Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 46
46 Jólablað Morgunblaðsins 2005 JÓLAHEFÐIR eru misjafnar eftir þjóðum og löndum en hvernig tekst fimm manna írsk-íslenskri fjöl- skyldu, sem býr í París, upp með jólahald þegar venjurnar eru svo ólíkar? Sara M. Kolka fór á stúfana og hitti hjónin Einar Má Einarsson og Siobhon Cantwell í suðurhluta Parísar einn kaldan dag í nóv- ember. Hjónin Einar Már Einarsson og Siobhan Cantwell hafa búið í París í tæp 20 ár. Siobhon er ættuð frá Ír- landi en þau Einar kynntust hjá efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) þar sem Einar vinnur sem tölvufræðingur og Siobhon er vef- hönnuður. Þau eiga þrjú börn; dótt- urina Sive, sem er 8 ára, Einar Sig- urð, 7 ára og Ingólf, 9 mánaða. Heimilishaldið er fjörugt og tekur öll fjölskyldan þátt í jóla- umræðunum. Spjallið hefst á ís- lensku með tilheyrandi inngripum á ensku og frönsku og barnamáli sem blaðamaður á erfitt með að skilja, enda fjölskyldan í meira lagi al- þjóðleg. „Við höfum oftast haldið jólin hér í París, reynt að sameina hefðirnar og höldum því jólin tvisvar, á ís- lenska vísu á aðfangadagskvöld og svo á jóladag eins og gert er á Ír- landi. Við opnum þá helming pakk- anna á aðfangadagskvöld og hinn helminginn á jóladagsmorgun,“ seg- ir Einar Már. „Það er ágætt því það lengir ánægjuna.“ Það hefur þó komið fyrir að Ísland eða Írland hafi orðið fyrir valinu einstaka jól en með stækkun fjölskyldunnar verða ferðalögin erfiðari. „Nú þegar við erum komin með þrjú börn er það frekar erfitt og dýrt að fljúga með þau heim til Íslands rétt yfir jólahátíðarnar. Okkur finnst líka skemmtilegra að geta notað tímann yfir sumarið á Íslandi og förum þá í lengri tíma í einu.“ Aðfangadagskvöld á barnum En á hvaða hátt eru írskar jóla- venjur frábrugðnar þeim íslensku? „Ég man að Einari Má var frekar brugðið sín fyrstu jól á Írlandi því á aðfangadagskvöld fara allir á hverf- isbarinn og fá sér í glas. Honum fannst það frekar ójólalegt,“ segir Siobhon. „Við höfum jólamatinn í hádeginu og oftast er það kalkúnn sem er á boðstólum. Ég hef minn með trönu- berjasósu og sérstökum kartöflum sem ég kalla „krokket-kartöflur“. Það er kartöflumús með steinselju sem er rúllað upp í lengjur, þeim er síðan velt upp úr eggi og raspi og eru að lokum djúpsteiktar. Svo er vaninn að hafa „triffle“-eftirréttinn en það er blanda af ávöxtum með lögum af rjóma og custard-kremi og systir mín gerir hann mjög vel,“ segir Siobhon. „Við borðum nautakjöt eða annað gott kjöt á aðfangadag en Frakkar virðast ekki hafa eins ákveðna jóla- rétti og við á Íslandi. Ég sakna rjúpnanna á Íslandi sem að mínu mati er sérstaklega jólalegur matur. Móðir mín sendir mér stundum hangikjöt en engum finnst það gott nema mér svo ég enda á því að borða það einn,“ segir Einar Már. Það er ekki haldið sérstaklega upp á annan í jólum á Írlandi eða í Frakklandi en það kemur ekki í veg fyrir að jólaboð séu haldin hjá fjöl- skyldunni. „Í rauninni er mikið um veislu- höld hjá okkur á milli jóla og nýárs. Mikið af nágrönnum okkar eru út- lendingar og við hittumst mikið. Þá er borðuð gæsalifur, sem þykir með því flottasta sem hægt er að fá hér í Frakklandi, og drukkin ógrynni af kampavíni. Ég fæ nánast leið á kampavíni þegar jólavertíðin er bú- in og tek mér þá smá pásu,“ segir Einar Már hlæjandi. Lítið um jólaljós í París Hjónin eru sammála um að París sé ekkert sérstaklega jólaleg. Opna helminginn af pökkunum á Hvernig skyldu írsk-íslensk jól sem haldin eru í Frakklandi vera? Sara M. Kolka kynnir sér alþjóðlegt jólahald í París. Morgunblaðið/Sara Kolka Það eru engin jól án jólasveinsins, hér hleypur Siggi í skarðið fyrir Stúf. Írsk-íslenska fjölskyldan Siobhon, Sive, Ingólfur, Siggi og Einar Már. ÞEGAR blaðakonan mætir á Grund mætir henni notalegt andrúmsloft með harmonikkuleik og söng. Sá sem þenur nikkuna heitir Magnús Krist- inn Randrup og segist hann brosandi hafa eytt hálfri ævinni í að stafa nafn- ið sitt. Aðspurður segist hann ekki vera mjög hrifinn af jólunum. „Mér finnst alveg brjálæðislegt orðið hvað jólin byrja snemma og allt kaupæðið sem því fylgir,“ segir hann og hristir höfuðið. Hann er samt tilbúinn að rifja upp fyrstu minningar sínar af jólahátíð- inni. „Ég var mikið hjá henni ömmu minni og hún var sanntrúuð kona. Hún prjónaði sjóvettlinga og spann og hún hafði borð þar sem ég lá í ull- arpokum og hún sagði mér sögur,“ segir Magnús. „Svo þegar ég byrjaði að spila dálítið á harmonikku, þá hafði hún maltflösku og gaf mér eina matskeið í hvert skipti sem ég kom með nýtt lag.