Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 60
60 Jólablað Morgunblaðsins 2005 sem margar eru eftir Gunnvöru Brögu yngri. Hún les áfram: „Hér er t.d. um jólin 1966. Þá skrifar mamma: „Gott er að taka jól- in snemma, svo byrja hreingerning- arnar með öllu því umstangi sem því fylgir. Bóndinn stynur og stingur af og afsakar með fundi. Þá segir frúin við spegilmynd: Úfin, grett og yggld á brún, greppatrýnið, engan þráir né elskar hún leiðindasvínið. Þessa frýjun stenst bóndaræfillinn ekki þegar heim kemur og segir: Ef þú sæir sjálfa þig alltaf svona því ertu þá að mana mig makann, kona? Braga les kveðju frá sjálfri sér frá jólum 1976: „Þakka ykkur báðum fyrir sólina sem umvefur mig alltaf þegar ég kem hingað heim. Braga.“ Bjartar minningar um foreldrana „Mamma skrifaði í síðasta skipti í bókina jólin 1988. Þá var pabbi orð- inn lamaður og hún var mjög kvíðin. Þá voru foreldar mínir að flytja úr Meltröðinni í litla íbúð í Vogatungu. Forsaga þess var að pabbi var mjög framkvæmdaglaður, hann of- fjárfesti og veðsetti húsið og varð gjaldþrota, litlu síðar fékk hann heilablóðfall og til að reka endahnút- inn á þessi áföll þá skar Útvarpið nið- ur hjá barnadeildinni sem mamma veitti forstöðu. Það var henni áfall of- an á þær miklu raunir sem hún varð að bera. Ég held að þessar hugraunir allar hafi átt sinn þátt í að hún fékk krabbamein og dó litlu síðar. Hálfu ári seinna dó pabbi. Þetta var mikið áfall fyrir okkur systkinin en það merkilega er að þegar maður hefur átt svona skemmtilega foreldra eins og þau voru, bóhemar og á kafi í leik- list og félagsmálum, þá eru minning- arnar bjartar. Við lærðum að bjarga okkur jafnframt því sem fjölskyldan var stór, samheldin og lífsglöð. Mamma hélt stór boð með öllum fjöl- skyldumeðlimum og henni varð svo mikið úr litlu. Henni tókst að búa til hátíðarétti nánast eins og úr nagla- súpu, hún skreytti svo fallega og af mikilli umhyggju. Ég átti yndislega foreldra hvort sem var í meðlæti eða mótlæti. Húsið heima var algjört stuðhús, allt fullt af börnum og félögum þeirra, reglurnar voru ekkert of strangar, við máttum vera með handavinnu og lita á stofuborðinu nema á laugardögum, þá var því fylgt vel eftir að tekið væri rækilega til í öllu húsinu – fyrir dansleikinn og kvöldvökuna. Foreldrar mínir sögðu alltaf: „Bönn fyrir ungt fólk eru bara til að brjóta þau – það á ekki að banna.“ Hildur systir mín kenndi mér lær- dóm sem hún dró af foreldrum okk- ar: „Ekki banna barni strax sem bið- ur um eitthvað, gefðu þér tíma og hugsaðu málið og ræddu það svo. Ekki segja strax nei.“ Þegar ég var 7 ára og Stubba syst- ir var mikið veik (Halldóra Kristín sem dó smábarn) þá vissi ég af katta- fjölskyldu sem bjó á Álfhólsveginum og ákvað að gefa mömmu kettling í afmælisgjöf 13. júlí. Ég pakkaði hon- um fallega inn í pappír og setti á hann slaufu og skrifaði kort: „Til þín, elsku mamma, frá mér, Brögu. Þú veist að það má aldrei skila afmæl- isgjöfum.“ Þar með kom fyrsti kött- urinn og eftir það var heimilið aldrei kattlaust. Það, að leyfa börnum að alast upp með dýrum er mikilvægt, það kennir þeim að hugsa um eitt- hvað annað en sjálf sig. Ég á fallegan sjóð af minningum og er að skrifa þær sumar niður. Ég varð fyrir miklu andlegu áfalli á vinnustað mínum í fyrra og hef ekki beðið þess bætur fyrr en nú að ég er farin að læra á tölvu og skrifa. Ég er að komast í gang og takast á við já- kvæða hluti.“ Hippar í Danmörku En hvernig skyldi jólahald Gunn- varar Brögu og Gests eignmanns hennar hafa byrjað? „Við Gestur héldum okkar fyrstu jól í Danmörku þar sem við bjuggum þá. Ég var 22 ára og nýbúin að eign- ast dótturina Irpu Sjöfn. Við bjugg- um okkur strax til siði og venjur. Við hjónin höfðum þá nýlega kynnst jurtafæðu og settum jólamatseðilinn saman með tilliti til þess. Gestir sem komu fengu smákökur úr heilhveiti og hráskyri með engu lyftidufti. Þeim fannst kökurnar ekki til- komumiklar en við borðuðum þær allar með miklu af döðlum og rús- ínum. Við Gestur vorum hippar og vild- um eins og aðrir á hippatímanum lifa einfaldara lífi, vera nær náttúrunni en áður þekktist. Við vorum ákaflega passasöm með hvað við létum ofan í okkur og oft tók