Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 10

Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 10
10 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KENNARAVERKFALLIÐ haustið 2004 var svo að segja óumflýjanlegt vegna mismunandi áherslna kennara og launanefndar sveitarfélagana á kjarasamninga sem gerðir voru árið 2001. Heimila ætti sveitarfélögum að semja við sína kennara og færa launaákvarðanir í meira mæli út í skólana. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps mennta- sviðs Reykjavíkurborgar, sem falið var að gera úttekt á ferli kjaravið- ræðna grunnskólakennara við sveit- arfélögin árið 2004, sem leiddu af sér langvinnt verkfall kennara, en skýrslan var kynnt fjölmiðlum í gær. Í starfshópnum sátu þau Ómar H. Kristmundsson stjórnsýslufræðing- ur, Ragnar Árnason lögfræðingur og Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs, sagði að ekki hefði verið ráðist í þetta verkefni til þess að finna blóraböggla, heldur hefði markmiðið verið að finna leiðir til þess að forðast átök af þessu tagi í framtíðinni. „Ég leyfi mér að tala fyrir hönd þeirra sem við höfum sest að borði með, bæði kennara og samninganefndar okkar, þegar ég segi að við séum tilbúin til að líta á þetta gagn sem leiðarvísi til framtíð- innar, en ekki sakbendingu um það sem gerðist í fortíðinni.“ Stefán sagði aðspurður að þetta væri í fyrsta skipti sem samninga- viðræður hefðu verið gerðar upp eft- ir á með þessum hætti, venjulega væru báðir aðilar uppgefnir þegar samningar hefðu náðst og hugsuðu ekki meira um samningaferlið. Nú hefði verið ákveðið að kafa ofan í það og reyna að læra af því. Í skýrslunni er samningaferlið rakið, og benda höfundar hennar á leiðir til úrbóta sem geta gagnast við kjaradeilur í framtíðinni. Þar segir m.a. að draga þurfi úr miðstýringu bæði hjá kenn- urum og launanefnd sveitarfélaga. Heimila þurfi einstökum sveitar- félögum að semja við sína kennara, og færa aukinn hluta af launaákvörð- unum til sveitarfélaga og einstakra skóla. Einnig þurfi að auka svigrúm skólastjóra til launaákvörðunar. Einnig þarf að auka samstarf milli samningsaðila milli kjarasamninga- viðræðna, hafa virkt starf í sam- starfsnefnd og leggja áherslu á að leysa mál án þess að þau fari til dóm- stóla. Gera þarf meiri kröfur um for- vinnu á kröfugerð, t.d. með því að Kennarasambandið kalli til sérfræð- inga á sviði launa- og kjaramála til að aðstoða við kröfugerðir og annast út- reikninga. Bent er á að erfitt hafi verið að koma í veg fyrir verkfall sökum mis- munandi áherslna kennara, sem vildu hverfa frá stórum hluta breyt- inga sem gerðar voru með kjara- samningi árið 2001, og launanefnd- arinnar, sem vildi stíga fleiri skref í anda samningsins frá 2001. Einnig hafi aukið mjög á vandann að kröfu- gerð kennara hafi verið „mjög illa unnin og kostnaður vegna hennar var mun meiri en ásættanlegur var fyrir sveitarfélögin“. Óútkljáð deilumál frá 2001 Skýrsluhöfundar gera þrennskon- ar athugasemdir við vinnuferlið. Í fyrsta lagi að undirbúningur hafi verið ófullnægjandi, samstarf deilu- aðila hafi verið stirt – ólíkt því sem hafi verið í aðdraganda kjarasamn- inga árið 2001. Óútkljáð deilumál frá samningnum 2001 hafi í raun komið í veg fyrir að samningsaðilar hafi get- að einbeitt sér að nýjum samningi. Í öðru lagi segja skýrsluhöfundar að deilunni hafi verið vísað til rík- issáttasemjara áður en reynt hafi á samningsvilja viðsemjenda. Þar hafi vantraust Kennarasambands Ís- lands gagnvart einum einstaklingi í launanefnd sveitarfélaga spilað inn í, en í tillögum skýrsluhöfunda er bent á að velja þurfi menn í samninga- nefndir sem ætla