Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um hæfi setts ríkissaksóknara í Baugsmálinu. Dómurinn fer hér á eft- ir í heild sinni. „Mál þetta dæma hæstaréttardóm- ararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlends- dóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingi- björg Benediktsdóttir. Settur ríkissaksóknari skaut mál- inu til Hæstaréttar með kæru 24. nóv- ember 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 25. sama mánaðar. Kærður er úrskurður Hér- aðsdóms Reykjavíkur 22. nóvember 2005, þar sem kveðið var á um það að Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari, væri ekki bær til að fara með ákæruvald í þeim hluta máls á hendur varnaraðilum, sem ekki var vísað frá héraðsdómi með dómi Hæstaréttar 10. október 2005. Kæru- heimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opinberra mála. Af hálfu ákæruvaldsins er þess að- allega krafist að hinn kærði úrskurð- ur verði felldur úr gildi og staðfest að „Sigurður Tómas Magnússon hafi verið bær og haft almennt og sérstakt hæfi til þess að fara sem settur rík- issaksóknari með ákæruvald í saka- málinu nr. 1026/2005 í þinghaldi 16. nóvember 2005“. Til vara er þess krafist að staðfest verði að settur rík- issaksóknari sé bær og hafi almennt og sérstakt hæfi til að fara með ákæruvald í málinu frá og með 24. nóvember 2005. Varnaraðilar krefjast þess aðallega að málinu verði vísað frá Hæstarétti, en til vara að úrskurður héraðsdóm- ara verði staðfestur. Þá krefjast varn- araðilar kærumálskostnaðar. I. Með ákæru 1. júlí 2005 höfðaði rík- islögreglustjóri mál á hendur varnar- aðilum, þar sem þau voru borin sök- um samkvæmt 40 liðum hennar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. ágúst sama ár. Með úrskurði 20. september 2005 vísaði héraðsdómari málinu frá dómi vegna annmarka, sem ákæran þótti haldin. Sá úrskurður var kærður til Hæsta- réttar, sem með dómi 10. október 2005 í máli nr. 420/2005 staðfesti nið- urstöðu héraðsdómara að því er varð- aði 32 liði ákærunnar, en lagði á hinn bóginn fyrir dóminn að taka til efnis- meðferðar sakargiftir á hendur varn- araðilum samkvæmt átta liðum henn- ar. Með bréfi til dóms- og kirkjumála- ráðherra 13. október 2005 greindi rík- issaksóknari frá því að 11. sama mán- aðar hafi hann að beiðni ríkislögreglustjóra ákveðið sam- kvæmt 1. mgr. og 2. mgr. 28. gr. laga nr. 19/1991 „að taka til athugunar þau gögn málsins sem liggja að baki ákæruliðunum 32 til þess að ganga úr skugga um hvort efni væri til þess að höfða mál að nýju á grundvelli þeirra gagna“. Kvaðst ríkissaksóknari síðan hafa orðið þess var að óhlutdrægni hans væri dregin í efa af ástæðum, sem nánar voru raktar í bréfinu. Af þeim sökum tilkynnti hann ráðherra að hann teldi sig „ekki bæran til að stýra athugun á áðurnefndum gögn- um og taka síðan ákvörðun um af- greiðslu málsins sem ríkissaksóknari. Er því nauðsynlegt að settur verði annar löghæfur maður til þess verk- efnis …“. Í framhaldi af þessu var Sigurður Tómas Magnússon settur ríkissaksóknari með bréfi dóms- og kirkjumálaráðherra 21. október 2005 „til að fara með framangreint mál og taka sem ríkissaksóknari allar þær ákvarðanir sem máli þessu tengjast þar með talið að fara með heimildir ríkissaksóknara varðandi þau ákæru- efni sem eftir standa í málinu nr. 420/ 2005“. Ríkislögreglustjóri fór þess á leit við settan ríkissaksóknara í bréfi 15. nóvember 2005 að hann tæki við rekstri málsins nr. 1026/2005 fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem til meðferðar voru þeir átta liðir ákær- unnar 1. júlí 2005, sem ekki hafði ver- ið vísað frá dómi. Settur ríkissak- sóknari varð við þeirri ósk samdægurs og mætti hann af hálfu ákæruvaldsins þegar málið var tekið fyrir á dómþingi 16. nóvember 2005. Dómurinn beindi þá til verjenda varnaraðila og setts ríkissaksóknara að málið yrði reifað með tilliti til þess hvort sá síðastnefndi væri bær til að fara með þennan hluta málsins, þar sem álitamál gæti verið hvort ríkis- saksóknari hefði vikið sæti að þessu leyti og kynnu því að hafa brostið skil- yrði til að setja annan mann í hans stað. Verjendur létu í ljós þá afstöðu að settur ríkissaksóknari væri ekki bær til að fara með þennan hluta málsins af framangreindri ástæðu, en ef ekki yrði á það fallist væri því hald- ið fram að