Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 83

Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 83
Jólablað Morgunblaðsins 2005 83 ýmis mismunandi efni eru í tann- kremi sem sum geta eytt og skemmt silfrið, tannkrem er ekki annað en slípimassi fyrir tennur og hentar ekki fyrir silfur. Gulir trefjaklútar viðhalda gljáa En auk þess sem fyrr greinir get ég nefnt að ég eignaðist tuskur frá Enjo, náttúruvænar, sem hafa reynst mér vel. Þær eru í ýmsum litum og ég gerði tilraun með gular trefjatuskur, sem eru fægituskur. Engin efni eru í þessum trefjatuskum en ég get hald- ið við nokkuð lengi gljáa á silfri án þess að fægja það með því að þurrka léttilega yfir. Silver Wipes og trefjatuskur spila vel saman Mín 36 ára reynsla af silfri hefur kennt mér að best er að nota Silver Wipes í upphafi og halda svo gljáan- um við með trefjastuskum frá Enjo.“ Er hitaveituvatnið hættulegur óvinur silfurs? „Ekki vatnið kannski sem slíkt, það er ekki hitaveituvatnið sjálft sem er að ergja okkur, það er brenni- steinninn. Oft þegar maður kemur út má finna brennisteinslykt í loftinu, þá má beinlínis horfa á hvernig fellur á silfrið inni í hillu. Einnig hefur reykur af kertaljósum þau áhrif að það fellur á silfrið.“ Hvernig best er að geyma silfur En hvernig er best að geyma silfur til að sem minnst falli á það? „Aldrei að hafa plast næst því. Ef maður á ekki poka utan um silfrið, sérsaumaða, þá er best að vefja það í hreinan klút og síðan í plast eða pappír.“ Er hægt að hrúga silfri saman og geyma það svo í klút inni í plasti? „Nei, þá fer fíni glansinn. Betra er að hafa hlutina aðskilda. Nota má t.d. eldhúsrúllur, vefja hvern gaffal, te- skeið og hníf sér inn í pappír og síðan setja klút utan um allt saman og svo plast. Ég endurtek að plast má ekki liggja næst silfrinu.“ Hvers vegna? „Ástæðan er ofureinföld. Ég og maðurinn minn Logi Magnússon, en við rekum saman fyrirtækið Silf- urhúðun, höfum séð ótrúlega hluti, komið hefur verið með til okkar hluti sem vafðir voru inn í plast og búið var að geyma einhvern tíma. Það virkaði eins og ysta lagið á silfrinu hefði bein- línis bráðnað. Plastið getur greini- lega valdið einhverjum efnabreyt- ingum sem ég kann ekki skil á en hef séð áhrifin af. Þessar efnabreytingar valda sem sagt skemmdum á ysta laginu og þar með á gljáanum.“ Silfurplett á að geyma eins og silfur En á að geyma silfurplett eins og silfur? „Silfurplett er hlutur húðaður með hreinu silfri svo það er nákvæmlega sama aðferðin sem hentar til geymslu á því.“ Hvenær er ástæða til að hlutir fari til silfurhúðunar? „Þegar silfurhúðin er farin af í blettum eða hefur eyðst verulega. Þá koma fram málmar í ýmsum litum.“ Flesta málma er hægt að endurhúða Er hægt að húða alla hluti upp á nýtt? „Nei, ekki alla. Ekki er t.d. alltaf hægt að end- urhúða tin en oftast er það þó hægt. Aðra málma er í flestum tilvikum hægt að húða aftur.“ Er silfur á undanhaldi? „Við höfum séð ýmislegt í þeim efnum í gegnum árum, notkun silfurs dettur niður og kemur upp aftur. Núna er notkun á silfri orðin almenn- ari og jafnari en áður var, enda er fólk í ríkara mæli að erfa fallega hluti sem hafa tilfinningagildi fyrir það, sem þess vegna er haldið upp á og þeir varðveittir og endurnýjaðir eftir þörfum.“ Gljáfægð silfurkanna er augnayndi. Klapparstíg 44 - sími 562 3614 SÆNSK JÓLAVARA Silfur servíettuhringur Holtasóley Gull- og Silfursmiðjan Erna Skipholti 3 • sími 552 0775 • www.erna.is Servíettuhringur verður, ef guð lofar, smíðaður eftir nýrri teikningu fyrir hver jól. Hann leysir af hólmi jólasveinaskeiðina, en allar 13 skeiðarnar verða fáanlegar áfram. Kr. 4.900 Áttu leið í bæinn? – stæði fyrir alla ... svo í borg sé leggjandi Nú er einnig hægt að greiða fyrir stæði við stöðu- og miða- mæla í gegnum gsm-síma. Upplýsingar um skráningu á www.rvk.is/bilast Á bíl í jólaösinni í miðborg Reykjavíkur. Hvað má bjóða þér? Miðastæði, stöðumæli eða bílahús. Viltu greiða með korti eða krónum, eða kannski gsm símanum þínum? Tímamiðar úr miðamælum gilda áfram þegar lagt er við stöðumæli innan sama gjaldsvæðis. Ótakmarkaður tími býðst á stöðu- mælum í miðborginni. Í desember verða bílahúsin opin klukkustund lengur en verslanir í miðborginni. Gleðilega aðventu! N æ st
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.