Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 12
12 Jólablað Morgunblaðsins 2005
JÓLUNUM fylgja veislur, miklar máltíðir í
faðmi fjölskyldunnar á skínandi hreinum heim-
ilum og pakkaflóð sem virðist magnast með
hverju árinu. En þetta gerist ekki af sjálfu sér,
langt frá því. Yfir jólin margfaldast álagið á hús-
mæðrum og -feðrum landsins. Það er kannski
ekki alveg jafn algengt og áður fyrr að heim-
ilinu sé umturnað í hreingerningaræði á aðvent-
unni. Það tíðkaðist í eina tíð að híbýlin voru þrif-
in vandlega í hólf og gólf um leið og bakaðar
voru fjórtán sortir af smákökum, lítil jólakorta-
verksmiðja sett á laggirnar og helst lagt nýtt
parkett og stofan máluð og svo var músastigi
sem náði til Egilsstaða föndraður til gamans.
Jólaundirbúningshugljómunin
Þetta þótti sjálfsagt og þykir kannski enn á
sumum heimilum en Marentza Poulsen, smur-
brauðssérfræðingur með meiru, segist hafa
fengið hugljómun fyrir ein jólin og nú sé jóla-
undirbúningurinn hennar með öðru og
skemmtilegra sniði. „Ég fór einu sinni sem oftar
í heimsókn til Danmerkur skömmu fyrir jólin
fyrir nokkrum árum og kynntist þeirra jólaund-
irbúningi. Ég varð bara miður mín þegar ég sá
úr fjarlægð hvernig ég var sjálf orðin í mínum
brjálæðislega jólaundirbúningi. Ég var auðvitað
orðin eins og hver annar Íslendingur sem snýst
í kringum sjálfan sig upptjúnaður í
gúmmíhönskunum fram á að-
fangadagskvöld, hrærandi í
pottunum með tárin í augunum
og vildi bara drífa þetta af svo
hægt væri að fara að slaka að-
eins á. Þarna í Danmörku fór ég
í heimsókn til frænku minnar og
spurði hana hvort hún væri búin
að öllu. „Öllu hverju?“ spurði hún
á móti og ég fór að telja upp allt það
sem maður gerði á aðventunni hér á Ís-
landi; þvo glugga og gardínur, dúka og
teppi, baka smákökusortirnar allar og allt það.
Hún spurði þá: „En hvað gerið þið fjölskyldan
öll saman í desember?“ Og ég mundi ekki eftir
einu atriði, ekki einu einasta. Allir voru bara á
fullu að undirbúa þessi jól. Þarna sjokkeraðist
ég og sneri blaðinu við og undirbjó okkur á allt
annan hátt. Síðan þá er þessi erfiðasti árstími
bara orðinn tilhlökkunarefni,“ segir Marentza
og brosir.
Jólahlaðborð fyrir fjölskylduna
„Það er miklu betra að eyða tímanum í að
vera góð hvert við annað og upp úr þessu fór ég
að halda jólaundirbúningsnámskeið. Þar bendi
ég fólki á einfalda hluti sem geta létt manni lífið;
að það er hægt að baka í nóvember og borða
kökurnar á aðventunni, að leggja á jólaborðið á
Þorláksmessu til að hafa meiri tíma á að-
fangadag og fleira í þeim dúr. Frá því að ég fékk
mína vitrun á þessu sviði hefur líka þjóðfélagið
breyst og fólk er farið að njóta aðventunnar
með fjölskyldunni meira en tíðkaðist fyrir tíu,
fimmtán árum.“ Marentza hefur líka séð um
ekta danskt jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum
undanfarin ellefu ár og þar hefur hún einnig
orðið vör við jákvæða þróun í jólahaldi landans.
„Mér fannst að Íslendingarnir kveiktu margir
hverjir ekki á því að jólahlaðborðið væri fjöl-
skyldusamkoma. Til að byrja með voru þetta
mikið vinnustaðahópar og margir voru ölvaðir
og nutu varla matarins og stemningarinnar. En
í dag er mjög gaman að vinna við þetta og sjá
heilu fjölskyldurnar koma bara til þess að njóta
þess að vera saman í jólastemningu. Í fyrra
mættu þrjú hundruð manns í jólahlaðborðið hjá
mér á 20. desember. Það hefði ekki gerst fyrir
tíu árum, þá hefðu þessir þrjú hundruð verið
heima að skrúbba.“ Marentza hlakkar til að
geta notið aðventunnar, farið á jólatónleika
Karlakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju og
fleira í þeim dúr. Henni finnst ekkert of snemmt
að setja jólaljósin upp um miðjan nóvember,
það skapi bara góða jólastemmningu og hún
hjálpi manni að skipuleggja aðventuna.
