Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 76

Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 76
76 Jólablað Morgunblaðsins 2005 dimmara og kaldara sem það er úti, þeim mun meiri ljós og skraut og hlýja inni.“ Jólavefur Júlla Annar umfangsmikill jólavefur er Jólavefur Júlla, http://julli.is/ jolavefur.htm, sem settur var upp í fyrsta sinn 1999 og hefur verið end- urnýjaður á hverju ári síðan, en sam- kvæmt því sem fram kemur á upp- VERALDARVEFURINN er upp- lýsingaveita og þar má finna hvaðeina sem gagnast getur, eins við jólahald sem hvað annað. Ef leitað er á Emblu, leitarvél mbl.is, að orðinu jólahald kemur upp 691 síða, leitar- orðið jólavefur gefur 1.098 síður og ef aðeins er leitað að jól er niðurstaðan 266.662 síður. Jólavefur Salvarar Salvör Gissurardóttir, lektor í upp- lýsingatækni og tölvunotkun við Kennaraháskóla Íslands, er ákveðinn brautryðjandi í jólavefnaði á Íslandi, því tæpur áratugur er síðan hún hrinti úr vör þróunarverkefni um ís- lenska alþýðumenningu á vefnum sem fólst í tveimur jólavefjum sem settir voru upp fyrir jólin 1996. Ann- ars vegar var vefrit í um Grýlu og jólasveina og svo safn af greinum og kvæðum um jólahald. Vefurinn, sem er á slóðinni http:// jol.ismennt.is/, hefur verið endurnýj- aður reglulega síðan, til að mynda var sérstökum köflum bætt inn í hann um þá Halldór Pétursson og Þorstein Ö. Stephensen, sem Salvör segir hafa átt mikinn þátt í að móta þá ásýnd jólasveina sem blasti við íslenskum börnum á öðrum og þriðja ársfjórð- ungi síðustu aldar. Mikið efni er að finna á vefnum, fjallað ítarlega um Grýlu og jólasvein- ana hennar, birtar myndir sem sýna hvernig þeir hafa þróast í áranna rás, ýmis jólakvæði og greinar eftir fjöl- marga höfunda um sitt hvað sem við- kemur jólahaldi og sögu þess, en Sal- vör segist reyna að uppfæra vefinn á hverju ári og hefur undanfarin ár allt- af bætt við Grýluannál ársins, sem hún segir mælikvarða á tíðarandann og stöðuna í samfélaginu hvernig Grýla og jólasveinar birtist okkur. Salvör segist ekki gera sér grein fyrir því hve mikið efni sé á vefnum hennar eða hvað síðurnar séu marg- ar. „Ég myndi heldur ekki hafa beint áhuga á að vita hvað þær eru margar, eina sem ég pæli í er að þeim fjölgi.“ Hún segist hafa tekið eftir því í gegnum árin að margir þeir sem mestan áhuga virðast hafa á vefnum séu Íslendingar búsettir erlendis eða fólk af íslenskum uppruna, en útlend- ingar sem hafa áhuga á að kynna sér íslensk jól skoði vefinn einnig mikið. „Ég reyni að halda mig eingöngu við íslenska jólamenningu, hvernig sem við skilgreinum það nú, og ég reyni að fá efni sem ekki hefur verið formlega gefið út, ég held að þjóðarsálin og al- þýðumenningin birtist hvergi eins vel og í því hvernig við höldum jól og það breytist frá ári til árs eins og öll okk- ar menning.“ Salvör segir að margir hafi lagt sér lið og bent sér á áhugavert efni. „Ég er enginn sérfræðingur í þjóðháttum en hef oft leitað til fræðimanna og spurt um jólasiði, jólamat og þjóð- háttafræði og fengið mörg góð ráð og gífurlegan fróðleik og oft greinar og pistla sem ég hef fengið leyfi til að birta á vefnum,“ segir hún og bætir við að hún hafi reynt að hafa sýn- ishorn af sem flestu íslensku jólaefni og oft leitað til rithöfunda og lista- manna og tímarita og bókaútgáfa um efni. „Ég er afar þakklát fyrir að fá leyfi til að birta efni á jólavefnum mínum og vona að hann geti orðið hugmyndabrunnur fyrir aðra sem seinna semja og endursemja nýjar jólasögur og nýja söngva.