Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 2
2 Jólablað Morgunblaðsins 2005 Á SÍÐUSTU árum hefur trönuberið víða orðið eitt af því sem skapar jóla- stemmningu enda bæði skemmtilegt á að líta, eldrautt og freistandi, og bragðið frísklega sætbeiskt. Trönu- ber eru bandarísk að uppruna og voru nýtt þar af íbúum löngu áður en evrópskir innflytjendur streymdu vestur um haf. Nafnið er þó komið frá landnemunum sem kölluðu berið trönu-ber vegna þess að þeim þótti blóm jurtarinnar minna á fuglinn sandtrönu. Fersk eru berin beisk og ekki hafa allir smekk fyrir þeim, en snemma varð algengt meðal landnema að sjóða þau í sósu með hlynsykri og bera fram með steiktu og soðnu kjöti, aðallega kalkúna, sem er hefðbundin máltíð á þakkargjörðardeginum sem svo er nefndur vestan hafs, en hann er haldinn á fjórða fimmtudegi nóv- ember, nú síðast 24. nóvember. Trönuber voru ekki bara þekkt og dáð fyrir sitt einstaka bragð, heldur áttuðu menn sig snemma á heilnæmi þeirra, en í þeim er ríkulegt af c- vítamíni. Þeir eiginleikar reyndust hinu nýja lýðveldi vel í baráttunni við herji Englandskonungs, því að með- an Englendingar voru með sítrónu- tunnur á sínum skipum voru sjómenn lýðveldisins unga með trönuberja- tunnur. Framan af átjándu öld var verð á trönuberjum geysihátt, enda hafði engum tekist að rækta þau, menn urðu að treysta á villt trönuber sem var bæði erfitt að safna og framboð ekki nóg. Það var ekki fyrr en í upp- hafi nítjándu aldar sem tókst að rækta trönuber en eftir það jókst framleiðsla hröðum skrefum og verð lækkaði. Framfarir í vinnslu urðu líka til að gera hana hagkvæmari, ekki síst þegar menn tóku að nota eiginleika berjanna til að flokka þau, létu þau skoppa niður þrep – þau sem voru í lagi skoppuðu niður, en hin klesstust á þrepin. Í berjunum er nefnilega loftrými þannig að þau bæði skoppa og fljóta ef þau eru í lagi, en flothæfni þeirra er notuð við uppskeru – vatni er hleypt á trönu- berjaakra, það er síðan „þeytt“ með sérstökum búnaði, þroskuð berin losna af lynginu og er síðan fleytt að berjadælum. Helsti framleiðandi trönuberja í heimi er samvinnufélagið Ocean Spray, sem stofnað var af bændum í upphafi síðustu aldar, en eigendur þess eru um 800 trönuberjabændur. Það glímdi við hefðina fyrstu árin því markaður fyrir trönuber var aðallega í nóvember og desember en nánast enginn aðra mánuði. Eftir mikla til- raunamennsku tókst fyrirtækinu að búa til trönuberjasafa sem hægt var að selja allt árið og hrinti vörunni úr vör í upphafi sjöunda áratugarins með því að leita sérstaklega til lækna, sem upplýstir voru um að trönuber minnkuðu líkur á þvag- færasýkingum í konum og væru að auki góð fyrir heilsuna almennt. Þetta heppnaðist svo vel að trönu- berjasafi varð vinsæll drykkur allt árið og er enn – í haust blossaði til að mynda upp mikill áhugi á trönu- berjasafa hér á landi sem kallaði á mikla söluaukningu. Tvær trönuberjasósur 1 bolli af sykri 1 bolli af vatni 340 g af frosnum trönuberjum (12 oz pakki frá Ocean Spray), skoluð og þerruð Blandið vatni og