Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 102

Morgunblaðið - 25.11.2005, Síða 102
102 Jólablað Morgunblaðsins 2005 var ekki nema von að jólasveinn- inn væri örlítið skjálfhentur enda orðinn 1920 ára þegar fyrstu bréf- in fara að berast. Eitt árið klifraði Ísbjörninn (North Polar Bear) upp á Norðurpólinn sem er stór ísnál sem stendur nærri íshöll jólasveinsins og ekki vildi betur til en svo að Norðurpóllinn brotnaði og lenti Ísbjörninn með brauki og bramli á þakinu á íshöllinni og þurfti Jólasveinninn að byggja sér nýja höll. Í næsta bréfi var síðan var síðan sagt frá því þegar Ís- björninn var að snuðra í rústunum JOHN Ronald Reuel Tolkien hét þessi frægi höfundur fullu nafni en vinir og fjölskylda köll- uðu hann Ronald, trúleg- ast hefði það þótt und- arlegt ef þau hefðu kallað hann til kvöldverðar með orðunum „J.R.R. Tolkien, það er kominn matur!“ Tolkien og kona hans Edith eignuðust fjögur börn og Tolkien las ávallt fyrir þau fyrir svefninn. Oftar en ekki sagði hann þeim sögur sem hann skáldaði fyrir þau og smám saman varð þannig til sá ævintýraheimur sem kynnast má í sögum hans um hobbitann Bilbo Baggins og síðar hina geysivinsælu Hringa- dróttinssögu. Upp úr 1920 fór Tolkien að skrifa börn- unum bréf frá jólasveininum, fyrst voru það John og Michael sem fengu sendibréfin frá Norð- urpólnum og síðar bættust Chri- stopher og loks Priscilla í hópinn. Sendibréf frá Norðurpólnum Bréfin voru að sjálfsögðu hand- skrifuð með skjálfandi rithönd hins aldna jólasveins (Father Christmas) og á hverju ári sagði hann þeim frá því sem á daga hans hafði drifið á Norðurpólnum og þeim prakkarastrikum og óhöppum sem hans helsti aðstoð- armaður Ísbjörninn lenti í. Það á gamla húsinu og fann þar krana í kjallaranum og skrúfaði frá norð- urljósunum. En það má alls ekki gera nema eitthvað mikið standi til eins og jólin. Kláruðust norður- ljósin í einum herfilegum hvelli, sem hristi stjörnurnar úr himn- inum og braut tunglið í marga mola Karlinn sem býr í tunglinu datt niður í bakgarð jólasveinsins og þurfti marga súkkulaðimola áð- ur en hann hresstist við og gat tekið til við að laga tunglið og koma skipulagi á stjörnurnar. Óþekkur ísbjörn Þetta slys varð líka til þess að myrkur féll yfir Norðurpólinn og norðurljósin kláruðust alveg næstu tvö árin. Hreindýrunum brá svo við hvellinn að þau fældust út um allar trissur og við það þeytt- ust gjafirnar, sem voru tilbúnar til dreifingar út um allt. Ísbjörninn hélt því fram að þetta hefði verið slys, hann hélt að það væri búið að loka fyrir þennan krana eftir flutningana. Þannig varð Ísbjörn- inn ávallt valdur að einhverjum óskunda á hverju ári og oftast lá við að engin jól yrðu en það bjarg- aðist samt alltaf á síðustu stundu. Oft brotnuðu jólagjafir og eyði- lögðust og þá þurftu jólasveinninn og álfarnir hans að leggja nótt við nýtan dag til að vinna upp tapið svo að allir krakkar gætu fengið gjafirnar sínar. Það kemur lesendum Tolkiens kannski ekki svo mjög á óvart að hann skuli hafa getað skapað heillandi töfraheim á Norð- urpólnum með ævintýralegum fí- gúrum en hitt sem kemur kannski meira á óvart er að hann skuli hafa verið svona flinkur að teikna. Á hverju ári komu ýtarlegar skýr- ingarmyndir með bréfunum frá jólasveininum. Stundum voru þetta litlar teiknimyndasögur sem skýrðu atburðarásina fyrir börn- unum og stundum vandlega litaðar skrautmyndir í fullri stærð. Frí- merkin voru líka handgerð og sér- stakir stimplar voru hannaðir því bréfin bárust að sjálfsögðu með sérlegum hreindýrapósti eða voru borin út af duglegum snjóálfum. Sendibréf frá jólasveininum J.R.R. Tolkien er mörgum kunnur sem höfundur Hringadróttins sögu og Hobbit en það er kannski ekki á allra vitorði að upphafið að þessum sögum má rekja til jólasveinsins. Jólasveinninn sendi Tolkien-börnunum fallega myndskreytt bréf með frásögnum af skammarstrikum ísbjarnarins. Bréfin frá jólasveininum voru rituð með skjálfandi hendi því hann var orðinn nokkuð hrumur 1920 ára. Bréfin frá jólasveininum komu út í fallegri bók árið 1976.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.