Morgunblaðið - 25.11.2005, Side 64

Morgunblaðið - 25.11.2005, Side 64
64 Jólablað Morgunblaðsins 2005 ÞETTA skemmtilega kvöld varð meðal annars til ein syndsamlega góð súkkulaðiterta sem hreinlega bráðnar uppi í manni og nokkrar tegundir af smákökum. Þar á með- al eru litlir snjóboltar með kanil sem gefur þeim skemmtilegt jóla- bragð, ljósar og dökkar samlokur með silkimjúkri súkkulaðifyllingu, appelsínublúndur með rjómasúkk- ulaðikremi, skemmtileg jólatré með hlynsírópi sem gefur þeim ný- stárlegan keim og stökkir súkku- laðibitar sem minna á hraunmola sem gægjast upp úr snjónum. Appelsínublúndur 50 g ljós púðursykur 1½ msk appelsínusafi 1 msk brætt smjör 2½ msk hveiti ½ tsk fínt rifinn appelsínubörkur Hitið ofninn í 200°C. Blandið saman púðursykri, appelsínusafa og bræddu smjöri. Hrærið saman við hveiti og rifnum appelsínuberki. Þegar frost er í lofti, ný- fallinn snjór leggur breiðu sína yfir borg og bæ og jólin nálgast er tilvalið að koma saman og baka fyrir jólin. Vinkonurnar Harpa Grímsdóttir og Sigur- björg Arnarsdóttir hitt- ust eina kvöldstund, bökuðu kökur og góð- gæti og komust í gott jólaskap í leiðinni. Morgunblaðið/Kristinn Jól í hverjum bita ofan á pappírinn og bakið við 180 °C í 10 mín., fjarlægið baunirnar og pappírinn og setjið aftur í ofninn í aðrar 10 mínútur. Kælið nú botninn. Fylling 5 dl rjómi 2 dl rifsberjahlaup tært 300 g suðusúkkulaði Setjið rjómann og rifsberjahlaupið í pott og hitið að suðu, takið af hellunni og brytjið súkkulaðið út í, hrærið vel og látið kólna í u.þ.b. 15 mín. Hellið fyllingunni í botninn og látið standa í ísskáp í um tvær klst. Þá má taka tertuna út og skreyta með berjum ef vill. í ísskáp í að minnsta kosti fjórar klst. eða yfir nótt. Setjið um eina tsk. af kremi á flötu hliðina á kökunni og leggið hinn helminginn á og þrýstið lítllega þannig að myndist samloka. Súkkulaðiterta Botn 300 g smjör (við stofuhita) 100 g hrásykur 1 tsk vanilludropar 60 g kakó 330 g hveiti Setjið smjör, sykur og vanilludropa í hrærivélarskál og hrærið vel saman þar til blandan verður létt og ljós. Bætið kakóinu út í og hrærið, hveiti bætt út í og hrært vel saman. Setjið deigið á smjörpappír og mótið í hring, geymið í ísskáp í u.þ.b. eina klst. Takið deigið úr ísskápnum og látið það bíða í u.þ.b. 10 mín. Setjið einnig smjörpappír ofan á deigið og fletjið út í stærri hring með kökukefli. Fjarlægið efri pappírinn, takið út- flatt deigið upp á neðri pappírnum og setjið ofan í formið. Aðlagið deigið að köntunum á forminu, má standa upp fyrir kantinn. Leggið nú hinn papp- írinn aftur yfir deigið í forminu og setjið þurrkaðar baunir eða hrísgrjón Setjið á bökunarplötuna með teskeið og hafið um 5 sm á milli. Bakið þang- ið til kökurnar eru orðnar ljósbrúnar eða í um 12–14 mínútur. Látið kökurnar kólna í nokkrar mín- útur áður en þær eru teknar af bök- unarplötunni. Krem 100 g rjómasúkkulaði 1 dl rjómi Brytjið súkkulaðið í bita og setjið í skál. Hitið rjómann í litum potti að suðumarki. Hellið yfir súkkulaðið og látið standa í hálfa mínútu áður en blandan er hrærð saman þar til hún verður mjúk og samfelld. Látið kólna Appelsínublúndur Stökkir súkkulaðibitar 125 g smjör 60 g suðusúkkulaði 125 g ljós púðursykur 1 egg 1 tsk vanilludropar 100 g hveiti 3 msk kakó ½ tsk matarsódi 75 g bolli flórsykur Setjið smjör og súkkulaði í lítinn pott og bræðið saman við lágan hita þangað til blandan er komin vel saman. Hellið súkkulaðiblöndunni í stærri skál og látið kólna lítillega, setjið púðursykurinn saman við og hrærið vel saman. Egg og vanilludropar síð- an sett út í blönduna og allt þeytt saman þangað til blandan er orðin létt og ljós. Sigtið saman hveiti, kakó og mat- arsóda. Blandið hveitiblöndu í skömmtum varlega saman við súkkulaðiblönduna og hrærið var- lega saman. Setjið filmu yfir deigið og inn í ís- skáp 1 klst. eða þangað til deigið er orðið stíft. Hitið ofninn í 190°C. Mótið litlar kúlur úr deiginu og veltið þeim upp úr flórsykri þannig að öll kúlan hylj- ist vel. Setjið kúlurnar á bökunarplötuna með u.þ.b. 5 cm millibili. Bakið kökurnar þangað til þær hafa lyft sér og flórsykurshúðin hefur sprungið, u.þ.b. 12 mínútur. Látið kökurnar kólna í nokkrar mín- útur á plötunni áður en þær eru færðar yfir á rist. Svart og hvítt 330 g hveiti 100 g sykur 240 g smjör 1 eggjarauða + eitt egg ½ tsk vanilludropar 3 msk kakó Hveiti og sykur sett í hrærivél- arskál, smjörinu bætt út í í tvennu lagi og hrært vel á milli, þar til deig- ið fer í mylsnu. Bætið út í eggjarauðunni og van- illudropunum, hrærið vel saman. Skiptið deiginu til helminga, og setjið kakóið út í annan þeirra. Hnoðið hvorn helminginn fyrir sig og mótið í aflangan ferning, gott að setja deigið í plastfilmu og móta það þannig. Setjið í ísskáp í u.þ.b. 30 mín. Takið ferningana út og kljúfið þá í fernt, þannig að úr verði fjórar dökk- ar og fjórar ljósar ræmur. Takið eggið og pískið í bolla, pensl- ið nú þá helminga sem eiga að leggjast saman, ljós, dökkur og dökkur, ljós (eins og taflborð) þann- ig að úr verða tveir ferningar. Setjið þá í ísskáp í 30 mín. Skerið ferningana í sneiðar með beittum hníf, raðið á plötu og bakið í 12–15 mínútur við 170°C. Hlynsírópskökur 150 g hrásykur 240 g smjör (við stofuhita) ½ bolli hlynsíróp 2 tsk vanilludropar 1 eggjarauða 400 g hveiti Sykur og smjör hrært saman þar til það verður létt og ljóst. Bætið þá við sírópi, vanillu og eggjarauðu og hrærið vel saman. Bætið hveitinu út í og hrærið vel. Setjið deigið í skál og geymið í ís- skáp, þar til það er vel kalt, helst yf- ir nótt. Hnoðið deigið og fletjið út, skerið út kökur og bakið í 10–12 mín. við 175 °C. Stökkir súkkulaðibitar. Svart og hvítt. Morgunblaðið/Kristinn Hlynsírópskökur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.