Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 40
40 Jólablað Morgunblaðsins 2005 ALHEIMSHREINGJÖRNINGUR er viðfangsefni Önnu Richardsdóttur dansara á Akureyri, en fyrir nokkr- um árum tók hún sér fyrir hendur að gera hreinan í dansi miðbæ Akureyr- ar í heilt ár einu sinni í viku og endaði á jólahreingjörningi. „Ég hef með mér þrifáhöld í dans- gjörninginn og tónlist, svo spinn ég upp eftir aðstæðum dansverkið,“ segir Anna. „Stundum hef ég klifrað og hangið eins og ég t.d. hékk utan á jólasvein- inum, stundum hef ég notað orð og talað eða ég beiti þrifáhöldunum á mjög óhefðbundinn hátt. Kústurinn verður t.d. elskhuginn og straubrett- ið verður hvíldarstaðurinn sem pompar svo niður og jólasveinninn minn besti vinur sem ég hangi í eins og í síðasta hálmstráinu. Ég varð raunar fræg á Akureyri fyrir að hanga efst í fánastönginni fyrir fram- an Pennann – Bókval og veifa rykk- lútnum þar. Þau eru mörg hálmstrá- in í tilverunni. Í framhaldi af þessu ársþrifn- aðarverkefni fór ég að þrífa allan heiminn og lít á það sem lífstíð- arverkefni, síðast þreif ég í Bodö fyr- ir norðan heimskautsbaug, það var í vor, og í haust tók ég til inni í sjálfri mér,“ bætir Anna við. Hefur þegar þrifið mörg lönd „Ég hef nú þegar þrifið mörg lönd, m.a. Japan og Suður-Afríku, í dans- gjörningi.“ En hvernig kom þetta þrifn- aðarverkefni til upphaflega? „Ég bjó aðeins utan við bæinn og var heima með tvö lítil börn og lang- aði rosalega til að vera starfandi listakona en fann ekki leiðir til þess við þær aðstæður sem ég bjó við,“ svarar Anna. „Svo kynntist ég norskri konu sem fór með dansverk sín til fólksins út á götuna og þá fékk ég þá hugmynd að fara með það sem ég var að fást við alla daga til fólksins á Akureyri en um leið að búa mér til tækifæri til að sýna þetta listform. Fólk hafði svo val um hvort það stansaði og horfði eða héldi áfram. Þannig náði ég til miklu breiðari áhorfendahóps en ef ég hefði haldið sýningu í lokuðu rými eins og ég hafði svo oft gert áður. Ég alltaf haft áhuga á innri þrif- um, – leitinni að hamingju og friði og sátt við mig, mitt, mína og allan heiminn. Verkið er þannig á mörgum plönum. Þegar ég var búin að flytja það oft kynntist ég því líka betur. Þá skildi ég að það fjallaði líka um feminíska og pólistíska þætti eins og kúgun í aldaraðir, um hlutverk og ímynd konunnar – og okkar allra – líka á því hversdagslega plani að taka til í kringum okkur. En ég hef einmitt alltaf staðið mig mjög illa sem hús- móðir á því sviði. Nú hef ég miklu meiri ánægju af að þrífa en ég hafði áður.“ Ertu búin með eldhússkápana? En hvernig kom jólasveinninn inn í þetta allt saman? „Síminn á Akureyri keypti af mér jólahreingjörning í miðbænum eftir að þessu ári lauk. Mér finnst mjög skemmtilegt að fjalla um jóla- hreingerningar af því að það hefur einfaldlega verið þema í lífi mínu eins og annarra kvenna og manna. Þetta er spurning um til hvers er ætlast af manni og hvað við veljum að gera í því. Hver kannast ekki við spurn- inguna: „Ertu búin að taka skápana í eldhúsinu?