Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 10
10 Jólablað Morgunblaðsins 2005 SIGRÍÐUR ANNA Sigurðardóttir lærði gullsmíði í Finnlandi. „Já, ég fór þangað og náði mér í menntun og mann,“ segir hún og hlær við. Þau Sigga og Timo Salsola hafa komið sér vel fyrir í hrauninu í Hafnarfirði og reka gullsmíðaverkstæði og versl- un á Strandgötunni. „Þetta er mjög fínt,“ segir Timo sem talar góða ís- lensku eftir að hafa dvalið hér í fimmtán ár. „Það er stutt í skólann fyrir strákana, stutt að ganga niður í bæ og svo er tengdafjölskyldan hér á næstu grösum. Ég myndi ekki vilja búa annarstaðar en í Hafnarfirði, það er alveg frábært.“ Þau halda eigi að síður tengslunum við Finnland og skreppa þangað eins oft og þau geta yfir sumartímann. Drengirnir þeirra; Armas sem er ellefu ára og Alvar sem er sjö ára, tala reiprennandi finnsku því Timo hefur verið dugleg- ur að halda móðurmáli sínu að þeim. En jólin halda þau ávallt hér heima á Íslandi. „Já, það er ekki hægt annað í þessum bransa,“ segir Timo og á þá við að desember og þá sérstaklega Þorláksmessa eru helsta vertíðin fyr- ir gullsmiði og ekki hægt að vera fjarri þeim búskap yfir jólin. „Íslend- ingar versla svo mikið á síðustu stundu,“ segir Timo. Sigga segir að Timo sé orðinn íslenskari en margir innfæddir. „Hann suðar í tengda- móður sinni að taka með sér slátur á haustin og kætist ef það er þjóðlegur matur á borð við plokkfisk og annað slíkt á boðstólum.“ Með hrísvönd í frystinum En hvernig er jólahaldið í Finn- landi? „Það er töluvert frábrugðið því sem þekkist hér. Jólasveinar leika aðeins öðruvísi hlutverk þar. Það kemur alltaf jólasveinn í heim- sókn á aðfangadag og hann gefur gjafirnar sem eru allar frá honum. Á aðfangadag má sjá fjöldann allan af jólasveinum í fullum skrúða á ferð- inni. Á reiðhjólum, keyrandi um eða gangandi á leið til fjölskyldna að dreifa pökkum. Oft hafa skátarnir eitthvað með málið að gera og náms- menn og aðrir sem „hjálpa“ jóla- sveininum, yfirleitt halda fjölskyldur sig við sama jólasveininn. Hann bankar upp á hjá barnafjölskyldum og sest með þeim inn í stofu og tekur gjafirnar upp úr pokanum og útbýtir þeim. Ef hann er flinkur þá syngur hann jólalög með þeim og spjallar að- eins við krakkana og segir kannski eina sögu. Annað sem er stór hluti af jólahaldinu er jólasána, allir fara í jólasána ef þeir mögulega geta. Það geyma flestir eitt búnt af birkigrein- um í frystinum til að fá ferskan vönd til að berja sig með í jólagufubaðinu.“ Af því að Sigga og Timo vinna svo mikið um og yfir jólin þá halda þau jólin eiginlega tvisvar. „Við fáum að- fangadagskvöld hjá mömmu,“ út- skýrir Sigga, „en höldum svo okkar eigin jól á jóladag, það er heilagur dagur hjá okkur og þá opnum við finnsku pakkana og þá kemur finnsk- ur jólasveinn sem er búinn að setja gjafir strákanna í jólatréð sem þeir þurfa að leita að. Finnski jólasveinn- inn kemur í Hafnarfjörð, hann er bara svolítið lengur á leiðinni. Við höfum búið til okkar eigin jólahefð að miklu leyti, það verður örugglega oft þannig hjá fjölskyldum sem hafa mismunandi bakgrunn.“ Íslensk síld í hávegum höfð Jólamaturinn í Finnlandi er án undantekningar svínakjöt, læri eða bógur, og með þessu er höfð hefð- bundin ofnbökuð rófustappa og Ro- sellisalat sem samanstendur af rifn- um gulrótum og eplum. „Það er líka borðað mjög mikið af síld og graflaxi yfir jólin og oftar en ekki hefur síldin verið veidd við Íslandsstrendur. Svo er líka boðið upp á grjónagraut sem er svipaður og er borðaður hér,“ seg- ir Timo en hann segir jafnframt að hann sakni ekki finnska jólahaldsins það mikið að hann sé að hendast þangað með fjölskylduna til að ná jólastemningunni þar, en það hefur komið fyrir að þau hafa farið milli jóla og nýárs og hafa þá að sjálfsögðu fengið allan hefðbundinn jólamat að hætti Finna. „Við blöndum þessu voða mikið saman og erum kannski með einn og einn finnskan jólarétt innan um allt þetta íslenska,“ segir Timo með sinni djúpu röddu og syngjandi finnska hreim. Sigga og Timo eru bæði skapandi fólk í sinni vinnu og sköpunargleðin ratar einn- ig inn í eldhús. Sigga segir að þau finni sínar eigin leiðir í flestri mat- argerð. „Til dæmis höfum við fundið nýja aðferð við að búa til piparkök- urnar og höfum tekið pastavél í okk- ar þjónustu við að fletja deigið út. Deigið verður svo þunnt og fínt og strákunum finnst líka ótrúlega skemmtilegt að fá að skreyta og borða piparkökur sem eru með svona bylgjóttum köntum eins og pastað.