Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 66

Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 66
66 Jólablað Morgunblaðsins 2005 3 eggjahvítur salt 2 tsk ljós púðusykur Hitið ofninn í 200°C. Hakkið möndl- urnar með 225 g af flórsykri í mat- vinnsluvél þangað til þær eru orðnar mjög fínt hakkaðar. Bætið þá rest- inni af flórsykrinum saman við og blandið vel. Þeytið eggjahvíturnar með salti þangað til eggjahvítutopparnir mynda mjúka toppa. Bætið þá við sykrinum og þeytið þangað til eggja- hvíturnar eru orðnar stífþeyttar. Blandið möndlunum varlega saman við eggjahvíturnar með sleikju. Setjið tæplega eina tsk. af deiginu á bökunarplötuna með um 5 sm milli- bili. Bakið í sex til átta mín. Látið kólna á bökunarplötunni í um fimm mín. áður en þær eru færðar af plötunni. Súkkulaðifylling 1 dl rjómi 2 msk kakó 150 g suðusúkkulaði 150 g smjör Hitið rjómann að suðumarki í litlum potti. Takið þá pottinn af hitanum og setjið kakóið út í og hrærið vel sam- an. Súkkulaði og smjöri er bætt út í, allt hrært saman þangað til blandan er orðin mjúk og kekkjalaus. Bland- an er látin kólna við stofuhita og síð- an sett í kæli nokkrar klukkustund- ir. Kreminu er smurt á flötu hliðina á kökunni og önnur kaka sett ofan á til að mynda samloku. Hægt er að búa til hvítar makkarón- ur með því að sleppa kakóinu í kök- unum og setja hvítt súkkulaði í kremið í staðinn fyrir suðusúkkulað- ið. Kossar Franskar makkarónur Súkkulaði-pistasíubitar VIÐ munum öll eftir að hafa beðið jólanna með óþreyju. Sum okkar voru jafnvel byrjuð að telja dag- ana þegar skólaganga hófst að hausti. Við gripum til ótrúlegustu ráða til að reyna að færa jólin nær. Nóv- embermánuður fjar- lægður úr dagatali heimilisins í þeirri von að foreldrunum gæti yfirsést önnur merki um ótímabæra komu desember. Hlustað á jólalög í laumi því það þóttu helgispjöll að hlusta fyrir 1. desember. Í byrjun desember hófst svo biðin fyrir alvöru og hver dagur leið eins og vika. Þeg- ar aðfangadagur loks- ins, loksins, rann upp ætlaði klukkan aldrei að slá sex. Þá var reynt að útfæra göm- ul brögð og öllum klukkum heimilisins flýtt um tvo tíma. Í dag er þetta ekk- ert breytt, ef eitthvað er þá er biðin enn lengri þar sem áreitið hefst um miðjan októ- ber þegar verslanir fyllast af alls kyns glingri. Börnunum er hegnt fyrir slæma hegðun með hótunum um afskiptaleysi jóla- sveinanna, mörgum vikum fyrir komu þeirra og ekki líður að löngu þar til ekki er hægt að kveikja á útvarpinu án þess að þar ómi göm- ul og ný jólalög. En aldrei virðast þessi blessuðu jól ætla að koma. Hvað getum við gert til að stytta börnunum biðina? Ef börnin fá tækifæri til að taka þátt í jólaundirbúningnum styttir það bæði biðina og gerir undirbún- inginn skemmtilegri fyrir alla fjöl- skylduna. Við gætum verið búin að skipu- leggja næstu helgar þannig að börnin þurfa að leysa eitthvert áhugavert og skemmtilegt verk- efni sem tengist jólunum alla laug- ardaga og sunnudaga fram að jól- um. Þá geta þau talið dagana fram að þeim viðburði og þurfa þau því aldrei að bíða lengur en fimm daga. Við birtum hér nokkrar til- lögur að því sem er hægt að gera með börnunum helgarnar fram að jólum. Dagur 1 – piparkökuhús Piparkökuhús er eitthvað sem heillar langflest börn, bæði að búa þau til og borða. En piparkökuhús þurfa ekki að vera líkan af Hall- grímskirkju eða ævintýralegu heimili jólasveinsins til að börnin hafi gaman af þeim. Börnum finnst nefnilega ekkert skemmtilegra en að sýna öðrum það sem þau hafa verið að fást við. Skakkt og skælt hús er alveg jafn gott á bragðið og önnur piparkökuhús og ekki síður fallegra, sérstaklega þegar börnin okkar hafa búið það til. Dagur 2 – jólakort Flestum börnum finnst gaman að föndra og getur því verið gaman að leyfa þeim að taka þátt í jóla- korta- og merkimiðagerð. Sumum börnum finnst nóg að setja einn jólastimpil á blað og brjóta saman á meðan önnur börn taka heila klukkustund í að teikna mynd á eitt jólakort. Það er eflaust til of mikils ætlast af börnunum að þau búi til öll kortin en þeim finnst örugglega gaman að fá að taka þátt í því og geta þá fengið að velja hver fær kortin sem þau hafa lagt vinnu sína í. Merkimiðagerð getur verið mjög einföld og kjörið fyrir þau yngstu að taka þátt í því. Dagur 3 – jólatré Flest skógræktarfélög landsins taka á móti bæði hópum og ein- staklingum sem vilja höggva sitt eigið jólatré fyrir jólin. Íslensku trén eru bæði barrmikil og falleg og finnst börnum mjög gaman að leggja í leiðangur með sög í för til að finna rétta jólatréð. Allar upp- lýsingar um hvar og hvenær má höggva jólatré er að finna á vefsíðu Skógræktarfélags Íslands, skog.is. Dagur 4 – krakkakonfekt Konfektgerð með koníak- slegnum döðlum og ristuðum hnet- um er ekki beinlínis heillandi fyrir börnin en aftur á móti er til mun einfaldari konfektgerð sem bæði hentar börnunum að framleiða og borða. Að búa til kúlur úr marsípani er álíka einfalt og að leira. Þegar kúl- urnar eru tilbúnar er gott að dýfa þeim í súkkulaðihjúp og raða þeim á plötu. Börnin geta svo skreytt súkkulaðihjúpuðu kúlurnar með því sem þeim finnst gott áður en hjúpurinn harðnar. Í skraut er hægt að nota hnetur, rúsínur, litað sykurskraut eða hvað sem ykkur dettur í hug. Þar sem ekki öll börn borða marsípan er líka gott að hjúpa piparkökukúlur og þurrkaða ávexti og svo skreyta á sama hátt. Dagur 5 – jólapappír Líkt og með jólakortin og merki- miðana getur verið gaman fyrir börnin að búa til sinn eigin jóla- pappír og er þá upplagt að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Því biðin er börnunum svo ósköp löng Fallegur jólapappír og merkispjöld, unnin af 7 ára dreng og tveimur 3 ára stúlkum. Morgunblaðið/Þorkell Skemmtilegt piparkökuhús sem 10 ára stúlka vann alveg sjálf frá grunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.