“ En allt sé ég þetta sem frekar táknrænt en raunverulegt. Þeir sem eiga hreinustu jólaskápana eiga ekki endilega hreinistu sál- arskápana, það er miklu auðveldara að taka til í skápunum í húsinu sínu en þrífa t.d. til í hjónabandinu eða öðrum mannlegum samböndum. Ógnvænleg þrif Það getur búið óskapleg ógnun í þrifum, t.d. þegar ein þjóð ræðst inn í aðra og lagar þar til með hernaði. Þessi kraftur býr líka innra með mér þegar ég dansa „hernaðarþrif“ sem part af gjörningum mínum. Um þetta mætti nefna ótal dæmi. Alheimshreingjörningur í tíu ár Lesandinn sjálfur veit hvaða dæmi eru mikilvæg í hans lífi – og þá erum við komin í alheimshreingjörninginn. Ég býð öllum í heiminum að taka þátt í að þrífa með mér í „Aheims- hreingjörningi í tíu ár“. Það verkefni byrjaði í fyrra og það voru rösklega þrjátíu manns sem tóku þátt í því, m.a. margir finnskir og fleiri skandinavískir dansarar, breskur umhverfissinni og rússnesk gjörningalistakona. Það er ekki bara listafólk sem er boðið að taka þátt í alheimshreingjörningi heldur allir – við höfum öll þörf og getu til að tjá okkur, m.a. tóku akureyrsk feðgin og eitt barn þátt í alheimsgjörningnum. Þátttakendur fremja einhvern gjörn- ing 10. október árlega (það er afmæl- isdagurinn minn) og skrásetja hann t.d. með ljósmynd. Ljósmyndina fæ ég svo senda sem pakka og set upp myndlistarsýningu með verkum allra þátttakenda sem hafa þrifið eitthvað sem þeim er mikilvægt hinn 10. októ- ber á þann hátt sem þau kusu. Sumir kusu þó annað form og sendu mér hljóðverk og vídeóverk. Sýning á þessum verkum verður snemma á næsta ári.“ Hollt hnetujólakex 250 g heilhveiti, lífrænt ræktað, helst nýmalað 150 g smjör 75 g hunang eggjarauða hnífsoddur af salti, kanil og vanillu 125 g grófmalaðar heslihnetur Blandið ferskmöluðu heilhveitinu saman við salt og krydd. Gerið dæld í miðjuna fyrir eggjarauðuna, hun- angið og hneturnar. Skerið kalt smjörið í sneiðar yfir hveitið og þrýstið öllu mjög hratt saman með köldum höndum í klump. Rúllið deig- inu í rúllu sem hefur fjóra sentimetra í þvermál, setjið í álpappír einn klukkutíma í ísskáp. Skerið í hálfs sentimetra þykkar sneiðar og leggið á bökunarpappír á bökunarplötuna, bakist í forhituðum ofni í 10 til 15 mínútur við 200° á Celsíus. Með þessu er gott að drekka hreins- andi te. Hreinsandi te Skerið niður tvo sentimetra af meðalþykkri engiferrót í mjóar sneiðar, hellið einum lítra af vatni yf- ir, látið suðu koma upp og sjóðið við lágan hita í 5 til 10 mínútur. Síið í drykkjarílát og bætið við ferskum sí- trónusafa og hunangi eftir smekk. Ef sett eru einnig nokkur saltkorn út í teið hefur fólk drykk sem er bæði sætur, súr, beiskur og saltur, það ætti að vinna að því að koma á nokkru jafnvægi í heiminum. Hér er gamla góða Nilfisk-ryksugan sem er þarfaþing við alheimshreingjörninginn. Anna María Richardsdóttir tekur húsið í gegn af mikilli nákvæmni, hátt sem lágt. Jólasveinninn síðasta hálmstráið! Alheimshreingjörningur í tíu ár hófst í fyrra sem framhald af vikulegum dansgjörningi Önnu Richardsdóttur dansara í miðbæ Akureyrar fyrir nokkrum árum. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Önnu um gjörninga hennar og jólahreingerningar. Morgunblaðið/Kristján Anna Richards sýnir hér hvernig á að bera sig að við jólahreingerninguna. Gluggana pússar hún með fjaðurkústi svo birtan komist inn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.