Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 8
8 Jólablað Morgunblaðsins 2005 SKÓGARÆVINTÝRI er jólaþem- að í ár hjá Agnesi Lind Heið- arsdóttur í Ráðhúsblómum í Bankastræti. „Ég vil koma nátt- úrunni að í desember, því hún frið- ar í okkur sálina. Í tilefni jólanna er þó svolítill glamúrblær yfir öllu, eins og náttúran sé komin í spari- fötin,“ segir hún og brosir breitt. Agnes hefur mikið dálæti á því náttúrulega og það endurspeglast í umgjörð búðarinnar og jafnframt skreytingunum sem hún hannar. Þær eru frumlegar en bera þess þó aðallega merki að skapari þeirra er listrænn áhugamaður um náttúruna. Eins og skógarálfur Sjálf minnir Agnes pínulítið á fallegan skógarálf, brosmild, tágg- rönn og létt í lund og framgöngu. Þykka rauða hárið segir hún að skipti máli. „Ég held að rauðhært fólk heillist frekar en aðrir af hlýj- um litum náttúrunnar,“ er hennar fílósófia og gott ef hún rímar ekki við litgreiningu Heiðars Jóns- sonar. Spurð um reksturinn og reynslu af blómabúðum segist Agnes hafa verið í bransanum í 15 ár. „Ég tók við þessari búð á Jónsmessu árið 2002. Mér fannst skipta máli að það væri á Jónsmessu, því mér finnst það svo blómálfalegur dag- ur. Þá eigum við líka afmæli tvisv- ar á ári, á Jónsmessu og að- fangadag. Næsta aðfangadag verðum við þriggja og hálfs.“ Góð kerti og slæm Inni í búðinni eru trjágreinar og könglar í veigamiklu hlutverki, ásamt stórbrotnum laukblómum eins og hárauðri amarillis eða riddarastjörnu eins og hún heitir á íslensku, rauðri lilju og auðvitað greni sem við tengjum gjarnan við jólin. Meira að segja eru þarna dumbrauð kerti sem minna á köngla. „Mér finnst skipta miklu máli að selja góð kerti og þessi eru frá Blesastöðum,“ útskýrir hún og segir frá muninum á góðum kert- um og slæmum. „Góð kerti brenna hægt og ró- lega. Ég veit ekkert um efna- samsetningu þeirra, en ég held að vaxið sem notað er sé misjafnt að gæðum. Ef ég brenni rautt kerti vil ég að það sé rautt í gegn, ekki bara að rauð vaxhúð sé utan um hvítt kertið. Bjarminn frá kerti sem litað er í gegn er eitthvað svo rómantískur,“ segir hún og brosir að sjálfsögðu, því hún virðist brosa allan sólarhringinn þessi kona. Hún segir að oft fari saman verð og gæði þegar kerti eru annars vegar. Könglakertin hennar flokk- ast örugglega undir góð kerti. Inn í búðina kemur útlendingur sem vill kaupa blómvönd. Hann hváir þegar hann heyrir hvað af- skornu rósirnar kosta. „Welcome to Iceland“ segir þá skógarálfurinn og brosir sínu blíðasta. „Sumum útlendingum finnst voðalega dýr blómin hjá okkur,“ útskýrir hún fyrir mér þegar sá útlenski er far- inn, „en við því er lítið að gera.“ Listræn í gegn Agnes segist ávallt hafa haft sterka sköpunarþrá og satt að segja kemur það ekki á óvart eftir að hafa spjallað við hana um stund. Móðir hennar hafði mikið yndi af listmálun og leyfði börnunum að spreyta sig á striganum. „Ég á til dæmis olíumálverk sem ég gerði þegar ég var fjögurra ára og ég hef alltaf haft mikla þörf til að skapa.“ Það leynir sér ekki þegar maður svipast um í búðinni hennar og horfir til dæmis á vegglistaverk sem hún prjónaði úr sítrusgrænum kókostrefjum. Hvað þá þegar mað- ur veltir fyrir sér aðventukrönsum úr könglum og ullarflóka, að ekki sé talað um útidyrakransana sem Agnes gerir úr greni, könglum og (ætum) konfekteplum. „Það er ekkert mál að nota al- vöru epli í skreytingar sem hafðar eru utanhúss. Í miklum hitasveifl- um eiga þau reyndar til að verða brún, en þá er einfalt að skipta þeim út. Mér finnst miklu fallegra að nota alvöru epli í kransa, þau hafa svo fallega liti. Svo finnst mér líka skemmtileg tilhugsunin um að blaðberi geti fengið sér bita af epli á kransi. Nú, eða fuglarnir. Finnst þér það ekki?“ spyr hún og brosir út að eyrum. Morgunblaðið/Golli Agnes Lind Heiðarsdóttir innan um blóm í búðinni sinni: „Náttúran færir okkur frið í sálina.“ Kertið minnir á köngul og gefur frá sér mildan bjarma. Í tilefni jóla fá skreytingarnar svolítinn glamúr, líkt og náttúran sé klædd í sparifötin. Í Bankastræti hefur um áratugaskeið verið rekin lítil blómaverslun í fallegu gömlu húsi. Brynja Tomer heillaðist af útstillingu, rak inn nefið og fannst eins og hún hefði gengið inn í ævintýraheim. Aðventukransar og skreytingar Agnesar fylgja þemanu um skógarævintýri. Skógarævintýri í miðborg Reykjavíkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.