Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 92

Morgunblaðið - 25.11.2005, Page 92
92 Jólablað Morgunblaðsins 2005 ÞRÁTT fyrir að hafa búið mikið í London hefur Védís alltaf eytt jól- unum á Íslandi. „Ég er mikill Ís- lendingur í mér og finnst gott að vera heima, þá sérstaklega á jól- unum. Ég er mikið jólabarn, hef oft bakað og föndrað nokkuð fyrir jólin og legg mikla natni í að senda út jólakort. Jólin eru ákveðin tímamót á hverju ári þar sem maður þakkar fyrir sig og lítur yfir farinn veg, jólin eru svolítið tilfinningamál hjá mér og mér finnst þau fallegur tími.“ Eitt af því sem Védís bakar nokk- uð oft, og sérstaklega fyrir jólin, er gómsæt eplabaka sem hún sjálf þró- aði uppskriftina að. „Ég hef verið eplabökuaðdáandi lengi, ég prufaði mig áfram með ýmsar eplabökuupp- skriftir og á endanum fann ég út hvað þyrfti í hana svo bakan yrði eins og ég vildi. Eplabakan mín hef- ur öðlast miklar vinsældir innan fjöl- skyldunnar og víðar. Einu sinni bak- aði ég fullt af eplaböku úti í London, skar í sneiðar og frysti fyrir systur mína, sem ég bjó með, til að hún gæti alltaf fengið sér ef ég væri ekki til staðar til að henda í eina. Bakan er misjöfn eftir því hvernig skapi bakarinn er í en ég tileinka mér að gera hana aðeins í góðu skapi og þá verður hún betri fyrir vikið.“ Notaleg stemning Það er nóg að gera hjá Védísi fyr- ir þessi jól, þótt hún taki ekki þátt í geisladiskaflóðinu í þetta skiptið. „Hinn 10. desember ætlum við Ís- lensku dívurnar að halda jóla- tónleika, sem verða einnig okkar seinustu tónleikar. Við höfum komið saman fyrir jólin síðustu þrjú ár en núna er komið að lokapunktinum hjá okkur með þessum tónleikum sem verða einhverjir stærstu og glæsi- legustu jólatónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi,“ segir Védís og bætir við að það sé mikill hátíð- arbragur yfir því að syngja með dív- unum. Hótel Valhöll á Þingvöllum stend- ur fyrir villibráðarhlaðborði fyrir þessi jól og syngur Védís þar við undirleik fyrir matargesti. „Valdi- mar Kristjónsson spilar með mér og settum við lagalistann saman með það í huga að gera stemninguna notalega. Annað hvert lag verður jólalag en inn á milli koma gömul og falleg lög sem eiga eftir að falla vel í kramið hjá fólkinu. Þetta verður mjög róleg og þægileg tónlist sem við spilum, svolítið djössuð og jóla- leg.“ Villibráðarhlaðborðið er í umsjón Úlfars Finnbjörnssonar kokks. Gestir þess geta notið ljúfra tóna þeirra Védísar og Valdimars á föstu- dögum og laugardögum, fimm helg- ar í röð, fram að jólum. „Þetta byrj- aði 18. nóvember og mun ljúka 17. desember, ég verð þarna alla dag- ana nema 10. desember þegar ég syng með dívunum en þá mun Valdi- mar spila einn undir borðhaldinu.“ Védís segir það yndislegt að syngja jólalög, hún hafi hingað til ekki sungið undir svona borðhaldi en sé ánægð með að fá að koma fólki í jólaskap. Uppáhaldsjólalagið hennar er White Christmas í flutningi Franks Sinatra, hún syngjur það sjálf, á íslensku, fyrir matargesti í Valhöll. Að lokum gefur Védís lesendum uppskrift að vinsælu eplabökunni sinni. Eplabaka a la Védís (uppskrift að tvöföldum skammti) 1 stk gott skap 6 stór rauðgræn epli 10 dl hveiti 7 dl sykur 500 g smjörlíki kanilsykur vanilluís eða rjómi Epli skorin niður, söxuð frekar smátt, skellt í tvö eldföst mót og kanilsykri (u.þ.b. 1 bolli) stráð yfir og blandað vel saman svo kanilsykurinn nái að nudd- ast vel inn í eplin. Hveiti, sykri og smjörlíki blandað sam- an. Best er að gera þetta með hönd- unum annaðhvort beint á borði eða í mjög stórri skál. Hveiti bætt út í ef deigið er of blautt. Þetta á ekki að vera sérstaklega þétt deig, frekar meira kurl en deig. Þegar deigið er tilbúið er megninu af því blandað saman við eplin. Loks er afganginum af kurlinu stráð yfir eplablönduna í mótunum og ör- litlum kanilsykri stráð yfir. Þetta er svo bakað í ofni við 200°C með viftuna á þar til deigið er orðið aðeins brúnað. Venjulega tekur það um 20 mínútur. Borið fram með vanilluís eða rjóma. Morgunblaðið/Ásdís Jólin eru fallegur tími Védís Hervör Árnadóttir er ein af vinsælustu söngkonum þjóðarinnar. Undanfarin ár hefur hún dvalið mikið í London við tónsmíðar og numið þar upptökustjórnun og hljóðblöndun. Hún er nú komin með annan fótinn heim til Íslands og syngur fyrir gesti á villibráð- arhlaðborði á Þingvöllum yfir aðventuna. Védís segist hafa verið eplabökuaðdáandi lengi og að hún hafi fundið út uppskrift að böku nákvæmlega eins og hún vill hafa hana.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.