Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 38

Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 38
38 Jólablað Morgunblaðsins 2005 ÞEGAR föndur er annars vegar er um að gera að nota hugmynda- flugið og við jólakortagerð er hægt að nýta alls konar efni. Helga klippti útlínur kortanna sem sjást á myndinni með skrautskærum til þess að fá fallegt yfirbragð. Þegar hún rekst á fallegar jólamyndir klippir hún þær út og geymir og engilinn fékk hún til dæmis af kon- fektkassa. Eng- ilinn og hvít snjókorn, sem má kaupa tilbú- in, límdi hún á hvítan pappa. Síðan penslaði hún kortið með límlakki og stráði glimmeri yfir. Helga hefur geymt alls kon- ar jólaefni og á kortið með jóla- trjánum límdi hún gamlan efn- isbút. Síðan klippti hún út pappírsrenn- inga, litaði þá með límpenna og dreifði grænu sérstöku glimmeri yfir. Þetta sérstaka glimmer hitaði hún með hitablásara og þá kom falleg áferð á renningana sem hún límdi í kringum efnisbútinn. Á hornin festi hún gylltar stjörnur sem má kaupa tilbúnar og neðst skrifaði hún gleðileg jól með límpenna, dreifði glimmeri yfir og hitaði með hitablásara. Á kortið með jólasveininum límdi Helga grænan pappír á hvítt kart- on, litaði svo kantinn með límpenna, stráði glimmeri yfir og hitaði. Rauðu doppurnar eru gerðar með glimmerlími úr túbum sem þornar. Jólasveinninn er stimpill sem hún setur á límpúða, stimplar á kortið, stráir glimmeri yfir og hitar svo. Loks litaði Helga andlit og húfu jóla- sveinsins með vatnstússlitum. Öll ofantalin efni til föndurgerðarinnar má fá í föndurbúðum og rit- fangaverslunum. Hitablásarann má líka fá í verkfærabúðum. Það er ekki hægt að nota venjulega hárblásara í stað hitablásara því þá fýkur allt út um allt, en það má halda kortinu fyrir ofan heita brauðrist og nota hitann frá henni til að bræða glimmerið. Jólakortin hennar Helgu Morgunblaðið/Ásdís Hinar alræmdu lakkrískurlkökur „Þetta er ekkert sérstaklega jóla- leg eða flókin uppskrift en þetta er sú tegund sem við bökum mest af fyrir jólin,“ segir Helga. „Þetta klárast líka fyrst af öllu. Við mæðgur erum búnar að stækka skammtinn af lakkrískurli, enda eru nú bara jól einu sinni á ári.“ 3 stk eggjahvítur 200 g púðursykur 150 g rjómasúkkulaði 200 g lakkrískurl … eða aðeins meira Hitið ofninn í 170°C. Saxið súkkulaðið niður og setjið í skál og blandið lakkr- ískurlinu saman við. Þeytið síðan eggja- hvíturnar vel og bætið púðursykrinum smám saman út í. Blandið síðan súkku- laði- og lakkrískurlblöndunni út í og hrærið ofurvarlega saman svo að þeyttu eggjahvíturnar fari ekki forgörðum. Mótið síðan litlar kökur með tveimur te- skeiðum og setjið á bökunarpappír á bökunarplötu. Bakið í u.þ.b. 10 mín. en fylgist vel með kökunum á meðan. Súkkulaðibitakökur „Þessi uppskrift er einföld og fljótleg og útkoman er hreinasta hnossgæti. Ég er ekki mjög nákvæm þegar ég blanda hráefnunum saman og uppskriftin er mjög sveigjanleg,“ segir Helga. „Þetta er dálítið merkileg uppskrift og var það var einn kennarinn í Hússtjórnarskól- anum sem gaukaði henni að okkur stelpunum þar. Við skulum bara segja að hún sé frá fyrirheitna landinu og að hún var fengin eftir krókaleiðum, að sögn kennarans.“ 1 bolli smjör 1 bolli sykur 1 bolli púðursykur 2 egg 1 tsk vanillusykur 2 bollar hveiti 2 bollar haframjöl ½ tsk salt 1 tsk lyftiduft 1 tsk matarsódi 200 g suðusúkkulaði (sparið ekk- ert súkkulaðið) 1½ bolli saxaðar hnetur Saxið súkkulaðið og blandið hnetunum við það. Blandið hveiti, haframjöli, salti, lyftidufti, matarsóda, vanillusykri og eggjum í aðra skál. Þeytið smjör, sykur og púðursykur létt og ljóst saman. Hrærið síðan þurrefnunum saman við hin og skellið súkkulaðinu og hnetunum út í. Búið svo til kúlur á stærð við golf- kúlur og raðið á bökunarpappír. Bakið við 190°C í um 10 mín. Fylgist vel með á meðan bakast. Fljótlegt brauð í jólaamstrinu „Þetta brauð heitir víst upprunalega páskabrauð en þar sem flestir hafa mik- ið að gera á aðventunni finnst mér til- valið að gefa þessa uppskrift því hún er svo einföld. Hver sem er getur rúllað þessu upp með annarri hendi,“ segir Helga. „Þetta er afar ljúffengur kostur inn á milli í allri sykurneyslunni.