Morgunblaðið - 03.12.2005, Blaðsíða 36
DAGLEGT LÍF
36 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Ný könnun Neytendasamtakanna og SFR
sýnir að allt að 300% verðmunur er á sumum
þjónustuliðum banka og sparisjóða. Þetta
kemur fram á vef Neytendasamtakanna, ns.is.
Landsbankinn var oftast með hæsta verðið en
Íslandsbanki og KB banki voru oftast með það
lægsta.
Mestu munaði á stofngjaldi fyrir greiðslu-
þjónustu, það var 2.500 kr. hjá SPRON en ekk-
ert stofngjald er hjá hinum bönkunum.
Hjá SPRON kostaði mest að útvega veðbók-
arvottorð fyrir viðskiptavini, 1.600 kr., en
ódýrast var það hjá Íslandsbanka, 400 kr.
Þetta er 300% verðmunur.
Það kostar líka sitt að láta útbúa skulda- eða
tryggingabréf. Hjá KB banka er slík þjónusta
dýrust, 3.500 kr., í SPRON fær maður slíkt
bréf fyrir 1.750 kr., sem var lægsta verðið. Það
er því 100% verðmunur á þeirri þjónustu milli
hæsta og lægsta verðs.
Einnig var 100% verðmunur á hæsta og
lægsta verði þegar kom að því að breyta áætl-
un í greiðsluþjónustu. Dýrast var það hjá
SPRON, kostaði 1.000 kr., en ódýrast hjá Ís-
landsbanka, 500 kr. Þegar sambærilegar
kannanir frá árunum 1997 og 2002 eru skoð-
aðar kemur í ljós að flest þjónustugjöld hafa
hækkað og sum hafa hækkað verulega umfram
verðlagsþróun.
Þess má að lokum geta að neytendur geta
sparað sér útgjöldin vegna veðbókarvottorða
með því að sækja þau sjálfir til sýslumanns.
*+,
- -.
* *-
/
* - *0
/ . 0
*
- 0
* *-
/
* / / / *0
/0
/ 0
*
1+1
- .
* *
/
- - *0
/.
-0
* *
*-+0
222
- 0
* *-
/
* * / *0
/0
-0
* 0
*
!"#
*+,
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
!
! "
#""$
%
" &' (
")
*
"" +$ # "
,,
-#
#
$+ (
!"#
%
& $
$
3 4
%
5
3 6
6
7 4 8
7
& 22
9%&:
(
;8
' 6
< $%
%
'
%
< %=
%
>8
6 ? * @
!
'
A 6 2222
A 6 $
$
%
&
'& ()
& *++**++,
%
$ -./0
%
*++**++,1&
%
'
-+/02
NEYTENDUR | Hvað kostar að fara í bankann?
300% verðmunur á útvegun veðbókarvottorðs
Í VERÐKÖNNUNINNI sem
Neytendasamtökin og SFR
(Stéttarfélag í almannaþjón-
ustu) gerðu á þjónustugjöldum
bankanna er Netbankinn ekki
tilgreindur. Því vill Netbank-
inn koma eftirfarandi á fram-
færi:
„Einstaklingar geta fengið
debetkort hjá Netbankanum
án nokkurra gjalda, hvort sem
er stofn-, árgjalda eða færslu-
gjalda. Þess má geta að kortið
ber lægri yfirdráttarvexti og
hærri innlánsvexti en almenn-
ir debetkortareikningar bank-
anna.“
Einnig tekið fram að Net-
bankinn hefur þá stefnu að að
bjóða lág þjónustugjöld og að
ávallt séu mjög góð vaxtakjör
á inn- og útlánum.
Netbank-
inn ekki
með
ATHUGASEMD
FYRIRTÆKIÐ Hollusta úr haf-
inu ehf. hefur hafið markaðs-
setningu á vörum, sem unnar hafa
verið úr þara og ætlaðar eru í
matargerð. Vörur þessar eru nú
þegar komnar í Heilsuhúsið, Mela-
búðina og Fjarðarkaup og munu
sjást víðar á næstunni.
Sjávargróður hefur verið nýttur
hér á landi frá upphafi byggðar
enda vaxa að minnsta kosti ellefu
tegundir þara við Ísland sem not-
aðar hafa verið til matar hér á ár-
um áður.
Að sögn Eyjólfs Friðgeirssonar,
líffræðings og drifkrafts fyrirtæk-
isins, verður í fyrstunni byrjað að
bjóða upp á þessar fjórar teg-
undir, en greina má ört vaxndi
áhuga á þara sem hágæða holl-
ustuvöru. Þaranum er safnað í
hreinum ómenguðum fjörum fjarri
mannabyggðum og hann verkaður
og unninn við bestu aðstæður.
