Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 97

Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 97
Jólablað Morgunblaðsins 2005 97 Í SKÓLUM landsins fer nú fram mikið starf sem tengist jólunum. Börnin föndra og baka, allt til að æfa sig áður en haldið er á móti fullorð- insjólunum sem bíða í fjarska í langri röð með margvíslegum skyldum en vonandi líka einlægum gleðistundum. Í Árbæjarskóla ræður ríkjum í kennslueldhúsinu, annar af tveimur heimilisfræðikennurum skólans, frú Anna Margrét Þorsteinsdóttir. Hvað skyldu nemendurnir vera að gera núna undir hennar handarjaðri? „Við vorum að enda við að baka engiferkökur. Þetta eru piparkökur sem eru mjög góðar og með- færilegar. Deigið er bara sett með skeið á plötu og látið bakast í um 10 mínútur. Þessi uppskrift er orðin um 30 til 40 ára gömul, ég fékk hana þegar ég var ráðskona á barnaheimilinu í Steinahlíð,“ segir Anna. „Þessi piparkökubakstur er ótví- rætt vinsælastur af því sem við ger- um hér í skólaeldhúsinu fyrir jólin. Það kemur jólailmur í húsið. Eftir að kökurnar eru bakaðar fara bak- arameistararnir með þær heim til foreldranna.“ En hvað með þín eigin jól? „Mín jól eru þannig að þau byrja þegar ég fer austur í Grímsnes þar sem ég er búin að eiga hús alla mína ævi. Þetta hús stendur á Mosfelli í Grímsnesi og tók við af öðru eldra sem var með torfþaki. Við hjónin förum austur á Þorláksmessu og er- um eins lengi og frídagarnir leyfa, það hefur gerst að við höfum getað verið þarna fram yfir áramót. Kyrrð, myrkur, stjörnur og norðurljós Að vera í sveit að vetri til er ómet- anlegt, myrkrið, kyrrðin, stjörnu- ljósin og norðurljósin. Við förum með jólamatinn og jólatréð með okk- ur og útbúum okkur jólastemmn- ingu. Börnin okkar tvö komu með okkur eða heimsóttu okkur á árum áður. Við skemmum ekki sveitasæl- una með því að fara suður í jólaboð, það er frekar að fjölskyldan komi til okkar. Mér finnst ég finna fyrst fyrir jólahelginni þegar ég er komin í kyrrðina fyrir austan, þótt nú sé ekki lengur messað í kirkjunni yfir jólin. Jólamessan er á Borg í Gríms- nesi.“ Hver eru tengsl þín við Grímsnes? „Afi minn Guðmundur Einarsson var prestur á Mosfelli til árins 1948, þá dó hann en húsið sem hann hafði reist þarna til elliáranna hafði hann ánafnað mér, ég fékk það þegar ég var sex ára. Á jólunum borðum við hamborg- arhrygg með meðlæti á aðfanga- dagskvöld, nartar í hangikjöt á jóla- dag. Ef veðrið er gott göngum við úti. Ég á tvær góðar vinkonur á ná- grannabæjum og reyni að hitta þær yfir hátíðisdagna og kem svo endur- nærð eftir sveitaveruna til kennsl- unnar aftur.“ Engiferkökur 250 g hveiti 250 g púðursykur 125 g smjörlíki 1 egg ½ tsk lyftiduft ½ tsk natron 1 tsk engifer ½ tsk kanell ½ tsk negull Sykur og smjörlíki hrært ljóst og létt. Eggið sett út í og hrært mjög vel. Kryddi og lyftiefnum blandað saman við hveitið og sett út í eggjahræruna. Ef deigið er þurrt þá eru búnar til kúl- ur með höndunum. Ef deigið er blautt þá er það sett á plötu með skeið. Bakað við 200°C í um 12 til 15 mínútur. Jól í sveit Morgunblaðið/Brynjar Gauti Anna Margrét í hópi nemenda sinna við engiferkökubakstur. Hún kennir heimilisfræði í Árbæjarskóla en heldur jólin í Grímsnesi. Anna Margrét Þorsteinsdóttir segir Guðrúnu Guðlaugsdóttur hér frá jólahaldi sínu í sveitinni og gefur uppskrift að engiferkökum. Full búð af nýjum vörum, frábært verð. Munið jólaleikinn, glæsilegur vinningur dreginn út á Þorláksmessu. Í allar lúgur á höfuðborgarsvæðinu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.