Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 31
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
SUÐURNES
Njarðvík | Hús Íþróttaakademíunn-
ar í Reykjanesbæ var afhent og
formlega tekið í notkun við athöfn í
fyrrakvöld. Fulltrúi Eignarhalds-
félagsins Fasteignar hf. afhenti Geir
Sveinssyni framkvæmdastjóra aka-
demíunnar og Árna Sigfússyni bæj-
arstjóra lyklavöldin. Hér sjást þeir
harla ánægðir á svip.
Fasteign hf. byggir húsið en leigir
Reykjanesbæ til langs tíma. Reykja-
nesbær endurleigir það síðan sjálfs-
eignarfélagi um Íþróttaakademíuna.
Starfsemi Íþróttaakademíunnar
hófst í haust. Þar er kennsla í
íþróttafræðum á háskólastigi í sam-
vinnu við Háskólann í Reykjavík,
kennsla á afreksmannabraut í sam-
vinnu við Fjölbrautaskóla Suð-
urnesja og námskeiðahald. Þá hafa
fjarnemendur við háskóla þar að-
stöðu.
Við athöfnina afhenti Íþrótta-
samband Íslands akademíunni vísi
að íþróttabókasafni auk þess sem
nokkur sérsambönd afhentu gjafir.
Ljósmynd/Páll Ketilsson
Hús Íþróttaakademí-
unnar afhent formlega
Grindavík | Ný smábátabryggja við
Grindavíkurhöfn var formlega tekin
í notkun í gær. Bryggjan er smíðuð
af fyrirtækinu Króla. Forstjóri fyr-
irtækisins afhenti stjórnendum
hafnarinnar og Grindavíkurbæjar
mannvirkin við athöfn sem fram fór
við höfnina í gær.
Nýja smábátabryggjan er sam-
ansett af tveimur 25 metra einingum
og á enda þeirra er 15 metra eining
þvert. Gert er ráð fyrir að hægt sé
að koma fyrir olíudælum á endanum.
Áætlað er að kostnaður við bryggj-
una verði nálægt 17 milljónum, þeg-
ar allt er talið, að sögn forsvars-
manna.
„Þessi nýja smábátabryggja er
með öflugum festingum og hugsuð
fyrir þá gerð smábáta sem nú er að
ryðja sér til rúms, það er að segja
stærri yfirbyggða báta sem taka á
sig meiri vind,“ sagði Sverrir Vil-
bergsson hafnarstjóri í samtali við
Morgunblaðið.
Þá er þessa dagana verið að ljúka
við fyrsta hluta á endurgerð Svíra-
bryggju en það er bryggjan við
loðnuverksmiðjuna. Búið er að reka
niður 160 metra langt stálþil og á
næsta ári verður gengið frá þekj-
unni ásamt rafmagni og vatni.
Þá er hafin vinna við nýja bryggju
sem er staðsett gegnt Svírabryggj-
unni, framan við fiskverkunarhús
Vísis, og með því stækkar enn við-
leguplássið í höfninni. Tengir hún
saman bryggjurnar í vesturhöfninni.
Ákveðið var að fara í þá framkvæmd
í stað þess að endurbyggja Miðgarð
þar sem er trébryggja og notuð er til
löndunar úr smábátum.
Gríðarlegar framkvæmdir hafa
verið við Grindavíkurhöfn á und-
anförnum árum. Lagður hefur verið
um það bil milljarður í höfnina á ára-
tug. Byggðir voru miklir brimvarna-
garðar og innsiglingin dýpkuð. Síð-
ustu árin hefur verið unnið að
dýpkun innan hafnar til þess að auka
öryggi skipanna, auk bryggjusmíð-
innar.
Ný smábátabryggja tekin í notkun við Grindavíkurhöfn
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Afhending Margrét Gunnarsdóttir, formaður hafnarstjórnar, og Kristján Óli Hjaltason hjá Króla takast í hendur.
Hugsuð fyrir stærri báta
Lesbókarljóð | Jón Laxdal Hall-
dórsson opnar myndlistarsýningu á
Café Karólínu í dag, laugardaginn 3.
desember kl. 14. Á sýningunni eru
verk unnin að mestu upp úr ljóðum
sem birst hafa í Lesbók Morg-
unblaðsins auk einnar eldhússkúffu.
