Morgunblaðið - 03.12.2005, Page 33
unar Suðurlands. Hópurinn á að
skila niðurstöðu fyrir næsta aðalfund
SASS.
Aðalfundurinn krefst þess að
tryggt verði fjármagn til að ljúka við-
byggingu Heilbrigðisstofnunar Suð-
urlands á Selfossi á tilsettum tíma.
Stefnt verði jafnframt að því að koma
á fót sérhæfðri öldrunarlækn-
ingadeild er þjónusti bæði íbúa á
hjúkrunarheimilum og þá sem búa
sjálfstætt í fjórðungnum. Þá leggur
aðalfundurinn til að þegar verði haf-
ist handa um byggingu hjúkr-
unarheimilis á Selfossi í takt við þær
kröfur um aðbúnað sem eðlilegt þyk-
ir í dag að gera til slíkra heimila.
Jafnframt verði ráðist hið fyrsta í
brýnar endurbætur á hjúkrunar-
heimilum víðar í fjórðungnum til að
mæta þeim kröfum sem gerðar eru
um aðbúnað og aðstaða verði færð til
nútímans.
Þess er og krafist að rekstr-
argrundvöllur dvalar- og hjúkrunar-
heimila á Suðurlandi verði tryggður
og upphæð daggjalda endurskoðuð
reglulega í takt við kostnaðarhækk-
anir.
Bent er á að geðheilbrigðisþjón-
usta er ein af grunnstoðum heilbrigð-
iskerfisins og óviðunandi að íbúar á
Suðurlandi þurfi að sækja þá þjón-
ustu til Reykjavíkur. Koma þurfi upp
skipulagðri geðheilbrigðisþjónustu á
Suðurlandi. Þá skoraði fundurinn á
sveitarfélög á Suðurlandi að leggja
sitt af mörkum til að gera fötluðu
fólki mögulegt að njóta sömu tæki-
færa og aðrir íbúar.
Ekki lögheimili í
frístundabyggð
Aðalfundurinn telur ljóst að ef lög
standa óhögguð um heimild til að
skrá lögheimili í frístundabyggð
muni þau kalla á verulega aukna
þjónustu og kostnað sveitarfélag-
anna. Skoraði fundurinn á félags-
málaráðherra að beita sér fyrir því
að lög nr. 21/1990 verði endurskoðuð
með það í huga að komið verði í veg
fyrir að hægt sé að skrá lögheimili í
skipulagðri frístundabyggð.
a sveitarfélaga
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 33
MINNSTAÐUR
Eyrarbakki | Mikil ásókn hefur und-
anfarið verið í byggingalóðir á Eyr-
arbakka. Þrjú hús eru í smíðum og
nokkrum lóðum til viðbótar hefur ver-
ið úthlutað. Í fyrrverandi verslunar-
húsi KÁ hafa þegar verið útbúnar
tvær íbúðir og aðrar tvær eru á loka-
stigi.
Hinn 25. nóvember sl. rann út
frestur til að gera athugasemdir við
nýtt aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið
Árborg. Allmargar athugasemdir
bárust skipulagsyfirvöldum sveitarfé-
lagsins en hvergi hafa þó mótmæli
verið meiri og fleiri mótmælt þessu
nýja skipulagi en á Eyrarbakka, en
alls hafa þaðan borist mótmæli frá
358 manns.
Hvar á að byggja?
Mótmælin snúast einkum um það
hvernig eigi að skipuleggja landið fyr-
ir nýja byggð. Samkvæmt tillögu að
skipulagi á að stefna að byggð með-
fram sjónum, einkum í vesturátt, en
ekki ofan við þorpið, milli núverandi
byggðar og þjóðvegarins, eins og
íbúaþing sem haldið var fyrir fáum
árum lagði til. Þetta landsvæði ofan
þorpsins, á samkvæmt skipulagstil-
lögunni að verða óbyggt, en að
nokkru skipulagt sem opið svæði til
sérstakra nota. Rökstuðningur fyrir
þessu er að ný byggð megi ekki
byrgja útsýni til gömlu byggðarinnar.
Þessu nýtingarleysi landsins er mót-
mælt, enda telja margir íbúar æski-
legt fyrir þróun byggðar að þarna
verði skipulagt byggingaland.