marga klukkutíma að elda kvöldmatinn, en það var bara gaman. Maður óx með þessu, fyrsta árið fengum við allskonar kveisur af jurtafæðinu en smám saman vandist líkaminn þessu fæði. Irpa dóttir okk- ar smakkaði ekki kjöt fyrr en hún fór fullorðin að borða kjúklinga og kal- kúna, hún borðar ekkert annað kjöt en hinir krakkarnir tveir borða allt kjöt í dag. En í 25 ár var ekki borðað neitt kjöt á heimili okkar Gests, bara íslenskur fiskur. Hangikjöt í minningu móður Eftir að mamma var dáin saknaði ég þess svo mjög að finna ekki hangi- kjötslyktina á Þorláksmessu að ég fór að sjóða hangikjöt, það geri í ég minningu hennar. Ég fæ ekta sauða- kjöt með nánast engri fitu hjá mági mínum. Það elda ég og Gestur er bara glaður yfir þessu. Stundum get- ur líkaminn fundið nýtt jafnvægi, það var kominn tími á hangikjötið. Eftir lát mömmu tók ég líka upp á því að elda villigæsir á jólum. Ég bauð 25 manns fyrir utan mína 5 manna fjölskyldu og setti upp lang- borð. Gestirnir ráku upp stór augu þegar ég bar fram villigæsirnar með ýmsum ávöxtum inni í, því bjuggust þeir ekki við. Ég fékk góðar leiðbeiningar hjá veitingamönnum sem ég þekki og sem sögðu mér að elda gæsirnar dag- inn áður og bera þær fram nið- urskornar og kaldar með heitu með- læti. Þetta var sælgæti. Í fimmtán ár hefur annars verið hefð hjá okkur að borða hnetusteik á aðfangadagskvöld. Uppskriftina fékk ég í bókinni: „Hátíðamatur jurta- ætunnar“, þetta er dönsk bók sem tengdamóðir mín gaf mér ungri stúlku. Með hnetusteikinni hef ég rjómasósu sem svolítil kokteilsósa gefur bleikan lit. Hún kallast Pamela eftir Pamelu Anderson. Krakkarnir eru alltaf spennt að smakka hvernig Pamelan er á hverjum jólum. Með þessu ber ég fram hrátt rauðkál og grænar baunir sem ég legg sjálf í bleyti og kartöflur í paprikufeiti. Í eftirrétt hef ég osta- og ávaxtasalat. Matseðilinn okkar er ólíkur því sem gerðist á æskuheimilum okkar hjóna, en ég hef tekið ýmislegt annað inn, laufabrauðið, föndrið og jóla- kortin. En fyrst og fremst gefum við okkur tíma til að eiga stundir saman á aðventunni og njóta þeirra stunda.“ Irpa Sjöfn Gestsdóttir gaf mömmu sinni englana þrjá – systkinin þrjú – bakk- ann gerði hún sjálf. Portúgalska rauðvínshundinn gáfu þau Vífill Magnússon arkitekt og kona hans Halla Hannesdóttir Gesti og Brögu fyrir nokkru. JÓHANN Gunnar Guðmundsson er mikill herramaður og fer fram á að fá að sýna blaðakonunni herbergið sitt á Grund og spjalla við hana þar. Hann segist vera dálítið jólabarn í sér. „Ég man að þegar ég var lítill hlakkaði ég mikið til jólanna,“ segir hann. „Þau byrjuðu alltaf á því að mamma var að laga til. Svo þegar ég varð eldri var ég ekki alltaf heima á jólunum, því ég var á sjó í ein þrjátíu til fjörutíu ár.“ Jóhann segir að hefðir tengdar jólunum hafi ekki verið mjög sterkar í hans fjölskyldu. „Við bjuggum nú fyrstu árin í torfkofa og þá var moldargólfið á ganginum inni þrifið fyrir jólin. Allt var þrifið hátt og lágt áður en jóla- tréð kom,“ segir hann. „Ég man líka að ég hlakkaði alltaf mikið til að fá epli, en þau fékk ég bara á jólunum. Það var ekki svona mikið góðgæti eins og í dag.“ Boðskapur jólanna týnist í neyslubrjálæðinu Jóhann segist ekki hafa haldið í neinar jólahefðir en honum finnst margt hafa breyst við jólahaldið. „Það er miklu meira skraut núna og miklu meira farið í verslanir,“ segir hann og er greinilega hissa á verslunaræðinu sem heltekur marga þegar jólahátíðin nálgast. „Þegar ég var unglingur var bara farið í versl- un einu sinni fyrir jólin en nú er jafn- vel farið á hverjum degi í fullt af búðum.“ Jóhann segir að nú geti maður fengið allt til alls, en þannig hafi það ekki verið í gamla daga. „Ég man þá tíð að vörurnar voru skammtaðar,“ segir hann. „Þá var ég sendur út í búð með miða sem maður fékk vörur fyrir.“ Jóhann segist fara lítið í kirkju, en að messað sé í hátíðarsalnum á Grund og hann hlusti á það. En ætli boðskapur jólanna eigi það til að týnast í neysluæðinu? „Já, það finnst mér nefnilega,“ segir Jóhann að lokum og kveður kumpánlega. Bjó í torfkofa og hlakkaði til að fá epli á jólunum Morgunblaðið/Ásdís Jóhann Gunnar Guðmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.