Morgunblaðið - 25.11.2005, Side 70
70 Jólablað Morgunblaðsins 2005
NÚ LÍÐUR að fyrstu jólunum í ára-
tugi sem þau Magni R. Magnússon
kaupmaður og kona hans Steinunn
Guðlaugsdóttir geta um frjálst höfuð
strokið fyrir verslunarönnum. Þau
seldu búð sína við Laugaveginn, Hjá
Magna, og hættu verslunarrekstri 1.
október sl. Við versluninni tók ungt
og áhugsamt fólk en vikurnar sem
liðnar eru síðan hafa þau Magni og
Steinunn að eigin sögn notað til að
taka til á loftinu á Laugaveginum og
koma öllu því sem þar var geymt í
íbúð sem þau hafa keypt sem
geymslu. Það mun víst ekki af veita
því Magni er einn öflugasti safnari
landsins. En hvernig skyldu allir des-
embermánuðirnir sem liðnir eru líta
út í minningunni?
„Desember var bæði skemmti-
legur og stundum ansi erfiður, sér-
staklega eftir að afgreiðslutíminn
lengdist,“ segir Magni. Blaðamaður
situr við borðstofuborðið á glæsilegu
heimili þeirra hjóna inn við Laug-
arnesveg og gerir sér gott af kaffi og
meðlæti því sem frú Steinunn hefur
borið á borð.
„Fyrst var bannað að hafa opið á
laugardögum. Fyrst eftir að við byrj-
uðum að versla á Laugaveginum kom
lögreglan og sagði: „Því miður,
Magni, það má ekki vera opið á laug-
ardögum nema fyrir minjagripaversl-
anir og blómabúðir.“
Skömmu seinna opnaði Kringlan
og þá mátti vera opið liggur við allan
sólarhringinn og þá komu líka sunnu-
dagsopnanir til skjalanna. Það hefur
farið illa með marga einyrkja að hafa
opið frá 10 að morgni til 10 að kvöldi
stóran hluta desember og sunnudaga
líka.
Áttu marga góða viðskiptavini
En í þessa áratugi sem við höfum
verið með verslun höfum við haft
skemmtilega og góða viðskiptavini
sem við söknum að sjálfsögðu en vit-
um jafnframt að þeir verða áfram hjá
ungu hjónunum sem tóku við versl-
uninni.
Þetta gekk nú svoleiðis fyrir sig áð-
ur í desember að á morgnana kl 9 fór-
um við Steinunn til heildsalanna til að
velja og kaupa inn og eins pöntuðum
við beint, þá gátum við skroppið á
sýningar erlendis og valið hluti. Síðan
var ös allan daginn, frá morgni til
kvölds. Það var mjög gaman þegar
við sáum jól eftir jól sömu andlitin,
mér eru minnisstæð mæðgin sem
komu ár eftir ár með lista yfir jóla-
gjafir, maður sá drenginn vaxa upp.“
Breyttust ekki jólagjafirnar á
þessu tímabili?
„Jú, á hverju ári komu nýir leikir
sem slógu í gegn. Lengi vel gátum við
keypt það sem var á markaðnum en
svo snerist dæmið við þegar leik-
urinn; Viltu vinna milljón, kom út. Ég
ætlaði að panta hann en Baugur sem
dreifði spilinu neitaði, þeir sögðu að
spilið færi aðeins í þeirra búðir. Það
er besta auglýsing sem ég hef fengið
þegar þetta komst í blöðin, þau sögu:
Magni fær ekki Viltu vinna milljón –
ekki einu sinni hálfa milljón. Þá
streymdu til okkar viðskiptavinir sem
voru að mótmæla þessum yfirgangi.
Tölvuspilin sem komu út 1982 voru
vinsæl og eru enn í sölu. Töfratening-
inn fengum við og seldum 8.200
stykki af honum áður en aðrir fengu
hann í sölu. Strákurinn okkar leysti
hann á tveimur mínútum, stóð úti á
götu og rétti teninginn að fólki allan
ruglaðan. Spilin hans Muggs seldust
alltaf vel og eins fornmannaspilin.
Hillary Clinton fékk sér t.d. forn-
mannaspil handa Bill, það hefur von-
andi haft ofan af fyrir honum.
