Morgunblaðið - 03.12.2005, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
SÚ ákvörðun stjórnarandstöðunnar
í Venesúela að hunsa þingkosning-
arnar, sem fram fara á sunnudag,
hefur aukið mjög á pólitíska spennu í
landinu. Hugo Chavez, hinn um-
deildi forseti Venesúela, segir
ákvörðunina runna undan rifjum
George W. Bush Bandaríkjaforseta
og kallar hana samsæri gegn stjórn
sinni.
Fimm stjórnarandstöðuflokkar
hafa ákveðið að taka ekki þátt í kosn-
ingunum vegna þess, að rafrænar
kosningavélar tryggi ekki, að kosn-
ingarnar verði leynilegar. Benda
þeir einnig á, að yfirkjörstjórn í land-
inu sé næstum alskipuð stuðnings-
mönnum Chavez.
Flokkarnir, sem um ræðir, eru
Réttlæti fyrst, sem er hægra megin
við miðju; miðflokkurinn Lýðræðis-
leg aðgerð, kristilegi demókrata-
flokkurinn Copei; Áætlun Venes-
úela, flokkur, sem er hægra megin
miðjunnar, og að síðustu smáflokk-
urinn Nýr tími.
Stjórnarandstöðuflokkarnir
benda á, að fingraför kjósenda séu
tekin um leið og kosið er í hinum raf-
rænu kosningavélum og þar með sé
auðvelt að komast að því hvað hver
og einn hafi kosið. Ekki sé því lengur
um leynilegar kosningar að ræða
eins og vera ber auk þess sem fjórir
af fimm mönnum í yfirkjörstjórn séu
úr flokki Chavez.
Segir „herra Hættu“
bera ábyrgðina
„Ég fordæmi þetta frammi fyrir
öllum heimi og lýsi ábyrgðinni á
þessu samsæri gegn Venesúela á
hendur yfirmanni heimsveldisins,
herra Hættu, forseta Bandaríkj-
anna,“ sagði Chavez um ákvörðun
stjórnarandstöðunnar. Kvaðst hann
hafa sannanir fyrir því, að CIA,
bandaríska leyniþjónustan, ætti hlut
að máli.
Bandaríkjastjórn neitar því harð-
lega að hafa haft nokkur afskipti af
stjórnmálum í Venesúela en Chavez
hefur nýtt sér þetta mál út í ystu æs-
ar. Hefur hann haldið stóra fundi og
hvatt fólk til að kjósa og sýna með
því hug sinn til Bush og stjórnar
hans.
Stjórnarandstaðan hefur nú 79
þingmenn af 167 alls en með ákvörð-
un sinni greiðir hún í raun fyrir því
markmiði Hugo Chavez og flokks
hans, Hreyfingar fimmta lýðveldis-
ins, að ná auknum meirihluta, tveim-
ur þriðju þingmanna, á þingi. Það
mun síðan gera honum kleift að
breyta nokkrum ákvæðum stjórnar-
skrárinnar og tryggja, að hann geti
setið fram yfir 2012. Að öðrum kosti
á hann aðeins eftir eitt ár í embætti
en forsetakosningar verða í Venes-
úela í desember 2006.
Chavez, fyrrverandi foringi í hern-
um, var kjörinn forseti Venesúela
1998 en 2002 var gerð árangurslaus
tilraun til að steypa honum af stóli.
Er hann náinn bandamaður Fidels
Castro, forseta Kúbu, og hefur átt í
miklum og sívaxandi útistöðum við
Bandaríkjastjórn. Skoðanakannanir
að undanförnu hafa sýnt mikinn
stuðning við hann en engin hefur
samt gefið honum þann aukna meiri-
hluta, sem hann virðist nú geta
tryggt sér.
Stjórnarandstöðuflokkar í
Venesúela hunsa kosningar
Segja þær ekki leynilegar en Chavez sakar Bush og CIA um samsæri
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
Reuters
Stuðningsmaður Hugo Chavez, forseta Venesúela, á útifundi, sem haldinn var í höfuðborginni, Caracas.
FRÖNSKU konunni, sem gekkst
undir andlitságræðslu að hluta síð-
astliðinn sunnudag, líður vel og
hafa engir kvillar komið upp.
„Þakka ykkur fyrir,“ var það
fyrsta, sem hún sagði er hún hafði
skoðað sig í spegli eftir aðgerðina.
Var hún mjög illa farin í andliti eft-
ir að hundur hafði ráðist á hana og
tætt það í sundur í maí síðast-
liðnum.
Myndin sýnir er verið var að
flytja konuna, sem ekki hefur verið
nafngreind, af skurðstofunni eftir
aðgerðina, sem tók læknana alls 15
klukkustundir. Var gjafarinn
heiladáin kona, látin lögum sam-
kvæmt, en málið hefur samt vakið
upp alls kyns spurningar og efa-
semdir meðal lækna, siðfræðinga
og annarra.
Skurðlæknirinn, sem stýrði að-
gerðinni, Jean-Michel Dubernard,
kvaðst líka hafa verið á báðum átt-
um eða þar til hann sá hvernig kon-
an var leikin eftir hundinn. Þá hefði
allur efi horfið. Á minni myndinni
er líkan, sem sýnir ágrædda svæðið
í andlitinu.
AP
„Þakka
ykkur
fyrir“
París. AFP. | Sex Frakkar voru á
fimmtudag sýknaðir af ákæru um
að hafa beitt börn sín og annarra
kynferðislegu ofbeldi. Mál þetta
hefur vakið mikla athygli í Frakk-
landi og þykir áfall fyrir dómskerfið
þar í landi.
