Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 56

Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 56
56 Jólablað Morgunblaðsins 2005 DANA er tékknesk og í hennar heimalandi halda flestir jól að kaþ- ólskum sið. Þar er jólamaturinn öðruvísi en það sem við sem búum í grennd við 60 gráður norður eigum að venjast, því á aðfangadag fasta menn til klukkan sex og þá er borð- aður fiskur en ekki kjöt. Fólk heldur sig frá kjöti þangað til eftir miðnæt- urmessuna og þá borða menn soðna svínaskanka og svínarófur með pip- arrót. Dana lýsir tékkneskum að- fangadegi. „Það er mælt með því að fólk fasti þennan dag. Venju sam- kvæmt elda konurnar matinn og hlutverk karlanna er að drepa vatnakarfana sem hafa dvalið í bað- kerinu í einn til tvo daga.“ Vatnakarfinn býr á baðinu Hér kímir Dana því hún veit að þetta kann að hljóma stórundarlega í íslenskum eyrum. „Fyrir jólin er alvanalegt að sjá fólk með stóra lif- andi vatnakarfa spriklandi í inn- kaupanetum í sporvagninum eða jarðlestinni. Karfana kaupir maður lifandi á útimarkaðnum, þetta eru stórir fiskar og það sem íslenskar fiskbúðir komast kannski næst þeim í bragði er feit lúða. Vatnakarfarnir búa síðan í baðkarinu fram á að- fangadag sem þýðir að enginn kemst í bað fyrr en eftir matinn.“ Segir Dana og hlær. „Þetta þykir mörgum Íslendingum skrýtið, en svona er þetta. Oh, nú hugsa allir sem lesa þetta viðtal: aumingja Dana sem fær bara fisk á jólunum. Þetta fékk ég oft að heyra fyrst eftir að ég flutti til Íslands 1972. Sem betur fer er ég ekkert sérlega fastheldin á tékk- neska jólasiði. Ég elda þennan mat gjarnan ef einhver í fjölskyldunni óskar eftir því … En það óskar eng- inn eftir því að fá jólafiskinn minn!“ Þau Bjarni segjast oft fara til út- landa í frí um jólin. „Þá slakar mað- ur meira á, klæðir sig fínt upp og nýtur lífsins. Lætur elda fyrir sig á veitingastað og pakkarnir bíða heima á skreyttu hótelherbergi.“ Segir Dana og yppir öxlum og lítur á Bjarna sem tekur undir það og kink- ar kolli. „Íslensk jól eru góð.“ Segir Bjarni. „En ég þarf ekki að vera hérna hvert einasta ár, hitt er líka alveg frábært. Það er eitt að alast upp hérna eins og flestir og annað að flytjast hingað eins og Dana.“ Þau hafa eytt jólunum á ýmsum spenn- andi stöðum eins og Máritíus, Guadalupe og Flórída. Ekki dæmigerðir jóla„iðkendur“ „Við erum ekki dæmigerðir jóla- „iðkendur“.“ Segir Dana og hlær. En er eitthvað í íslenskri jólaiðkun sem Dönu finnst skemmtilegt? Það stendur ekki á svarinu, það kemur um leið. „Mér finnst íslensku jóla- sveinarnir frábærir og Grýla og Leppalúði, að það skuli vera þessi tenging við náttúruna í þeim sögum og þar læðist inn smá ótti og spenna í bland við hið yfirnáttúrulega. Sá siður að setja skóinn út í glugga finnst mér góður og ég iðka það allt- af í einhverri mynd alveg skamm- laust.“ Segir Dana og flissar. En henni finnst sjálf jólahátíðin svolítið lokuð á Íslandi miðað við annars staðar. „Í Tékklandi fagna menn eins og um fæðingu væri að ræða og allir eru glaðir og léttir og kátir, líka úti á götu. En kannski kemur þessi tilfinning mín frá því að ég kem utan frá og hef ekki aðgang að minni eigin stórfjölskyldu, ég veit það ekki. Þar eru ekki þessi stóru boð, heldur er fólk mikið að detta inn úr dyrunum í kaffi og spjall.“ En Dana við- urkennir að margt hafi breyst og opnast á Íslandi miðað við hvernig það var þegar hún kom fyrst. „Ég man að ég gekk niður Laugaveginn á aðfangadag skömmu eftir að ég flutti hingað og það var allt lokað og mér var svo mikið mál og komst hvergi inn, meira að segja klósettin neðst í Bankastræti voru lokuð og ég neyddist til að finna hentugt húsa- sund. Mér fannst þetta alveg ótrú- legt!“ Segir Dana stóreyg og jafnvel minningin gerir hana hissa. Það er einn tékkneskur jólasiður sem hún heldur fast í. „Við gefum gjafir alveg eins og hér en munurinn er sá að gefandinn er alltaf jólasveinninn. Þá verður svo spennandi að giska á hver gefur manni hvað, svona smá aukaspenna í pakkadæminu sem verður ekki alveg jafn viðskiptalegt og hér. Í Tékklandi eru allir að pæla í því hver gaf hverjum hvað.