Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 50
50 Jólablað Morgunblaðsins 2005
ÞRÁTT fyrir að jólatréð sé ein af
táknmyndum jólanna í okkar huga
þá er ekki langt síðan það nam land
á Íslandi. Það var ekki fyrr en um
1850 sem fyrstu jólatrén munu hafa
borist til Íslands og þá sáust þau að-
eins hjá dönskum eða danskmennt-
uðum fjölskyldum í kaupstöðum.
Siðurinn breiðist síðan afar hægt út
og mun ekki hafa orðið algengur að
nokkru marki, fyrr en komið var vel
fram yfir aldamótin 1900. Að sið-
urinn hafi ekki fest rætur hér eins
fljótt og annars staðar er eðlilegt því
ógerlegt hefur víðast hvar verið að
verða sér úti um grenitré og sigl-
ingar til landsins tóku langan tíma.
En eins og íslendingum er einum
lagið fundu þeir lausn á þeim vanda.
Eftir aldamótin 1900 fóru menn að
smíða gervijólatré. Var þá notaður
mjór staur, sívalur eða strendur,
sem stóð á stöðugum fæti. Á staur-
inn voru negldar álmur eða boraðar
hokur í hann og álmunum stungið í.
Voru þær lengstar neðst, en styttust
uppeftir. Á þeim voru jólakertin lát-
in standa. Oftast var tínt sortulyng,
beitilyng eða einir og trén skreytt
með því. Sumstaðar var útbúið eitt
stórt tré fyrir heila sveit eða þorp á
vegum ungmennafélags, kvenfélags
eða stúku, og stóð það í samkomu-
húsi eða kirkju. Þetta voru ýmist
grenitré eða tilbúin jólatré.
Heimatilbúnu gervijólatrén voru
mest notuð þar til um 1940, þegar
farið var að flytja grenitré inn að
einhverju marki.
Fyrstu auglýsingar um innflutt
jólatré höfðu þó birst þegar árið
1896 en þau tóku samt ekki að selj-
ast í stórum stíl fyrr en um miðja 20.
öldina. Á síðustu árum hafa svo ís-
lensk jólatré sést í ríkari mæli. Í dag
eru um 40.000 jólatré seld fyrir hver
jól á Íslandi og eru um 25% þeirra
íslensk. Um 75% er flutt inn frá
Danmörku og er það yfirleitt nor-
mannsþinur, hann er mest selda
jólatréð hérlendis. Af íslensku jóla-
trjánum er mest selt af rauðgreni.
Talið er að um helmingur þeirra
sem setji upp jólatré yfir hátíðirnar
hafi gervitré.
Árni Björnsson, þjóðháttafræð-
ingur, segir í Sögu dagana að ís-
lenskur almenningur hafi ekki feng-
ið jólatré sín miklu seinna en
almúgafólk í öðrum löndum.
Hvaðan kom jólatréð?
Fyrsta heimild, sem þekkt er um
einskonar jólatré, er frá Strassburg
árið 1605.
Á seinni hluta 17. aldar og þó
einkum á 18. öld tekur jólatréð að
breiðast út meðal aðalsmanna og
kóngafólks víða um Evrópu. Þá er
einnig farið að festa logandi kerti á
greinarnar. Fram yfir miðja 19. öld
þekktist jólatré naumast hjá öðrum
en aðalsfólki og oddborgurum enda
þurfti rúmgóð húsakynni. Hinir
efnaminni létu sér nægja litla píra-
mída eða krónur sem fengust á jóla-
markaði.
Eftir 1800 tóku jólatré að breiðast
til Norðurlandanna og er fyrsta jóla-
tréð talið hafa komið til Kaup-
mannahafnar um 1806. Þótt nokk-
urn veginn sé vitað um dreifingu
jólatrésins er lítið vitað um uppruna
þess. Jólatréð, eins og við þekkjum
það, er ekki gamalt í heiminum en
ýmiskonar trjádýrkun er ævagömul.
Árni Björnsson segir í bók sinni Jól
á Íslandi um uppruna jólatrésins:
„Vafalaust má rekja elstu rætur
þess til einhvers konar trjádýrk-
unar, en í Róm var t.d siður í forn-
öld að skreyta hús sín um nýárið
grænum greinum eða gefa þær
hver öðrum, og þótti það gæfu-
merki. Sama er að segja um
mistilteininn á jólunum í Eng-
landi.
Frá því um 1100 var tekið
að leika helgileiki bæði inn-
an kirkju og utan, þar á
meðal söguna um sköpun
mannsins, syndafallið og
burtreksturinn úr ald-
ingarðinum Eden.
Stóð skilnings-
tréð þá tíðast á
miðju sviðinu,
það var
grænt tré og
héngu á því
epli og borðar.
Líktist það tals-
vert jólatré, nema
kertin vantaði, en svo
var einnig um þau jólatré,
sem fyrst eru spurnir um.
Þá hefur það verið algengur siður
á Norðurlöndunum, sérstaklega í
Svíþjóð, og í Þýskalandi, að reisa
græn tré „maí-stöngina“, fyrir utan
hús um jólin, sem tákn hins sílifandi
gróðurs.“
Auk þess er til fjöldinn allur af
goðsögum og sögnum, þar sem al-
heimstré er látið tákna heiminn. Það
ber ýmis nöfn, eftir því hvaðan vitn-
eskjan er runnin, en alltaf er það
sama uppi á teningnum: kenn-
ingin um tréð sem „miðjuna“.