Skemmtilegt var líka þegar þeir
sem komu til okkar sem börn að
komu með eigin börn til að sýna þeim
manninn sem seldi þeim spil í gamla
daga.“
Hóf safnaraferilinn 7 ára
Magni hóf feril sinn sem safnari 7
ára gamall þegar föðurbróðir hans
gaf honum þvottaefnispakka fullan af
frímerkjum. Árið 1964 stofnaði hann
Frímerkjamiðstöðina með tveimur
félögum og var með þeim í 15 ár, þá
seldi hann sinn hlut og fór að versla
með konu sinni, það var árið 1980.
„Smám saman vatt þetta upp á sig
og við fórum að selja spil af öllu tagi,
það var nauðsynlegt, þegar sjón-
varpið kom eyðilagði það endurnýjun
á safnarastofninum.“
En hvernig leggst hin nýja skipan
mála í Magna?
„Mér finnst þetta jólastand byrja
alltof snemma. Áður fyrr þegar opið
var fyrsta laugardag til 4 þá hlökkuðu
allir til að fara í bæinn, en opn-
unartíminn varð svona langur alla
daga og þá breyttist allt og tilhlökk-
unin varð minni. Undanfarin jól hefur
dóttir okkar boðið okkur heim á jól-
unum, síðan höfum við farið heim og
ekki farið úr náttsloppunum, reynt
bara að hvíla okkur. En það var til-
valið að hætta fyrir þessi jól, ég á sjö-
tugsafmæli um þessar mundir.“
En hvað segir Steinunn um breyt-
ingarnar?
„Börnin okkar þrjú, Oddný Elín,
Guðmundur Haukur og Ingibjörg ól-
ust upp í þessu verslunarandr-
úmslofti fyrir jólin en það kom minna
að sök því maður var svo duglegur í
þá daga. Ég hélt í hina hefðbundnu
jólasiði, bakaði, bjó til konfekt og
gerði allt hreint út úr dyrum, gerði
allt eins og mamma.“
Steinunn er ekki óvön verslunar-
annríki í desember, faðir hennar var
hinn kunni kaupmaður Guðlaugur
Pálsson sem afar lengi verslaði á
Eyrarbakka.
„Við höfðum alltaf með svínasteik
eða pekingendur meðan börnin voru
heima og svo eplaköku á eftir, eins og
mamma hafði. Áður en börnin okkar
fæddust vorum við boðin til móður
Magna. Elsta dóttirin fæddist 1964,
29. desember,“ segir Steinunn.
„Hún kom mátulega inn í skatt-
skýrsluna,“ skýtur Magni inn í.
„Heimilið var mikið skreytt meðan
börnin voru lítil. Á jóladag vorum við
hjá Ingveldi systur minni sem hafði
jólatré á miðju gólfi sem allir gengu í
kringum. En svo fjölgaði börnum og
barnabörnum svo þessi siður lagðist
af.“
En skyldu þau hjónin og fjölskylda
þeirra spila mikið um jólin?
„Já, það hefur alltaf verið eitthvert
spil sem við höfum verið að spila, í
fyrra hjá dóttur okkar var spilað
Jenga,“ segir Magni.
„Oft kom fólk inn og vildi fá Lúdó
fyrir unglinginn sinn, en þá benti ég
gjarnan á önnur spil og svo kom við-
komandi kannski milli jóla og nýárs
til að segja hvað nýja spilið hefði sleg-
ið í gegn. Oft létum við spilastokk
detta í pokann hjá eldri konum og
sögðum: „Þetta er fyrir þig til að
leggja kapal.“
Notaleg jól hjá ömmu og afa
Það er greinilega margs skemmti-
legs að minnast frá verslunarárunum
en hvað skyldi koma upp úr dúrnum
ef spurt er um bernskujólin?
„Ég er alinn upp hjá afa og ömmu,
Guðmundi Gíslasyni og Oddnýju El-
ínu Jónasdóttur,“ segir Magni. „Hjá
þeim átti ég róleg og notaleg jól. Það
var skreytt jólatré með lifandi ljósum
og svo borðuðum við lambahrygg.
