Morgunblaðið - 25.11.2005, Side 62

Morgunblaðið - 25.11.2005, Side 62
62 Jólablað Morgunblaðsins 2005 Öllum finnst gott að fá smákökur um jólin, líka hundunum okkar. Það er lítið mál að hnoða í þessar smákökur og skella inní ofn, einn- ig má breyta þeim að vild, með því að bæta í áleggi eða öðru góm- sætu. Hundakex 4 bollar heilhveiti ½ bolli haframjöl 2 msk grænmetisolía 1 og ¾ bolli vatn + ½ tening kjötkraft sem leystur er upp í því Allt sett í skál og hrært saman, hnoðað á borði og kökurnar skorn- ar út með móti. Sett inn í ofn við 175 °C í u.þ.b. 15 mín. eða þang- að til þær byrja að dökkna, þegar þær hafa kólnað alveg setjið þá í lofttæmt box. Sniðug hugmynd Ef verið er að sjóða hangikjöt eða annað kjöt fyrir jólin, má í stað þess að hella soðinu búa til klaka fyrir hundana úr því, annaðhvort að hella í klakaform eða klaka- poka, þetta eru flestir hundar vit- lausir í. Morgunblaðið/Kristinn Hundajól ÖLL GÆLUDÝR, það er að segja dýr sem ræktuð eru til þess að vera okkur mönnunum til ánægju og ynd- isauka, eiga það sameiginlegt að hænast að okkur mönnunum. Sá kostur á sér þó eina skuggahlið: Það er erfitt fyrir ungviði að skipta um heimili og aðlagast nýjum eigendum, enda eru þau nær undantekning- arlaust að yfirgefa móður sína og systkini þegar þau koma heim til okkar. Misjafnt er eftir tegundum hversu viðkvæm dýrin eru fyrir flutningum og breytingum, en hvolp- ar og kettlingar eru til dæmis við- kvæmari en svokölluð búrdýr, til dæmis fuglar og nagdýr. Allar venjulegar íslenskar fjöl- skyldur eru ákaflega spenntar og uppteknar í kringum jólin og þess vegna er jólatíminn mjög óheppileg- ur til að bæta nýjum meðlimi við fjöl- skylduna. Hvolpar og kettlingar þurfa mikla umönnun og athygli fyrstu dagana og vikurnar eftir að þeir koma á nýtt heimili og á aðlög- unartímanum þurfa þeir að fá ástúð og óskipta athygli nýju fjölskyld- unnar. Spennandi jólaskraut Bæði hvolpar og kettlingar líta á jólaskraut sem spennandi dót til að leika með, en ólíklegt er að eigendum þyki það jafngóð hugmynd að afþrey- ingu. Í gæludýraverslunum er til úði (t.d. Bitter Bite) sem menn með venjulegt lyktarskyn finna ekki lykt af en hundum og köttum finnst skelfilega vond. Ef ung dýr eru á heimilinu er mælt með því að úða þessu efni á jólaskraut sem dýrin gætu náð til. Það gefur augaleið að þeir sem hafa reynslu af því að heim- ilisdýrin narti í jólaskrautið geta nýtt sér þetta ráð líka. Þeir sem ekki vilja kaupa tilbúið efni geta búið til eigin blöndu sem samanstendur af vodka, sítrónusafa og tabaskó-sósu. Þessu efni þarf að úða á það skraut eða plöntur sem dýrin eiga ekki að narta í. Þess má geta að jólastjarnan, blómið sem skreytir mörg íslensk heimili í kringum jólin, inniheldur eiturefni sem valdið geta alvarlegum meltingartruflunum hjá dýrum og því er snjallt að úða líka í kringum jólastjörnuna. Jólamáltíð gæludýrsins Meltingarfæri gæludýra eru alla jafna fremur viðkvæm. Þess vegna er ekki ráðlegt að gefa dýrunum jóla- steik í stað venjulegs fóðurs þótt okk- ur langi að leyfa þeim að taka þátt í jólahaldinu. Þeir sem vilja gera dýr- unum sínum dagamun geta til dæmis hellt pínulítilli sósu útá venjulegt fóð- ur gæludýrsins á aðfangadag eða jóladag. Hæfilegt er að miða við að auka- fóðrið (t.d. rjómi eða sósa) nemi um 10% af fóðri dýrsins. Of mikið góð- gæti gæti