Morgunblaðið - 16.11.2005, Síða 42

Morgunblaðið - 16.11.2005, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hljómsveitin Hjálmar fórhljóðlega af stað síðastliðiðhaust, sendi frá sér plötu og lagðist síðan í spilamennsku. Smám saman spurðist platan út, menn áttuðu sig á að hér var ald- eilis kveðið við nýjan tón og verð- launuðu plötuna sem rokkplötu (!) ársins á verðlaunahátíð Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þegar líða tók á þetta ár náði platan síðan gullsölu og Hjálmar voru á allra vörum, enda búnir að spila þvers og kruss um landið allt. Um daginn kom svo ný plata sem heitir einfald- lega Hjálmar. Útgáfutónleikar þeirrar plötu voru haldnir í félags- heimilinu á Flúðum um daginn. Það réð engin tilviljun því að Hjálmar héldu útgáfutónleika sína á Flúðum því platan var tekin upp þar í haust og það einmitt í Félags- heimilinu. Þeir komu trommusett- inu fyrir á sviðinu, röðuðu síðan mögnurum um húsið til að tryggja að hljómur yrði sem bestur og svo var talið í. Í spjalli við þá Hjálma, Sigurð Guðmundsson orgelleikara og Þorstein Einarsson gítarleikara, og söngvara kemur fram að upp- haflega hafi þeir ætlað sér viku til verksins en verkið gekk mun hrað- ar, grunnar voru teknir upp á þremur dögum og síðan tekið upp ofan á þá á næstu tveim dögum. „Við byrjuðum klukkan níu á mánu- dagsmorgni og lukum verkinu klukkan fimm á föstudagssíðdegi,“ segir Sigurður, en þá var aðeins eftir að hljóðblanda og gera frum- eintak. Því var slegið fram að frumraun Hjálma, Hljóðlega af stað, væri fyrsta íslenska reggíplatan, en nær sanni að hér sé hún komin, þessi önnur plata Hjálma, því á henni eru öll lög frumsamin og ljóst að sveitin hefur náð að skapa sér sérstakan frumlegan stíl. Þeir benda á að á því ári sem liðið er síðan Hljóðlega af stað kom út hafi þeir leikið á áttatíu eða níutíu tónleikum og hljómsveitin orðin miklu meiri hljómsveit fyrir vikið, búin að spila sig betur saman. „Þetta er svolítið meira fullorðins,“ eins og Sigurður orðar það.    Nú skyldi maður ætla að það hveupptökur gengu hratt fyrir sig myndi skrifast á það hve þeir fé- lagar voru vel undirbúnir en það er öðru nær, þeir segjast ekki hafa undirbúið sig fyrir upptökurnar af neinni sérstakri natni. „Við vorum vitanlega búnir að spila flest þessi lög á tónleikum síðasta árið,“ segir Þorsteinn, „og þurftum því ekki að undirbúa svo mikið, en svo voru líka nokkur lög sem við spiluðum í fyrsta sinn þegar við vorum að taka þau upp, lukum við þau á staðnum.“ Tónleikarnir á Flúðum sýndu að ólíkir aldurshópar hafa gaman af Hjálmareggíinu og það sannaðist einnig með góðri sölu á frumraun þeirra félaga, sem þeir fengu ein- mitt gullplötu fyrir á Flúðatónleik- unum. Þeir segjast báðir hafa gam- an að því hve tónlist nær til margra og Sigurður bætir við að sér finnist einmitt svo skemmtilegt að heyra hvað fólki finnst reggíið þjóðleg tónlist.    Flúðatónleikarnir voru fyrstutónleikar Hjálma í þrjá mán- uði, fyrstu tónleikarnir síðan platan var tekin upp. Eðli málsins sam- kvæmt æfa Hjálmar ekki mikið, gleymum því ekki að helmingur hljómsveitarinnar býr í Svíþjóð. Ekki finnst þeim það þó stór vandi, en Þorsteinn getur þó um að hann vildi gjarnan að þeir hittust oftar. „Ég myndi gjarnan vilja geta æft, held það væri gott fyrir hljómsveit- ina,“ segir hann, en tekur svo undir það að kannski megi skrifa spila- gleðina sem var svo áberandi ríkjandi á Flúðatónleikunum að einhverju leyti á það hve þeir hitt- ast sjaldan. Útgáfutónleikarnir á Flúðum voru síðasta tækifæri til að sjá Hjálma í bili, en í byrjun desember snýr sveitin aftur. „Við ætlum að reyna að vera sýnilegir, spila úti á landi og líka halda einhverja tón- leika í Reykjavík.“ Íslenskt reggí ’Því var slegið fram aðHljóðlega af stað væri fyrsta íslenska reggí- platan, en nær sanni að hér sé hún komin.