Morgunblaðið - 25.11.2005, Side 93

Morgunblaðið - 25.11.2005, Side 93
undirfataverslun, Síðumúla 3, sími 553 7355. Opið virka daga kl. 11-18, laugard. kl. 11-15 Jólagjafir Litir: Blár, bleikur. Verð 5.200. Litir: Blár. Verð 3.800. Litir: Blár, bleikur. Verð 6.600. Litir: Rauður, hvítur, ljósblár. Verð 7.400. Litir: Rauður, kóngablár. Verð 5.900. náttfatnaður Jólablað Morgunblaðsins 2005 93 HVAÐ er á seyði hjá fjölskyldu- ráði? „Fyrir undirbúning þessara jóla vill fjölskylduráð varpa þeirri spurningu til almennings hver sé sterkasta jólaminningin. Svörin við þessari spurningu eru kannski ekki eins ólík og margir gætu haldið, því það er nú einu sinni svo að flestar jólaminningar snúast um samveru fjölskyldunnar.“ Hver er saga fjölskylduráðs? „Fjölskylduráð var skipað í byrj- un árs 1998, í samræmi við þings- ályktun um mótun opinberrar fjöl- skyldustefnu og aðgerðir til að styrkja stöðu fjölskyldunnar, það á meðal annars að eiga frumkvæði að opinberri umræðu um málefni fjöl- skyldunnar.“ Og fyrir þessi jól ætlið þið sem- sagt að hvetja til umræðu um jóla- hald íslenskra fjölskyldna? „Já, fimmtudaginn 24. nóvember síðastliðinn stóð fjölskylduráð fyrir tveimur málþingum, einu á Ak- ureyri og öðru í Reykjavík, undir yfirskriftinni „Að neyta eða njóta jólanna“. Með málþingunum vildum við vekja fjölskyldur til umhugs- unar um jólahald. Í okkar huga snýst það nefnilega oftar en ekki um að fjölskyldur „neyti“ jólanna með áherslu á efnisleg gæði fremur en að þær „njóti“ jólanna með áherslu á samvistir fjölskyldunnar.“ Var einhver sérstök ástæða fyrir því að þessi dagur var valinn? „Já, 24. nóvember var sér- staklega valinn því þá var einn mánuður til aðfangadags jóla. Á þessum eina mánuði höfum við Ís- lendingar stundum farið hamförum við undirbúning jólanna. Við eyðum meiru í jólagjafir en efni standa til, við bökum fleiri smákökur en hægt er að koma niður, við borðum meira á öllum jólahlaðborðunum en við ætlum okkur, við teljum okkur jafn- vel trú um að ekki sé hægt að halda jólin hátíðleg nema skipta út eld- húsinnréttingunni og eyðum ótal klukkustundum í að gera heimilið það hreint að jafnvel geymslan er tekin í gegn á síðustu dögunum fyr- ir jól! Þetta er kannski gott og blessað en það má líka spyrja hvort ekki sé ástæða til að staldra við og skoða hvað skiptir okkur raunveru- lega máli á jólum. Er það nýja eld- húsinnréttingin? Varla.“ Bernskujólin rifjuð upp Hvað viljið þið að fólk leggi frek- ar áherslu á? „Á jólum leita á huga okkar minningar um jól fyrri tíma. Þá rifjar fólk upp bernskujólin og sterkustu jólaminningar flestra snúast um samveru með þeim sem skipta hvern og einn mestu máli.“ Og þið ætlið að safna jólaminn- ingum fólks? „Já við viljum stuðla að því að um þessi jól verði til góðar jóla- minningar hjá sem flestum fjöl- skyldum. Því höfum við opnað sér- staka jólasíðu á upplýsingavefsíðu félagsmálaráðuneytisins fyrir fjöl- skyldur í landinu (www.fjol- skylda.is) þar sem ætlunin er að safna saman jólaminningum frá fólki. Það er trú okkar að með því að safna saman jólaminningum og gera fólki kleift að skoða hvað öðr- um er minnisstæðast hvetji það aðrar fjölskyldur til að breyta hátt- um sínum á aðventunni og jólunum þannig að þær leggi áherslu á það sem flestir telja dýrmætast – að eiga tíma með fólkinu sínu.“ Semsagt fallegur fjölskyldu- jólaboðskapur? „Já, veltu fyrir þér þinni sterk- ustu jólaminningu og sendu hana til fjölskylduráðs. Nafn þitt þarf ekki að koma fram frekar en þú vilt. Kannski verður þín sterkasta jólaminning tengd breyttri hegðun, þegar maður hættir að neyta jólanna og fer að njóta þeirra.“ Hver er þín sterkasta jólaminn- ing? „Það var þegar við systurnar fór- um allar fjórar saman með pabba á Þorláksmessu og náðum í jólaölið, en það var að finna í ölgerð sem var á Rauðarárstíg. Mér er minn- isstæð lyktin þar inni og blái brús- inn sem pabbi hafði meðferðis til að láta tappa á hann jólaölinu og í sömu ferð var keyptur kassi af rauðum eplum og þetta ilmaði allt svo dásamlega. Í mínum huga gengu jólin í garð þegar við komum heim með þessar ilmandi birgðir. Þetta er ekki hægt lengur, nú fer maður í kjörbúð og kaupir innsigl- aða brúsa og epli í poka.