Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 54
54 Jólablað Morgunblaðsins 2005
Sinnepshjúpur
4 msk sænskt sinnep
2 msk dökkt franskt sinnep
1 msk kartöflumjöl
2 eggjarauður (í seinni tíð höfum við sleppt
þeim)
2 – 3 msk brauðmylsna, t.d sykurlausar
tvíbökur.
Sinnepi og kartöflumjöli hrært saman, smurt á,
brauðmylsnunni stráð yfir eins og áður segir.
Þegar skinkan er búin að grillast er hún færð upp
á fat og prjóni með einhverju fallegu og jólalegu
stungið í hana og hún borin fram.
Skinkan er bæði góð hvort sem hún er heit eða
köld og passar köld afbragðsvel á jólahlaðborð,
sem Svíar eru snillingar í að setja fram.
Sósa
Freistandi er að nota soðið sem myndast af
skinkunni en stundum er það of salt og ein-
göngu hægt að nota lítið af því. Jón er lítill sós-
umaður, en kemst ekki undan þeirri nauð að
laga sósu með skinkunni. Hér kemur eitt til-
brigðið:
Gerð var tilraun með að nota tilbúinn sósu-
kraft sem heitir Tasty koníaks sósugrunnur.
Þessir sósugrunnar eru hannaðir af landsliði
matreiðslumanna. Þar sem sósugrunnurinn er
svolítið kröftugur tók Jón á það ráð að tóna
hann aðeins niður með hvítvíni. Byrjunin fólst í
því að fara ekki alveg eftir leiðbeiningum á
umbúðum, heldur setja kraftinn út í 4 dl af
sjóðandi vatni. Þarnæst fór ½ l af mat-
reiðslurjóma ásamt 5 – 7 negulnöglum og væn-
um kvisti af fersku timjan.
Þetta fékk að malla svona í 15 – 20 mínútur,
þá var allt síað og sett aftur í pott og sósan
smökkuð til og 2 dl af hvítvíni sett út í ásamt
matskeið rifsberjahlaupi.
Að lokum eru fersk rifsber sett út í rétt áður
en hún er borin fram.
Reiknið með u.þ.b. 1 - 1 ½ dl af sósu á mann.
Meðlæti
Það má spila eftir braðlaukum hvers og eins,
en Svíarnir eru mikið með brúnkál eða rauð-
kál, kartöflur og gott sinnep.
Það höfum við einnig verið með eða ofnbak-
aða rótarávexti, gljáð rósakál eða annað gott
sem okkur dettur í hug.
Ofnbakaðir rótarávextir
2 – 3 msk olífuolía
2 rauðlaukar
2 gulir laukar
3 paprikur, gul og rauðar
2 púrrulaukar
8 gulrætur
½ sellerírót
1 fennel
Hvítlaukur eftir smekk.
Nokkrir stilkar ferskt timjan
eða matskeið þurrkað.
Ofurlítið Maldon salt og hvítur pipar
2-3 msk sesamfræ (sett yfir
síðustu mínúturnar).
Olíunni er helt í ofnskúffu og rótarávextirnir sett-
ir í eftir að búið er að
afhýða, þvo og skera í bita, sem eru ekki of smáir.
Kryddað og saltað.
Sett í 200 gráða heitan ofn í 50 – 60 mín eða þar til
það er orðið gullið og steikt.
Þá er sesamfræjunum stráð yfir síðustu 5 mín-
úturnar.
Að sjálfsögðu má spila magn og tegundir rót-
arávaxtanna af fingrum fram.
Einnig er upplagt að vera tímanlega með skink-
una í ofninn, þannig að þegar
hún er tilbúin geti hún staðið úti í álpappírnum á
meðan rótarávextirnir fara inn í ofninn
og þegar þeir eru tilbúnir er skinkan sett undir
grillið með sinnepshjúpnum.
Sósan og rósakálið eru löguð á meðan rótarávext-
irnir eru inni.
Kalt rósakál
500 g rósakál er snyrt og þvegið.
5 dl vatni með 1 tsk af salti látið sjóða.
Rósakálið sett út í og látið sjóða í 5 mínútur
undir loki. Þá er lokið tekið af og kálið látið
sjóða í aðrar fimm mínútur, eða þar til það er
orðið mjúkt.
Hellið vatninu af og látið renna ískalt vatn í
pottinn þannig að kálið kólni alveg.
Skerið hausana í tvennt og setið í skál og
hellið yfir blöndu af:
2 msk vatn
2 msk olívuolía
2 msk balsamikedik.
Smá gróft salt og pipar.
1/2 tsk timjan
Blandan pískuð eða hrist vel saman.
Ferskir timjanstilkar til skrauts.
Eftirréttur
Í gegnum tíðina hafa Jón og Jóhanna verið
með mismunandi eftirrétti, að þessu sinni eru
þau með ferska ávexti. (það er smekksatriði
hvort sykri stráð er yfir berin og þau látin taka
sig áður en þeirra er neytt).
Jarðarber, hindber og rifsber borin fram
með ís, þeyttum rjóma og möndlukökum.
Ávextirnir standa alltaf fyrir sínu og eru frá-
bærir með heimalöguðum vanilluís, og einu
staupi af góðu dessertvíni til dæmis Castello
Di Querceto 2001 Vin Santo del Chianti Class-
ico sem passar það mjög vel með jarð-
arberjum.
Möndlukökur
15 kökur.
50 g sætar möndlur
¾ dl sykur
50 g smjör
½ msk hveiti
1 msk mjólk
Afhýðið möndlurnar og hakkið ekki
allt of fínt.
Setjið möndlurnar, sykurinn, smjörið, hveitið, og
mjólkina í pott og sjóðið og hrærið
í þar til deigið þykknar , deigið má ekki sjóða.
Setjið með teskeið með góðu millibili, á bökunar-
plötu með bökunarpappír undir og bakið við 175
gráðu hita í 10 – 12 mínútur eða þar til að kök-
urnar hafa fengið gullinn lit.
Látið kökurnar kólna á pappírnum. Þær eru góð-
ar með berjunum og ísnum.
Einfalt og fallegt jólaskraut.
Morgunblaðið/Kristinn
Eftirrétturinn hjá Jóni og Jóhönnu og í bakgrunni tignarlegur hjörtur með ljós og epli í krónunni.
Ljósbrot og speglun í borðbúnaðinum.
Jón Reykdal sneiðir skinkuna fyrir gesti sína, hann segir að betra sé að hafa sneiðarnar þunnar og margar.