Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 6
6 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Dunilin gerir flér kleift a› töfra fram glæsilega servíettuskreytingu
í takt vi› tilefni›. Fjölbreytt litaúrval au›veldar flér a› ná fram
fleirri stemningu sem flú leitar eftir.
Í verslunum liggur frammi bæklingur frá
Duni flar sem finna má fjölmargar hugmyndir
a› servíettubrotum og bor›skreytingum.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
18
8
3
5
af flví besta!
Brot
UM 75% þeirra sem fengu send
skimunarpróf fyrir ristilkrabbameini
í Finnlandi tóku þátt í því. Frá því
skipulögð leit að ristilkrabbameini
hófst í Finnlandi í september á síð-
asta ári hafa um 25 þúsund einstak-
lingar, konur og karlar sem eru 60,
62 og 69 ára, fengið send skimunar-
próf í pósti sem framkvæmd eru
heima og send til baka til Krabba-
meinsfélags Finnlands. Af þeim ein-
staklingum sem tóku þátt á síðasta
ári (3.400 einstaklingar) fannst blóð í
hægðum 63 eða 1,8% þátttakenda. Af
þeim gengust 54 undir ristilspeglun í
kjölfarið og fannst krabbamein hjá
fimm þeirra. Um 80% kvenna sem
fengið hafa boð um skimun í Finn-
landi hafa tekið þátt og um 66%
karla.
Nea Kristine Malila, læknir hjá
Krabbameinsfélagi Finnlands, sem
stödd er hér á landi til að kynna
reynslu Finna fyrir heilbrigðisstarfs-
fólki, segir þátttöku í skimuninni
vera vonum framar. Ástæðuna fyrir
þessum árangri telur hún vera þá að
prófið sé einfalt og áhrifaríkt. Öll
skimun eftir krabbameini í Finnlandi
er líka ókeypis fyrir þátttakendur og
það skipti einnig miklu máli.
Hart deilt áður en skimun hófst
Nea Kristine segir að mikil og oft á
tíðum hörð umræða hafi átt sér stað
um skipulega leit eftir ristilkrabba-
meini áður en 150 sveitarfélög í land-
inu ákváðu að taka þátt í verkefninu,
en í Finnlandi eru það sveitarfélögin
sem taka ákvörðun um skimun sem
þessa og standa straum af kostnaði.
Undirbúningur að leitinni hófst árið
2001 og var útfærslu hennar lokið ár-
ið eftir. „Eftir það þurftum við að
kynna málið og sannfæra alla um að
þetta væri framkvæmanlegt,“ segir
Nea. Það hafi tekið 2–3 ár, enda
þurfti að kynna verkefnið fyrir
fulltrúum um 400 sveitarfélaga.
Þriðjungur þeirra hefur þegar
ákveðið að taka þátt í því.
„Það er oftast spurningin um pen-
inga,“ segir Nea spurð um hver sé
helsta orsök þess að sveitarfélögin
hiki við þátttöku. „Langflestir eru
hins vegar sannfærðir um að skipu-
leg leit að ristilkrabbameini sé það
eina rétta,“ segir Nea. „Rannsókn-
arniðurstöður sýna fram á að skimun
bjargar mannslífum. Sönnunargögn-
in liggja fyrir og eru traust. Ég hef
ekki enn hitt manneskju sem hefur
andmælt því.“
Finnar eru fyrstir Norðurlanda til
að taka upp skimun fyrir ristil-
krabbameini og eru ein af fáum Evr-
ópuþjóðum sem þegar hafa hafið leit-
ina. Evrópusambandið hefur mælst
til þess að lönd innan þess hefji skim-
un eftir krabbameini í ristli hjá fólki
50 ára og eldra og sömuleiðis Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunin.
Finnar voru einnig fyrstir Norð-
urlandaþjóða til að taka upp skipu-
lagða leit að brjóstakrabbameini og
leghálskrabbameini. Þær hafa fyrir
löngu sannað gildi sitt og bjargað
fjölda mannslífa að sögn Neu.
Flestir sem greinast með ristil-
krabbamein eru á aldrinum 70–80
ára. Finnar ætla sér að skima eftir
krabbameininu hjá öllum á aldrinum
60–69 ára og vera má að aldursmark-
ið verði hækkað þegar fram í sækir.