sykri í pott og hitið að suðu. Setjið trönuberin út í og hitið aft- ur að suðu. Minnkið hitann og látið malla í um tíu mínútur, hrærið af og til. Setjið lok yfir og látið kólna við stofu- hita. Kælið þar til bera á sósuna fram. 4 bollar af ferskum trönuberjum 1½ bolli sykur 1 appelsína ½ tsk. rifinn engifer ½ bolli ristaðar pecan-hnetur Rífið ysta lagið á appelsínuberkinum fínt og setjið í pott með engifer og sykri. Bætið safanum úr appelsínunni út í og sjóðið við vægan hita þar til sykurinn er uppleystur. Bætið trönuberjunum út í og sjóðið við vægan hita í um fimm mín- útur eða þar til þau springa. Bætið pec- an-hnetunum út í og kælið. Trönuber eru jólaber Morgunblaðið/Kristinn Matur og drykkir 2 Trönuber 10 Finnskar hátíðarrófur 12 Hamborgarhryggur og lifrarkæfa Marentzu 16 Steiktur strútur og fleira 22 Önd með eplum og gráfíkjum 26 Kalkúnn Hildar Helgu 28 Beikonrúllur og enskar pylsur 30 Lífræn jólamáltíð 32 Sælkerasíða Steingríms 40 Hreinsandi te 48 Hreindýrakássa 52 Krydduð sænsk jólaskinka 56 Eggjalíkjör og kryddsíld 78 Villibráð að hætti veiðimanns 88 Jólate Hólmfríðar 93 Norskur jólamatur Kökur og konfekt 4 Franskur jóladesert 6 Súkkulaðikakan hennar Eddu 10 Finnskar jólastjörnur 14 Laufabrauð og lummur 22 Ingibjargarkökur 38 Lakkrískurlskökur og súkkulaðibitakökur 40 Hollt hnetujólakex 42 Hrákökur Sólveigar 47 Trifle 54 Möndlukökur 64 Forsíðuterta og smákökur 68 Engiferkökur 72 Súkkulaðitrufflur 74 Piparkökuhús 82 Kökur Margrétar 90 Jólaostakaka 92 Eplabaka a la Védís Handverk og skreytingar 8 Skógarævintýri í Reykjavík 38 Jólakort 50 Krosssaumur 63 Heimagerð jólakort 68 Aðventukrans 82 Góð meðferð silfurs 86 Blómaskreytingar Menning og hefðir 4 Jól að kaþólskum sið 6 Skandinavískur jólahafur 20 Norðlenskir jólaleikir 24 Jólaþorpið í Hafnarfirði 40 Dansgjörningur 50 Saga jólatrésins 56 Sjálfsævisögulegar teiknimyndir 58 Gunnvör Braga 62 Gæludýr á jólum 66 Styttum börnunum biðina 70 Magni safnari 76 Stafræn jól 84 Hljómsveitin Hraun 88 Hátíð hjá Hjálpræðishernum 93 Vefsíða fjölskylduráðs 94 Heilög Lúsía 95 Trausti Jónsson 96 Jólamyndir rifjaðar upp 98 Aðventu- og jólatónleikar 102 Jólasveinn Tolkiens Morgunblaðið/Kristinn Efnisyfirlit Umsjón Dagur Gunnarsson Forsíða Kristinn Ingvarsson Súkkulaðikaka bökuð af Hörpu Grímsdóttur Ljósmyndir Árni Sæberg, Brynjar Gauti Sveinsson, Dagur Gunnarsson, Kjartan Þorbjörnsson, Kristinn Ingvarsson, Ómar Óskarsson, Þorkell Þorkelsson og fleiri. Umbrot og útlit Björn Arnar Ólafsson, Hulda Krist- insdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir Auglýsingar Katrín Theódórsdóttir Höfundar efnis Árni Matthíasson Bergþóra Jónsdóttir Brynja Tomer Dagur Gunnarsson Guðmundur Sverrir Þór Guðrún Guðlaugsdóttir Harpa Grímsdóttir Hrund Þórsdóttir Ingveldur Geirsdóttir Kristján Guðlaugsson Margrét Þóra Þórsdóttir Sara M. Kolka Signý Gunnarsdóttir Sigurbjörg Arnarsdóttir Steingrímur Sigurgeirsson Steinunn Ásmundsdóttir Steinunn Björk Pieper Svavar Knútur Kristinsson Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.