Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 95

Morgunblaðið - 25.11.2005, Blaðsíða 95
Jólablað Morgunblaðsins 2005 95 JÓLAVEÐRIÐ skiptir alltaf miklu máli jafnvel þótt að fólk ætli ekki að fara neitt og sé ekki með skepnur sem þarf að hirða. En hvernig skyldi útlitið vera hvað jólaveðrið snertir þetta árið? Þetta var borið und- ir Trausta Jónsson veð- urfræðing sem hefur gluggað í sögulegar staðreyndir hvað þetta snertir. „Í Reykjavík eru rétt tæplega 50% líkur á að alhvítt sé á jóladag en það eru hins vegar ekki nema 25% líkur á að hér verði alautt,“ sagði Trausti. „Á Akureyri eru mun meiri lík- ur á hvítum jólum eða 75% og bara 6% líkur á alauðri jörð þar nyrðra. Í Vestmannaeyjum eru 40% líkur á alauðri jörð og sums staðar í innsveitum eru yfir 80% líkur á hvítum jólum. Líkur á því að það verði einhver úrkoma er svona 60 til 70% um landið. Flest jól hefur veðrið verið til friðs, það er einungis á nokkurra ára fresti sem brestur á illviðri.“ Hlustar á Sigvalda Kaldalóns Trausti er þekktur tónlistarunn- andi. Hvað skyldi hann ætla að hlusta á um jólin? „Ég hlusta nú bara á það sem ég er að hlusta á um þessar mund- ir. Ég er mest í óperum og söng- lögum af ýmsu tagi. Ég hlusta reyndar alltaf fyrir jólin á Eggert Stefánsson syngja Í Betlehem er barn oss fætt, eftir Sigvalda Kaldalóns, það er besta jólalagið sem enginn þekkir. Þetta er til á geisladisk með Eggerti sem var bróðir Sigvalda.“ Hvaða jólalögum ertu að öðru leyti hrifinn af? „Það sem almennt framboð í út- varpi býður upp á, það er nú eng- inn friður allan desember fyrir jólalögum og svo eru það aðventu- tónleikarnir. Það er tilvilj- anakennt hvort ég sæki slíka tón- leika, kannski geri ég það í ár.“ Rjúpulausu jólin minnisstæð Hvað með aðra þætti jólahalds- ins? „Jólin eru lögð fyrir framan mig af móður minni og systrum. Ég er hjá móður minni yfir sjálf jólin og svo heimsækjum við systur mínar tvær til skiptis. Mér hafa verið boðnar rjúpur öll jól nema tvenn, þau eru mér minnisstæð fyrir það. Ég hef alltaf haldið jól í Borg- arnesi og svo hér á veðurvaktinni, því er ég reyndar löngu hættur. Það er reyndar fastur liður í mínu jólahaldi að taka mér frí í nokkra daga fyrir jólin til að koma rusli á gámastaði, það fer ekki þangað sjálft.“ Hver er eftirminnilegasta jóla- gjöfin? „Bækur sem ég fékk sem krakki, barnabækur þess tíma, ég varð snemma læs og las mér til óbóta og hef ekki jafnað mig á því síðan.“ Hvað langar þig mest í jólagjöf núna? „Ég er fyrir mjúka pakka nú- orðið, mér leiðist svo að fara í fatabúðir.“ Er fyrir mjúkar gjafir núorðið! Morgunblaðið/Ásdís Skyldi Esjan verða alhvít þessi jólin? Trausti Jónsson Jólaveðrið verður mörg- um hugstætt þegar líða tekur á desember. Trausti Jónsson segir hér Guðrúnu Guðlaugs- dóttur frá líkindunum á hvítum jólum víða um land. Einnig er rætt um tónlist og jólahald. Innihaldið skiptir máli Jólin komin í Vínberinu Laugavegi Mikið úrval af hágæða konfekti og sælgæti fyrir hátíðirnar • Glæsilegar konfektkörfur sérsniðnar að þörfum hvers og eins. Súkkulaði í jólabaksturinn • Góðgæti fyrir jólasveinana • Konfektkassar við allra hæfi • og margt margt fleira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.