Morgunblaðið - 03.12.2005, Side 44
44 LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Jólasýning
Þorvald Skúlason
Jón Engiberts
Valgarð Gunnarsson
Sigurbjörn Jónsson
Tolla
Björgu Örvar
Gunnlaug Scheving
Guðbjörgu Lind
Sigurð Sigurðsson
Jóhannes Geir
Kjarval
Kristján Davíðsson
Svavar Guðnason
Einnig verk eftir:
Leitum að verkum eftir gömlu meistarana
fyrir fjársterka aðila
Opið í dag frá kl. 14-18
Ármúla 36 • 108 Reykjavík • Sími 568 3890
G. Blöndal
Jón Stefánsson
Karl Kvaran
H. Austmann
SMIÐJAN
Listhús - Innrömmun
TENÓRARNIR þrír eru fyrirbæri
– á því leikur enginn vafi. Að
breyta heimsmeistarakeppni í fót-
bolta í óperuæði er auðvitað ekkert
annað en galdur og ekki á hvers
manns færi. Domingo, Carreras og
Pavarotti tóku sína fyrstu auka-
spyrnu fyrir rúmlega fimmtán ár-
um, og síðast í fyrradag bárust af
því fréttir að Pavarotti teldi leikn-
um ekki lokið og að heilög þrenning
miðherja óperusöngsins ætti eftir
að syngja sitt síðasta.
Íslensku tenórarnir þrír eru ekki
bara þrír, því í þeirra leik er skipt
inn á völl eftir þörfum. Þegar fyr-
irliðinn, Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson, er spurður að því hvað sé
svona merkilegt við það að vera
þríeinn tenór hlær hann og segir að
það séu auðvitað undur og stór-
merki, því tenórröddin sé svo fátíð
og spes.
„Við byrjuðum á þessu, ég,
Snorri og Jón Rúnar Arason, svo
kom Kolbeinn Ketilsson inn í stað-
inn fyrir Jón Rúnar og nú er það
Gunnar. Það má segja að ég haldi
utan um þetta.“
Var það ekkert viðkvæmt að
skipta Kolbeini út fyrir Gunnar
frænda hans?
„Kolbeinn er bara ekki á landinu,
fór á föstudaginn. Um tíma leit út
fyrir að hann gæti verið með – en
hann þurfti að fara.“
En fjórir tenórar eru nú líka allt
annað konsept. Hefði það nokkurn
tíma gengið upp?
„Jújú, það hefðu orðið Ten-
órarnir þrír – og einn til vara …
(hlátur). Ég hef reyndar mikinn
áhuga á því að bæta við nýjum ten-
órum. Og þetta virðist ganga í land-
ann. Við erum ekkert að herma eft-
ir Domingo, Carreras og Pavarotti,
nema að nafninu til. Við reynum að
brjóta þetta upp og erum svolítið
asnalegir og íslenskir.“
Hvað felst í því að vera asnalegir
og íslenskir?
„Við erum bara sveitamenn á
Fróni og syngjum að sjálfsögðu ís-
lensk sönglög líka. Við verðum til
dæmis með Fúsasyrpu – lög Sigfús-
ar Halldórssonar, sem eru mjög
skemmtileg. Svo förum við líka í
aríurnar og flottheitin.“
Jóhann, nú hafa þrír heimsfrægir
sópranar reynt að gera það gott, –
þrír bassar reyndu að ná athygli,
og meira að segja þrír kontraten-
órar lögðu út í þessa þríþraut. En
það virðist sem allt sé dæmt til að
mislukkast nema það séu tenórar.
Hvers vegna er það svo?
„Það eru einfaldar skýringar á
því. Tenórröddin hefur alltaf verið
vinsæl – líka hjá tónskáldunum. Í
óperunni fær tenórinn alltaf flott-
ustu aríurnar – það bregst varla.
Það er í mesta lagi í eitt af hverjum
þremur skiptum sem það er ekki.
Það er líka annað í þessu. Við erum
að syngja músík sem gengur í alla.
Við syngjum slagara og erum ekki
að feta ótroðnar slóðir. Svo hefur
þetta fyrirbæri – Tenórarnir þrír –
líka fengið alveg gríðarlega mark-
aðssetningu. Það virðist vera að ef
nógum peningum er eytt í að aug-
lýsa vel, þá gangi dæmið upp – og
aðrir tenórar hafa notið góðs af því.
En mest snýst þetta auðvitað um
fallegu melódíurnar. Í faginu mínu,
ítölsku óperunni, eru aríurnar al-
gjört konfekt fyrir tenórröddina.“
Nú eru þeir Gunnar og Snorri
mjög lýrískir, en þú kannski nær
því að vera það sem kallað er
spinto, – hvernig fara raddirnar
ykkar saman?
„Mjög vel. Ég er svo mjúkur
maður að ég fell vel að þeim …
(hlátur). En ég syng líka það sem
þeir syngja, annað en það að ég hef
ekki gefið mig út fyrir að vera Moz-
art-tenór. En það er líka ýmislegt
sem greinir okkur að. Snorri er
langmyndarlegastur, Gunni er einn
okkar frægasti tenór á erlendri
grund, – og svo kem ég þarna eins
og skrattinn úr sauðarleggnum.
Snorri er með mýkstu röddina.
Röddin í Gunna hefur breyst á síð-
ustu árum, en ég er bara í þessu
ítalska, með breiða og djúpa rödd.“
Er samkeppni um tónhæðina?
