Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 86

Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 86
Í HINNI nýju verslun Blómavals í Skútuvogi 14 í Reykjavík starfar Óm- ar Ellertsson við blómaskreytingar. Alltaf koma fram nýir straumar í blómaskreytingum, tískan hefur þar völdin eins og víðar. En hvað skyldi bera hæst í blómaskreytingunum þetta árið? „Tískan í blómaskreytingum helst talsvert í hendur við fatatískuna. Á hverju ári eru ákveðin „trend“ í þess- um efnum,“ segir Ómar. Bollywood „Í fyrsta lagi má nefna hina sígildu jólaliti, – rautt, grænt og hvítt. Í öðru lagi er það svo Bollywood, þar ráða sterkir litir ríkjum og öllum litum er blandað saman. Þessa stefnu má rekja til Indlands eins og nafnið gef- ur til kynna. Í þriðja lagi má nefna vetrar- „trendið“ svart og hvítt og með þeim litum eru hafðar „frosty“ skreyt- ingar. Í fjórða lagi nefni ég „elegant jól“, í því „trendi“ eru notaðir litirnir landgrænt, kremað og gyllt með kop- arívafi. Í ár höfum við blómaskreytar unnið mikið með rauða litinn en mestu nýjungarnar eru skreytingar í svörtu og hvítu.“ Er það vinsælt? „Já, það hefur vakið mikla athygli og það er mikil sala í þeim litum. Allt það sem er öðruvísi fær alltaf mestu athyglina.“ Hefur svart verið notað áður í jóla- skreytingar? „Nei, ekki svo ég viti, a.m.k. ekki á Íslandi. Í kertum í ár er mesta salan í rauðu, hvítu og svörtu.“ Hvaða efni eru vinsælust? „Kúlur í öllum stærðum, frostrós- ir, fuglar og fjaðrir.“ Eru borðarnir inni núna? „Nei, þeir sjást minna, en aftur á móti vír, perlukeðjur og fjaðrir af fuglum í öllum litum.“ En hvað með mosann og köngl- ana? „Mosar og könglar eru eitt af því sígilda og tilheyra hinu klassíska jólatrendi.“ Hvað með jólatréssöluna? „Jólatrén okkar í ár eru flest dönsk, mesta salan er í Norðmans- þini og furu, – hún hefur aukist und- anfarin ár furusalan. Einnig erum við með talsvert af íslenskum trjám.“ Hvað með gervitré – eru þau mikið keypt? „Já, það nýjasta á þeim vettvangi eru hvít tré, speglatré og fjaðurtré með ljósleiðurum, þá skipta grein- arnar litum í sífellu.“ Meiri glamúr og gleði núna Er jólaskrautið í ár eitthvað veru- lega frábrugðið því sem við höfum séð að undanförnu? „Það er meiri glamúr og gleði núna í jólaskrautinu en verið hefur. Mikið er um gegnsæjar kúlur og glerdropa. Englahárið er að koma inn aftur.“ Hvað er að frétta af seríum? „Það er margt nýtt í boði í útiserí- um. Nú er hægt að fá seríur sem hægt er að bæta við seríum eftir þörfum. Þessar útiseríur kallast Exc- el-seríur og eru mjög sniðugar, eink- um fyrir þá sem vilja breyta til og bæta við ljósum eftir þörfum. Þá má nefna nýja tegund af seríum sem kallast LED-seríur, þær eru hvítblá- ar og bláar og bera skært ljós. Inniseríur eru til í gífurlegu úrvali og mjög vinsælar eru þær sem nota má allt árið. Ljós gefur okkur hlýju og rómantík í umhverfið.“ Kaupir fólk mikið af lifandi blóm- um? „Já, það kaupir bæði blóm í pott- um, svo sem jólastjörnur og nóv- emberkaktusa, í ýmsum litum og einnig afskorin blóm, þar er mest keypt af túlípönum, amaryllis og rós- um. Fólk býr sjálft til jólaskreytingar úr lifandi blómum og þar er lauk- blómið hýasinta langvinsælast.“ Fæst mikið af efnivið í skreytingar hjá ykkur núna? „Já, mjög mikið, sérstaklega mikið þetta árið,“ sagði Ómar. Svart, hvítt og „frosty“ skreytingar. Ómar Ellertsson við skreytingar í anda „elegant jóla“. Glæsileg jólaskreyting.Þarna er svart aðalliturinn. Jólaskreyting- arnar í ár Blóm og blómaskreytingar setja mikinn svip á jól nútímafólks. Blómaval hefur opnað glæsilega versl- un í Skútuvogi 14. Guðrún Guðlaugsdóttir hitti þar Ómar Ellertsson blómaskreytingamann og innti hann eftir nýjustu straumun í jólaskreytingunum. Hér ræður Bollywood ríkjum.Sígildir jólalitir í skreytingum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ný tegund af gervijólatrjám með ljósum. F.v.: Hilda Allansdóttir og Guðrún Ragnheiður Gilsdóttir við skreytingastörf. 86 Jólablað Morgunblaðsins 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.