Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 30
„ÉG HELD að fólk sé almennt að verða miklu meðvitaðra um líf- rænar afurðir,“ segir Helga Mog- ensen, verkefnastjóri hjá versl- uninni Maður lifandi, sem er sérverslun með lífrænt ræktaðar og vistvænar afurðir. „Það er orð- in aukin vitund og krafa fólks, ekki bara á Íslandi, heldur víða í heiminum, um lífræna ræktun. Þótt uppruninn hafi verið hjá hippunum, hefur þessi hug- myndafræði þróast mjög og náð almennri hylli.“ En hvers vegna lífrænt? „Þar má fyrst nefna löngun til að bæta framboðið fyrir þá sem eru að leita að hollustu og bættri heilsu,“ segir Helga. „Þetta hefur með heilsu að gera, bæði fólks og lands. Krafan um lífræn matvæli er orðin svo mikil hjá fólki í ljósi heilsunnar. Þar má nefna áhyggj- ur fólks af sýklalyfjum, tilbúnum áburði, skordýraeitri, horm- ónalyfjum og fleiri efnum sem koma í snertingu við framleiðsl- una. Í dag er mikið verið að tala svo mikið um óþol og ofnæmi hjá fólki gegn hinu og þessu. Og við spyrj- um hvort það geti verið vegna þessara atriða sem hér eru talin upp.“ Helga segir algerlega ólíka reynslu að borða lífrænt ræktað og ólífrænt ræktað. „Gæðin og bragðið eru allt önnur. Afurðirnar verða mun bragðmeiri og næring- arríkari.“ Ekkert mál að elda grænt Stefna Maður lifandi er að stuðla að uppbyggingu og bættri heilsu fólks með því að miðla bæði fróðleik um næringarfræði og líf- ræna ræktun og lífrænt ræktuðum matvörum. „Undirtektirnar hafa verið rosalega góðar,“ segir Helga. „Fyrir rúmu ári síðan opn- uðum við verslun í Borgartúninu og nú erum við búin að opna aðra verslun í Hæðarsmára 6.“ Stór hluti lífrænnar framleiðslu er svonefnt „Fair Trade“ hefð, þar sem áherslan er lögð á að allir fái sitt fyrir framleiðsluna. Helga segir að þótt framleiðslan sé enn sem komið er dýrari en fram- leiðsla sem ekki er unnin eftir þeim ströngu gæðastöðlum sem lífræn ræktun gerir kröfur um, sé það allt að breytast. „Það er held- ur enginn sem heldur í hundr- aðkallinn til að fá bætta heilsu,“ segir Helga. Að mati Helgu ætti ekki að vera neitt mál fyrir Íslendinga að halda „lífræn“ jól með öllum þeim góm- sætu krásum sem þeim dettur í hug. „Það er til full búð af lífrænt ræktuðum matvörum, hvort sem eru matvörur eða sætindi,“ segir Helga. „Það er enginn að segja að fólk megi ekki flippa út á jólunum en það er hægt að halda fullkomin jól með öllu lífrænu. Þú fyndir bara muninn á heilsunni. Það er engin fyrirhöfn að búa til „græna“ máltíð. Fólk miklar þetta fyrir sér. Þessi lífræni lífsstíll er ekki bara fyrir grænmetisætur. „Minnsta brotið sem kemur hing- að eru grænmetisætur, þetta eru bara neytendur af öllu landinu.“ Jólin á lífrænu nótunum Morgunblaðið/Sverrir Ekkert mál að halda lífræn jól, að mati Helgu Mogensen. Fyrir þá sem vilja ekki missa af bragðgóðri jólamáltíð en vilja engu að síður gæta að heilsunni gæti verið áhugavert að skyggnast í kokkabók Helgu Mogensen og félaga í versluninni Manni lifandi. Svavar Knútur Kristinsson átti létt spjall við Helgu um það að snæða umhverfisvæna og heilnæma vöru sem ræktuð er í sátt við náttúruna. 30 Jólablað Morgunblaðsins 2005 Rósmarin/hvítlauks lambalæri 1 lambalæri ferskt rósmarin gróft salt og mulinn pipar ólífuolía Byrjið á því að olíubera lærið og stráið síðan grófu salti yfir og pipar ásamt rósmarin, helst fersku. Síðan er þetta alltaf spurning um hversu vel steikt lesandinn vill hafa lambið. Viðmiðunin getur verið u.þ.b. 40 mín. á hvert kíló við 180°C. Blandað grænmeti Með lambinu býður Helga upp á bakað blandað grænmeti sem sam- anstendur af sætum kartöflum og gulrófum, tómatachutney, graskers- biggottó, vínlegið og létt soðnir þurrkaðir ávextir t.d. fíkjur og apr- íkósur, ferskt aricula mangósalat og tvær tegundir af sósu. Tómatachutney frá Marokkó 4 grænar paprikur skornar í strimla 6 stórir tómatar skornir í báta 1 msk hnetuolía 1 msk ólífuolía 2 hvítlauksrif Salt eftir smekk Smá cayennepipar Handfylli af steinselju smátt skorin 1 tsk broddkúmen Handfylli af rúsínum Olíu er hellt á pönnu og krydd sett saman við og hitað. Því næst fara grænmetið og steinseljan út í og öllu leyft að malla á vægum hita. Kryddum bætt við eftir smekk. Að lokum er blandan kæld niður. Byggottó með graskersfræjum 3 dl Bankabygg frá Móður jörð 1 msk GEO gróft salt 150-300 gr sólþurrkaðir tómatar frá Bode 3-5 msk graskerspestó 9 dl vatn Byggið er soðið með GEO-salti í u.þ.b. 15 mínútur t.d. að kvöldi. Suðunni leyft að koma upp. Þá er slökkt undir og lát- ið standa á hellunni yfir nóttina. Þegar tekið skal til við eldamennskuna að fullu eru sólþurrkuðu tómatarnir skornir smátt og blandað í byggið ásamt tilbúna graskerspestóinu. Fal- legt getur verið að skreyta með basil- blöðum og ristuðum graskersfræjum. Meðlæti Leyfið bragðlaukunum að velja hvaða þurrkaðir ávextir verða með lambinu. Sjálf notar Helga lífrænt rækt- aðar fíkjur og apríkósur. Ávextirnir eru skornir niður í litla munnbita og leyft að standa í rauð- víni í 15 mín. Síðan er rauðvínið með ávöxtunum soðið í 5 mínútur og kælt niður áður en borið er fram. Bakað grænmeti Sætar kartöflur skornar í strimla Þrjár sætar gulrætur skornar í strimla Olía Salt og pipar Örlítil soyasósa. Olía sett á bökunarplötu og önnur krydd sett saman við og bakað þar til grænmetið verður dásamlega sætt. Það eru u.þ.b. 40 mín. við 180°. Mangó/arucula salat 4 stk ferskt mangó skorin frá steininum í strimla Ein paprika skorin í þunna strimla Gróft kókósmjöl frá Bode. Olía Agavesíróp Öllu blandað saman og örlítið af olíu og agavesírópi sett saman við. Ferskt og fallegt. Lesandi ákveður síðan sjálfur sósuna, fyrir utan villisveppasósu, er mjög gott að hafa karrýsósu og/eða paprikusósu. Lífræn jólamáltíð að hætti Helgu MogensenListaselið Íslensk list Skólavörðustíg 17 b Sími: 551 5675 Opið virka daga frá kl. 12 - 18 Laugardaga frá kl. 11 - 16
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.