“ Salvör segist mikið jólabarn, sér finnist frábært að mæta skammdegi og myrkri vetrarins með því að lýsa upp allt, „ekki síst að lýsa upp sálina og skreyta og fegra umhverfið og slá í takt með hrynjandinni í náttúrunni, ekki endilega eins en í samhljómi, því hafssíðu hans er hann uppfærður daglega í jólamánuðinum. Gríðarlega mikið er af efni á vefn- um, síðurnar skipta hundruðum og sumar býsna langar. Mikið er af fróð- leik um jólahald og -siði, einnig sögur sem Júlíus Júlíusson, eigandi vefj- arins, hefur samið margar sjálfur, jóladagatal, uppskriftir að jólamat, -kökum, og smákökum, saga jólakorta og jólatrjáa og svo má lengi telja. Júlíus Júlíusson segir að mikill tími og skemmtilegur fari í að uppfæra vefinn og halda honum ferskum og eftir miðjan nóvember og fram að jól- um sitji hann gjarnan við þegar aðrir heimilismenn eru sofnaðir. Hann seg- ist líkast til eyða í vefinn 100–140 vinnustundum frá miðjum nóvember fram að jólum. „Fyrri partur tímans fer í að uppfæra og bæta inn nýju efni, bæði sem ég hef fengið sent og hef fundið sjálfur yfir árið en þegar komið er fram í desember snýst vinn- an að mestu leyti um að uppfæra dagatalið með nýju efni í hverjum glugga og getraun fyrir fjölskylduna með góðum vinningum sem sama bókaútgáfan gefur fyrir hver jól. Síð- an fer mikill tími í að svara fyr- irspurnum og bréfum frá börnum á öllum aldri, en stundum berst á ann- að hundrað bréfa á dag.“ Eins og fram kemur hefur Júlíus haldið vefnum úti í nokkur ár. Hann segist verða var við það að smekkur fólks og siðir séu nokkuð breytilegir þó flest sé í föstum skorðum. „Það sem ég tek þó mest eftir, sérstaklega sl. tvö ár, er að fólk vill nýta aðvent- una betur, vill hægja á sér og njóta hennar og talar um að jólin komi þó svo ekki sé allt tilbúið. Annað sem ég hef líka tekið eftir, og hef gaman af, er að ungt fólk, sem er jafnvel að byrja búskap, spyr talsvert um gamla siði sem það hefur kannski ekki upp- lifað en heyrt af og jafnvel lesið um á vefnum.“ Júlíus segist mikið jólabarn og hafi verið alla tíð. „Mér finnst líka mik- ilvægt að við höldum í gamla siði, þó að það sé hið besta mál að taka upp nýja siði. Jólamenningararfurinn er afar verðmætur og þeim fækkar sí- fellt tilefnunum sem við höfum til að finna okkur sjálf og tengjast hinu góða í okkur. Þess vegna eigum við að njóta jólatímans vel, safna í sarpinn og taka með okkur jólaorkuna fram á vorið. Við eigum að læra af jólatím- anum hvernig við eigum að vera já- kvæðari á öðrum tímum ársins og megum ekki vera feimin við að vera væmin, ef svo má að orði komast.“ Jól á vefnum Morgunblaðið/Sverrir Salvör Gissurardóttir heldur úti jólavefnum jol.ismennt.is. EFTIR ÞVÍ sem tækjunum fjölg- ar á heimilinu verða handtökin fleiri við að halda utan um allt saman, lesa af myndavélum og skönnum. Það er lítið mál að taka jólamyndirnar á nýju staf- rænu myndavélina, en vandast málið þegar á að skoða þær, sýna öðrum eða prenta þær út. Til er grúi af hugbúnaði sem auka á mönnum leti þegar stafrænar myndir eru annars vegar, en bæði er að slíkur hugbúnaður er dýr og svo hitt að hann er oftar en ekki snúinn viðureignar, svo snúin jafnvel að notandinn er engu nær. Hewlett