dóms- og kirkjumálaráð- herra hafi verið vanhæfur til að setja ríkissaksóknara til að fara með málið að þessu leyti. Settur ríkissaksóknari krafðist þess á hinn bóginn að úr- skurðað yrði að hann væri bær til að fara með málið og að það fengi efnis- meðferð fyrir dómi. Einnig krafðist hann þess að úrskurðað yrði að dóms- og kirkjumálaráðherra hefði ekki brostið hæfi til að setja ríkissaksókn- ara. Með hinum kærða úrskurði var sem áður greinir kveðið á um að sett- ur ríkissaksóknari væri ekki bær til að fara með ákæruvald í þeim hluta málsins, sem rekinn væri fyrir dómi á grundvelli þeirra átta liða, sem eftir stæðu af ákærunni 1. júlí 2005. Eftir uppkvaðningu hins kærða úr- skurðar ritaði dóms- og kirkjumála- ráðherra bréf 24. nóvember 2005 til ríkissaksóknara, þar sem óskað var eftir því að hann upplýsti og staðfesti eftir atvikum formlega að hann hefði vikið sæti að því er varðar heimildir ríkissaksóknara gagnvart ríkislög- reglustjóra í þeim þætti máls ákæru- valdsins á hendur varnaraðilum, sem rekið væri fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur. Ríkissaksóknari staðfesti sam- dægurs með bréfi til ráðherra að hann hefði ekki einungis vikið sæti vegna athugunar á gögnum, sem leg- ið hefðu að baki þeim hluta málsins samkvæmt ákæru 1. júlí 2005, sem vísað hefði verið frá héraðsdómi, heldur einnig vegna þeirra ákæruliða, sem enn væru til meðferðar fyrir dómi. Með bréfi til setts ríkissaksókn- ara, sem einnig var ritað 24. nóvem- ber 2005, áréttaði síðan ráðherra að hann færi með heimildir ríkissak- sóknara í þeim hluta málsins, sem væri rekið fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur. II. Eins og ráðið verður af framan- sögðu greinir aðilana á um það hvort ríkissaksóknari hafi 13. október 2005 jafnframt vikið sæti í máli varnaraðila að því er varðaði þann hluta þess, sem rekinn er fyrir héraðsdómi á grund- velli átta liða ákærunnar 1. júlí 2005, og hvort Sigurður Tómas Magnússon hafi af þeim sökum réttilega verið settur ríkissaksóknari til að fara með málið að því leyti. Einnig deila aðil- arnir um hvort dóms- og kirkjumála- ráðherra hafi verið vanhæfur vegna ákvæða 3. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/ 1993 til að setja ríkissaksóknara í málinu. Samkvæmt 1. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála verða dómstólar ekki krafðir álits um lög- fræðileg efni eða hvort tiltekið atvik hafi gerst nema að því leyti sem er nauðsynlegt til úrlausnar um ákveðna kröfu í dómsmáli. Sú meginregla rétt- arfars, sem ákvæði þetta er reist á, gildir jöfnum höndum um einkamál og opinber mál. Bresti settan ríkis- saksóknara af annarri hvorri framan- greindra ástæðna vald til að fara með málið, sem nú er rekið fyrir dómi, yrði að líta svo á að ekki hafi verið mætt af hálfu ákæruvaldsins þegar það var tekið fyrir á dómþingi 16. nóvember 2005 eða að svo fari í síðara þinghaldi, sbr. 1. mgr. 123. gr. laga nr. 19/1991. Í málinu reynir ekki á þetta, heldur eru settar fram kröfur af hálfu ákæru- valdsins, sem fela í sér beiðni um að dómstólar láti einungis frá sér fara al- menna staðfestingu á því að settur ríkissaksóknari sé bær til að fara með ákæruvald í málinu, svo og um al- mennt og sérstakt hæfi hans til þess. Á kröfur sem þessar verður sam- kvæmt framansögðu ekki felldur dómur. Ber því af sjálfsdáðum að fella hinn kærða úrskurð úr gildi. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er felldur úr gildi. Kærumálskostnaður fellur niður.“ Úrskurður héraðs- dóms felldur úr gildi Hæstiréttur tók fyrir úrskurð héraðsdóms í Baugsmálinu sem varðaði hæfi setts ríkissaksóknara BÆTA ÞARF við um 600 íbúðum á Miðausturlandi til ársins 2008, sem er um 20% aukning frá árinu 2002 að því er fram kemur í skýrslu um íbúafjölda og þörf á íbúðarhúsnæði á Austurlandi árið 2008. Skýrslan er hluti af rannsókn á samfélags- áhrifum virkjana- og álversfram- kvæmda á Austurlandi og er gerð samkvæmt samningi milli iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis, Byggða- stofnunar, Byggðarannsóknastofn- unar og Þróunarfélags Austur- lands. Grétar Þór Eyþórsson, formaður verkefnisstjórnar þessa verkefnis, sagði að Alþingi hefði falið Byggða- rannsóknastofnun og Þróunarfélag- inu að fylgjast með samfélagsbreyt- ingum og þróun byggðar og atvinnulífs á því landsvæði þar sem áhrifa álvers- og virkjunarfram- kvæmda á Austurlandi gæti mest. Verkefnið hófst á liðnu ári, það mun standa í 6 ár eða til loka ársins 2009. Skýrslan sem kynnt var á Ak- ureyri í gær er sú fyrsta sem kynnt er af hálfu verkefnisins. 