„Neinei, við gerum þetta allt sem
jafningjar og reynum bara að
vanda okkur sem mest við hvert og
eitt verk. Það flýgur enginn tenór
upp á háa c-ið. Það þarf að hafa
fyrir því. Þetta er allt tækni. Ten-
órröddin er ekkert eðlileg. Karl-
mannsrödd er eðlileg í baritónleg-
unni.“
Það er Ólafur Vignir Albertsson
sem spilar með ykkur. Er það ekki
sérstakt að syngja með píanóleik-
ara sem hefur spilað með nánast
öllum kynslóðum íslenskra söngv-
ara?
„Jú, okkur þykir mjög vænt um
að hafa hann með okkur, og hann
tuktar okkur til, þegar honum
finnst fíflalætin ganga úr hófi. Þá
fær hann sér í nefið og segir: „Jæja
strákar, eigum við ekki að halda
áfram.“ Og það er auðvitað ótrúleg
tilfinning að syngja með honum
vegna reynslu hans og þekkingar á
íslenskum söngvurum. Og jú, hann
kann sögur og segir frá. Það er
alltaf jafn skemmtilegt. Það er líka
alltaf hægt að fletta upp í honum.“
Tónleikar tenóranna þriggja
verða í Íslensku óperunni á morgun
kl. 17.
Tónlist | Tenórarnir þrír með tónleika í Íslensku óperunni á morgun kl. 17
Þetta snýst um fallegu melódíurnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kampakátir tenórar: Gunnar Guðbjörnsson, Snorri Wium og Jóhann Friðgeir Valdimarsson.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
TOLLI opnar sýningu í nýju gall-
eríi, Yggdrasli, á Skólavörðustíg
16 í dag kl. 14. Fyrstur manna.
Sem endranær reiðir hann fram
málverk, fáar myndir en stórar, og
yrkisefnið er náttúra Íslands og
eyðibýli.
Kærkomin viðbót
Segir hann starfsemi hins nýja
gallerís leggjast vel í sig. „Menn
ætla að vera þarna með boðsýn-
ingar, m.ö.o. velja listamennina
sjálfir, sem er ágætt. Gallerí koma
og fara eins og við þekkjum. Það er
helst að þeir sem reka gjafavöru-
búðir samhliða haldi velli. Það
virðist alltaf þurfa annan rekstur
með til að þetta gangi. Það er því
ekkert launungarmál að það vant-
ar sýningaraðstöðu fyrir myndlist.
Þessi salur er þar af leiðandi kær-
komin viðbót. Það verður gaman
að sjá hvernig þetta þróast.“
Tolli segir að Gallerí Yggdrasill
henti vel fyrir málverk. „Þetta er
salur sem tekur stórar myndir – ég
er þarna með sjö stykki, 2x2,5
metra hverja. Lýsingin er flott og
þarna eru bara veggir. Þetta er í
alla staði mjög skemmtileg að-
staða.“
Yrkisefnið af ljóðrænum
toga – eins og oft áður
Tolli segir að yrkisefnið sé af
ljóðrænum toga – eins og svo oft
áður. „Ég hef alltaf málað tíma-
laust landslag og á þessari sýningu
eru eyðibýli miðpunkturinn. Það
er mikill sjarmi yfir þeim. Eyðibýli
eru yfirleitt ekki skilgreind sem
fornminjar og eru kjörið hráefni
fyrir tilfinningar og ímyndunar-
aflið. Það eru ekki endilega
ákveðnir staðir sem ég mála.
Ákveðin hús eru kannski fyr-
irmyndir en þau eru færð til eins
og mér hentar.“
Ísland er geggjaður vett-
vangur fyrir myndlist
Tolli er ósvikið náttúrubarn.
Ósvikið íslenskt náttúrubarn.
„Forsenda þess að vera tendraður
er að vera í náttúrunni. Málverk
mín eru þannig skýrslugerð að
loknum leiðangri. Ég hef ferðast
vítt og breitt erlendis en það er svo
merkilegt að sama hve mikil feg-
urðin er þá verður hún alltaf
bragðlaus eftir þrjá til fjóra daga.
Hér á Íslandi verður maður aldrei
leiður. Getur aldrei gengið að
neinu vísu. Íslensk náttúra tekur
öllu öðru fram. Þetta sjónarmið
hefur ekkert með þjóðerniskennd
að gera. Svona er þetta bara. Ís-
land er geggjaður vettvangur fyrir
myndlist.“
Tolli viðurkennir að þetta sé
öðrum þræði leitin að Paradís.
„Leitin að Paradís er eilífð-
arverkefni, bæði hið ytra og innra,
og sú leit er leiðarljósið í því sem
ég er að fást við í dag. Málverkið
hefur lengi verið vettvangur fyrir
leit mannsins að Guði og æðri
skilningi á lífinu. Sú leit fjaraði á
margan hátt út með rómantíkinni í
byrjun síðustu aldar. Þá tók ex-
istensíalisminn við og menn fóru
að spá meira í formið og hugtakið
sjálft – list. Tilfinningar viku m.ö.o.
fyrir harðri rökræðu. Mín list hef-
ur hins vegar alltaf verið tilfinn-
ingalegs eðlis og því er eðlilegt að
ég gangi inn um hlið Eden.“
Sýning Tolla verður opin virka
daga á verslunartíma til 25. janúar
2006.
Myndlist | Tolli sýnir málverk í nýju galleríi, Yggdrasli
Gengið inn um hlið Eden
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Eyðibýli eru kjörið hráefni fyrir tilfinningar og ímyndunaraflið, segir
Tolli. Hér er eitt málverkanna á sýningunni í Galleríi Yggdrasli.