Amma var dugleg og ráðagóð, ég
man að einu sinni kviknaði í jóla-
trénu, húm greip það og hljóp með
það fram á milligang og sló því utan í
þar til eldurinn slokknaði. Það var
aldrei panik í ömmu. Afi sagði mér
um hver jól söguna um manninn sem
öll áramót fór í helli, þar var pottur
fullur af gullpeningum og hann mátti
aðeins taka einn gullpening um hver
áramót. En ein áramótin hugsaði
maðurinn: „Það sér mig enginn
hérna,“ svo hann tók hnefafylli af
gullpeningum og þá breyttist gullið í
glóandi blý og brenndi höndina á hon-
um. Þetta gerði græðgin.
Ég bjó hjá ömmu og afa þar til ég
var 28 ára og giftist Steinunni. Lengi
bjuggum við á Laugavegi 70B, þetta
var lítil íbúð, ein stofa og eldhús, ég
svaf inni hjá ömmu og afa og var þar
með lítið skrifborð þar til ég gifti mig
og leið mikið vel. Þá voru afi og amma
á níræðisaldri. Þau voru síðast á Elli-
heimilinu Grund. Amma bað mig þess
lengstra orða að vera góðan við Stein-
unni.“
Og var hann góður við þig? spyr ég
Steinunni.
„Já, mjög góður,“ segir hún og
brosir.
Magni segist snemma hafa farið að
selja blöð og fljótt átt sinn viðskipta-
mannahóp.
„Skattskrána seldi ég líka, hún var
gefin út og var rándýr, ég fékk eina
fría fyrir hver 20 eintök. Ég fór í fyr-
irtæki og tók áskrift fyrirfram og
náði þannig mikilli sölu.“
Það hefur sem sagt snemma
beygst krókurinn.
Eftir að hafa unnið á Símanum fór
Magni í Samvinnuskólann 17 ára.
„Þeir vildu gera mig að kaupfélags-
stjóra að loknum prófum en ég
kvaðst ekki aðhyllast samvinnustefn-
una og fór í skurðgröft, kennurunum
til hrellingar.“
Magni fór því næst að vinna í
Landsbankanum og starfaði þar í
nokkur ár.
„Þeir buðu mér að verða útibús-
stjóri en ég hafði meiri áhuga á eigin
viðskiptum,“ segir Magni.
Þetta eru rúsínurnar okkar!
Bernskujól Steinunnar voru að
hennar sögn yndisleg.
„En ég var að hjálpa pabba í búð-
inni fyrir jólin,“ segir Steinunn. Hún
kemur úr stórum systkinahópi, næst-
yngst af 5 alsystkinum og líka eina
hálfsystur, sem er elst af hópnum.
„Ég man að einu sinni kom maður
inn í búð fyrir jólin að spyrja um rús-
ínur.
„Nei, því miður, það eru engar rús-
ínur til,“ sagði pabbi.
Þá opnaði ég skúffu og sagði:
„Þetta eru rúsínurnar okkar!“ Pabbi
varð að láta hann hafa kíló af rús-
ínum. Alltaf fyrir jólin lét pabbi mig
fara með sveskjur og súkkulaði til fá-
tæks fólks, ég man sérstaklega eftir
þýskum flóttahjónum sem voru ný-
lega búin að eignast barn. Konan gaf
mér að drekka ávaxtasafa, rauðan,
sem mér fannst svo góður að ég hef
aldrei gleymt honum.
Þegar ég var 8 ára byggði pabbi of-
an á búðina og þar bjuggum við svo
eftir það. Þá voru eldri systkinin öll
farin, bara einn bróðir og við tvær
systur vorum eftir. Svo fór bróðir
okkar og við systurnar vorum tvær
eftir, sváfum saman í herbergi.
Við fengum óskaplega fallegar
jólagjafir frá elstu alsystur okkar,
minnisstæðar eru mér dúkkur sem
hún hafði saumað og heklað föt á.
Við máttum aldrei hafa lifandi ljós
á jólunum, pabbi var svo eldhræddur.
Við fórum í kirkju, jólin voru guð-
rækilegri en þau eru nú.“
Jólin í ár verða með öðrum hætti en vant er hjá
þeim Magna R. Magnússyni og Steinunni Guð-
laugsdóttur. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við þau
um lok verslunarreksturs þeirra við Laugaveginn,
jólahald og margt annað úr lífshlaupinu.
Nú verða öðruvísi jól hjá þeim Steinunni og Magna. Myndin er tekin á heimili þeirra við Laugarnesveg.
Magni og Steinunn nýgift árið 1964 á Eyrarbakka.
Öðruvísi jól