Prófið sem sent er heim til þátttak-
enda er mjög einfalt. Tekin eru þrjú
lítil saursýni á mismunandi tímum og
þau send til baka. Þátttakendur fylla
einnig út stuttan spurningalista um
almennt heilsufar, lyfjagjöf og fleira.
Sveitarfélög í Finnlandi standa
straum af kostnaði skimunarinnar og
eru prófin því þátttakendum að
kostnaðarlausu. Hvert skimunarpróf
kostar sveitarfélagið 8,5 evrur og er
þá meðtalinn kostaður við að senda
það fram og til baka. Ristilspeglun
kostar á bilinu 250–300 evrur.
Vilja lækka dánartíðnina
um 20%
Árlega eru 2.500 manns greindir
með ristilkrabbamein í Finnlandi og
um þúsund þeirra deyja af þess völd-
um. Nea segir vonir standa til að með
því að skima fyrir krabbameininu
megi lækka dánartíðni vegna þess
um 20% og þar með koma í veg fyrir
150 dauðsföll á hverju ári. Að auki
megi komast hjá því að beita erfiðum
og dýrum krabbameinsmeðferðum
sem beita þarf þegar sjúkdómurinn
er langt genginn þegar hann finnst.
Slíkar meðferðir bera oft ekki mikinn
árangur og auka lífsgæði fólks lítið.
„Einkenni ristilkrabbameins koma
seint fram,“ segir Nea. „Þess vegna
er skimun mjög árangursrík leið til
að finna krabbamein á frumstigi, áð-
ur en einkennin eru orðin sýnileg.“
Reynsla Finna af skimun eftir ristilkrabbameini
Skipuleg leit hefur
bjargað mannslífum
Morgunblaðið/Sverrir
Nea Kristine Malila frá Finnlandi og Ásgeir Theódórs yfirlæknir segja
skimun eftir ristilkrabba bera árangur.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
Á HVERJU ári greinast um 115 ný
tilfelli af ristilkrabbameini hér á landi
og eru karlar í meirihluta. Þetta er
annað algengasta krabbameinið hjá
körlum hér á landi og hið þriðja hjá
konum. Dauðsföll af völdum þess eru
um 55 á ári. Rannsóknir hafa staðfest
að regluleg skimun eftir blóði í hægð-
um hefur leitt til marktækrar 16–
23% lækkunar á dánartíðni
Ekki er skipulega leitað að ristil-
krabbameini á Íslandi í dag en fyrir
Alþingi liggur nú þingsályktunartil-
laga um að hefja slíka leit á næsta ári.
Tillagan er nú til afgreiðslu hjá heil-
brigðis- og trygginganefnd, en fyrsti
flutningsmaður hennar er Drífa
Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæð-
isflokks.
Umræða um hvort leita eigi skipu-
lega að ristilkrabbameini hér á landi
hefur staðið lengi. „Allir eru sammála
um að skipuleg leit beri árangur, en
deilt er um hversu mikinn árangur
hún ber og kostnaðinn við hana,“ seg-
ir Ásgeir Theódórs yfirlæknir sem
hefur ásamt öðrum unnið að undir-
búningi slíkrar leitar hér á landi. „Nú
hafa Finnarnir riðið á vaðið og við
viljum fylgja í kjölfarið.“
Leitin byggist á svipuðum forsend-
um og gilda við leghálskrabbameins-
leit, þ.e. að greina sjúkdóminn á byrj-
unarstigi áður en meinið nær að
dreifa sér og beita í kjölfarið árang-
ursríkri meðferð.
Hér á landi hefur vinnuhópur á
vegum landlæknis lagt til að hefja leit
meðal karla og kvenna á aldrinum
55–70 ára á tveggja ára fresti. Lagt
er til að Leitarstöð Krabbameins-
félagsins verði falið að sjá um boðun
og mögulega einnig að annast skimun
eftir blóði í hægðum og frekari rann-
sóknir þegar þeirra er þörf.
Þetta kemur m.a. fram í umsögn
Krabbameinsfélags Íslands um
þingsályktunartillöguna en félagið
mælir eindregið með að leit að rist-
ilkrabbameini verði hafin hér á landi.
Ásgeir segir að með skipulagðri
leit að krabbameini í ristli megi gera
ráð fyrir því að fækka dauðsföllum af
um 10–12 á hverju ári.