Jón hefur haldið eða tekið þátt í
um 30 myndlistarsýningum á Ak-
ureyri, í Reykjavík og erlendis.Sýn-
ing Jóns á Karólínu stendur til 6.
janúar næstkomandi.
Skákmót | Skákfélag Akureyrar
verður með 15 mínútna mót á sunnu-
daginn, 4. desember kl. 14, í KEA
salnum í Sunnuhlíð. Þór Valtýsson
sigraði á nóvemberhraðskákmótinu
hjá Skákfélagi Akureyrar sem var
háð sl. fimmtudag, hann hlaut 8,5
vinninga af 12.
Kynning | Þrír höfundar frá Hafn-
arfirði og Akureyri koma á Amts-
bókasafnið á Akureyri kl. 15 í dag,
laugardag, og kynna nýjar bækur
sínar. Þetta eru þeir Birgir Svan
Símonarson með Áningarstað
augnabliksins, Björn Þorláksson
með Lífslogann og Símon Jón Jó-
hannsson, Kaffið í aldingarðinum.
Til heiðurs Hannesi | Dagskrá til
heiðurs Hannesi Hafstein verður í
Samkomuhúsinu á Akureyri á morg-
un, sunnudaginn 4. desember, kl. 15
á afmælisdegi hans í tilefni af út-
komu nýrrar ævisögu Hannesar
Hafstein, Ég elska þig stormur, eftir
Guðjón Friðriksson. Þar syngur Örn
Birgisson lög við kvæði Hannesar,
leikararnir Þráinn Karlsson og Álf-
rún Örnólfsdóttir lesa kvæði hans og
úr bréfum hans og Guðjón Frið-
riksson flytur erindi um skáldið, ráð-
herrann, þingmanninn og sýslu-
manninn Hannes Hafstein.
Bókin er tilnefnd til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna sem ein besta
fræðibók ársins 2005.
SLÖKKVILIÐ Akureyrar er 100
ára um þessar mundir en 6. desem-
ber 1905 skipaði bæjarstjórn Ak-
ureyrar fyrsta slökkviliðsstjórann,
Ragnar Ólafsson. Í tilefni þessara
merku tímamóta er Slökkvilið Ak-
ureyrar með opið hús í höfuð-
stöðvum sínum við Árstíg í dag,
laugardag á milli kl. 13.30 og 16. Þar
verður ný heimasíða, slokkvilid.is
kynnt, sem og nýr bæklingur fyrir
þolendur áfalla af völdum elds eða
vatns. Einnig verður búnaður
slökkviliðsins sýndur og ýmislegt
fleira. Þá verða á boðstólum veit-
ingar í boði nokkurra fyrirtækja á
Akureyri.
Afmælisdagskráin hófst sl.
fimmtudag en þá var sviðsett umferð-
arslys, þar sem bæjarbúum gafst
kostur á að fylgjast með störfum
slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
á vettvangi. Þar varð „harður árekst-
ur“ þriggja bíla og valt einn þeirra við
„áreksturinn“ og fólk „slasaðist“.
Beita þurfti klippum til að ná fólkinu
út úr bílunum. Í gær var hópakstur
allra tækja slökkviliðsins sem endaði
við Torfunesbryggju þar sem sett var
upp vatnssýning.
Slökkvilið Akureyrar 100 ára
Morgunblaðið/Kristján
Slysaæfing Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn við æfingar þar sem svið-
sett hafði verið umferðarslys á gatnamótum Hjalteyrargötu og Óseyrar.
Opið hús í höfuð-
stöðvunum
Dalvíkurbyggð | Fræðsluráð telur að samþykkt rammafjárhagsáætlun fyr-
ir skólana muni ekki standast eftir yfirferð með skólastjórnendum á fundi
sínum í vikunni. Skólastjórnendur Árskógarskóla og Dalvíkurskóla, leik-
skólanna Krílakots og Leikbæjar og Tónlistarskólans mættu á fund ráðs-
ins. Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir, formaður fræðsluráðs, sagði að frá því
að fjárhagsramminn var ákveðinn í vor hefði verið ákveðið að taka inn
fleiri þætti og að það m.a. þýddi aukinn kostnað.
