Morgunblaðið - 25.11.2005, Qupperneq 100
Í HALLGRÍMSKIRKJU er efnt
til tónlistarhátíðar á jólaföstu.
Fyrst verður boðið upp á árlega
jólatónleika Mótettukórsins, sem
verða að þessu sinni jafnframt út-
gáfutónleikar geisladisksins Jóla-
gjafarinnar sem inniheldur hugljúf
íslensk jólalög. Síðan leiðir Björn
Steinar Sólbergsson hátíðargesti
inn í heim orgeljólatónlistar með
hjálp stóra Klais-orgelsins. Að lok-
um hljómar Jólaóratóría Jóhanns
Sebastians Bachs eins og í fyrra,
en nú verður bætt um betur og
verkið flutt í heild, allar sex kant-
öturnar. Hinn rómaði kammerkór
Schola cantorum lætur í sér heyra
eftir nokkurt hlé og hinir ungu
virtúósar í Alþjóðlegu barokk-
sveitinni í Haag koma til Íslands á
ný eftir að hafa slegið í gegn í
Matteusarpassíunni á Kirkju-
listahátíð í ágúst. Þess má geta að
þetta verður fyrsti heildarflutn-
ingur á Jólaóratóríunni í barokk-
stíl hér á landi.
Dagskráin í Hallgrímskirkju er
á þessa leið:
Þriðjudagur 29. nóv. kl. 20.
Jólatónleikar Mótettukórs
Hallgrímskirkju
Mótettukór Hallgrímskirkju,
Ísak Ríkharðsson drengjasópran,
Sigurður Flosason saxófónleikari
og Björn Steinar Sólbergsson org-
anisti flytja aðventu- og jólatónlist.
Efnisskráin er að þessu sinni
byggð á íslenskum jólalögum í við-
hafnarbúningi, bæði nýjum og
gömlum. Ísak Ríkharðsson syngur
meðal annars Hátíð fer að höndum
ein og Nóttin var sú ágæt ein
ásamt kór, saxófóni og orgeli.
Sigurður Flosason og Mót-
ettukórinn spinna jólalegan hljóm-
vef úr þekktum jóla- og aðventu-
sálmum. Stjórnandi: Hörður
Áskelsson.
Laugardagur 3. des. kl. 17
Jólatónleikar Mótettukórs
Hallgrímskirkju
endurteknir.
Sunnudagur 4. des. kl. 17
Orgeljól
Glæsileg jólatónlist fyrir orgel
eftir Bach, Daquin, og fleiri.
Björn Steinar Sólbergsson, org-
anisti Akureyrarkirkju, leikur.
Laugardagur 10. des. kl. 17
Jólaóratorían eftir Bach
1.–3. hluti.
Einsöngvarar: Hulda Björk
Garðarsdóttir sópran, Sesselja
Kristjánsdóttir alt, Eyjólfur Eyj-
ólfsson tenór, Ágúst Ólafsson
bassi, Schola cantorum og The
Hague International Baroque
Orchestra. Hörður Áskelsson
stjórnar.
Eitt fegursta og vinsælasta jóla-
verk allra tíma hljómar nú í
fimmta sinn á vegum Listvina-
félagsins, en nú í annað sinn á Ís-
landi í flutningi kammerkórs með
fullskipaðri barokkhljómsveit.
Einsöngvarar koma allir úr röð-
um fyrrverandi og núverandi fé-
laga Schola cantorum. Alþjóðleg
barokksveit frá Haag í Hollandi er
skipuð hljóðfæraleikurum frá tutt-
ugu þjóðlöndum, sem allir hafa
stundað nám við hinn viðurkennda
Tónlistarháskóla í borginni.
Sunnudagur 11. des. kl. 11
Aðventumessa með Karlakór
Reykjavíkur.
Sunnudagur 11. des. kl. 20
Jólaóratórían eftir Bach
4.–6. hluti.
Flytjendur: sjá að ofan.
Hátíð í Hallgrímskirkju
Sigurður Flosason og Hörður Áskelsson ásamt Mótettukórnum.
100 Jólablað Morgunblaðsins 2005
ardóttir. Jón Stefánsson stjórnar.
Frumflutt verður lag sem Eivör
samdi fyrir tónleikana.
Laugardag 17. desember
Háskólabíó kl. 14 og 17.
Jólatónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands
Fjölskyldutónleikar með blönduðu
efni sem að mestu tengist jólunum.
Einleikari: Arngunnur Árnadóttir.
Sameinaðir barnakórar úr upp-
sveitum Árnessýslu og nemendur úr
Listdansskóla Íslands. Kynnir er
Halldór Gylfason. Bernarður Wilk-
inson stjórnar.
Aðventkirkjan kl. 16
Dagamunur í desember
Jólatónleikar Óperukórsins í
Reykjavík.