auðveldlega valdið alvar- legum meltingartruflunum með til- heyrandi niðurgangi og óþægindum sem ekki eru beinlínis í anda jólanna. Ef gefa á gæludýrinu jólagjöf skiptir máli að gefandi hugi að for- sendum dýrsins. Ef um er að ræða búrdýr er vel við hæfi að setja ávaxta- eða grænmetisbita í búrið til hátíðarbrigða. Naggrís finnst kálblað betra en Barbie-dúkka og hundi finnst nagbein talsvert meira spenn- andi en innrömmuð mynd af sjálfum sér. Ef um er að ræða kött eða hund er í fínu lagi að pakka inn nagbeini, harðfisksbita eða leikfangi í jóla- pappír. Ef harðfiskur eða annað lykt- arsterkt góðgæti er í pakkanum, er sérstaklega mælt með því að heim- ilisfólk feli hann þar sem dýrið nær ekki til, þar til að því kemur að opna pakkana. Annars er viðbúið að allir jólapakkarnir verði sundurtættir áð- ur en jólin ganga í garð, enda er lykt- arskyn dýra næmara en okkar mannanna og hugmyndir þeirra aðr- ar en okkar um jólahald og jólagjafir. Ef ætlast er til þess að hundur eða köttur taki sjálfur utan af „vellykt- andi“ jólagjöf er mælst til þess að ekki sé notað of mikið af límbandi eða skrautborðum utanum pakkann, enda gæti dýrið gleypt skrautið í hita leiksins og þar með eyðilagt jóla- stemmninguna. Áramótin reynast sumum erfið Jólin eru hátíð margra dýra miðað við áramótin, þótt ekki öll dýr fái þá athygli sem þau eiga skilið í kringum jólin. Meðan við skemmtum okkur við að sprengja upp flugelda og tí- volíbombur engjast mörg gæludýr sundur og saman í ólýsanlegri hræðslu. Mjög fá gæludýr átta sig á ham- ingjunni sem fylgir því að kveikja í flugeldum og skapa þann óskap- arhávaða sem fylgir áramótunum. Flest verða yfir sig skelkuð og dæmi eru um að þau hafi hreinlega dáið úr hræðslu. Ég fæ alltaf angistarkast þegar ég sé vel hífað fólk mæta með hundinn sinn á áramótabrennu, því ég þykist vita að hundinum líði tals- vert verr en eigandanum og finn verulega til með honum. Við getum auðveldað dýrunum okkar lífið um áramót og þeir sem eiga búrdýr, t.d. fugla og nagdýr, geta til dæmis breitt þykkt teppi yfir búrið um tveimur klukkustundum fyrir miðnætti. Með því móti er bæði hægt að draga úr hljóði og ljósadýrðinni sem tilheyra áramótunum og blessuð dýrin hafa enga ánægju af. Ef fugla- eða nagdýrabúr er ná- lægt glugga er skynsamlegt að færa það fjær glugganum yfir áramótin og eins nálægt miðju hússins og hægt er, þannig að dýrið verði sem minnst vart við gauraganginn sem okkur fylgir. Margir gefa dýrunum sínum ró- andi lyf fyrir áramótin, ekki síst ef þau hafa sýnt mikil merki um hræðslu dagana fyrir áramót þegar menn eru að „prufukeyra“ flugeld- ana. Dýralæknar mæla oft með lyfja- gjöf á þessum tíma og gefa lyf sem hjálpa dýrunum að slaka á. Aldrei ætti að gefa gæludýrum lyf nema í samráði við dýralækni og gott er að ráðfæra sig við hann tímanlega, því hann mun örugglega ekki heyra í símanum þegar flugeldarnir fara á loft. Gæludýr á jólum Morgunblaðið/Árni Sæberg Það stafar tæplega mikil hætta af þessum jólaketti. Gæludýr eru vonlausasta jólagjöf sem hugsast getur. Þetta fullyrðir Brynja Tomer sem telur sig þó í hópi dýravina og hún rökstyður hér fullyrðingu sína, ásamt því að gefa gælu- dýraeigendum hugmyndir um það hvernig hægt er að gera dýrunum dagamun um jól og létta þeim lífið yfir áramótin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.