Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 94

Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 94
94 Jólablað Morgunblaðsins 2005 Í BANDARÍKJUNUM er þakk- argjörðarhátíðin til marks um það að jólin séu handan við hornið en hjá frændum okkar Svíum er annar dag- ur, nokkrum vikum síðar, til marks um hið sama. Þann 13. desember, þegar Stúfur kemur til byggða á Íslandi, halda Sví- ar hátíðlegan dag heilagrar Lúsíu, ítalsks dýrlings sem lést sem písl- arvottur í Sýrakúsu á Sikiley árið 304 e. Kr. Á degi heilagrar Lúsíu, sem ekki mun vera haldinn hátíðlegur víða ut- an Svíþjóðar, má sjá konur á vinnu- stöðum, stúlkur í skólum og á op- inberum stöðum ganga um í hvítum serkjum. Sú fremsta, Lúsía, gengur með ljósakrans á höfði og rauðan borða um sig miðja en þær sem fyrir aftan eru skreyta hár sitt gjarnan með englahári. Um er að ræða svo- kallað „Luciatåg“ sem á íslensku mætti þýða Lúsíuganga en þar ganga jafnframt hvítklæddir karlmenn eða drengir sem ganga undir nafninu „stjärngossar“ sem á íslensku mætti þýða stjörnustrákar. Upphaf jólaföstu Sagan segir að upphaflega hafi Sví- ar tekið að halda upp á þennan dag á miðöldum en þá mun ástæðan hafa verið sú að þetta var síðasti dagur fyrir jólaföstu. Á lúsíunóttu, þ.e. að- faranótt 13. desember, var jólagrísn- um slátrað og gleðskapurinn stóð jafnan næturlangt. Þessi hefð lifði langt fram á 18. öld en jafnframt varð þessi nótt fyrir valinu þar sem hún mun vera lengsta nótt ársins sam- kvæmt júlíönsku tímatali. Á 18. öld varð síðan til sá siður að elsta dóttirin á hverju heimili vakti foreldra sína að morgni 13. desember og færði þeim saffranbrauð og kaffi í rúmið, klædd í hvítan serk, með rauð- an borða um sig miðja og kertakrans um höfuðið. Hvíti liturinn táknar hreinleika píslarvættarins og hinn rauði blóð hennar. Lúsíuhátíð eins og hún þekkist í dag var fyrst haldin árið 1927 þegar Stockholms Dagblad skipulagði fyrstu opinberu lúsíugönguna. Uppá- tækið vakti mikla athygli og dreifðist um allt land, ekki síst fyrir atbeina smárra svæðisbundinna dagblaða og tímarita. Nú á dögum er haldið upp á lúsíuna nánast alls staðar þar sem fólk kemur saman og standa flest ef ekki öll bæjarfélög í Svíþjóð fyrir slíkum hátíðarhöldum þar sem bæj- arbúar geta komið saman og glaðst í skammdeginu, borðað lúsíubollur (s. lussekatter), piparkökur og drekka heita jólaglögg. Eins og áður sagði er jafnframt haldið upp á þessa hátíð á vinnustöð- um og í skólum. Sá sem þetta ritar minnist þess að þegar hann var ung- lingur, búsettur í Svíþjóð, komu íbúar í hverfinu saman að kvöldi dags og héldu upp á Lúsíu. Sankta Lucia Árlega er síðan Lúsía Svíþjóðar krýnd á Skansen í Stokkhólmi og miklir tónleikar eru haldnir í Globen íþróttahöllinni en þar koma saman þúsundir manns og gleðjast saman. Eins og allar sannar hátíðir á dag- ur heilagrar Lúsíu sér sinn eigin söng en hann heitir einfaldlega Sankta Lucia. Lagið þekkjum við Íslend- ingar undir nafninu Heilaga Hulda, en sænski textinn hefur breyst í tví- gang frá því að fyrst var farið að syngja hann um aldamótin 1900. Sá texti sem lengst hefur verið við lýði hefur verið notaður frá árinu 1928 og er hann eftirfarandi: Natten går tunga fjät runt gård och stuga. Kring jord som soĺn förlät skuggorna ruva. Då i vårt mörka hus stiger med tända ljus, Sankta Lucia, Sankta Lucia. Natten är stor och stum nu hör det svingar i alla tysta rum sus som av vingar. Se, på vår tröskel står vitklädd, med ljus i hår. Sankta Lucia, Sankta