megi að geti unnið með og njóti trausts gagnaðila. Í þriðja lagi segja höfundar að tveggja mánaða hlé á viðræðum vegna sum- arleyfa hafi haft mikil áhrif. Óafturkræft tjón Skýrsluhöfundar benda að lokum á að kjaradeilur sveitarfélaga og kennara varði almannahagsmuni þar sem börn og foreldrar þeirra, sem ekki eiga aðild að deilunni, verða fyr- ir óafturkræfu tjóni vegna verkfalla. Það hafi ítrekað gerst í gegnum tíð- ina með kennaraverkföllum, og að því leyti hafi kjarabarátta kennara nokkra sérstöðu. Erfitt sé að sjá að lögbundin réttindi barna til skóla- göngu eigi sjálfkrafa að víkja fyrir réttindum kennara til að ná fram kröfum sínum með verkföllum. „Brýnt er að hið opinbera og stétt- arfélög kennara skoði með skipu- lögðum hætti hvernig megi komast hjá slíkum alvarlegum kjaradeilum í framtíðinni og hvernig unnt sé að tryggja betri sátt um kjör kennara en verið hefur,“ segja skýrsluhöf- undar að lokum. Ný skýrsla menntaráðs Reykjavíkurborgar um aðdraganda kennaraverkfallsins 2004 Ágreiningurinn gerði verkfall óumflýjanlegt Morgunblaðið/Kristján „Erfitt er að sjá að lögbundin réttindi barna til skólagöngu eigi sjálfkrafa að víkja fyrir réttindum kennara til að ná fram kröfum sínum með verkföllum,“ segir m.a. í nýrri skýrslu um kjaradeilu kennara og sveitarfélaga árið 2004. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is TENGLAR .............................................. Sjá nánar á www.mbl.is/itarefni GREININGARDEILDUM bank- anna ber saman um að stýrivaxta- hækkun Seðlabankans í gær hafi ver- ið í lægri kantinum enda höfðu þær spáð hækkunum á bilinu 0,25-0,75%. Greining Íslandsbanka og greining- ardeild KB banka segja að þessi ákvörðun tefli trúverðugleika bank- ans í hættu enda hafa verðbólguhorf- ur ekki batnað síðan í september. Þegar Peningamál voru gefin út í lok þess mánaðar var sterklega gefið í skyn að vextir yrðu hækkaðir enn frekar og má að mati ofangreindra greiningardeilda ætla að bankinn ætli ekki að standa við stóru orðin að þessu sinni. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, segir að hækkunin hafi ver- ið í samræmi við spá deildarinnar þó hún hafi verið í neðri mörkum henn- ar. „Ég greini enga stefnubreytingu hjá bankanum við þessa aðgerð. Seðlabankinn rekur enn aðhalds- stefnu og líklega mun hann tilkynna frekari stýrivaxtahækkun á fundin- um í janúar nk. Á þessari stundu þyk- ir mér líklegt að greiningardeildin muni endurskoða stýrivaxtaspá sína þannig að gert verði ráð fyrir hærri vöxtum en áður.“ Eykur ekki trúverðugleikann Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, seg- ir að hækkunin hafi verið undir spá bankans og býst hann við einhverjum viðbrögðum á gjaldeyris-, peninga- og skuldabréfamarkaði á mánudag- inn nk. „Þar sem menn búast nú við minni vaxtahækkunum framundan þá mun krónan líklega veikjast og óverðtryggðir vextir munu sennilega lækka. Áhrifin á verðtryggða lang- tímavexti munu að öllum líkindum verða lítil.“ Ingólfur segir að hækkunin sé í sjálfu sér í samræmi við aðhalds- stefnu Seðlabankans en að þetta sé öllu minni hækkun en mátti lesa úr síðustu Peningamálum. „Við bendum á að það sé óheppilegt að fara fram með svona mild skilaboð eftir að hafa gefið út svona hörð skilaboð í sept- ember. Það er ekki til að auka trú- verðugleika bankans þegar hann slær í og úr með svona stuttu milli- bili.