Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 14
14 Jólablað Morgunblaðsins 2005 Hér er jólapoki með mynd af frú Dóru Þórhallsdóttur, fyrrverandi for- setafrú. þjófgefnir, dæmi um slíka jóla- sveina eru Kertasníkir, sem át tólg- arkerti sem hann komst í tæri við, og Kjötkrókur, sem nældi sér í hangikjötið sem hékk yfir hlóð- unum meðan verið var að reykja það til jólanna.“ En hvað með veitingar og sölu- búðina? „Í Krambúð og miðasölu verður boðið upp á jólavarning af ýmsu tagi. Og svo geta gestir fengið sér ilmandi og heitt súkkulaði og með- læti í Dillonshúsi.“ Mikið til af gömlu jólaskrauti og heimagerðum jólatrjám Er ekki til mikið af hlutum sem tengjast jólunum hjá ykkur í Ár- bæjarsafni? „Jú, safnið á þó nokkuð af jóla- skrauti ýmiskonar, sem og jóla- trjám, einkum heimagerðum jóla- trjám.“ Hversu gamalt er þetta skraut? „Það er frá mismunandi tíma, mestur hlutinn er þó frá tímabilinu um og eftir seinni heimsstyrjöld, þá hafði fólk mun meira á milli hand- anna en áður var og vöruúrvalið jókst mjög. Við eigum talsvert til af heima- gerðu jólaskrauti af ýmsu tagi, t.d. jólasveinum og kertastjökum, en mestmegnis er um að ræða jólaskraut á jólatré, kúlur og toppa. Við eigum einnig nokkuð af jóladúkum sem konur saumuðu út.“ Laufabrauð frá Tjörn í Svarfaðardal 1 kg hveiti 2–300 g rúgmjöl 1 tsk lyftiduft 2 tsk salt 1–2 msk sykur 50 g smjörlíki 7–8 dl mjólk 3–4 msk kúmen Mjólkin er hituð með smjörlíki og kúmeni allt upp í 80–90°C. Blandast í mjölið með kryddinu í. Hnoðist hratt og vel. Breitt út og skorið. Steikist í tólg eða plöntufeiti. Kökurnar eru pressaðar með sléttu loki meðan þær eru sjóðheitar. Hallgerður Gísladóttir: Íslensk mat- arhefð, bls. 224. Reykjavík 1999 ÁRBÆJARSAFN tekur virkan þátt í jólahaldi á höfuðborgarsvæð- inu með því að opna húsakynni sín í desember. Nú í ár verður jóla- dagskrá þar sunnudagana 4. des- ember og 11. desember. „Opið verður hjá okkur milli 13.00 og 17.00 báða dagana og verður þá ýmislegt á boðstólum sem viðkemur jólahaldi frá fornu fari,“ sagði Helga Gylfadóttir, safn- vörður í Árbæjarsafni. Aðventumessa í Silfrastaðakirkju „Í gömlu torfkirkjunni hér á Ár- bæjarsafni, sem áður stóð á Silfra- stöðum í Skagafirði, verður að- ventumessa kl. tvö báða dagana sem opið verður hjá okkur hér. Þar getur fólk notið ljúfrar og góðrar stundar þar sem uppruna jólanna verður minnst. Messan stendur yfir í um 40 mínútur. Gestir geta komið og farið meðan á messugjörð stend- ur. Af öðru sem verður á dagskrá hjá okkur má nefna að skorið verð- ur út laufabrauð og gestum boðið að smakka, jólatré heimasmíðað og vafið úr lyngi verður til sýnis á bað- stofulofti. Í Miðhúsi verða prentuð kort með jólakveðju fyrir alla sem vilja. Kertasteypa verður til sýnis og í Kornhúsinu verður gestum leyft að spreyta sig á að gera músa- stiga, sem er gamalt og vinsælt jólaskraut,“ sagði Helga. Jólahald heldra fólks í Suðurgötu 7 Í Suðurgötu 7 verða svo að henn- ar sögn jólahaldi heldra fólks snemma á 20. öld gerð skil. „Hjá heldra fólkinu var meira um pakka, gjarnan lifandi jólatré sem líklega hafa komið hingað helst frá Danmörku. Raunar er það svo með dönsku jólasiðina að þeir koma margir frá Þýskalandi og hingað til lands til betri borgara frá Danmörku,“ segir Helga ennfremur. „Jólatrésskemmtun verður kl. þrjú báða sunnudagana sem opið er hjá okkur í desember. Jólatrés- skemmtunin verður úti og gömlu jólasveinarnir íslensku munu koma í heimsókn. Þeir eru eins og margir vita ekki sérstaklega góðviljaðir, andstætt því sem gerist með út- lenda jólasveina. Hinir íslensku áttu það til að vera hrekkjóttir og Lummur 1 lítri mjólk 2 egg 1 tsk salt 1 tsk lyftiduft 1 bolli sykur 1½ bolli hafragrautur 125 g bráðið smjörlíki 7–8 bollar hveiti 1 bolli rúsínur nokkrir vanilludropar Smjörið brætt á pönnu. Öllu blandað í skál, þurrefni fyrst, en grauturinn, mjólk og smjörlíki síðast. Matskeiðar eru notaðar til að setja deig á pönn- una, bakist í smástund á hvorri hlið þar til ljósbrúnt (þegar loftbólur koma upp má snúa lummunni við). At- hugið að nota feiti til steikingar, smjör eða smjörlíki er best, til að lummurnar festist síður við pönnuna. Berið fram með sykri. Jól í Árbæjarsafni Jólahaldið í Árbæjarsafni gleður margan í desember. Þar er vakin athygli á gömlum jólasiðum og jólamunum. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Helgu Gylfadóttur, safnvörð í Árbæjarsafni, um jólamuni safnsins og það sem verður gert af safnsins hálfu til að skapa gamla jólastemningu. Laufabrauðsskurður í Árbæjarsafni verður að venju fyrir jólin. Aðventumessa verður í Silfrastaðakirkju í Árbæjarsafni. Jólasveinar af skandinavískum uppruna en eru þó í íslensku fánalitunum. Jóladúkar í miklu úrvali Cube blandarinn frá ViceVERSA á Ítalíu. Hannaður af Luca Trazzi. Verð kr.13.900. Tix blandarinn kemur líka frá VICE VERSA á Ítalíu. Hannaður af Luca Trazzi. Verð kr. 12.500. Öflugur blandari frá Waring Pro. Brýtur ísinn auðveldlega og er auðveldur í notkun. Sérlega auðvelt að þrífa blandarann, könnuna má setja í uppþvottavél Waring blandarinn er framleiddur í USA. Verð kr. 19.900. Hrist & hrært! CUBE TIX Fyrir nýja árið! og jólin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.