Námskeið fyrir kvíðafulla karla?
Ég legg fyrir hana eitt vandamál sem hrjáir
marga karlmenn á aðventunni og spyr hana
hvort hún geti ekki haft námskeið fyrir karl-
menn sem kvíða jólagjafainnkaupunum, sér-
staklega þá sem eiga í erfiðleikum með að finna
réttu gjöfina fyrir eiginkonur sínar. Þetta finnst
henni ákaflega spaugilegt en skemmtilegt
vandamál. „Ég er alin upp við litlar og persónu-
legar gjafir. Í Færeyjum tíðkast ekki og hefur
aldrei gert að gefa miklar gjafir. Ég myndi ráð-
leggja mönnum að fara sem fyrst í lymskulega
ferð í bæinn með konunni sinni. Fara á kaffihús
og rölta niður Laugaveginn og hlera hvað þeim
finnst fallegt eða skemmtilegt. Menn eiga ekki
að gefa konunum sínum handþeytara eða
hrærivélar og alls ekki ryksugur, það getur ver-
ið verulega móðgandi,“ segir Marentza og hryll-
ir sig. „Þeir eiga að gefa þeim dekurgjafir sem
þær veita sjálfum sér sjaldan. Útbúa gjafabréf
með dekurdegi, bjóða þeim fínt út að borða.
Hvíla kannski gullsmiðinn þetta árið, það elska
allir gullsmiðir Þorláksmessu, því þá detta karl-
arnir inn hjá þeim, alveg búnir að gefast upp á
leitinni og búnir að fá sér „en lille en“ og spyrja
ekki um verð,“ segir Marentza og stingur upp á
skemmtilegu jóladagatali sem hjón geta útbúið
hvort fyrir annað. „Falleg orð hrífa alltaf, setjist
niður og skrifið eitthvað fallegt á tólf miða hvort
og setjið í umslög sem þið hengið á snúru og
teljið þannig niður dagana til jóla. Þá fær maður
tækifæri til að setjast niður og hugsa eitthvað
fallegt um makann, þetta er svolítið próf fyrir
mann,“ segir Maritza.
„Þakka liðið“
Hún hvetur fólk til að gera meira úr sam-
verustundum á aðventunni. „Ég gæti aldrei
haldið jól án þess að hafa lifandi grenitré inni í
stofu, það ilmar svo vel og mér finnst að fjöl-
skyldan ætti að ákveða hvaða dag allir fara sam-
an að kaupa jólatréð og gera athöfn úr því og
þegar heim er komið er kjörið að allir setjist
saman við borð og skrifi á jólakortin með góðan
jóladrykk og kökur, eplaskífur, pönnukökur eða
hvað sem er. Búa sér til huggulegheit. Mér
finnst svo gaman að fá persónuleg jólakort sem
segja fréttir af fjölskyldunni, það er ekki eins
gaman að opna fimmtíu jólakort sem öll segja
þakka liðið. Mér leiðast þakka liðið-jólakort
með hripaðri undirskrift sem maður skilur
varla.“
Marentza deilir með okkur sinni frábæru
uppskrift að hinum sígilda hamborgarhrygg
með ljúffengri sósu og piparrótarsalati sem
slær alltaf í gegn. Lifrarkæfan er góður for-
réttur og á hlaðborðinu í aðventunni.
Hamborgarhryggur
2 kg svínahamborgarhryggur
3 gulrætur
3 lárviðarlauf
1 stór laukur
1 flaska óáfengt rauðvín
Setjið hamborgarhrygginn í kalt vatn í hentugan
pott, skrælið gulræturnar og laukinn og skerið í
bita, frekar gróft, og bætið því út í vatnið ásamt
lárviðarlaufinu og rauðvíninu. Látið sjóða við væg-
an hita í 30–40 mínútur. Látið kjötið síðan kólna að-
eins í soðinu.