“ Magnúsi finnst margt hafa breyst varðandi jólahald síðan hann var barn. „Það er þetta óhóf í mat og svo jólahlaðborðið. Þetta er alveg skelfi- legt, enda hefur maður ekki við að grenna sig. Maður er alltaf saddur,“ segir hann, en heldur síðan áfram að rifja upp æskuminningar tengdar jól- unum. Spilaði á vellinum á jólakvöld „Það fékk enginn að fara inn í stofu, sem kallað var, nema gestir. Þar var jólatré og svo var það skreytt með pokum og kertaljósi. Þá voru bara vaxkerti notuð. Svo mátti aldrei spila á spil á aðfangadag, amma bannaði það alveg hreint. Ég veit ekki af hverju en hún hélt örugglega að þetta væri heilagt,“ segir hann. „Á þrettándanum mátti svo aldrei vera með ærsl eða neitt skemmtilegt, því þá voru álfarnir að flytja sig.“ Blaðakonan minnist þulu sem hún lærði sem barn, sem fara átti með þegar álfarnir flyttust búferlum og spyr hvort Magnús hafi farið með slíkar þulur. „Amma kunni þetta allt saman, já já. Ég er hins vegar svo heppinn að ég kann enga texta,“ svarar hann hlæjandi. Magnús segist ekki halda fast í gamlar jólahefðir, en þó fái hann sér skötu á Þorláksmessu. Skatan sé úr- valsfiskur en honum finnist hún þó ekki góð nema hún sé nógu kæst. Að lokum rifjar hann upp skondna sögu. „Ég hef alltaf spilað á nikkuna og var orðinn atvinnuhljóðfæraleikari sextán ára,“ segir hann. „Ég spilaði á hljóðfæri á Keflavíkurflugvelli og lenti einu sinni í að spila þar á jóla- kvöldi. Þá voru hermennirnir al- veg …“ segir hann og á látbragðinu skilst að dátarnir hafi átt í fullnánu sambandi við Bakkus þessi jólin. „Þetta var svona 1950 og súrkál eða eitthvað,“ segir Magnús að lokum glottandi yfir minningunni. Óhóf í mat og brjálæðislegt kaupæði Morgunblaðið/Ásdís Magnús Kristinn RandrupJólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju Orgeljól Mi›aver› 2500 / 2000 kr. Hugljúf jóla- og aðventulög í útsetningum fyrir sópran, saxófón, orgel og kór. 4. des. Sunnudagur kl. 17 Mi›aver›: 1500 / 1200 kr. 29. nóv. Þriðjudagur kl. 20 3. des. Laugardagur kl. 17 Útgáfutónleikar geisladisksins Jólagjöfin. L I S T V I N A F É L A G H A L L G R Í M S K I R K J U ����� ��������������� ������� ��������� ��������� ������ � � � � ���� ncb � � � � � � � � � � � � � � H � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � , � � � � � � � � � � � � � � � H � � � � � � � � � � � H � � � � � � � , � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � , � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � H � � � � � � � � � � � � � � 11. des. Sunnudagur kl. 18 Kantötur IV-VI 10. des. Laugardagur kl. 17 Kantötur I-III Mi›aver›: 3000 / 2500 kr. Mótettukór Hallgrímskirkju Ísak Ríkhar›sson drengjasópran Sigur›ur Flosason saxófónn Björn Steinar Sólbergsson orgel Stjórnandi: Hör›ur Áskelsson �læsileg, frönsk jólatónlist fyrir orgel eftir �albastre, �aquin, �uilmant o.fl. Hulda Björk Gar›arsdóttir sópran Sesselja Kristjánsdóttir alt Eyjólfur Eyjólfsson tenór Ágúst Ólafsson bassi Schola cantorum Alþjó›lega barokksveitin frá Den Haag í Hollandi Stjórnandi: Hör›ur Áskelsson 11. des. Sunnudagur kl. 15 Kantötur I-III J. S. Bach Jólaóratórían I-VI TÓNLISTARHÁTÍÐ Á JÓLAFÖSTU Í HALLGRÍMSKIRKJU 2005 Jólaóratóríutvenna (fyrir þá sem vilja heyra Jólaóratóríuna alla): 5000 kr. Mi›akvartett á ferna tónleika: 7000 kr. Mi›asala í Hallgrímskirkju r LJÓSMYNDIR: JÓHANNES LONG Björn Steinar Sólbergsson, leikur á orgel 4. des. Sunnudagur kl. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.