Morgunblaðið - 03.12.2005, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!
"
# $%
& $% '$
()'$ *+ $! $
*!$
"$% '$ & $%
,-
.&
./0)1 21'$
3
/) & $%
#/ )2$
4
- $%
,
$
56-2
7! '8$
9: $
9- -/
;<!! $!/ ) ) $
= $$ ) $
!"
- % ><22)
. 1? ! .) $%
! #$ %&
4@>A
.B)
) -)
0
0
0
0
0
-< $! 1
< ) -)
0 0 0
0
0 0 0
0
0 0
0
0
0
0 0
0
0
0
0
0
0
C 0
DE
C 0
DE
0
C DE
0
C DE
C 0DE
C 0DE
0
C DE
0
C 0DE
0
0
C
DE
0
0
C 0DE
C DE
0
0
0
0
0
0
0
C DE
#- % )
%! $
; ') B %! F
* .
0
0
0
0
0
= ) B +8
;# G !$ 2 %
)
0
0
0
0
0
STÝRIVEXTIR Seðlabanka Íslands
hækka um 0,25 prósentustig hinn 6.
desember næstkomandi og verða þá
10,5%. Davíð Oddsson, formaður
bankastjórnar Seðlabankans, til-
kynnti þetta á fréttamannafundi sem
haldinn var vegna útgáfu Peninga-
mála í gær.
Í ræðu Davíðs kom fram að frá síð-
ustu hækkun Seðlabankans í septem-
ber sl. hefðu orðið þáttaskil í miðlun
peningamálastefnunnar um vaxtaróf-
ið. „Hækkunin skilaði sér að fullu í
raunstýrivöxtum og í fyrsta sinn frá
því að Seðlabankinn hóf að hækka
vexti í maí 2004 hækkaði ávöxtunar-
krafa verðtryggðra skuldabréfa
nokkuð, sem þegar hefur leitt til
hækkunar útlánsvaxta banka, spari-
sjóða og Íbúðalánasjóðs,“ sagði Dav-
íð. Hann bætti við að mikilvægt væri
að hækkun stýrivaxta skilaði sér í
hækkun vaxta verðtryggðra útlána í
ljósi þess að þorri skulda einstaklinga
væri verðtryggður.
Ótímabært að fagna sigri
Þrátt fyrir jákvæð viðbrögð við
vaxtahækkuninni í september sagði
Davíð ótímabært að fagna sigri í bar-
áttunni við verðbólguna. „Enn er mik-
ið ójafnvægi í þjóðarbúskapnum.
Þjóðhagsspáin sem kynnt er í þessu
hefti Peningamála bendir eins og áð-
ur til þess að framleiðsluspenna verði
það mikil á næstu tveimur árum að
verðbólga verði að óbreyttu töluvert
yfir markmiði Seðlabankans, þrátt
fyrir að gengishækkun krónunnar
vegi þar á móti á komandi mánuðum.
Að því gefnu að gengi krónunnar
haldist áfram hátt eru verðbólguhorf-
urnar lítið eitt betri en í september.“
Viðskiptahallinn á þessu ári sam-
kvæmt endurskoðaðri þjóðhagsspá er
meiri en spáð var í september og mun
nema 15,5% af landsframleiðslu. Dav-
íð sagði að alþjóðleg reynsla sýndi að
þvílíku ójafnvægi fylgdi fljótlega,
annað hvort eða hvort tveggja, geng-
islækkun eða samdráttur innlendrar
eftirspurnar, sem knýði fram nýtt
jafnvægi.
Davíð sagði að á næstu misserum
myndi Seðlabankinn þurfa að haga
peningastefnunni þannig að aðlögun
gengisins leiddi ekki til meiri verð-
bólgu en samræmdist verðbólgu-
markmiðinu. „Til þess mun þurfa
strangt aðhald svo lengi sem veruleg
framleiðsluspenna og spenna á vinnu-
markaði valda þrýstingi á verðlag.
Vaxtamunur við útlönd þarf jafn-
framt að vera nægur til að stuðla að
hægfara aðlögun gengisins.“
Verðbólguhorf-
ur lítið betri
Seðlabankinn hækkar stýrivextina
um 0,25 prósentustig eftir helgina
' ( )
' "
!
" !
