Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 26
26 Jólablað Morgunblaðsins 2005 Á NÁMSÁRUNUM í Cambridge í Bretlandi deildi Hildur Helga Sig- urðardóttir húsi með tveimur ensk- um stúlkum. „Þetta var yndislegt hús, byggt um það bil sem Jón Arason var að slíta barnsskónum á Íslandi,“ segir Hildur Helga. „Það var með stráþaki og hnausþykkum steinveggjum og upprunalegu tré- verki innandyra. Við sambýlis- konurnar kom- um hver úr sinni áttinni; önnur hinna bresku var í bókmennta- fræði, kom frá Skotlandi og er nú orðin frægur rit- höfundur, tilnefnd til hinna eft- irsóttu Booker-verðlauna í fyrra, og er það nokkuð skondið með hliðsjón af því að við skemmtum okkur á kvöldin við að sitja og semja sápu- óperu, sú ópera átti að heita Svalan flaug yfir námuna og var afskaplega væmin og dramatísk eins og góðar sápuóperur eiga að vera. Hin breska stúlkan var í raunvísindanámi, ein- hverjum mjög flóknum fræðum sem gengu út á að bræða saman málma og gæti það nám helst hafa nýst henni við að hanna kjarnorkukaf- báta eftir útskrift. Sjálf var ég í mið- aldafræðum og stjórnmálaheim- speki. Ólíkir siðir og venjur samræmd Við komum þannig hver úr sinni áttinni í mörgum skilningi en gekk þó yfirleitt þokkalega að samræma siði og venjur. Nema kannski helst hvað varðaði umgengni í eldhúsi og baðherbergi, en sambýliskonunum tveimur þótti ég greinilega vera illa haldin af skandinavísku hreinlæt- isæði sem birtist m.a. í því að ég vildi helst ekki hafa grænmetishilluna beint yfir kattasandinum og krefðist að hafa ein afnot af mínu handklæði. Litlu-jólin í litla húsinu í Cambridge Við tókum upp þann sið að halda nokkurs konar litlu-jól áður en við héldum hver í sína áttina í jólafrí. Hinn hefðbundni jólamatur í Eng- landi er náttúrlega kalkúnn með ótal fyllingum, sósum og mjög fjöl- breyttu meðlæti, þar sem kalkúnn er einn og sér frekar bragðdaufur rétt- ur. Fyrsta árið féll það í minn hlut að sjá um að útvega fuglinn og taldi ég það vel sloppið. Annað hvarflaði ekki að mér en nóg væri af slíkum fuglum í Cambridgebæ svo skömmu fyrir jól. Það vildi hins vegar ekki betur til en svo að þegar ég fór á stúfana að útvega kalkún að morgni litlu- jóladagsins var engan slíkan ferskan að finna í öllum bænum, allur kal- kúnn uppurinn, nema hvað mér tókst loksins að grafa upp gríð- arstórt flikki, gaddfreðið á botni frystikistu stórmarkaðar í útjaðri bæjarins. Flikkið útvatnað og hitað við gasofninn Ég rogaðist heim með flikkið og fóru nú að renna á mig tvær grímur þar sem ekki voru nema nokkrar klukkustundir í málsverðinn og þetta var fyrir daga örbylgjuofn- anna. Þegar heim var komið tók því við ein mesta þrautaganga í matargerð fyrr og síðar. Ég barðist hetjulega við að affrysta skrímslið. Ekki man ég hvað fuglinn var þungur en það var á mörkunum að ég gæti rogast með hann upp og niður stigana í litla húsinu. En það þurfti ég að gera m.a. til að komast með hann upp á baðherbergi þar sem ég gerði ör- væntingarfulla tilraun til að affrysta hann í heitu vatni í baðkarinu. Með- an á þessu stóð voru sambýliskonur mínar hamingjusamar að kaupa inn efni í fyllingu og brauðsósu, sem og rósakál sem er ómissandi meðlæti með kalkún í Bretlandi. Þegar hægt gekk með fiðurfén- aðinn í baðkarinu rogaðist ég aftur með hann niður, alltaf jafnfreðinn, og tyllti honum á koll fyrir framan gasofninn. Það hafði ekki meiri áhrif en svo að hann rétt sviðnaði þeim megin sem að logunum sneri. Við svo búið sá ég mitt óvænna og skellti flikkinu inn í ofn. Fuglinn er kominn í ofninn! Þegar sambýliskonur mínar komu heim og spurðu hvernig hefði gengið með fuglinn varð fátt um svör, nema hvað ég gat upplýst þær um að hann væri nú í ofni. Þegar nálgaðist mat- málstíma mætti eini matargesturinn okkar, sem var afskaplega stíf og al- vörugefin eldri kona, sem