Sykurbráð
1 bolli púðursykur
½ bolli franskt sætt sinnep
Allt sett í pott og látið krauma rólega þar til það
verður að sýrópi. Setjið hamborgarhrygginn í ofn-
skúffu og hellið sykurbráðinni vel yfir kjötið og
setjið inn í 150°C heitan ofninn og látið malla í um
10 mínútur eða þar til hamborgarhryggurinn er vel
heitur. Geymið 1–2 matskeiðar af sykurbráðini fyr-
ir sósuna.
Sósa
4 msk smjör
1 laukur, frekar stór
½ lítri rjómi
2 msk sykurbráð
pipar eftir smekk
¼ lítri rauðvín
½–1 lítri soð af kjötinu
(smjörbolla; 75 g smjör og 100 g hveiti)
Laukurinn er skorinn smátt og kraumaður í smjör-
inu þar til hann verður glær, þá er sykurbráð, soði
og rauðvíni bætt út í ásamt pipar og síðan rjóma.
Einnig má bragðbæta sósuna með svínakjötskrafti.
Piparrótarsalat
¼ hvítkálshaus
1 blaðlaukur
1 miðlungsstór krukka rauðrófur
allt skorið fint niður og blandað vel saman.
Sósa
1 dl majones
½ dl sýrður rjómi 10%
4 msk piparrótarmauk (fæst í pökkum)
1 tsk HP-sósa
1 tsk Worchestershiresósa
salt og pipar eftir smekk
Öllu hráefninu blandað vel saman og hellt yfir
grænmetið. Látið standa til næsta dags. Þetta salat
má geyma í 10 daga í góðum kæli.
Lifrarkæfa
½ kg svínafeiti (spekk)
½ kg svínalifur
2 dl mjólk
1 epli
1 laukur
75 g hveiti
30 g vel hreinsaðar ansjósur
1 tsk. allrahanda
1 tsk. timían
2 lárviðarlauf
2 egg
Aðferð: Afhýðið epli og lauk og setjið í mat-
vinnsluvél ásamt svínafeiti og grófhakkið. Setjið
þetta þvínæst í pott. Hrærið saman hveiti og mjólk
og bætið út í. Grófhakkið lifur og ansjósur í mat-
vinnsluvélinni og blandið því svo saman við feitina.
Bætið kryddinu og einu eggi saman við. Látið kæf-
una hitna vel í gegn. Setjið kæfuna í bökunarform
og bakið í vatnsbaði í 55 mínútur við 175°C í
miðjum ofninum.
Rauðrófur í ediklegi
1 kg ferskar rauðrófur
ediklögur:
4 dl kryddedik
2½ dl vatn
250 g sykur
4 cm fersk piparrót
Aðferð: Setjið rauðrófurnar í vatn og sjóðið í 30–40
mínútur eða þar til þær eru soðnar. Afhýðið þær
því næst og skerið í sneiðar. Blandið öllu innihaldi
lagarins saman nema piparrótinni og sjóðið. Afhýð-
ið piparrótina, skerið í sneiðar og bætið henni svo
út í ediklöginn og sjóðið svo áfram í 30 mínútur.
Hellið þá heitum leginum yfir rauðrófusneiðarnar
og setjið í sótthreinsuð ílát.
Niðursoðnar rófur
1 kg rófur
1 l vatn
½ l edik
5 góðir bitar engifer
1 kg sykur
Aðferð: Afhýðið rófur og engifer og skerið í sneið-
ar eða bita. Blandið saman vatni og ediki og hellið
yfir. Látið þetta standa í kæli yfir nótt. Bætið svo
sykrinum saman við og er þetta soðið í 45 mínútur
við vægan hita.
Geymist í leginum í sótthreinsuðu íláti. Þessar róf-
ur eru einstaklega góðar með lifrarkæfu og einnig
lamba- og svínakjöti.
Marentza bjargar jólunum
Jólin eru dásamleg, það er engum blöðum um það að fletta. Kertaljós og notalegheit
í skammdeginu. Ef það er einhver sem hefur tökin á að gera aðventuna notalega þá
er það Marentza Poulsen sem heldur námskeið í greininni. Dagur Gunnarsson
spjallaði við hana á notalegu nótunum um jólaundirbúninginn.
Heimalagaðar rauðrófur í ediklegi.
Morgunblaðið/Þorkell
Marentza Poulsen nýtur aðventunnar með gnægt af góðum mat og huggulegheitum.
Niðursoðnar rófur eru öðruvísi meðlæti.
Sígildur og ómissandi hamborgarhryggur.
Ekta dön
sk lifrark
æfa.