Áfrýjunardómstóll í París kvað
um sýknudómana en áður en til
þess kom hafði sú óvenjulega staða
skapast að ákæruvaldið hvatti til
þeirrar niðurstöðu.
Frakkarnir sex tilheyra hópi tíu
manna sem dæmdir voru í fyrra til
fangelsisvistar fyrir að hafa nauðg-
að börnum sínum og öðrum sem
voru í þeirra umsjá í bænum
Outreau í norðurhluta Frakklands.
Málið gegn sexmenningunum
þótti byggt á hæpnum grunni. Einn
sakborninganna í málinu hafði lýst
yfir því að fólkið hefði hvergi komið
nærri glæpaverkunum en síðar
breytti viðkomandi framburði sín-
um og kvað hina ákærðu meðseka.
Við upphaflegu réttarhöldin brotn-
aði þetta vitni, Myriam Badaoui-
Delay, saman og viðurkenndi að hún
hefði logið sakarefnunum upp á sex-
menningana. Engu að síður voru
þeir dæmdir.
Yves Blot, ríkissaksóknari, bað
sexmenningana afsökunar á fyrri
dómnum. Dominique de Villepin,
forsætisráðherra Frakklands, sagði
málareksturinn hafa verið „réttar-
farslegt klúður“. „Í nafni ríkis-
stjórnarinnar og ríkisins vil ég við-
urkenna að mistök áttu sér stað,“
sagði De Villepin. Pascal Clement
dómsmálaráðherra sagði fyrri sekt-
ardóminn yfir fólkinu „ógæfu“ og
hét því að málið yrði rannsakað auk
þess sem bætur yrðu greiddar.
Þau Alain Marecaux, Thierry
Dausque, Franck og Sandrine Lav-
ier, Daniel Legrand og Dominique
Wiel voru ásamt fjórum öðrum í júlí
í fyrra fundin sek og dæmd til allt
að sjö ára fangelsisvistar fyrir að
hafa misþyrmt 18 börnum kynferð-
islega á árunum 1995 til 2000. Börn-
in voru þá á aldrinum þriggja til tólf
ára.
Sexmenningarnir héldu jafnan
fram sakleysi sínu.
Hinir fjórir, tvö pör, viðurkenndu
á hinn bóginn sekt sína og standa
dómarnir yfir þeim.
Lagði líf sakborninganna í rúst
Réttarhöldin þykja hafa lagt líf
sexmenninganna í rúst. Fólkið var
árum saman í varðhaldi enda tók
rannsókn þess þrjú ár og einn, sem
grunaður var um að tengjast óhugn-
aðinum, stytti sér aldur.
Fabrice Burgaud, ungur rann-
sóknardómari sem fór með málið,
þykir hafa orðið fyrir gífurlegu
áfalli. Hann er vændur um að hafa
rekið málið af óbilgirni og hundsað
vísvitandi gögn, sem bentu til sak-
leysis hinna ákærðu. Þá þykir hann
og hafa beitt hina ákærðu mikilli
hörku og þvingað fram játningar í
einhverjum tilfellum.
Áfall fyrir franska
réttarkerfið
Sex voru sýknaðir í hroðalegu kynferðisafbrotamáli
AP
Tveir sakborninganna, hjónin
Franck Lavier og Sandrine, er
þau gengu sýkn saka út úr réttar-
sal í París.
Höfðaborg. AFP. | Um 40 þýskir
ferðaþjónustumenn urðu í vikunni
fyrir óskemmtilegri reynslu í boðs-
ferð til Suður-Afríku. Þjóðverjarnir
fóru í rútu inn í borg í grennd við
Höfðaborg að kvöldlagi en tveir
menn, vopnaðir byssum, réðust
skyndilega inn í bílinn og rændu
handtöskum og farsímum af tveim-
ur ferðalanganna.
Umrædd borg, Khayelitsa, er al-
ræmd fyrir glæpatíðni sem er mjög
há í Suður-Afríku. Ferðaþjónusta
er nú helsta uppspretta erlendra
gjaldeyristekna í landinu. Reyna
stjórnvöld að auka þær enn og
kynna landið sem einstaka ferða-
mannaparadís enda er þar víða
mikil náttúrufegurð. Stórir þjóð-
garðar með villtum dýrum laða að
sér fjölda fólks.
„Þetta var óheppilegt og ber að
harma en er ekki dæmigert fyrir
reynslu þeirra sem heimsækja
borgir [blökkumanna],“ sagði yfir-
maður ferðaþjónustumála í land-
inu, Sizakele Marutlulle. Fylgdi
sögunni að allt væri gert til að hafa
hendur í hári ræningjanna.
Ógnað og rændir
í paradísinni
Islamabad. AFP. | Dönsk stjórnvöld
skýrðu frá því í gær, að þau hefðu
varað þá danska þegna við, sem
ætluðu að fara til Pakistans. Ástæð-
an er sú, að öfgamenn þar í landi
hafa sett fé til höfuðs þeim, sem
teiknuðu myndir af Múhameð spá-
manni í danskt dagblað.
Bent Wigotski, sendiherra Dana í
Pakistan, segir, að trúarlegur
flokkur þar í landi hafi sett 500.000
ísl. kr. til höfuðs þeim, sem teikn-
uðu myndirnar í Jyllands-Posten,
en múslímar líta á þær sem guðlast.
Anders Fogh Rasmussen, for-
sætisráðherra Danmerkur, for-
dæmdi þessar hótanir í gær og
sagði, að allir hefðu rétt til að tjá
sig innan ramma laganna. Tals-
maður trúarflokksins neitaði því
raunar í gær, að haft hefði verið í
hótunum við teiknarana.
Teiknurum
hótað dauða