“ Ónýtur matur En Timo er ekki alveg jafn hrifinn af allri íslenskri matargerðarlist. „Ein jólin voru strákarnir í pössun hjá konu sem var vön að bjóða upp á kæsta skötu á Þorláksmessu. Þegar þeir komu heim fannst mér lyktin af þeim alveg ótrúlega vond. Ég varð að skella þeim í bað og setja fötin þeirra strax í þvottavélina. Þeir borðuðu þetta af bestu lyst en ég fæ mig ekki til að smakka skötu, lyktin er nóg fyrir mig. Þorramat hef ég oft bragðað, en þessi skata er bara ónýt!“ Timo er fastheldinn á þá hefð að hafa lifandi jólatré. „Í Finnlandi er að sjálfsögðu nóg framboð af svona trjám og þau kosta ekki jafn- mikið og hér, en peningurinn rennur í skátastarfið svo ég kvarta ekki. Ég þoli ekki svona plastdrasl! Það er kannski fínt fyrir suma en það til- heyrir ekki á mínum jólum. Við höf- um líka farið nokkrum sinnum upp í Hvalfjörð í skógræktarsvæðið þar sem maður getur valið og sagað sitt eigið tré sem er líka gaman. Margir gera þetta í Finnlandi en ég hef ekki vanist því, ég er borgarbarn og þar kaupir maður mjög ódýr tré af bændunum sjálfum sem koma með sín tré á traktorum og stilla þeim upp á ákveðnum stöðum, eins og fót- boltavöllum. Þar kostar stórt tré ekki nema svona fimmtán hundruð íslenskar krónur,“ segir Timo sem finnst greinilega íslenska verðlagið á jólatrjám fullhátt fyrir sinn finnska smekk. Joulutortut Finnskar jólastjörnur smjördeig, fæst tilbúið í verslunum Fylling: 250 g steinlausar sveskjur 3 msk púðursykur 2 dl vatn (u.þ.b.) Sneiðið sveskjur í strimla, setjið í pott með vatninu og púðursykri. Sjóðið í 20 mín. Látið síðan kólna. Fletjið deig í u.þ.b. 21x35cm og deilið í ferhyrninga sem eru u.þ.b. 7x7cm. Skerið frá hornum að miðju, setjið te- skeið af sveskjumauki í miðjuna á hverjum ferhyrn- ingi. Beygið annað hvert horn til miðju, bleytið end- ana með smávatni svo þeir festist saman í miðjunni. Penslið svo með eggi. Bakið í ofni við 225°C í u.þ.b. 15 mín. Lanttulaatikko Finnskar hátíðarrófur 1–2 stórar rófur skræld- ar og skornar í bita 1 tsk salt ½ tsk múskat 2 msk brúnn sykur (má sleppa) 3 msk smjör hvítur pipar eftir smekk (má sleppa) 2 egg (hrærð) ¼ bolli brauðmylsna ¼ bolli rjómi Sjóðið rófurnar í vatni með pínu salti í 20 mínútur eða uns þær eru mjúkar, hellið af þeim og stappið. Ef nota á sykur skal hann hrærður saman við eggin. Blandið saman brauðmylsnunni og rjóm- anum og hrærið saman við það múskati, salti og síðan eggjahrær- unni. Setjið saman við rófustöppuna. Setjið blönduna í smurt eldfast mót, stráið yfir smábrauðmylsnu og nokkrum smjörklípum og bakið í ofni við 200°C í 40–50 mínútur. Þetta er gott bæði heitt og kalt og er frábært meðlæti með öllum jólamat. Morgunblaðið/Þorkell Sigga og Timo í jólabakstrinum. Í Finnlandi er það jólasveinninn sem gefur allar gjafir og hann á það til að koma á reiðhjóli. Það útskýrir kannski af hverju hann er aðeins lengur á leiðinni í Hafnarfjörðinn. Dagur Gunnarsson leit inn í jólabaksturinn hjá gullsmiðahjónunum Siggu og Timo. Finnski jólasveinninn lengi á leiðinni Sigga föndrar finnsku jólastjörnurnar. Finnskar jólastjörnur með sveskjum. á horni Skólavörðustígs og Klapparstígs, sími 551 4050 Póstsendum Mikið úrval af matar- og kaffidúkum Á hátíðarborðið Klapparstíg 44 - sími 562 3614 Enskur jólabúðingur Ensk jólakaka Skoskt smjörkex
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.