“ Hefur þú sjálf búið til einhverja jólahefð? „Ekkert sem tengist þessari minningu en ég vil gjarnan leyfa mínum börnum að upplifa jólin á svipaðan hátt. Þannig að jólin séu römmuð inn með sérstökum hætti og því sýð ég alltaf hangikjötið fyr- ir jóladag á aðfangadag til að lyktin komi í húsið.“ Morgunblaðið/Ásdís Fjölskylduráð félagsmálaráðuneytisins hélt tvö málþing um jólahald Íslendinga. Björg Kjart- ansdóttir, ritstjóri fjölskylduvefjarins og starfsmaður fjölskylduráðs, lýsir eftir jólaminningum fólks. Hvernig verða góðar jólaminningar til? YFIRLEITT borða Norðmenn svínarifjasteik með pylsum, rauð- káli og kartöflum á sjálfan að- fangadag. En sumir velja þó pinna- kjöt eða jafnvel þorsk í stað svínakjötsins. Matsiðir á jólunum eru oft tengd- ir trúarhugmyndum og sums staðar í Vestur-Noregi, þar sem leikprédik- antar og frjálsir söfnuðir hafa átt mikið fylgi, eru meinlæti höfð í hávegum. Kannski hefur dæmi Jesúsar, er hann mett- aði fimm þúsundir með tveimur fiskum og fimm brauðum, haft sín áhrif. Kannski er orsökin bara fátækt. Alla vega er því svo farið að margar fjöl- skyldur borða fátæklega fiskmáltíð á aðfangadag og berast ekki á að neinu leyti. Pinnakjöt Frá Vestur- Noregi kemur mat- arsiður sem smám sam- an hefur breiðst út um allan Noreg, lambarif gufusoðin á birkigrein- um eða pinnum eins og þeir eru kallaðir þar til lands. Pinnakjöt á sam- kvæmt hefð að borða á aðfangadag og enga aðra daga, en þó er algengt að leifarnar frá að- fangadegi séu borðaðar um áramót. Kjötið á að vera af að minnsta kosti ársgamalli gimbur, sem verið hefur á fjalli um heilt sumar. Rifbeinin eru söltuð og stundum var blandað í saltpétri til að gera kjötið rautt, en rétt hlutföll eru 10 grömm saltpéturs á hvert kíló salts. Þessi söltun tekur tvo daga, en þá á kjötið að vera tilbúið til verkunar.Kjötið þarf að hengja á myrkum og þurrum stað í 5–7 daga eða jafnvel ennþá lengur. Sumir kald- reyktu kjötið, en mat- hákar nútímans telja reykt pinnakjöt bera af. Best er að nota stóran pott og vatnið á að vera í minnsta lagi. Í vatnið eru lagð- ar birkigreinar og verður að fjarlægja börkinn fyrst, en kjöt- ið á ekki að setja of- an í vatnið. Rifjunum er svo rað- að ofna á birkigrein- arnar og gufusoðin í um það bil tvo tíma. Er kjötið fer að losna frá beinunum er krás- in tilbúin. Venjulega er pinnakjötið borið fram með steiktum möndlukartöflum, rófustöppu og sumir búa líka til sósu úr kjötsoðinu. Ekki er það þó nauð- synlegt því kjötið er venjulega feitt- .Venjulegt er að bera fram bjór og ákavíti með pinnakjötinu. Lútfiskur Lútfiskur er kalkaður þorskur, sem síðar er útvatnaður og soðinn eða steiktur. Þessi jóla- matur er þekktur um allan Noreg og einnig um suma hluta Svíþjóðar, eins og Götaland og Bohuslän. Fiskurinn er lagður í kalk og síð- an útvatnaður þar til öllu kalkinu hefur verið skolað rækilega burt. Galdurinn er að sjóða eða steikja lútfiskinn þannig að hann verði ekki að mauki, en hann á að vera eins og hlaup þegar hann er borinn fram. Það er ekkert bragð af lútfiski og flestum útlendingum – og mörgum Norðmönnum – finnst honum eig- inlega ofaukið á diskinum. Hins vegar eru sérstök lútfiskfélög til um allan Noreg og gert er mikið úr neyslu þessa réttar, en þetta minn- ir talsvert á þorramat okkar Íslend- inga, þar sem hefðin og sagan eru ofjarlar bragðlaukanna. Lútfiskur er borinn fram með beikoni, baunastöppu og soðnum kartöflum og hann á að vera vel kryddaður. Að sjálfsögðu heyrir bæði jólaöl og ákavíti til með rétt- inum. Sprengdur þorskur, eins og Norð- menn kalla það, er hins vegar venjulegur soðinn þorskur með kartöflum og rófustöppu, eða baunastöppu. Stundum var líka bætt við beikoni og jafnvel humri, krabba og rækjum ef föng voru til. Með slíkum jólamat var venju- lega drukkið vatn, en þó kom fyrir á betri bæjum að ákavíti og jólaöl væru á borðum líka. Norskur jólamatur Lútaður fiskur með beikoni og baunum. Lambarifbein á birki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.