Morgunblaðið - 16.11.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 41
MENNING
MÁLIÐMOG
GANUM Á
MORGUNMÁLI
Ð FYLGIR
MEÐ
GABRÍELA
FRIÐRIKS
DÓTTIR
UM TÖFR
ANDI TILG
ANGSLEY
SI MYNDL
ISTARINN
AR
JAMES Bond kom við sögu á fjöl-
skyldutónleikum Caput-hópsins í
Ráðhúsinu á sunnudaginn. Stjórn-
andi hópsins,
Guðmundur Óli
Gunnarsson, hafði
útsett James
Bond-stefið, sem
er eftir Monty
Norman, og
spiluðu hljóðfæra-
leikararnir það
með glæsilegum
tilþrifum í upphafi
tónleikanna.
Nú kann einhver að spyrja: Hvað
kom James Bond fjölskyldu-
tónleikum eiginlega við? Hvað þá fjöl-
skyldutónleikum Caput-hópsins, sem
er fyrst og fremst þekktur fyrir fram-
sækna, nýja tónlist? Í sjálfu sér ekk-
ert, nema það að á íslensku er James
Bond stundum kallaður Jón bóndi,
rétt eins og John Wayne var í mínu
ungdæmi uppnefndur Jón væni.
Næsta atriði hét einmitt Sagan af
Jóni bónda, en var þó ekki um njósn-
arann fræga, heldur um ósköp venju-
legan íslenskan bónda og var hún eft-
ir Herdísi Jónsdóttur og Steef van
Oosterhout.
Ólíkt Bond-myndunum hófst at-
burðarásin fremur hversdagslega.
Jón svaf svefni hinna réttlátu og
Steef, sem er slagverksleikari í Sin-
fóníuhljómsveit Íslands, hermdi eftir
hrotunum með hljóðfæri sem ég því
miður kann ekki að nefna. Ég veit
ekki heldur nöfnin á flestum hinum
tólunum sem Steef greip í til að
krydda söguna, en hljóðin voru svo
fyndin að maður veltist um af hlátri.
Herdísi sagði líka bráðskemmtilega
frá, en hún er víóluleikari í Sinfóní-
unni, og þegar hún hermdi auk þess
eftir baulandi belju með hljóðfæri
sínu, var það svo líkt alvöru kú að það
var hreint ótrúlegt. Óhætt er að full-
yrða að Sagan af Jóni bónda með sín-
um magnaða hljóðheimi hafi verið
einhver skemmtilegasti gjörningur
sem framinn hefur verið á fjölskyldu-
tónleikum hér á landi.
Snorri Sigfús Birgisson var líka
frábær sem sögumaður í eigin verki,
tónlistinni við Stúlkuna í turninum
eftir Jónas Hallgrímsson. Ef ég man
rétt samdi Þorkell Sigurbjörnsson
barnaóperu eftir sömu sögu, sem flutt
var af nemendum Tónmenntaskólans
í Reykjavík fyrir nokkrum árum, en
of langt er liðið síðan ég heyrði hana
til að ég treysti mér til að bera verkin
saman. Enda óþarfi; tónsmíð Snorra
er ekki ópera og enginn söng, tón-
skáldið einfaldlega sagði söguna, að
vísu með kostulegum tilþrifum sem
voru sennilega betri en nokkur söng-
ur; alltént vöktu þau mikla kátínu
meðal tónleikagesta.
Sagan var nær James Bond-trylli
en atriðið á undan, hún fjallaði um
stúlku sem læstist inni í turni og þar
reyndi illfygli eitt að spilla henni með
öllum tiltækum ráðum. Tónlistin við
þetta hefðbundna ævintýri um bar-
áttu góðs og ills var þó síður en svo
venjuleg; þvert á móti var hún býsna
framúrstefnuleg miðað við að um fjöl-
skyldutónleika var að ræða. Samt var
hún svo hnitmiðuð og myndræn að
hún virkaði prýðilega, a.m.k. gat ég
ekki betur séð en að yngstu áheyr-
endurnir héldu athyglinni allan tím-
ann. Þar sem hljóðfæraleikur Caput-
hópsins var jafnframt markviss og líf-
legur verður að gefa verkinu og
flutningnum hæstu einkunn.
Í eftirrétt var svo Á sprengisandi
eftir Sigvalda Kaldalóns, sem í rokk-
aðri útgáfu gæti örugglega sómt sér
ágætlega í Bond-mynd. Þá tóku
áheyrendur sjálfir lagið og var það
fullkominn endir á einstökum tón-
leikum sem lengi verða í minnum
hafðir.
James Bond
og Jón bóndi
TÓNLIST
Ráðhús Reykjavíkur
Caput-hópurinn flutti tónverk eftir Monty
Norman, Herdísi Jónsdóttur, Steef van
Oosterhout, Snorra S. Birgisson og Sig-
valda Kaldalóns. Sunnudagur 13. nóv-
ember.