20% fjölgun íbúa Jón Þorvaldur Heiðarsson hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Ak- ureyri kynnti niðurstöðu skýrslunn- ar og gat þess að því væri spáð að álver í Reyðarfirði muni valda því að íbúar á Austurlandi verði allt að 2300 fleiri en ef ekki hefði verið byggt álver í landshlutanum. Líkan sem notað var til að spá fyrir um hver íbúafjöldinn verður, svonefnt grunnmargfaldaralíkan, leiðir í ljós að árið 2008 hefðu íbúar á Austur- landi orðið 11.225 án álvers, en 13.554 með álveri. Gert er ráð fyrir í þessari spá að ekkert verði úr fiskeldi í fjórðungnum, en að sögn Jóns Þorvalds má eins gera ráð fyr- ir að fiskeldi haldi áfram að vaxa á Austurlandi og þá yrðu íbúar fleiri. Árið 2002 voru íbúar á Austur- landi 11.755 talsins og var gert ráð fyrir að þeim myndi fækka um 530 hefði álver ekki komið til sögunnar og að með tilkomu þess muni þeim fjölga um nær 1800. Mismunurinn vegna tilkomu álversins er því rúm- lega 2300 manns, eða um 20% aukn- ing. Fleiri kvenna- en karlastörf Í skýrlsunni kemur fram að gert er ráð fyrir að 414 ný störf skapist í álverinu en að auki skapist afleidd störf, nokkru fleiri en í álverinu sjálfu, eða 468 og í heild verði því til 882 ný störf á Austurlandi með til- komu álvers. Fleiri svonefnd kvennastörf munu verða til á Austurlandi í kjöl- far álversins og eru þá störfin í sjálfu álverinu undanskilin. Verði 15% starfsmanna álversins konur mun í heildina verða til álíka mörg „karla- og kvennastörf“ á Austur- landi, en verði um helmingur starfs- manna álversins konur verða til tvöfalt fleiri kvenna- en karlastörf í fjórðungnum að því er fram kom þegar niðurstöður voru kynntar, en það þýðir að kynjahallinn á svæðinu minnkar verulega. Reyðarfjörður mesta aðdrátt- araflið fyrir starfsmenn Hvað íbúðarhúsnæði varðar kom fram að árið 2008 þyrftu að vera 455 þúsund fermetrar af íbúðarhús- næði á Miðausturlandi ef miðað er við að íbúðafjöldinn verði um 13.500 manns og fjölgunin verði öll á því svæði. Meðalstærð íbúða var 126 fermetrar og miðað við þá stærð þyrfti að bæta við um 600 slíkum íbúðum á næstu þremur árum og er það um 20% aukning frá árinu 2002. Á síðastliðnum tveimur árum voru byggðar 148 íbúðir á Miðaustur- landi. Loks kom fram í skýrslunni að velji væntanlegir starfsmenn álvers að setjast að sem næst því muni Reyðarfjörður hafa mest aðdrátt- arafl, þá Eskifjörður og svo Fá- skrúðsfjörður. Einnig kom fram að Egilsstaðir muni áfram hafa mest aðdráttarafl fyrir þjónustufyrirtæki og þar á eftir Reyðarfjörður. Ný spá kynnt um íbúafjölda og þörf á íbúðarhúsnæði á Austurlandi fram til ársins 2008 Ný störf af völdum ál- vers verða tæplega 900 Morgunblaðið/Kristján Jón Þorvaldur Heiðarsson kynnti niðurstöður rannsóknar á samfélags- áhrifum álvers- og virkjunarframkæmda á Austurlandi. Byggja þarf um 600 nýjar íbúðir á Miðausturlandi næstu þrjú ár Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is „MÉR þykir ánægjulegt að sjá hversu mörg störf verða til á Austurlandi með tilkomu ál- versins, þau eru mun fleiri en áður var reiknað með,“ sagði Val- gerður Sverr- isdóttir iðn- aðar- og viðskiptaráð- herra. Hún sagði það gleðja sig sér- staklega hversu mörg afleidd svonefnd kvennastörf yrðu til í kjölfar uppbyggingar á Austurlandi. Valgerður nefndi að umræð- ur hefðu gjarnan verið á þeim nótum að einkum væri verið að skapa karlastörf, „en það verð- ur svo sannarlega ekki, sam- kvæmt niðurstöðum þessarar skýrslu“. Ráðherra sagði að áður en hafist var handa við fram- kvæmdir eystra hefðu áhrif þeirra verið könnuð og að sumu leyti væru niðurstöður svipaðar, en t.d. hvað varðar fjölda starfa væri nú búist við að þau yrðu mun fleiri en áður var talið. „Þetta segir okkur hversu gríðarlega mikilvægt þetta er fyrir Austurland, þetta er nýtt líf fyrir Austfirðinga. Hefðu þessar framkvæmdir ekki komið til hefði þeim haldið áfram að fækka. Nú eru þarna uppgangstímar og það er gam- an að koma þangað.“ Ánægju- legt hversu mörg störf verða til Valgerður Sverrisdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.