“ Dana og Bjarni segjast alltaf gefa sínar gjafir í nafni einhvers jólasveins en það er smágalli á því fyrirkomulagi. „… af því að við erum þau einu sem gerum það kemst alltaf upp um okk- ur!“ Segir Dana og skellihlær. Blár fiskur og brún súpa Hvernig er jólaborðhaldið í Tékkalandi? „Við byrjum á smásíld eða fiski sem er líkur síld sem er settur í edik og hann er kallaður blái fiskurinn því hann blánar í edikinu. Þetta er borið fram í litlum bitum með lauk sem smáréttur, hann er bragðsterkur bæði súr og saltur. Síðan er borin fram þunn brúnleit fiskissúpa sem er soðin úr haus- unum af vatnakörfunum og smá grænmeti og út í súpuna eru settir hvítlauksritstaðir brauðteningar. Síðan kemur vatnakarfi steiktur í raspi með kartöflusalati sem er búið til með söxuðum súrum gúrkum. Í eftirrétt er yfirleitt boðið upp á litlar marengskökur. Með þessari máltíð er svo borðuð brauðflétta sem er bökuð sérstaklega og borðuð yfir öll jólin. Það er ýmist litlar ein- staklingsfléttur eða stórar sem allir fá sér af. Þetta brauð er svolítið sætt, með rúsínum og maður má laumast í það öll jólin og borða það kannski með afgöngum og svoleið- is.“ Dana segir að hin sæta brauð- flétta passi vel með öllum þessum súrsaða og bragðsterka mat. Eftir fiskiveisluna eru pakkarnir frá jóla- sveininum síðan opnaðir og menn búa sig undir að fara í stutta jóla- messu á miðnætti. Í messunni er sagt frá fæðingu frelsarans og sung- in jólalög sem allir kunna, fólk fagn- ar og gleðst og þessu fylgir engin predikun eða áminningar um hluti sem eru að gerast í þjóðfélaginu. Eftir messuna fer fólk heim og held- ur kjötveislu. „Já, þá er farið heim að borða órómantíska svínaskanka og svínarófur í hlaupi, fersk piparrót er rifin yfir og svo nagar maður svínahalana og spáir kannski aðeins meira í gjafirnar og svoleiðis.“ Segir Dana. Bjarni og Dana semja saman teiknimyndasöguna Mímí og Máni sem hefur birst í Morgunblaðinu reglulega og nú er að koma út bók með sögunum. Bókin heitir Krass- andi samvera. Glöggir lesendur geta séð að Bjarni og Dana eiga margt sameiginlegt með teiknimynda- parinu. Þau þvertaka fyrir að þetta sé hárnákvæm sjálfsævisaga sem birtist í teiknimyndasögunum, en … Bjarni útskýrir hvernig sögurnar verða til. „Það eru lítil atvik í dag- lega lífinu sem verða kveikjan að einhverju. Svo hugsar maður, hvern- ig myndu Mímí og Máni taka á þessu máli? Og úr verður saga. Markmiðið er að halda sig við smáatriðin, reyna að grípa það sem er í gangi dags- daglega og reyna að sjá hvort ekki leynist eitthvað sniðugt í því. Það þarf ekki að vera sprenghlægilegt. En athuga hvort smáir hlutir í manns eigin lífi finni kannski sam- hljóm hjá lesendum.“ „Þetta erum við!“ Hvernig urðu Mímí og Máni til? Dana svarar þeirri spurningu. „Þetta byrjaði fyrir rúmum tíu ár- um, við fórum ekki að gera þetta með það fyrir augum að gera bók. Þetta vatt bara upp á sig. Við settum litla sögu á blað og hún var geymd og svo kom önnur og svo var allt í einu komin mappa í tölvunni. Fyrsta sagan birtist svo 1993, þetta er langt ferli. Svo fóru þau að birtast af og til hér og þar og í hitteðfyrra fóru þau að birtast reglulega og nú er að koma út bók.“ Þessar teiknimyndir eru óvenjulegar að því leyti að stundum notast þau við ljósmyndir í bland við teikningarnar. „Já, við fór- um að taka ljósmyndir til að gera hversdaginn sem við erum að fjalla um enn raunverulegri og um leið kunnuglegri í augum lesenda.“ Segir Bjarni og Dana heldur áfram. „Já, þetta er lýsing á Íslandi í dag.“ Já, segir sá sem þetta ritar, þetta eruð þið, viðurkennið það bara. „Þetta er- Ótrúlega krassandi jól Morgunblaðið/Ómar Teiknimyndahetjurnar Bjarni og Dana eru ekki dæmigerðir jóla„iðkendur“. Kímnigáfan getur hjálpað manni í gegnum jólastressið. Bjarni Hinriksson myndasöguhöfundur og Dana F. Jónsson ljósmyndari og kvik- myndatökumaður eru ekki fastheldin á jólasiði og þau hafa haldið sín jól um víðan völl. Að þeirra mati er jólahaldið ekkert síðra þó að það sé haldið í sól og sumaryl á suðrænum slóðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.