Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 86
Í HINNI nýju verslun Blómavals í
Skútuvogi 14 í Reykjavík starfar Óm-
ar Ellertsson við blómaskreytingar.
Alltaf koma fram nýir straumar í
blómaskreytingum, tískan hefur þar
völdin eins og víðar. En hvað skyldi
bera hæst í blómaskreytingunum
þetta árið?
„Tískan í blómaskreytingum helst
talsvert í hendur við fatatískuna. Á
hverju ári eru ákveðin „trend“ í þess-
um efnum,“ segir Ómar.
Bollywood
„Í fyrsta lagi má nefna hina sígildu
jólaliti, – rautt, grænt og hvítt. Í öðru
lagi er það svo Bollywood, þar ráða
sterkir litir ríkjum og öllum litum er
blandað saman. Þessa stefnu má
rekja til Indlands eins og nafnið gef-
ur til kynna.
Í þriðja lagi má nefna vetrar-
„trendið“ svart og hvítt og með þeim
litum eru hafðar „frosty“ skreyt-
ingar. Í fjórða lagi nefni ég „elegant
jól“, í því „trendi“ eru notaðir litirnir
landgrænt, kremað og gyllt með kop-
arívafi. Í ár höfum við blómaskreytar
unnið mikið með rauða litinn en
mestu nýjungarnar eru skreytingar í
svörtu og hvítu.“
Er það vinsælt?
„Já, það hefur vakið mikla athygli
og það er mikil sala í þeim litum. Allt
það sem er öðruvísi fær alltaf mestu
athyglina.“
Hefur svart verið notað áður í jóla-
skreytingar?
„Nei, ekki svo ég viti, a.m.k. ekki á
Íslandi. Í kertum í ár er mesta salan í
rauðu, hvítu og svörtu.“
Hvaða efni eru vinsælust?
„Kúlur í öllum stærðum, frostrós-
ir, fuglar og fjaðrir.“
Eru borðarnir inni núna?
„Nei, þeir sjást minna, en aftur á
móti vír, perlukeðjur og fjaðrir af
fuglum í öllum litum.“
En hvað með mosann og köngl-
ana?
„Mosar og könglar eru eitt af því
sígilda og tilheyra hinu klassíska
jólatrendi.“
Hvað með jólatréssöluna?
„Jólatrén okkar í ár eru flest
dönsk, mesta salan er í Norðmans-
þini og furu, – hún hefur aukist und-
anfarin ár furusalan. Einnig erum við
með talsvert af íslenskum trjám.“
Hvað með gervitré – eru þau mikið
keypt?
„Já, það nýjasta á þeim vettvangi
eru hvít tré, speglatré og fjaðurtré
með ljósleiðurum, þá skipta grein-
arnar litum í sífellu.“
Meiri glamúr og gleði núna
Er jólaskrautið í ár eitthvað veru-
lega frábrugðið því sem við höfum
séð að undanförnu?
„Það er meiri glamúr og gleði núna
í jólaskrautinu en verið hefur. Mikið
er um gegnsæjar kúlur og glerdropa.
Englahárið er að koma inn aftur.“
Hvað er að frétta af seríum?
„Það er margt nýtt í boði í útiserí-
um. Nú er hægt að fá seríur sem
hægt er að bæta við seríum eftir
þörfum. Þessar útiseríur kallast Exc-
el-seríur og eru mjög sniðugar, eink-
um fyrir þá sem vilja breyta til og
bæta við ljósum eftir þörfum. Þá má
nefna nýja tegund af seríum sem
kallast LED-seríur, þær eru hvítblá-
ar og bláar og bera skært ljós.
Inniseríur eru til í gífurlegu úrvali
og mjög vinsælar eru þær sem nota
má allt árið. Ljós gefur okkur hlýju
og rómantík í umhverfið.“
Kaupir fólk mikið af lifandi blóm-
um?
„Já, það kaupir bæði blóm í pott-
um, svo sem jólastjörnur og nóv-
emberkaktusa, í ýmsum litum og
einnig afskorin blóm, þar er mest
keypt af túlípönum, amaryllis og rós-
um. Fólk býr sjálft til jólaskreytingar
úr lifandi blómum og þar er lauk-
blómið hýasinta langvinsælast.“
Fæst mikið af efnivið í skreytingar
hjá ykkur núna?
„Já, mjög mikið, sérstaklega mikið
þetta árið,“ sagði Ómar.
Svart, hvítt og „frosty“ skreytingar.
Ómar Ellertsson við skreytingar í anda „elegant jóla“.
Glæsileg jólaskreyting.Þarna er svart aðalliturinn.
Jólaskreyting-
arnar í ár
Blóm og blómaskreytingar setja mikinn svip á jól
nútímafólks. Blómaval hefur opnað glæsilega versl-
un í Skútuvogi 14. Guðrún Guðlaugsdóttir hitti þar
Ómar Ellertsson blómaskreytingamann og innti
hann eftir nýjustu straumun í jólaskreytingunum.
Hér ræður Bollywood ríkjum.Sígildir jólalitir í skreytingum.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ný tegund af gervijólatrjám með ljósum.
F.v.: Hilda Allansdóttir og Guðrún Ragnheiður Gilsdóttir við skreytingastörf.
86 Jólablað Morgunblaðsins 2005