Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 72

Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 72
72 Jólablað Morgunblaðsins 2005 HAFLIÐI Ragnarsson er einn þeirra sem reka Mosfellsbakarí og hefur nú hafið framleiðslu á kon- fekti undir eigin merkjum. Hann er bakari, konditor (tertugerð- armaður) og chocolatier (súkku- laðigerðarmaður), en í íslensku finnast engin orð yfir tvo síð- arnefndu titlana sem þessi hæfi- leikaríki matreiðslumeistari og fyrrverandi liðsmaður í kokka- landsliðinu ber. „Súkkulaðinu fylgir mikil saga og menning,“ segir Hafliði. „Orð- fæðin er merki um að þessi menn- ing er ekki komin til Íslands og hér vantar skilning. Ímynd súkku- laðis er röng, konfekt og sælgæti er ekki sami hluturinn.“ Hafliði segist alltaf hafa haft gaman af jólunum og þeirri stemmningu sem myndast í kring- um þau. „Í dag tengi ég súkkulaði tví- mælalaust við jólin,“ segir hann og bætir við að í barnæskunni hafi súkkulaði verið nammi í hans huga en nú hafi það mun fágaðra yf- irbragð. „Súkkulaðisala er gríð- arleg um jólaleytið, bæði til gjafa og til nota á heimilunum.“ Fjölskyldufyrirtæki og eigin framleiðsla Hafliði talar um súkkulaði af virðingu og það er augljóst að hér fer fagmaður. En hvenær ætli áhuginn á súkkulaðinu hafi kvikn- að? „Þegar ég var í konditornáminu vakanði áhuginn fyrir súkkulaði og sykri, fyrst aðallega í sambandi við að gera skreytingar, en síðan tók súkkulaðið völdin. Það er svo gam- an að binda það með öðrum bragð- tegundum og búa til dæmis til tert- ur og konfektmola,“ segir hann. „Þetta hefur þróast sterkt hjá mér síðan í náminu. Ég byrjaði strax þar að sækja námskeið og svo vann ég hjá súkkulaðifyrirtæki í Dan- mörku. Síðan varð ekki aftur snú- ið.“ Mosfellsbakarí er sannkallað fjölskyldufyrirtæki og foreldrar Hafliða, hann sjálfur, systir hans og eiginkona koma öll að rekstr- inum. „Móðir mín og faðir stofnuðu bakaríið en ég var alltaf viðloðandi það. Svo byrjaði ég fyrir tveimur árum að þróa mína eigin línu af súkkulaði undir merkinu HR chocolatier,“ segir hann. „Ég er kominn mjög vel á veg með það. Þar fæst ég við konfektgerð og konfektið er hægt að kaupa í bak- aríunum okkar í Mosfellsbæ og á Háaleitisbraut, í Fríhöfninni, Kon- fektbúðinni í Kringlunni, Vínberinu á Laugaveginum og fleiri stöðum. Svo er ég til dæmis í samvinnu við VOX restaurant á Nordica hóteli.“ Endalaust hægt að leika sér með súkkulaði Hafliði á ekki í vandræðum með að útskýra hvað gerir súkkulaðið svona spennandi viðfangsefni. „Það er fjölbreytileikinn og möguleikarnir sem það býður upp á. Þú getur búið til páskaegg eða eitthvað með fyllingu, þú getur bú- ið til köku eða mousse, súkku- laðisósu á ís eða notað súkkulaði með fiski eða kjöti,“ segir hann brosandi. „Það er endalaust hægt að leika sér með súkkulaði.“ Matvöndu blaðakonuna grunar eitt augnablik að fagmaðurinn sé að stríða henni en sér svo að hon- um er fúlasta alvara. Hún sér þó ekki fyrir sér hvernig megi mat- reiða súkkulaði með hefðbundnum hversdagsmat eins og kjöti eða fiski, en það er greinilega hægt að nota súkkulaðið í nánast hvað sem er. Forvitin spyr hún hvað sé í uppáhaldi. „Þegar maður er farinn að hugsa um þetta af alvöru veltir maður fyrir sér karakterum í súkku- laðinu,“ segir Hafliði. „Það er til súkkulaði frá Madagaskar sem hef- ur ofsalega skemmtilegt bragð. Kakóbaunir sem koma þaðan hafa mjög ávaxtaríkt bragð og súkku- laðið sem ég á við er um 64 pró- sent. Það dettur mér fyrst í hug, því mér finnst gaman að binda aðr- ar bragðtegundir með því. Það byggir vel upp undir þær og það er góður styrkur í því. En svo eru auðvitað margar aðrar æðislegar til.“ Hafliði útskýrir að með prósentu eigi hann við hve hátt hlutfall af innihaldi súkkulaðisins sé kakó- baunir. „Restin af hráefnunum er þá yf- irleitt sykur, bindiefni og kannski smávanilla,“ segir hann. „Prósent- an segir í sjálfu sér ekkert um gæðin og þú getur verið með súkkulaði sem er 70 prósent en lé- legt af því að uppskeran af kakó- baununum var ekki góð. Eftir því sem prósentan er hærri finnurðu meira kakóbragð og fyrir suma er það merki um meiri hollustu en það er ekki rétt. Annars skiptir smekkur manna auðvitað mestu máli og hann er að sjálfsögðu mjög misjafn.