Fjölskyldutónleikar
Jónas Sen
Guðmundur Óli
Gunnarsson
„ÉG GET dregið heimspekilegt
innihald nýja verksins saman í þrjú
orð: lífið er fallegt. Allt sem er
dökkt og drungalegt mun hverfa;
hið fagra mun sigra að lokum,“
sagði Dmitríj Sjostakovitsj um átt-
undu sinfóníu sína sem leikin verður
á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í Háskólabíói annað kvöld
kl. 19.30. Jafnframt verður á efnis-
skránni Sinfonia de Requiem eftir
Britten en það verk hljómar nú í
fyrsta sinn í lifandi flutningi hér á
landi, að sögn Sváfnis Sigurð-
arsonar, kynningarstjóra Sinfóní-
unnar. Tónsprotinn verður í hönd-
um Rumons Gamba.
Britten og Sjostakovitsj áttu
margt sameiginlegt. Hvorugur
þeirra eltist mikið við tískustrauma
20. aldarinnar í tónlist, báðir voru
þeir miklir friðarsinnar og hug-
sjónamenn sem höfðu mikla andúð á
öllu stríðsbrölti og hvers kyns spill-
ingu. Með þeim tókst vinskapur sem
byggði umfram allt á gagnkvæmri
virðingu þeirra á list hvor annars.
Alls engin tónlist?
„Sjostakovitsj var um tíma út-
hrópaður af flokkshollum kollegum
sínum í Rússlandi sem vændu hann
um úrkynjun í tónlistarsköpun sinni.
Ritari Tónskáldafélagsins Vladimir
Zakharov gekk einna vaskast fram
þegar hann fullyrti eftirfarandi í
ræðu: „Frá sjónarhóli alþýðunnar er
8. sinfónían alls engin tónlist.“ Lík-
ast til eru fáir sem treysta sér til
þess að taka undir þessa fullyrðingu
og ljóst að áhuginn á tónlist Sjos-
takovitsj er gríðarlegur miðað við
aðsókn á tónleika Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands þegar sinfóníur hans
eru á efnisskránni,“ segir Sváfnir.
Rumon Gamba og hljómsveitin hafa
hlotið lof fyrir flutning sinn á sin-
fóníum Sjostakovitsj. „Unnendur
góðrar tónlistar ættu alls ekki að
láta þessa tónleika framhjá sér fara.
Það að komast í návígi við orkuna og
kraftinn sem felast í lifandi flutningi
slíkra verka verður aldrei jafnað
með hlustun á upptökur af plötum
eða geisladiskum,“ segir Sváfnir.
Árni Heimir fjallar um verkin
Önnur tónleikakynning vetrarins
á vegum Vinafélags Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands fer fram í
Sunnusal Hótels Sögu á morgun kl.
18. Þá mun Árni Heimir Ingólfsson
tónlistarfræðingur fjalla um tónlist-
ina sem leikin verður á tónleikunum.
Allir eru velkomnir, en áhugasamir
eru beðnir um að skrá sig með því
að senda tölvubréf á netfangið vina-
felag@sinfonia.is eða hringja í síma
545 2500.
Tónlist | Sinfónían leikur verk eftir Sjostakovitsj og Britten
Hið fagra mun
sigra að lokum
Benjamin Britten tónskáld. Dmitríj Sjostakovitsj tónskáld.
Rumon Gamba stjórnandi.
RITHÖFUNDARNIR Sigurður
Pálsson og Sigurbjörg Þrastardóttir
taka þátt í ljóðahátíðinni Biennale
Internationale Des Poètes í Val-de-
Marne í París, sem stendur dagana
16.–25. nóvember. Munu þau taka
þátt í fimm upplestrum hvort, víðs-
vegar um borgina – meðal annars í
úthverfum – auk þess sem Sig-
urbjörg kemur fram í Marseille.
Stjórnandi hátíðarinnar, Henri
Deluy, kom hingað til lands sumarið
2003 í því skyni að velja níu ljóðskáld
til þátttöku í sérstöku Íslandshefti
ljóðatímaritsins Action Poétique.
Heftið kom út í fyrra og í kjölfarið
bauð hann Sigurði og Sigurbjörgu til
leiks á ljóðatvíæringinn, sem nú er
haldinn í áttunda sinn. Þar kemur og
fram Séverine Daucourt-Frið-
riksson, sem yrkir á frönsku en hef-
ur verið búsett á Íslandi og skrifar
talsvert um upplifun sína af landinu.
Sigurði Pálssyni hefur þá verið
boðið að koma fram á norrænu bók-
menntahátíðinni Boréales í Caen í
Normandí á sunnudaginn. Auk þess
les hann úr verkum sínum í Déch-
argeurs-leikhúsinu í miðborg Par-
ísar á mánudaginn í boði franska
ljóðafélagsins „Undir Mirabeau-brú
og er kvöldið helgað honum. Loks
kemur Sigurbjörg fram á einu bók-
menntakvöldanna á Íslandshátíðinni
Islandbilder í Köln í Þýskalandi
fimmtudagskvöldið 24. nóvember.
Sigurður
Pálsson
Sigurbjörg
Þrastardóttir
Skáld lesa
upp í París