“ 3½ dl hveiti 3½ dl haframjöl 1 dl hveitiklíð 1 msk sykur 4 tsk lyftiduft ½ l súrmjólk Hitið ofninn í 200°C . Blandið þurr- efnum saman í skál og hrærið. Blandið síðan súrmjólkinni út í. (Í upphaflegu uppskriftinni var ½ dl hörfræ en það er allt í lagi að nota þau fræ sem til eru og ríflega. Síðan er gott að setja duglega af fræjum ofan á brauðið.) Setjið deigið í vel smurt form og korn ofan á. Stingið í ofninn og bakið í um 50 mín. Fylgist vel með á meðan bakast. Jólauppskriftir Helgu Morgunblaðið/Kristinn ÁGÚSTA Pétursdóttir Snæland er fædd og uppalin í Reykjavík og seg- ist eiga sér rætur djúpt í Kvosinni. „Mín jól voru þannig sem barn að pabbi var að vinna í Bókabúð Sigfús- ar Eymundssonar og þar var opið til fjögur á aðfangadag. Jólin byrjuðu þegar pabbi kom heim úr vinnunni,“ segir Ágústa. „Ég man þegar farið var til dyra og opnað fyrir honum. Þá voru mamma og stúlkurnar tvær, því það voru vinnukonurnar kallaðar þá, búnar að gera allt fínt.“ Ágústa minnist æskujólanna greinilega með hlýju. „Amma bjó á heimilinu og hún las jólaguðspjallið. Svo borðuðum við og eftir það var opnað inn þangað sem jólatréð var með pökkunum undir,“ segir Ágústa. „Þetta var alveg klass- ískt og jólin voru yndisleg. Svo fór maður með pakkana á borðstofu- borðið, opnaði þá og naut þessa alls.“ Faðir Ágústu var framfarasinn- aður og þegar togararnir komu tók hann þátt í útgerð. „Einhverjir menn tóku sig saman um að kaupa togara en útgerðin fór á hausinn. Við krakkarnir fylgdumst ekkert með þessu en þau jól var fyrirkomulagið orðið þannig að við áttum að sitja við borðstofuborðið og þangað var komið með pakkana til okkar. Þessi jól var það fyrsta sem blasti við okkur vaðstígvél,“ segir Ágústa skellihlæjandi. „Okkur systkinin vantaði þau en skúffelsið að sjá þau var mikið. Það voru samt fleiri gjafir. Þetta var nytsöm jóla- gjöf en ekkert prjál.“ Jólin tengjast ljósinu Ágústa segist annars ekki vera mikil jólakona. „Ég loka augunum fyrir öllu þessu jólaskrauti. Þegar jólin koma er ég búin að fá nóg en vil ekki hafa það þannig. Ég skreyti lítið hjá mér og mér er nóg að hafa eitt kerti,“ segir hún. Ágústa segist samt hafa haldið hefðbundin jól þegar hún rak heimili, en hún á fjóra stráka. Jólin hafi verið í takt við að eintómir karlmenn voru á heimilinu en það hafi verið voða gaman. „Hjá mömmu voru alltaf fjölskylduboðin, húsið var einhvern veginn þannig. Það var kallað harm- onikkuhúsið, því það var hægt að draga það út í huga fólks ef vantaði pláss. Ef gestir komu var alltaf sjálf- sagt að fá að gista þar,“ rifjar Ágústa upp. „Þessu tók ég við og það þótti mér sko ekki gaman, því ég er ekkert fyrir húsmóðurstörf. Ég tók við þeirri hefð að bjóða gömlum töntum sem voru einstæðar í mat um jólin, en svo þegar ég fékk að ráða voru jól- in eftir mínu höfði, því ég er dálítið ráðrík.“ Ágústa telur að hún sé mínimalisti og að nú þegar hún sé komin á Grund komi jólin samt til hennar þótt ekki sé allt fullt af skrauti. „Ég hef bara kertastjaka á vissum stöðum, rauða litinn og greinar í vasa. Ég er auglýsingateiknari og geri þetta eins og mynd, en ekki eins og hrúgu. Mér finnst jólin dálítið of- hlaðin hjá fólki, eins og þau gangi út á að hafa allt eins fínt og hægt er,“ segir þessi heillandi kona að lokum. Skúffelsi að fá vaðstígvél í jólagjöf Morgunblaðið/Ásdís Ágústa Pétursdóttir Snæland
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.