# $
%
#
& '( $
%
* %
'( $
%
+,(
-,(
-,(
./,(
+,+(
,0(
,(
,(
.//,1(
-,(
/,-(
./,-(
-,/(
.,0(
/,1(
Morgunblaðið/Golli
Aðhaldsstefna Eiríkur Guðnason, Arnór Sighvatsson og Davíð Oddsson
kynntu stýrivaxtahækkun Seðlabankans á blaðamannafundi í gær.
Eftir Kristján Torfa Einarsson
kte@mbl.is
Í máli Davíðs kom fram að á næstu
misserum myndi húsnæðisverð að öll-
um líkindum lækka nokkuð hratt og
því myndi draga úr verðbólgu á
næstu mánuðum. Hann sagði þó að
horfur um gengisþróun, áframhald-
andi hraður vöxtur einkaneyslu og
meiri hækkun launakostnaðar um-
fram framleiðnibreytingar en áður
var gert ráð fyrir vægju hins vegar
þyngra þegar horft væri lengra fram
á veginn.
Ennfremur sagði Davíð að Seðla-
bankinn myndi ekki víkja tímabundið
frá verðbólgumarkmiðinu og „hleypa
verðbólgunni í gegn“, eins og það hafi
verið orðað. Slík stefnubreyting
myndi umsvifalaust skila sér í hærri
verðbólguvæntingum, ýta undir enn
meiri launahækkanir og leiða til
gengislækkunar og aukinnar verð-
bólgu. „Erfiðleikarnir sem slíkri
stefnu fylgdu fyrir heimili og fyrir-
tæki yrðu því meiri en ekki minni.“
SEÐLABANKINN birtir endur-
skoðaða þjóðhagsspá í Peninga-
málum. Samkvæmt spánni verður
hagvöxtur 4,7% á þessu ári, 6,6%
á því næsta og 4,1% árið 2007. Er
þetta lækkun um 0,8% á þessu ári
miðað við síðustu spá bankans,
um 0,1 prósentu á næsta ári og
0,7 prósentur á því næsta.
Þá segir Seðlabankinn, að mið-
að við óbreytta stýrivexti og
gengi krónunnar sé áfram útlit
fyrir að verðbólga verði yfir 2,5%
verðbólgumarkmiði Seðlabankans
allan spátímann. Horfur séu á að
verðbólga verði rúmlega 3% eftir
eitt ár, samanborið við 3,7% í síð-
ustu spá, sé miðað við spá til
sama ársfjórðungs. Til tveggja
ára er spáð rúmlega 3,5% verð-
bólgu, en í september var spáð
3,8% verðbólgu, miðað við sama
ársfjórðung. Verðbólgumark-
miðið næst samkvæmt spánni
ekki fyrr en á árinu 2008 að
óbreyttri peningamálastefnu.
Lækkun á hagvaxtarspá
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR breyttust
lítið í Kauphöll Íslands í gær. Úrvals-
vísitalan lækkaði um 0,01% og er
5125 stig. Bréf Sláturfélags Suður-
lands hækkuðu um 3,89%, bréf
Flögu um 2,24% og bréf Marels um
1,41%. Bréf Bakkavarar lækkuðu
um 1,39% og bréf Actavis um
0,81%.
Litlar breytingar
í Kauphöllinni
● SEÐLABANKI Evrópu, ECB,
ákvað á fimmtudag að hækka
stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25
prósentustig og eru þeir nú
2,25%. Er þetta í fyrsta skipti í
fimm ár sem vextir þessir hækka,
þeir voru síðast hækkaðir í októ-
ber 2000 en síðast breyttust stýri-
vextir í júní 2003. Eins og greint
var frá í síðasta Viðskiptablaði
Morgunblaðsins var við þessu bú-
ist þrátt fyrir að breytingin sé í
óþökk margra. Á blaðamannafundi
sagði Jean-Claude Trichet, banka-
stjóri ECB, að ástæða hækkunar-
innar væri sú að hætta væri á
verðbólgu og að bankinn vildi
halda verðbólguvæntingum niðri til
lengri tíma litið.
ECB hækkaði vexti
5 %H
.I9
D
D
;.>
7J
D
D
@@ K,J
D
D
K,J *$
5 -
D
D
4@>J 7L ($-
D
D