Eitt þessara trjáa er Askur
Yggdrasils, úr trúarbrögðum
norrænna manna, og annað
er Lífsins tré í Eden.
Nokkrar helgisagnir eru líka
til um uppruna jólatrésins. Þekkt-
ust þeirra er líklega sagan um engl-
ana þrjá, sem Guð bað um að fara til
jarðarinnar, þegar halda átti jól í
fyrsta sinn, og velja þar tré, sem
best hentaði tilefninu, og allir völdu
þeir grenitré.
Heimildir: Árni Björnsson. 1963. Jól á
Íslandi. Ísafoldarprentsmiðja H.F –
Reykjavík.
Árni Björnsson. 1993. Saga daganna.
Mál og menning, Reykjavík.
Hjá flestum íslenskum fjölskyldum er jólatré ómissandi partur af jóla-
haldinu. Ingveldur Geirsdóttir kynnti sér sögu jólatrésins á Íslandi og
komst að því að ekki eru hundrað ár síðan það varð algengt hér á landi.
Morgunblaðið/Þorkell
Þetta gamla heimasmíðaða jólatré,
sem er nú á Byggðasafni Árnesinga,
þarf ekki mikið skraut, enda lýsa kertin
það fallega upp.
Jólatré eins og við þekkjum það í
dag, vel skreytt og skrautlegt.
Jólatréð í stofu stendur
RÓSA Pálsdóttir, sem búsett er á
Akureyri, er í jólaskapi flesta daga
en hún situr árið um kring og saum-
ar jólamyndir, sem límdar eru á eld-
spýtustokka. Rósa sagði að þetta
hefði byrjað allt saman árið 1996,
þegar Þóra dóttir hennar hringdi í
hana og tjáði henni að hún væri að
fara opna verslunina Jólahúsið í
Kópavogi. Þóra vildi bjóða vandað
íslenskt handverk til sölu í verslun
sinni og leitaði því til móður sinnar.
„Ég byrjaði á því að sauma jóla-
svuntur fyrir börn, klukkustrengi og
jólamyndir í ramma. Einnig fór ég
að sauma jólamyndir á eldspýtu-
stokka og þar sem stokkarnir nutu
mikilla vinsælda hef ég aðeins saum-
að slíkar myndir undanfarin ár. Þóra
teiknaði fyrst nokkrar jólasveina-
myndir, sem ég saumaði eftir, svo
bætti hún við myndum af öðrum í
jólasveinafjölskyldunni og fleiri jóla-
myndum. Ég sit því við og sauma ár-
ið um kring og oft úti í sólinni að
sumarlagi ef veðrið er gott,“ sagði
Rósa.
Hún sagði að þessi handavinna
kæmi sér afskaplega vel fyrir sig,
þar sem hún þurfti að fara af vinnu-
markaðnum vegna veikinda en vant-
aði samt eitthvað að gera. „Ég hef
alltaf verið mikið jólabarn og leiðist
því aldrei.“ Rósa er búin að sauma
myndir á tæplega 1.000 eldspýtu-
stokka á þessum árum og hafa þeir
runnið út. Þóra hefur flutt verslun
sína úr Kópavoginum yfir á Skóla-
vörðustíginn í Reykjavík. Rósa sagði
að erlendir ferðamenn sýndu þessari
vöru mikinn áhuga, enda væri tölu-
vert um að fólk sem ferðaðist um
heiminn leitaði uppi verslanir eins
og Jólahúsið og keypti sér minja-
gripi af ýmsu tagi.
Jólamyndirnar eru saumaðar með
krosssaumi og sagðist Rósa vera
misjafnlega lengi með hverja mynd,
það væri t.d. mun fljótlegra að
sauma jólaköttinn en jólasvein eða
engil. „Ég er ekki að þessu fyrir
peninginn, heldur skiptir máli að
hafa eitthvað fyrir stafni og vissu-
lega hef ég gaman af þessum sauma-
skap.“
Rósa saumar líka fermingarkort
sem hún lætur fylgja með gjöfum
innan fjölskyldunnar og einnig
saumar hún jólamerkimiða, sem
fylgja pökkunum frá henni og
Arnóri Þorgeirssyni manni hennar.
Á fermingarkortið saumar hún m.a.
nafn fermingarbarnsins og ferming-
ardaginn.
Rósa er í jólaskapi
flesta daga ársins
Rósa Pálsdóttir myndarleg við saumaskapinn í eldhús-
inu heima í Norðurgötu á Akureyri.
Morgunblaðið/Kristján
Jólamyndirnar sem Rósa saumar á eldspýtustokkana
eru fjölbreyttar enda eru þær vinsælar árið um kring.
Metsölubók
um allan heim
Allan og Barbara Pease
hafa selt yfir 19 milljón
eintaka af bókum sínum
Bókin sem varpar ljósi á
samskipti kynjanna.
Stórkostleg bók, er samdóma
álit lesenda.
Og ekki að ástæðulausu!
Vikan 19. okt. 2005
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
Gildir til 30. nóvember 2005
30% afsláttur