‘ AF LISTUM Árni Matthíasson Hjálmar hafa náð að skapa sér sérstakan og frumlegan stíl. arnim@mbl.is LEIKSTJÓRINN James Marsh kemur verulega á óvart með fyrstu leiknu mynd sinni, sem ber heitið Kóngurinn (The King). Hér hefur hann fengið til liðs við sig traustan handritshöfund, Milo Addica sem skrifaði m.a. Monster’s Ball og Birth, auk frábærra leikara, kvikmynda- tökumanns og fleira hæfileikafólks. Útkoman er áhrifamikil kvikmynd sem fjallar um bókstafstrú, þrúgandi stofnanir, fátækt, fegurð og illsku í bandarísku hversdagslífi. Myndin fjallar um Elvis (Gael Garcia Bernal), ungan pilt sem hefur nýlokið her- þjónustu. Hann fer að vitja föður síns sem á konu og tvö börn á unglings- aldri og er prestur í strangtrúuðum kristnum söfnuði í bænum Corpus Christi í Texas.En þar sem Elvis er sonur vændiskonu vísar faðirinn hon- um á dyr og segir hann tilheyra for- tíðinni, frá því áður en frelsarinn kom inn í líf hans. Pilturinn tekur höfnuninni að því er virðist af stóískri ró og sest að í bænum. Hann finnur sér þó bakdyraleið að fjölskyldu prestsins, og brátt kemur í ljós að á bak við bjart fas piltsins leynist ein- beittur ásetningur. Kóngurinn er einkar vel gerð kvik- mynd, gríðarfallega tekin og allt að því sefjandi í rólyndislegri athugun sinni á dýpstu öngstrætum manns- sálarinnar. Tekið er á bókstafstrú í bandarísku samfélagi á næman hátt, og verða spurningar um trúarhita, firringu, hatur og fyrirgefningu að miðlægum þætti í myndinni. Gael Garcia Bernal sýnir sífellt á sér nýjar hliðar og er hann fullkomlega valinn í hlutverk hins upplitsdjarfa og allt að því bernska siðleysingja sem Elvis reynist vera. William Hurt gæðir persónu föðurins litrófi manns sem hefur frelsast til betra lífs, og keyrir aðra áfram í þeim aga og trúarhita sem hann sjálfur lifir samkvæmt. Þau Pell James og Paul Dano leika hálfsystkin Elvis, sem ungar og fagr- ar sálir sem leita útgönguleiða úr agavaldi hins strangtrúaða sam- félags, hún í ástinni og hann í tónlist- inni. Útgönguleiðirnar reynast þó vandfundnar í þessari áhrifamiklu en harmrænu sögu. Bókstafstrú í Ameríku KVIKMYNDIR Regnboginn: Októberbíófest Leikstjórn: James Marsh. Aðalhlutverk: Gael Garcia Bernal, William Hurt, Pell James og Paul Dano. BNA/Bretland, 105 mín. Kóngurinn (The King)  Heiða Jóhannsdóttir LJÓÐAVEFURINN Ljóð.is fagnar fjögurra ára afmæli sínu í dag en dagurinn er ekki síður merkilegur fyrir þær sakir að vera fæðing- ardagur Jónasar Hallgrímssonar og dagur íslenskrar tungu. Davíð Stef- ánsson, einn stofnenda vefjarins, segir að stofnun hans hafi verið skyndihugdetta sem gekk út á að prjóna saman netinu og ljóðinu í einn vettling og skapa ungum og upp- rennandi skáldum eins konar æf- ingasvæði til að prófa sig áfram á. „Ætli okkur hafi ekki þegar borist um 15–16 þúsund ljóð og ljóðskáldin sem flest teljast til nýrra ljóðskálda eru líklega um tvö þúsund talsins.“ Ljóð.is hyggst fagna þessum merkisdegi á Café Rosenberg við Lækjargötu þar sem hátt í tíu ljóð- skáld hyggjast lesa upp úr verkum sínum. Þau eru Bragi Ólafsson, Hall- dóra Kristín Thoroddsen, Haukur Ingvarsson, Henrik Garcia, Hildur Lilliendahl, Hörður Dan, Óttar Martin Norðfjörð, Toshiki Toma og Þórunn Valdimarsdóttir. Auk þess mun Skúli Þórðarson trúbador brjóta upp hátíðleikann með eitruðum lögum sínum og dag- skránni ljúka svo tveir fram- úrstefnumenn með verkefni sem þeir kalla „Ljóðarímixkaríókí Dadda“. Þar býðst öllum viðstöddum að láta tölvuforrit framleiða fyrir sig ljóð á mjög frumlegan máta. Afmælið hefst kl. 20 eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Davíð Stefánsson er einn stofnenda Ljóð.is. Skyndihugdetta Ljóð | Ljóð.is fagnar fjögurra ára afmæli Ný Íslensk heimildarmynd sem hefur farið sigurför um heiminnSýnd kl. 5.30 B.i. 12 ára Sýnd kl. 5, 8 og 10.45 B.i. 12 ára Africa United  S.V. Mbl.  TOPP5.is  Ó.H.T. Rás 2  S.k. Dv Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd kl. 10.30 B.i. 16 ára SÁ BESTI Í BRANSANUM ER MÆTTUR AFTUR! hörku spennumynd frá leikstjóra 2 fast 2 furi- ous og boyz´n the hood Þeir voru leiddir í gildru... nú þarf einhver að gjalda! Sýnd kl. 5.45 og 10.30 bi. 16 ára  MBL TOPP5.IS  Sýnd kl. 8 og 10.15 bi. 14 ára Sýnd kl. 8  MMJ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5, 8 og 10.40  MMJ Kvikmyndir.com  MBL TOPP5.IS  Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Þetta var hið fullkomna frí þangað til þau fundu fjársjóðinn! Miðasala opnar kl. 15.30 Sími 564 0000 Sjóðheit spennumynd með ofurtöffaranum Paul Walker og hinni stórglæsilegu Jessicu Alba. TOPP MYNDIN Á ÍSLANDI Í 2 VIKUR TOPP MYNDIN Á ÍSLANDI Í 2 VIKUR kl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i. 14 ára

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.