bjó ein í næsta húsi ásamt ketti sínum, sat í bæjarráðinu og hafði mikil áhrif í há- skólasamfélaginu. Þetta var Miss Violet Crane en sökum baráttu sinn- ar gegn glæpum í Cambridge var hún uppnefnd Violent Crime, þ.e. „ofbeldisglæpurinn“. Hún leit okkur, þessar þrjár ungu stúdínur, hornauga og virtist alltaf vera að bíða eftir að við gerðum eitt- hvað af okkur, héldum ósiðleg partí eða fremdum einhverja aðra þá glæpi sem hún kynni hugsanlega að hafa áhuga á. Það að bjóða „of- beldisglæpnum“ í litlu- jólin var því tilraun af okkar hálfu til að blíðka hana og sýna henni fram á hvað við værum góðar, hús- legar og heilbrigðar stúlkur. Gleymir aldrei svipnum á „ofbeldisglæpnum“ Til að gera langa sögu stutta reyndust fyllingar, sósur og ann- að meðlæti vera í góðu lagi en fuglinn hins vegar blóðhrár og ennþá hálffreðinn inn- an við um það bil 2 til 3 sentimetra ysta lag sem hafði náð að bak- ast eftir um þriggja klukkustunda vist í ofninum. Það var því lítið um gleði á þessum fyrstu litlu-jólum og svipnum á „ofbeldisglæpnum“ þegar fuglinn var skorinn gleymi ég aldrei. Næsta ár var ég ekki látin sjá um fuglinn.“ Kalkúnn að hætti Hildar Helgu Einn ferskur eða vel þiðinn kalkúni u.þ.b. 6 kíló 4 únsur af mjúku smjöri 6 únsur af mjög feitum beik- onsneiðum salt og nýmalaður svartur pipar Fólk getur notað hvaða fyllingu sem er og einnig er hægt er að kaupa fyll- ingar, t.d. í Nóatúni, sem er mjög fljót- legt, fyllingunni er troðið inn í fuglinn. Tekið er svo stórt stykki af álpappír og smurt, fuglinn er svo varlega smurður með linu smjörinu, saltað og piprað, beikonsneiðar lagðar yfir bringuna á fuglinum og honum pakkað inn í ál- pappírinn – en ekki of þétt svo það lofti um hann. Setjið fuglinn þessu næst í steiking- arpott neðarlega í ofninum og látið hann malla þar í þrjár og hálfa til fjór- ar klukkustundir. Undir lokin eru ál- pappírinn og beikonsneiðarnar fjar- lægð, takið safann úr botni pottins og hellið yfir fuglinn og látið hann brúnast fallega. Í bláendann má hækka hitann og síðan er fuglinn settur á fat og borinn fram með öllu meðlæti, t.d. rósakáli, brauð- sósu og grilluðum kartöflum. Freðni jólafuglinn Það er ekki alltaf sem jólamaturinn heppnast sem skyldi. Hildur Helga Sigurðardóttir segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá örvæntingarfullri baráttu sinni við að þíða jólakalkún á elleftu stundu á námsárum sínum í Cambridge. Hildur Helga Sigurðardóttir Morgunblaðið/Kristinn Að morgni litlu-jóladagsins var engan ferskan kalkún að finna í bænum. Magnús Ingi Kjartansson, fjögurra ára Veistu eitthvað um jólin? Já og ég hlakka til. Mér finnst það gaman. Af hverju er gaman á jólunum? Af því að mér finnst gaman að gera snjókarl. En ef það kemur enginn snjór? Þá fer ég bara út og geri holu í sandinum. Ég ætla að vera úti að leika mér og þegar ég verð inni ætla ég að leika mér með stóru kubbana mína. Heldurðu að þú fáir einhverjar jólagjafir? Mamma mín keypti jólaljós og þá fæ ég líka pakka og mamma. Ég fer til Akureyrar um jólin ef það kemur snjór. Ninja vinkona mín ætlar líka að kaupa handa mér eldbyssu og dóta-Grýlu. Hvað langar þig mest að fá í jólagjöf? Mig langar að fá drekabúning. Ég man, einu sinni fékk ég í jóla- pakkanum flugvél sem veiðir björn. Og hann er stór. Veistu af hverju við höldum jól- in? Af því að jólin koma. En hvernig á maður að vera um jólin? Maður á að vera góður. Ef mað- ur er óþekkur kemur Grýla og ét- ur öll börnin. Er jólatré heima hjá þér? Já og það er bara blátt og rautt skraut á því. En hefur þú búið til eitthvert jólaskraut? Já. Það er bara handa mömmu minni. Ég bjó einu sinni til frisbíd- isk í valinu í myndlist og gaf henni. Langar í drekabún- ing og fær eldbyssu frá vinkonu sinni Morgunblaðið/Ásdís
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.