Kl. 15.30 syngur kórinn fyrir
gangandi vegfarendur við Ramma-
gerðina á horni Bankastrætis og
Laugavegar og gengur síðan syngj-
andi að kirkjunni. Efnisskráin er
mestmegnis helguð jólum; íslensk og
erlend hátíðatónlist.
Salurinn kl. 16
Sembalvígsla
Jory Vinicour vígir nýjan sembal
Salarins og Tónlistarskóla Kópavogs
með verkum eftir Bull, Byrd, Scar-
latti og fleiri.
Hallgrímskirkja kl. 17 og 22
Jólatónleikar Karlakórs
Reykjavíkur
Einsöngur: Ísak Ríkharðsson.
Flautuleikur: Guðrún S. Birg-
isdóttir. Trompetleikur: Ásgeir H.
Steingrímsson og Eiríkur Örn Páls-
son. Organisti: Björn Steinar Sól-
bergsson. Drengjakór Reykjavíkur
kemur fram á tónleikunum. Friðrik
S. Kristinsson stjórnar. Hefðbundir
aðventu- og jólatónlist, og eiga gestir
syngja með í nokkrum lögum.
Langholtskirkja kl. 20 og 23
Jólasöngvar Kórs
Langholtskirkju
Kór Langholtskirkju, Graduale-
kórinn, Eivör Pálsdóttir, Garðar
Thór Cortes og Ólöf Kolbrún Harð-
ardóttir. Jón Stefánsson stjórnar.
Flutt verður lag sem Eivör samdi
fyrir tónleikana.
Sunnudag 18. desember
Áskirkja kl. 17
Jólatónleikar Kammersveitar
Reykjavíkur
Verk eftir Leopold Mozart, föður
undrabarnsins Wolfgangs Amadeus-
ar. Einleikarar: Jósef Ognibene,
Emil Friðfinnsson, Stefán Jón Bern-
harðsson, Þorkell Jóelsson, Una
Sveinbjarnardóttir og Eiríkur Örn
Pálsson.
Glerárkirkja kl. 17
Jólatónleikar Kórs Glerárkirkju
Undirleikari á píanó og orgel:
Daníel Þorsteinsson. Stjórnandi:
Hjörtur Steinbergsson. Aðventu- og
jólatónlist.
Hallgrímskirkja kl. 17 og 22
Jólatónleikar Karlakórs
Reykjavíkur
Einsöngur: Ísak Ríkharðsson.
Flautuleikur: Guðrún S. Birg-
isdóttir.
Trompetleikur: Ásgeir H. Stein-
grímsson og Eiríkur Örn Pálsson.
Organisti: Björn Steinar Sólbergs-
son. Drengjakór Reykjavíkur kemur
einnig fram á tónleikunum. Friðrik
S. Kristinsson stjórnar. Hefðbundin
aðventu- og jólatónlist, og gestir
syngja með í nokkrum lögum.
Langholtskirkja kl. 20
Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju
Kór Langholtskirkju, Graduale-
kórinn, Eivör Pálsdóttir, Garðar
Thór Cortes og Ólöf Kolbrún Harð-
ardóttir. Jón Stefánsson stjórnar.
Flutt verður lag sem Eivör samdi
fyrir tónleikana.
Fella- og Hólakirkja kl. 20
Jólatónleikar Breiðfirðingakórsins
Aðventu- og jólatónlist.
Þriðjudag 20. desember
Hafnarfjarðarkirkja kl. 21
Mozart við kertaljós
Camerarctica leikur hugljúfa
kammertónlist eftir Mozart.
Miðvikudag 21. desember
Kópavogskirkja kl. 21
Mozart við kertaljós
Camerarctica leikur hugljúfa
kammertónlist eftir Mozart.
Fríkirkjan í Reykjavík kl. 21
Aðventuvaka
Alla, Ása og Anna Sigga flytja
jólalög og jólasálma og lesa úr helgi-
bókum. Hátíðleg stund í jólaamstr-
inu.
Fimmtudag 22. desember
Neskirkja kl. 21
Kyrrðar- og
íhugunartónleikar
Lágstemmd aðventutónlist og
Maríukvæði í flutningi Hallveigar
Rúnarsdóttur sóprans og Steingríms
Þórhallssonar organista.
Dómkirkjan kl. 21
Mozart við kertaljós
Camerarctica leikur hugljúfa
kammertónlist eftir Mozart.
Föstudag 30. desember
Fríkirkjan í Reykjavík kl. 20
Puddings and Pies
Barrokktónleikar með enskri tón-
list. Reykjavík Brokk heitir sveitin
sem leikur, en tónlistin veitir innsýn
í hið blómlega tónlistarlíf Lund-
únaborgar á barrokktímanum.