Hann segir áhuga á að prófið verði
með sama hætti hér og í Finnlandi og
það sent í pósti til þátttakenda sem
yrðu um 13 þúsund á hverju ári. Mið-
að er við að finna blóð í hægðum 8%
þátttakenda og að um 1.040 ristil-
speglanir yrðu framkvæmdar í kjöl-
farið. Hann segir að miðað við gefnar
forsendur verði kostnaður við sjálft
skimunarprófið 30–32 milljónir
fyrsta árið og kostnaður við ristil-
speglanir um 26–28 milljónir króna.
Herjar helst á eldra fólk
Aðspurður hvaða rök hafa komið
fram gegn því að leita skipulega að
krabbameini í ristli segir Ásgeir:
„Þau eru nokkur. Í fyrsta lagi er
spurt hvort leitin beri árangur, hvort
hún bjargi mannslífum. Þá er spurt
hvað hún kostar, hvort það borgi sig
að framkvæma hana.
Við teljum okkur hafa svörin við
þessum spurningum og þurfum að
sannfæra þá fáu efasemdamenn sem
eftir eru. Rannsóknir sýna að skipu-
leg leit ber árangur og bjargar
mannslífum.“ Niðurstöður rann-
sókna sýni að skipuleg leit lækki dán-
artíðni. „Með þá vitneskju getum við
ekki staðið hjá og gert ekkert. Við
verðum að gera eitthvað.“
Ásgeir bendir á að ristilkrabba-
mein herji helst á eldra fólk. Þar sem
íslenska þjóðin sé að eldast fjölgi til-
fellum ristilkrabbameins því sam-
hliða. Meinið byrji oftast sem góð-
kynja separ í ristlinum en það taki
um 7–9 ár að breytast í illkynja mein.
„Ef við getum fundum meinið á for-
stigi og fjarlægt það getum við komið
í veg fyrir krabbameinið. Þess vegna
skilar skipuleg leit árangri og getur
haft forvarnargildi.“
Skimað verði fyrir ristilkrabbameini
hjá 13 þúsund Íslendingum árlega
Kostnaður á
bilinu 30–32
milljónir á ári
UM 90 milljónir króna söfnuðust á
fullveldishátíð sem styrktaraðilar
UNICEF, Baugur Group, FL
Group og Fons, efndu til í Listasafni
Reykjavíkur. Tekið var á móti
frjálsum framlögum gesta en einnig
haldið uppboð þar sem m.a. var
hægt að bjóða í stöðu veðurfrétta-
manns á fréttastöðinni NFS í einn
dag, ómálað málverk eftir rithöfund-
inn og myndlistarmanninn Hallgrím
Helgason og söng Cortes-feðga. All-
ur ágóði af kvöldinu mun renna til
verkefna UNICEF í Gíneu-Bissá. Í
tilkynningu frá UNICEF á Íslandi
segir að samtökin séu afar þakklát
fyrir þennan stuðning.
Heiðursgestir hátíðarinnar voru
Sir Roger Moore, velgjörðar-
sendiherra UNICEF, og Lady
Kristina Moore. Moore hélt ræðu og
talaði meðal annars um hvernig
Audrey Hepburn hefði fyrst komið
honum í kynni við UNICEF og að
ekki hefði orðið aftur snúið eftir
það. Hann sagði frá atvikum úr
ferðum sínum sem velgjörðar-
sendiherra UNICEF og hvernig
reynsla hans í því hlutverki hefði
breytt lífi hans.
Sir Roger Moore mun kíkja á
jólakortasölu UNICEF í dag, laug-
ardag, að Laugavegi 42, 2. hæð.
UNICEF hefur selt jólakort í nær
60 ár eða nánast alveg frá stofnun
samtakanna. Sala á þeim var ein
fyrsta fjáröflun meðal almennings
sem UNICEF fór í og er enn stór
tekjulind samtakanna. Kortin hafa
verið seld á Íslandi af Félagi Ís-
lenskra háskólakvenna í sjálfboða-
starfi í nær 50 ár.
Úrval jólakorta og gjafavara
UNICEF má sjá á www.unicef.is.
Um 90 milljónir
söfnuðust til
styrktar UNICEF
Heiðursgestirnir Sir Roger Moore
og Lady Kristina Moore.