“ Óþarfa áhætta Ásgeir Jónsson, hjá greiningar- deild KB banka, segir að þessi hóf- lega vaxtahækkun á sama tíma og verðbólguhorfur séu enn dökkar, muni verða til þess að ýmsir velta vöngum yfir því hvort stefnubreyting hafi átt sér stað hjá bankanum. Hann bendi þó á að Seðlabankinn hafi nú fleiri tækifæri til þess að breyta vöx- um og að vaxtabreytingar muni lík- lega koma í smærri og fleiri stökkum en verið hefur hingað til. „Þannig gæti Seðlabankinn hafa valið þá leið að hækka um 25 punkta nú og áskilja sér allan rétt til þess að hækka aftur eftir mánuð í ljósi stöðunnar þá.“ Ásgeir segir það skoðun greining- ardeildarinnar að engin stefnubreyt- ing hafi átt sér stað hjá Seðlabanka Íslands. Hins vegar sé verið að taka óþarfa áhættu með því að fylgja ekki eftir með ákveðnari hætti þeim ár- angri sem náðist í september og bregðast ekki strax við þeim dökku verðbólguhorfum sem lýst sé af sér- fræðingum bankans í Peningamálum. Greiningardeildir bankanna gagnrýna að hluta til vaxtahækkun Seðlabanka Íslands Krónan mun lækka áfram Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is „ÉG HEF áður sagt að ég telji ekki forsendur fyrir frekari vaxtahækkunum og stend við það,“ segir Halldór Ásgrímsson um stýrivaxta- hækkun Seðla- banka Íslands. „Seðlabankinn hefur hins vegar hækkað vextina minna en bank- arnir gerðu ráð fyrir og talar ekki um frekari vaxtahækkanir á næstunni, eins og hann hefur áð- ur gert. Ég tel því að um stefnu- breytingu sé að ræða sem ég fagna. Eins kemur fram hjá Seðla- bankanum að hann hefur lækkað verðbólguspá sína, sem eru góð tíðindi. Þess vegna finnst mér þetta sýna að við búum við stöð- ugleika í efnahagsmálum og það sé ekki ástæða til að óttast um hann á næstu misserum eins og margir hafa viljað halda fram.“ Gengisbreytingar verði ekki í stökkum Eftir hækkun stýrivaxta uppá 0,25 prósentustig sem tekur gildi 6. desember verða stýrivextir orðnir 10,50% og segir Halldór að Seðlabankinn hefði aldrei stigið minna skref en sem nemur 0,25 úr því að vaxtahækkun var á dag- skrá bankans á annað borð. „En bankarnir hafa gert ráð fyrir meiri hækkun þannig að ég tel að þetta muni ekki koma til með að hafa áhrif á gengið. Ég tel að gengið muni halda áfram að breytast eitthvað en það er mik- ilvægt að það gerist ekki í neinum stökkum. Mér sýnist ekki ástæða til að óttast það.“ Fagnar stefnubreyt- ingu Seðla- bankansGEIR Haarde utanríkisráðherra telur það til marks um hyggilega ákvörðun hjá stjórnendum Seðlabanka Ís- lands að hækka vexti ekki meira en raun ber vitni enda hafi fyrri vaxtahækkanir skilað því markmiði sem stefnt var að af hálfu bankans. „Ég tel því tímabært að gera þá stefnubreytingu sem mér finnst þessi ákvörðun vera til marks um,“ segir Geir. „Markaðsaðilarnir höfðu spáð meiri vaxtahækkun en stundum getur verið nauðsynlegt að koma þeim á óvart.“ „Hyggileg ákvörðun“ „VIÐ fundum ekki inntökubeiðni föður Ólafs, Gríms Kristgeirssonar, í Iðnaðarmannafélagið en við fundum inntökubeiðni hans í Verkalýðs- félagið Baldur,“ sagði Sigurður Pét- ursson, verkefnisstjóri 100 ára af- mælishátíðar Iðnskóla á Ísafirði, en hann afhenti Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta Íslands, inntökubeiðni föður hans, Gríms rakara, á afmæl- ishátíð sem haldin var í gær. Sig- urður segir að fjölmennt hafi verið og sérstaklega gleðilegt hversu margir iðnaðarmenn frá Ísafirði og nágrannabyggðum mættu til veisl- unnar. Margar góðar gjafir voru af- hentar við tækifærið og m.a. voru veittar fimm milljónir úr sjóði skila- nefndar Iðnaðarmannafélags Ísfirð- inga, og vilyrði um þrjár milljónir til viðbótar, til uppbyggingar húsa- smíðabrautar sem farið var af stað með í haust. Þá var efnt til sýningar á verkfærum, munum og skjölum sem tengjast iðnaðarmönnum og iðnmenntun. 100 ára afmæli iðnmenntunar á Ísafirði Fundu inntöku- beiðni Gríms rakara Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.