Tæp 60% af tekjum sveitarfélagsins fara í þennan málaflokk og sagði
Guðbjörg að stefnt væri að því að lækka það hlutfall. Hún sagði að fjár-
hagsramminn sem samþykktur var í vor hafi verið upp á um 345 milljónir
króna og að 26 milljónir króna vanti nú til viðbótar. Vegna þess hve mikill
munur er á áður samþykktum fjárhagsramma og tillögum skólastjórn-
enda, telur fræðsluráð nauðsynlegt að farið verði í gagngera endurskoðun
á rekstri skólanna fyrir næsta skólaár og verði endurskoðuninni lokið fyrir
1. júní. Samhliða endurskoðuninni verði markaðar ákveðnar reglur um
stöðugildi og starfsmannafjölda eins og kveðið er á um í reglum um vinnu-
ferli við fjárhagsáætlanir.
Fræðsluráð leggur því til að fjárhagsrammi skólanna verði samþykktur
eins og skólastjórnendur leggja til, segir í bókun ráðsins.
Endurskoða þarf rekstur skólanna
AÐVENTUVEISLA verður í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 10.
desember næstkomandi kl. 18. Um er að ræða samstarf Sinfóníuhljóm-
sveitar Norðurlands og Knattspyrnudeildar Þórs. Dagskráin hefst með
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem leikur undir stjórn Guð-
mundar Óla Gunnarssonar. Með hljómsveitinni koma fram Björg Þórhalls-
dóttir, Óskar Pétursson og Stúlknakór Akureyrarkirkju. Kynnir á tónleik-
unum er Margrét Blöndal. Á efnisskránni er jóla- og aðventutónlist m.a.
eftir Tchaikowsky, P. Mascagni, Áskel Jónsson, Sigvalda Kaldalóns og
Leroy Anderson svo eitthvað sé nefnt.
Að tónleikum loknum verður boðið upp á jólahlaðborð frá Bautanum.
Miðasala er í Pennanum Bókval í Hafnarstræti og Pennanum /Eymunds-
son á Glerártorgi en einnig er hægt að kaupa miða við innganginn sem
gilda aðeins á tónleikana.
Aðventuveisla
TÓNLEIKAR verða í Brekkuskóla á sunnudag kl. 15 til styrktar Mæðra-
styrksnefnd Akureyrar. Kvennakór Akureyrar heldur tónleikana ásamt
Stúlknakór Akureyrarkirkju og Karlakór Eyjafjarðar. Á efnisskrá kór-
anna verða jólalög og önnur þekkt lög sem eiga vel við á þessum árstíma.
Þetta er í þriðja skiptið sem tónleikar sem þessir eru haldnir, í fyrra safn-
aðist vel og er það einlæg von kóranna að fólk sjái sér fært að eiga nota-
lega stund í Brekkuskóla og styrki um leið mjög gott málefni segir í frétt
um tónleikana.
Kynnir er Snorri Guðvarðsson. Verð aðgöngumiða er að lágmarki 1000
kr. fyrir fullorðna en ekkert gjald er fyrir börn. Frjáls framlög eru einnig
vel þegin. Í lok tónleikanna verður afraksturinn óskiptur færður Mæðra-
styrksnefnd, því allt tónlistarfólkið og auglýsendur leggja sitt af mörkum
til að styrkja þetta málefni.
Styðja Mæðrastyrksnefnd
Ný
tt!
+ Staðgreiðsluverð
+ Lægri vextir
+ Lægri kostnaður
+ Til allt að 36 mánaða
+ Framlengdur ábyrgðartími
+ Flutningstrygging
+ Vildarpunktar
VISALán er ný og hagstæð leið
til greiðsludreifingar við
kaup á vörum eða þjónustu.
– HAGSTÆÐAR AFBORGANIR
Spurðu um ENNE
M
M
/
S
ÍA