Ísberg. Ókeypis aðgangur. Leshópur FEBK Gullsmára. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11, bútasaumshópur kl. 13 í Kirkjuhvoli. Brids spilað í Garðabergi kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 9.30 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Kl. 10.30 gamlir leikir og dansar. Frá há- degi spilasalur opinn. Kl. 14 leggur Gerðubergskór af stað í heimsókn á hjúkrunarheimilið Skjól. Allar uppl. á staðnum og í síma 575 7720 og wwwgerduberg.is. Félagstarfið Langahlíð 3 | Hjúkr- unarfræðingur frá heilsugæslunni, sögustund og léttar æfingar, leikfimi í salnum, postulínsmálun kl. 13 og al- menn handmennt. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður, postulínsmálun, kaffi, spjall, dag- blöðin. Kl. 9 fótaaðgerð og hár- greiðsla. Kl. 11 banki. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 13 brids. Kl. 15 kaffi. Hraunbær 105 | Mánudaginn 21. nóv. kl. 10–16 verður kortagerð á vinnu- stofu. Skráning á skrifstofu. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Línudans kl. 11. Saumar kl. 13. Gler- skurður kl. 13. Pílukast kl. 13.30. Gafl- arakórinn kl. 16. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa hjá Sigrúnu kl. 9–16 mósaik, ullarþæf- ing og íkonagerð. Jóga kl. 9–12. Sam- verustund kl. 10.30. Böðun fyrir há- degi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hársnyrting 517 3005. Hæðargarður 31 | Fastir liðir eins og venjulega. Munið Bókmenntaklúbb kl. 20 í kvöld. Síðustu dagar skráningar á Halldór í Hollywood 24. nóv. og Vín- arhljómleikana 6. jan. 2006. Kaffi- brauð Sigríðar í síðdegiskaffinu. Kíkið við og kynnið ykkur alla dagskrána. Sími 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Á morgun fimmtudag er Pútt á Korpúlfsstöðum kl. 10. Norðurbrún 1 | Kl. 9 smíði, kl.9–16.30 opin vinnustofa, kl. 9 opin fótaað- gerðastofa, sími 568 3838, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsheimilið, Hátún 12. Félagsvist í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–16 mynd- mennt. Kl. 10–12 sund (Hrafn- istulaug). Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus Holtagörðum. Kl. 13–14 Spurt og spjallað. Kl. 13–16 tréskurður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, handmennt almenn kl. 9.30– 16.30, hárgreiðsla kl. 9, morgunstund kl. 10, fótaaðgerðir kl. 10, bókband kl. 10–13, verslunarferð kl. 12.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 9.30–11.30. Allir foreldrar vel- komnir með börn sín. Kirkjuprakkarar kl. 15.30. TTT–starf kl. 17. ÆFAK (yngri deild) kl. 20. Árbæjarkirkja | Kirkjustarf með tíu til tólf ára börnum kl. 16 í Selásskóla. Söngur, helgistund, sögur og leikir. Áskirkja | Hreyfing og bæn í safn- aðarheimili II milli kl. 11–12 í dag. Bessastaðasókn | Dagur kirkjunnar í Haukshúsum. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12 og opið hús eldri borgara er frá kl. 13–16. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugleiðing, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Kirkjuprakkarar (7–9 ára) kl. 16. TTT (10–12 ára) kl. 17. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkj- unnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf aldraðra frá kl. 13. Við spilum, föndrum og erum með handavinnu. Um klukkan 15 er kaffi. Gestur dagsins er Haraldur Finnsson, fv. skólastjóri. Öllum er velkomið að taka þátt í þessu starfi. Nánari uppl www.kirkja.is. Dómkirkjan | Bænastund í Dómkirkj- unni kl. 12.10–12.30. Hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum veitt móttaka í síma 520 9700. Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag kl. 10–12.30. Fyrirlestur mánaðarlega. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynn- ast. Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Alltaf heitt á könnunni. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason. TTT fyrir börn 10–12 ára á miðvikudögum í Rimaskóla kl. 17.30–18.30. Grensáskirkja | Samvera eldri borg- ara kl. 14. Boðið er upp á Biblíulestur og veitingar. Kvenfélagið í kirkjunni heldur utan um samveruna. Hafnarfjarðarkirkja | Kyrrðarstundir í kirkjunni í hádegi kl. 12–14. Léttur hádegisverður kl. 12.30–13 í Strand- bergi. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8 árdegis. Íhugun, altarisganga. Ein- faldur morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Háteigskirkja | Starf eldri borgara. Fyrirbænastund kl. 11. Súpa kl. 12. Brids kl. 13. Foreldramorgnar kl. 10 í Setrinu. Stund í kirkjunni kl. 10.30 Fræðsla og kaffi kl. 11. Góð samvera fyrir foreldra ungra barna. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar kl. 10–12 í Hjallakirkju. 10–12 ára krakkar hittast í Hjallakirkju kl. 16.30–17.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Kl. 12 bæn. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjöl- skyldusamvera, „súpa og brauð“ frá kl. 18–20. Samveran hefst með mál- tíð gegn vægu gjaldi. Kl. 19 hefst bibl- íulestur og Skátastarf Royal Rangers fyrir öll börn 5–17 ára. Keflavíkurkirkja | Bókaþing ungra lesenda á degi íslenskrar tungu í Kirkjulundi kl. 10 árd. Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar kl. 12. Orgelleikur. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Umsjón sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Æfing Barnakórs Keflavíkurkirkju kl. 16–17 og Kórs Keflavíkurkirkju kl. 19– 22.30. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, miðvikudag 16. nóv. kl. 20. „Hann veitti sálum vorum lífið“. Sr. Kjartan Jónsson talar. Valdís Magn- úsdóttir segir Kenýafréttir. Kaffi. Langholtskirkja | Bænagjörð með orgelleik kl. 12.10. Súpa og brauð kl. 12.30 (kr. 300). Starf eldri borgara kl. 13–16. Söngur, tekið í spil, föndur, spjall og kaffi. Verið velkomin. Upp. í síma 520 1300. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin leggur upp frá kirkjudyr- um. Kl. 14.10–15.30 Kirkjuprakkarar. (1.–4. bekkur) Kl. 16.15 T.T.T. (5.–7. bekkur). Kl. 17 Adrenalín gegn ras- isma. Miðborgarstarf KFUM & K o.fl. Kl. 19.30 Fermingartími. Kl. 20.30 Unglingakvöld. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Kaffi og spjall. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur sr. Kjartan Jónsson. Opið hús kl. 15. Sjálfbær þróun. Hvað er sjálfbær þróun og verndun náttúr- unnar í verki? Björn Guðbrandur Jónsson líffræðingur fjallar um efnið. Kaffiveitingar á Torginu. Selfosskirkja | Morguntíð kl. 10. Fyr- irbænir – og einnig tekið við bæn- arefnum. Kaffisopi í safnaðarheim- ilinu á eftir. Sr. Gunnar Björnsson. Hlutavelta | Þær Ingibjörg Ósk Helgadóttir, 10 ára, og Telma Ósk Einarsdóttir, 12 ára, héldu tombólu á Eskifirði og gáfu ágóðann til styrkt- ar Rauða krossinum, alls 1.870 kr. Með þeim á myndinni er formaður Rauðakrossdeildarinnar á Eskifirði, Ásta Tryggvadóttir. MIÐASALA á breska kammerkórinn The Tallis Scholars, sem heldur tónleika í Langholtskirkju 7. og 8. janúar næstkom- andi, er hafin í versl- uninni 12 tónum. The Tallis Scholars hefur í yfir þrjá ára- tugi verið í fremstu röð kóra sem sérhæfa sig í tónlist end- urreisnartímans, og nýtur vinsælda um all- an heim fyrir sam- hæfðan og blæ- brigðaríkan söng. Kórinn hefur hljóð- ritað yfir 50 geisla- diska sem margir hafa komist á metsölulista, og varð fyrsti end- urreisnarhópurinn til að vinna hin margfrægu Gramophone-verðlaun fyrir geisladisk ársins. Tallis Schol- ars hafa komið fram á yfir 1.400 tón- leikum, þ.á m. í öllum helstu tón- leikasölum heims. Fyrri tónleikar Tallis Scholars á Íslandi verða haldnir hinn 7. janúar kl. 17. Þá flytur kórinn verk eftir bresk tónskáld, m.a. William Byrd og Thomas Tallis. Á seinni tónleik- unum, sem verða 8. janúar kl. 20, verður m.a. flutt Missa Ĺhomme armé eftir Josquin des Prez og hið margfræga Miserere eftir Gregorio Allegri, en það er verkið sem Páfa- garður leyfði ekki að væri dreift út fyrir raðir eigin söngvara fyrr en hinn ungi Mozart skrifaði það upp eftir heyrn. Auk Tallis Scholars kemur Kammerkórinn Carmina fram á seinni tónleikunum. Munu kórarnir tveir flytja í sameiningu verk eftir Palestrina, Clemens og fleiri endurreisnartónskáld. Miðasala hafin á tónleika The Tallis Scholars Kammerkórinn The Tallis Scholars. Miðasala á tónleikana fer fram í versluninni 12 tónum, Skólavörðu- stíg 15, og er miðaverð 2.500 kr. FRÆÐSLUFUNDUR Minja og sögu verður haldinn á fimmtudag- inn í fyr- irlestrasal Þjóð- minjasafns Íslands við Suð- urgötu og hefst kl. 17. Að þessu sinni flytur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur fyrirlestur er hann nefnir „Hannes Haf- stein og konurnar“. Um þessar mundir er að koma út ævisaga Hannesar eftir Guðjón er hann nefnir Ég elska þig stormur. Í fyr- irlestri sínum mun Guðjón ræða um konurnar í lífi Hannesar og áhuga hans og forgöngu fyrir kvenréttindum. Að loknum fyrirlestri mun Guð- jón svara fyrirspurnum. Guðjón er meðal annars þekktur fyrir ritverk sín um Einar Bene- diktsson, Jónas frá Hriflu og Jón Sigurðsson svo eitthvað sé nefnt. Guðjón segir frá Hannesi Hannes Hafstein ÁRLEGUR upplestur Hins íslenska glæpafélags á Grandrokk, Smiðju- stíg 6, Reykjavík, verður á fimmtu- daginn kl. 21. Á undan upplestri munu seiðandi djasstónar leika um eyru gesta. Einnig verður leikinn djass undir upplestri höfunda og hljómsveitin leikur áfram að lestri loknum til að undirstrika ógnvæn- legt andrúmsloft glæpanna, segir í kynningu. „Illkvittnislegir bar- þjónar með vafasamt bros munu bjóða upp á vindla, vindlinga og viskí og höfundar segja frá eiturlyfjum, fjöldamorðum, raðmorðum, einka- morðum, prívatmorðum og öðrum morðum og alls kyns fantaskap. En lausnarinnar verður áfram að leita í bókunum svo að allir fara söguþyrst- ir heim,“ segir ennfremur. Meðal höfunda sem lesa upp eru: Árni Þórarinsson, Jón Hallur Stef- ánsson, Reynir Traustason, Súsanna Svavarsdóttir, Viktor Arnar Ingólfs- son, Þráinn Bertelsson og Ævar Örn Jósepsson. Upplestur á glæpasögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.