Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 47

Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 47
„Minna og minna hefur verið lagt í jólaskreytingar undanfarin ár. Það er helst að einstaka kaupmenn skreyti hjá sér en stóru götuljósin verða æ sjaldgæfari, líklega vegna þess að það er svo dýrt. Það væri skemmtilegt að lýsa meira upp með jólaljósum eins og gert er á Íslandi og á Írlandi,“ segir Siobhon. Hún segir Íra skreyta heimili sín fyrr en Frakka og ef hún fengi að ráða þá væru þau löngu búin að setja upp jólatré í stofunni. Í þessu kemur Siggi inn í stofuna og spyr spenntur hvort þau ætli að fara að kaupa jólatré í dag. Hann verður svekktur þegar honum er sagt að það verði ekki fyrr en aðra helgina í desem- ber og spurður um hvort hann trúi á jólasveininn segir hann svo ekki vera. „Nei, jólasveinninn er ekki til,“ segir hann en er þó ekki full- komlega sannfærður. Í ljós kemur að hann hefur skrifað jólasveininum langt bréf með óskum sínum fyrir jólapakkana í ár. Tilhlökkunin leynir sér ekki enda jólin hátíð barnanna. Árlega er jólaball haldið í íslensku-skólanum sem Sive og Siggi ganga í annan hvern laug- ardag, þar syngja þau íslensk jóla- lög og hitta íslenska jólasveina. Það er þó nokkuð ljóst að jólasveinninn sem hefur mestan trúverðugleikann hér, er með rauða húfu og mikið hvítt skegg. Það er í því gervi sem Siggi kveður blaðamann, með tuskudúkku fyrir hreindýr og hvítan koll fyrir sleða. Hverjar sem matarvenjurnar kunna að vera og hvaðan sem börnin koma, þá eru engin jól án jólasveinsins. aðfangadag Bréf á leið til sveinka. Er heimilisfangið ekki örugglega Norðurpóllinn 1? Jólablað Morgunblaðsins 2005 47 smáauglýsingar mbl.is Gjöf sem gefur yl og gleði Glæsilegt úrval Minkapelsar loðskins-vendikápur loðskins húfur loðskins hattar Skólavörðustíg 2 • sími 544 8880 Opið mánudaga-föstudaga 12:00-18:00, laugardaga 12:00-15:00. Gefðu konunni góða gjöf sem hressir og gleður hana. Áhrifarík andlitsmeðferð. ! Betri en bótox ! Árangur strax. Snyrtisetrið húðfegrunarstofa s. 533-3100, Dómus Medica, inngangur frá Snorrabraut. Snyrtisetrið ehf JÓLIN KOMA! Jón Karl Einarsson, sjö ára Hvað er skemmtilegt við jólin? Þá fær maður pakka og þá koma áramótin. Á áramótunum sprengir maður flugelda. Manstu hvað gerðist á jól- unum? Já, Jesú dó þá. Eða nei, hann fæddist. En af hverju er þetta kallað jól? Ég veit það ekki. En hvað finnst þér mikilvægast á jól- unum? Að vera góður því að ef mað- ur er óþægur fær maður kart- öflur í skóinn. Ég hef samt aldr- ei fengið þannig á ævinni. Hver er uppáhaldsjólasveinn- inn þinn? Gáttaþefur og Stúfur, því að brauðið sem hann Gáttaþefur borðar og finnur lyktina af. Og Stúfur er svo lítill og svo mikið krútt. Hvað langar þig mest í núna? Zorro-búning. Mig langar mikið í hann og amma sagði að hún ætlaði að prjóna hann. Morgunblaðið/Þorkell Gáttaþefur í uppáhaldi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.