Packard, HP, hefur farið þá leið að láta sama hug- búnaðinn fylgja öllum mynd- tengdum vélbúnaði, stafrænum myndavélum, skönnum og prent- urum og nú í seinni tíð líka tölv- um. Hugbúnaðurinn heitir Image Zone og er ætlaður til að auð- velda fólki að fást við myndir hvort sem þær eru fengnar yfir Netið, í stafrænu myndavélinni eða skannanum. Þegar hugbúnaðurinn er ræst- ur á tölvu viðkomandi í fyrsta sinn les hann upplýsingar um all- ar myndir á tölvunni og flokkar þær sjálfkrafa eftir dagsetn- ingum. Möppurnar, sem eru sýndarmöppur, þ.e. aðeins sýni- legar inni í forritinu, getur not- andi nefnt að vild og einnig sýsl- að með dagsetningar á myndunum ef vill. Með Image Zone má þannig lesa inn myndir úr stafrænni myndavél, lagfæra þær á einfald- an hátt, til að mynda með því að lýsa þær eða lagfæra rauð augu. Það síðastnefnda er gert þannig að myndin er lesin inn, valið að eiga eigi við rauð augu og þá er nóg að fara með bendilinn yfir augað og smella til að það sé lag- að. Eins má breyta birtu- stillingum, litamettun og þar fram eftir götunum, en Image Zone gerir nokkra tillögur um hverja breytingu og síðan velur notandinn þá þeirra sem hann kýs að nota. Hægt er að raða myndum sam- an í syrpu sem síðan er sýnd við tónlistarundirleik, hægt er að tengja ákveðin lykilorð við mynd- ir. Einfalt er líka að deila mynd- um með öðrum, til að mynda senda myndir til ættingja eða vina, en hægt er að senda mynd í gegnum kerfi HP sem vistar myndina á vefsíðu í mánuð. Geta þá allir sem fengu sendan tengil á síðuna farið þar inn og skoðað myndina eða myndirnar, því senda má margar myndir í einu, sótt þær eða prentað út að vild. Hægt er að senda myndir á milli í fullri upplausn, en sá sem fer inn á síðuna sér bara þær myndir stórar sem hann kýs sjálfur, ekk- ert vesen með fylgjur eða mis- munandi hugbúnað á tölvu send- anda og viðtakanda. Með Image Zone hugbún- aðinum fylgja ýmis sniðmát til að gera bæklinga, myndaalbúm, dagatöl, dreifibréf og svo má telja - notandinn velur þá mynd eða myndir sem á að nota, en síð- an leiðir hugbúnaðurinn hann áfram í verkefninu. Einnig er hægt að lesa myndir inn í vefal- búm sem Snapfish.com, sem er í eigu HP, en þar má geyma ótak- markað af myndum í ár í senn. Image Zone hjálpar líka til við að brenna myndir á geisladiska. Eins og getið er fylgir Image Zone myndavélum, skönnum og prenturum frá HP, en það er einnig hægt að kaupa búnaðinn á vefsetri HP. Einnig er til einfald- ari ókeypis útgáfa af hugbún- aðinum sem heitir HP Photo- smart Essential. Stafræn hjálparhella Gómsæt, sykurskert súkkulaðikaka frá Kathi. Búin til á nokkrum mínútum úr sykurskertu bökunarblöndunni með hnetubragði en hnetunum er sleppt og bætt við uppskriftina á pakkanum: einu eggi, einni msk. af vatni og 25g af kakódufti. Allt hrært saman og sett í hringlaga kökuform. Bakað við 170˚. Á meðan kakan er heit er sykurskertri apríkósusultu smurt á milli botna og sykurskert súkkulaði mulið ofan á toppinn. (Ítarlegar leiðbeiningar er að finna á www.internet.is/novus). Fáðu þér hollari súkkulaðiköku sem er líka ljúffeng á bragðið, nammi, nammi og án rotvarnar- og litarefna. - einfaldlega gott! Au›vita› Söluaðilar: Hagkaup, Kringlan-Gripið & Greitt-Fjarðarkaup Kf.Hérðasbú-Nesbakki Neskaupstað-Vöruval Vestm.eyjum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.