Rannsóknastofan Sýni ehf. hefur
annast efnagreiningar og úttekt á
örverum.
Áformað er að vera með þrjár
vörutegundir úr þara sem eru þa-
rakrydd, þarasósa og frystur
hakkaður þari.
Hægt er að styðjast við upp-
skriftina hér að neðan vilji menn
prófa sig áfram með þara í brauð-
baksturinn.
Súrbrauð með marinkjarna
4 bollar rúgmjöl
1 bolli hafrar
3-4 bollar spelt
2 msk. púðursykur
1 bolli marinkjarni
¼-½ bolli olía
1 msk. vínsteinslyftiduft
súrdeigskveikir
Hakkaður marinkjarni er soðinn
í 4-5 bollum af vatni í hálftíma og
kælt. Rúgmjölið, höfrum og
kveikjunni hrært út í soðið og það
látið standa yfir nótt til að súrna.
Olían, vínsteinslyftiduftið, púð-
ursykurinn og speltið hrært út í.
Hnoðað upp úr speltinu þar til
deigið er mátulegt. Bakað í einn
klukkutíma við 180°C. Marinkjarn-
inn gerir brauðið bragðbetra og
mýkra en ella.
ÍSLENSKT | Þarakrydd, þarasósa og
frystur, hakkaður þari
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eyjólfur Friðgeirsson notar þara í matseldina og brauðbaksturinn.
Þarinn er hollustuvara
join@mbl.is
Í DAG mun Ásta Guðmundsdóttir
fatahönnuður opna verslun með
hönnun sinni, Ásta Créative
Clothes, á Laugaveginum.
„Verslunin verður á sama stað
og vinnustofan mín. Það verður
samt aðskilið þar á milli,“ segir
Ásta, þetta er fyrsta verslunin
sem hún opnar hér á landi en
hönnun hennar hefur hingað til
fengist í Kirsuberjatrénu og á
Nordica hótel.
„Það hefur lengi staðið til að ég
opnaði mína eigin verslun, mig
hefur alltaf langað til að búa til
rétta umgjörð fyrir fötin og
veita góða þjónustu á
staðnum. Ég ætla samt
að vera áfram í Kirsu-
berjatrénu. En fatalín-
an mín er orðin það
stór að í eigin verslun
er hægt að vera með
meira úrval af kjólum
og aðeins aðrar vörur
en ég er með á hinum
stöðunum.“
Ásta segir margt
verða til sölu í nýju
versluninni. „Það
verða peysur, buxur
og pils ásamt fleiru
en ég mun þó leggja
aðaláherslu á fínar
flíkur. Ég er líka
með skemmtileg föt
fyrir herramenn.“
Kvenleg tíska
Eftirspurn eftir
fötum frá Ástu hef-
ur aukist mikið að und-
anförnu enda er hún
orðin þekkt nafn í tísku-
heiminum. Hún segir að
í sinni hönnun sé hún
alltaf upptekin af því að
vinna efnið. „Áferðin
á efninu er mik-
ilvæg fyrir mig.
Ég vil líka hafa
ákveðinn einfald-
leika í flíkunum og
svo finnst mér mjög mikilvægt
að fötin séu kvenleg og klæðileg.“
Ásta hefur selt
hönnun sína er-
lendis, meðal
annars í Japan,
Danmörku, Sví-
þjóð, Þýskalandi,
Englandi, Írlandi
og Kanada og
fengið góðar við-
tökur alstaðar.
„Ég var nýlega
að sýna sumarlín-
una 2006 á tísku-
viku í New York,
kjólarnir í henni
vöktu athygli og
fékk ég margar
pantanir eftir
sýninguna. Mér
finnst mjög gaman
að gera kjólana og því var þetta
skemmtilegt.“
Að sögn Ástu sýnist henni jóla-
fötin í ár vera hátíðleg. „Það virð-
ast vera mikið af fínum kjólum og
flottum pilsum í kvenlegum stíl.
Ég er mikið með litina svartan,
gráan, hvítan og rauðan núna fyrir
jólin, svo er líka nokkuð í ljósum
litum.“
Ásta hefur verið að hanna sína
eigin línu í fjögur ár og hefur það
gengið vel þótt hún segi þetta
krefjast þolinmæði og baráttu.
TÍSKA | Ásta Guðmundsdóttir opnar verslun og vinnustofu
Hátíðleg jólaföt
Morgunblaðið/Golli
Ásta með sína eigin hönnun í nýrri
verslun sinni sem hún opnar í dag.
Verslunin, Ásta Créative Clothes,
verður opnuð í dag kl. 14.00 á
Laugavegi 25, 3. hæð, og eru allir
velkomnir á opnunina.