“ Molinn lítill en fullur af bragði Hafliði kann enga skýringu á að konur eru yfirleitt hrifnari af súkkulaði en karlar. „Þær virðast stundum fá meira út úr því að fá sér súkkulaði en karlar og það er bara gaman að því,“ segir hann hlæjandi. „Þegar þú færð góðan súkkulaðimola er eins og öll skilningarvitin beinist að því sem þú ert að borða. Allt í kringum þig hverfur og þessi stutti tími þar sem þú getur lokað á allt annað er það sem gerir súkkulaðið að svona yndislegri vöru.“ Hafliði notar sterk lýsingarorð þegar hann talar um súkkulaði og tekur undir að súkkulaðið sé sálu- hjálp. „Ja, maður getur alveg gleymt sér. Það sem gildir er að njóta molans virkilega, „less is more“, segir hann. „Konfektmolinn er lítill en hann er fullur af bragði. Maður á að njóta hans vel, leyfa honum að bráðna í munninum og finna allt bragð hans.“ Það er skemmtilegt að spjalla við Hafliða um þetta áhugamál hans og að lokum lýsir hann því hvernig andrúmsloftið í bak- aríunum breytist fyrir jólin. „Það er í rauninni öllu umturnað. Við erum að búa til smákökur, „Stollen“, enska ávaxtaköku og fleira. Þetta er mikil breyting frá venjulegum dögum og strax snemma í nóvember byrjum við að leggja í ávaxtakökuna,“ segir hann. „Við steikjum líka laufabrauð, lykt- in verður önnur, við skreytum búð- irnar okkar mikið og allir eru í þessu góða skapi sem maður á að vera í í desember. Ekki veitir af.“ Góður súkkulaðimoli er gulli betri Hafliði Ragnarsson hefur ástríðu fyrir súkkulaði og talar um það af þekkingu og virðingu. Hann leiddi Hrund Þórsdóttur í allan sannleika um eiginleika súkkulaðis og gaf nokkrar girnilegar jólauppskriftir. Morgunblaðið/Árni Sæberg „Konfektmolinn er lítill en hann er fullur af bragði. Maður á að njóta hans vel, leyfa honum að bráðna í munninum og finna öll brögð hans,“ segir Haf- liði Ragnarsson, bakari, tertu- og súkkulaðigerðarmaður. TENGLAR .............................................. www.konfekt.is HAFLIÐI ætlar að reyna að halda nokkur námskeið í bakaríinu fyrir jólin og kenna fólki að meðhöndla ekta súkkulaði á einni kvöldstund. „Það sem er kannski erfiðast fyrir marga er að læra ákveðna meðhöndlun sem kallast temprun,“ segir hann. „Oft lendir fólk í að súkkulaði verður grátt og fleira en það er af því að súkkulaðið er ekki meðhöndlað á réttan hátt.“ Nánari upplýsingar um námskeiðin verð- ur hægt að nálgast á heimasíðunni www.konfekt.is, en þar verða kennd und- irstöðuatriði í konfektgerð og gefnar upp- skriftir að góðu konfekti til að búa til heima. Koníakstruffla 150 g rjómi 20 g hunang 100 g smjör 250 g dökkt súkkulaði, u.þ.b. 60% 80 g koníak Hitið rjóma og hunang að suðu og hellið yf- ir saxað súkkulaðið. Látið standa örlítið og hrærið svo varlega saman út frá miðju. Þegar blandan er komin vel saman og orðin kekkjalaus fer smjörið út í í litlum bitum og hrærist saman við. Því næst koníakið í 2–3 skömmtum. Látið kólna yfir nótt, mótið í kúlur með skeið eða höndunum og látið stífna aftur. Dýfið í dökkt súkkulaði og skreytið að vild. Veltið til dæmis upp úr kakói. Baileys-truffla 125 g smjör (mjúkt) 350 g hvítt súkkulaði Baileys, u.þ.b. 40 g (eftir smekk) Mýkið smjörið í hrærivél og bræðið súkku- laðið í örbylgju eða yfir vatnsbaði. Hellið súkkulaðinu varlega saman við smjörið og gætið þess að skafa niður í köntunum svo ekki myndist kekkir. Þegar blandan er orð- in jöfn setjið þið líkjörinn saman við og hrærið svo í blöndunni þar til hún er orðin hæfilega þykk til að sprauta. Setjið í sprautupoka með sléttri tjullu og sprautið á bökunarplötu með smjörpappír. Leyfið að stífna í 1–2 klst. Dýfið því næst í rjóma- súkkulaði og veltið upp úr súkkulaðispæni. Þessa uppskrift er auðvelt að leika sér með og gera önnur tilbrigði með því að skipta um súkkulaði og líkjör. Morgunblaðið/Árni Sæberg Girnilegar koníaks- og Baileys-trufflur. Mikilvægt að kunna að meðhöndla súkkulaði rétt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.