Gert er ráð fyrir því að íbúar geti
orðið í lok skipulagsins um 800, eða
fjölgun um 230 manns. Hönnuðir
skipulagsins ganga út frá íbúatölunni
570, en nú þegar eru íbúar Eyrar-
bakka óðum að nálgast 6. hundraðið.
Þessi spá fyrir byggðaþróun á Bakk-
anum er hlutfallslega verulega lægri
en annars staðar í sveitarfélaginu.
Gera mótmælendur kröfu til að jafn-
an verði til byggingarhæfar lóðir á
Eyrarbakka til að mæta eftirspurn og
að skipulagið komi ekki í veg fyrir
eðlilega þróun byggðarinnar.
Eins og kunnugt er, þá státa Eyr-
bekkingar af einna samfelldastri
götumynd frá lokum 19. aldar og
fyrrihluta þeirrar tuttugustu. Þá
byggð hafa þorpsbúar lagt áherslu á
að varðveita, en krefjast þess jafn-
framt að kröfum um verndun þeirrar
byggðar sé haldið aðskildum frá upp-
byggingu þorpsins að öðru leyti.
Á fjórða hundrað mótmæla skipulagi
Eftir Óskar Magnússon
Öxarfjörður | Sveitarstjórn Öxar-
fjarðarhrepps hefur samþykkt
ályktun um lausagöngu búfjár þar
sem skorað er á alla landeigendur
í Öxarfirði og Núpasveit að halda
við girðingum sínum sem liggja
að þjóðvegi 85 og gæta þess að
búpeningur gangi ekki laus með
veginum. Þá mælist sveitarstjórn
til þess að búfjáreigendur virði
það sjónarmið vegfarenda að
halda þeim vegum sem girt er
með fjárlausum. Á þetta við hvort
sem um er að ræða girðingu
beggja vegna eða öðrum megin
þjóðvegar.
Í þessu sambandi minnir sveit-
arstjórn á að skólabílar eru á
ferðinni innan sveitarfélagsins
snemma morguns og á daginn,
þéttsetnir af nemendum og kenn-
urum. „Það er ólíðandi að þeim,
sem og öðrum vegfarendum, skuli
stafa hætta af sauðfé á vegum í
svartasta skammdeginu, sér-
staklega í ljósi þess að sveitar-
stjórn lítur almennt svo á að
lausaganga búfjár með þjóðvegi
85 sé ekki æskileg þar sem girt
er, þ.e.a.s. á þjóðvegi 85 frá Jök-
ulsá á Fjöllum norður að Kópa-
skeri. Nægi þessi tilmæli ekki má
búast við að viðbrögð sveitar-
stjórnar verði á þann veg að sam-
þykkt um lausagöngu búfjár verði
hert til muna,“ segir í ályktun og
er vísað til gildandi laga um bú-
fjárhald. Sveitarstjórn minnir
jafnframt á að algert bann við
lausagöngu stórgripa gildir í
sveitarfélaginu.
Ólíðandi að
vegfarendum stafi
hætta af
lausagöngu sauðfjár
Bose SoundDock: Hlustaðu á uppáhalds tónlistina þína í einstökum gæðum
Tengdu saman iPod
og Bose SoundDock
Ný reynsla af iPod byrjar með Bose SoundDock. Þú smellir iPod í SoundDock með
einföldum hætti og þú getur hlustað á uppáhalds tónlistina þína í einstökum
gæðum.
Hljómtæki fyrir þinn iPod
SoundDock er fágað hljómtæki, nýtískulegt og sérstaklega hannað fyrir iPod. Það
hleður einnig iPod á meðan þú ert að hlusta. Þú stjórnar SoundDock hljómtækinu
með fjarstýringu sem virkar jafnframt fyrir iPod.
Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is
Kíktu í verslun Nýherja, Borgartúni 37,
og heyrðu hljóminn í Bose.
Opið alla virka daga frá 09:00 – 18:00
og á laugardögum frá 10:00 – 16:00.
Veldu Bose hljómgæði
fyrir tölvuna þína
Bose Companion 2 tölvuhátalarar
búa yfir framúrskarandi hljóðgæðum
og taka lítið pláss á skrifborðinu.
Einstök hljómgæði með
Bose heyrnartólum
Bose TriPort, hágæða heyrnartól,
einstök hljómgæði. Létt og þægileg,
aðeins 142 gr.