Lucia. Mörkret skall flykta snart ur jordens dalar. Så hon ett underbart ord till oss talar. Dagen skall åter ny stiga ur rosig sky. Sankta Lucia, Sankta Lucia. Í rúmlega áratug hefur Íslensk- sænska félagið staðið fyrir Lúsíu- hátíð hér á landi og koma þar saman Íslendingar sem búið hafa í Svíþjóð og Svíar sem búa á Íslandi. Að þessu sinni verður hátíðin haldin í Graf- arvogskirkju þann 13. desember klukkan 20. Samkvæmt upplýsingum þess er þetta ritar eru allir velkomn- ir. Dýrlingur sjónskertra EKKI er alveg ljóst hvenær dýrlingurinn heilög Lúsía fæddist en talið er að það hafi verið á árunum 283-286 e.Kr. í bænum Sýrakúsu á Sikiley. Ekki eru allar sögur um hana eins en ein sú algengasta segir að stúlkan hafi verið af góðum og auðugum ættum en eftir að hún missti föður sinn ung tók móðir hennar – Eutychia – við uppeldinu. Ung strengdi Lúsía skírlífisheit og var það ætlun hennar að allar henn- ar eigur rynnu til fátækra að henni látinni. Hún sagði þó engum frá þessu, ekki einu sinni móður sinni sem lofaði hönd hennar til ungs manns af fínum ættum. Lúsía tók því ekki vel og bað Guð þess að hann bjargaði henni frá hjónabandinu. Eitt sinn varð Eutychia alvarlega veik og fóru þær mæðgur til bæjarins Catania, um 80 kílómetra frá Sýrakúsu, til þess að heimsækja gröf heil- agrar Agöthu. Þar fékk móðir Lúsíu bót meina sinna og skömmu síðar vitjaði heilög Agatha Lúsíu og sagði að trú stúlkunnar hefði læknað móð- urina. Í þakklætisskyni samþykkti Eutychia að dóttirin þyrfti ekki að gifta sig og að heimanmundurinn yrði gefinn fátækum. Þetta sárnaði manni þeim er átti að verða eiginmaður Lúsíu og ákvað hann að tilkynna yfirvöldum á Sikiley um trú stúlkunnar en á þessum tíma ríkti keisarinn Diocletianus í Rómarveldi, keisari sem ofsótti kristna af mikilli heift. Lúsía var handtekin og sætti hún pyntingum án þess þó að gefa sig og að lokum ákvað dómari að hún skyldi send á vændishús. Þar myndi hún missa meydóm sinn og heilagur andi myndi yf- irgefa hana. Sagan segir að ætlunin hafi verið að flytja stúlkuna á uxakerru en þús- und fílefldir menn og enn fleiri uxar gátu ekki dregið hana þangað. Þá var gripið til þess ráðs að brenna hana á báli en aftur bjargaði Guð henni. Að lokum var hún stungin í hálsinn með sverði og varð það henni að bana. Sagt er að þetta hafi gerst árið 304 en þá hefur Lúsía verið um tvítugt. Lúsía er meðal annars dýrlingur sjónskertra enda sýna málverk hana oft með tvö augu á silfurfati. Ekki er ljóst hvers vegna svo er en ein sag- an segir að „heiðinn“ unglingur hafi orðið ástfanginn af henni vegna þess hve falleg augu hennar voru. Hún brást við með því að rífa úr sér augun og senda honum þau á fati, nokkuð sem varð til þess að hann lét umsvifalaust skíra sig. Forsjónin sá stúlkunni fyrir nýjum, enn fallegri augum en ekki er vitað hver afdrif unga mannsins urðu. Upphaf hátíðar ljóssins Morgunblaðið/Jim Smart Lúsíudagurinn markar upphaf jólahaldsins í Svíþjóð. Myndin er tekin á Lúsíuhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2002. Hinn 13. desember ár hvert kemur greinilega í ljós að jólin eru að nálg- ast í Svíþjóð en þá er dagur heilagrar Lúsíu haldinn hátíðlegur. Guðmundur Sverrir Þór komst að því að Lúsía á sér langa sögu. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Póstsendum Laugavegi 4, sími 551 4473, www.lifstykkjabudin.is Glæsileg náttkjólasett Skeifan 8 - s. 568 2200 Smáralind - s. 534 2200 - www.babysam.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.